Dagur - 25.02.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 25.02.1989, Blaðsíða 12
‘í'2 -’ÖAQÚ'ft fébHiÍáf'hð89 „Ég hef alltaf.. eignarhluta Smárans og höfðum tekið veruleg lán til að fjármagna verkið. Auk þessu vorum við auðvitað skuld- bundnir þeim aðilum sem höfðu keypt 60% hússins. Það hjálpaðist allt að, verðtryggingin malaði inn á skuldir okk- ar í bankanum og reksturskostnaður við okkar eignarhluta hlóðst á jafnt og þétt, á sama tíma og húsnæði fór að lækka í verði vegna minnkandi eftirspurnar, fyrir utan að vera hálf-óseljanlegt. Það stefndi hreinlega í að dæmið yrði ekki uppgeranlegt. Við tókum því þá ákvörðun að vandlega skoðuðu máli að hætta rekstri Smárans því við vildum ekki standa frammi fyrir að lenda í stóru gjaldþroti. Þetta var, tel ég, hárrétt ákvörðun. Við keyrðum reksturinn smám saman niður upp úr 1982/3 til að forða sjálfum okkur og öðrum aðilum úti í bæ frá því að tapa stórum upphæðum. Endalok Smára hf. Síðasta verk Smárans var Alþýðuhúsið við Skipagötu. Við notuðum það verkefni að hluta til að hafa eitthvað umleikis meðan við værum að ná endunum saman í rekstrinum og draga úr honum. Það má segja að þetta hafi tekist en við þökkuðum líka fyrir að sleppa úr skútunni með pokann í höndunum og ekkert annað. Það er auðvitað sárt fyrir mig að minnast þess hvernig þetta fór. Smárinn var að verða 20 ára gamall þegar við urðum að hætta. Við vorum búnir að leggja okkur alla í þetta fyrirtæki, bæði sál og krafta. En á þessum tíma voru fyrirtæki að hrynja út um allt land vegna stórfelldra erfiðleika og það verð ég að segja að mér finnst byggingaverktakar á Akureyri sem enn starfa í bænum hafa haldið sér á floti af miklum dugnaði og ósérhlífni, það hlýtur að hafa verið þungur róður á stundum.“ Malar- og steypustöðin hf. - Smárinn var ásamt nokkrum öðrum verktökum eigandi að Malar- og steypustöðinni hf. Var tilgangur ykkar með eignarhaldi á steypustöð að reyna að byggja ódýrar og lækka íbúðarverð? „Þegar við byrjuðum uppbygginguna á fjölbýlishúsunum upp úr 1970 var ekki nema ein steypustöð í bænum. Malar- og steypustöðin hf. sem starfrækt hafði verið í nokkur ár var eiginlega hætt allri starfsemi og hafði gengið erfðilega. Ýmsir aðiiar sem áttu það fyrirtæki, múrarameistarar á Akureyri og Magnús Oddsson á Glerá, stofnuðu stöðina upphaflega kringum malarnámurnar í Glerárlandi. Þegar einokun er á steypusölu er maður alltaf hræddur við að verðið verði of hátt. Við ákváðum því að reyna að rétta þetta fyrirtæki við og ná með því meira jafnvægi á verðlagningu á steinsteypu. Við töldum að þetta gæti tekist þegar við lögðum að stað, m.a. vegna þess að eigendurnir höfðu öruggan markað fyrir steypuna þar sem þeir voru sjálfir verktakar. Því miður gekk dæmið ekki upp en við rákum steypustöðina í sjö ár. Það má segja að meirihlutinn af því sem við áttum undir lokin í Malar- og steypustöðinni hf. var eign sem við höfð- um byggt upp sjálfir. Við urðum að kaupa notuð tæki frá Þýskalandi, steypubílá, ámoksturstæki o.fl. Þetta gerðum við vegna þess að við vildum byggja þetta sem mest upp með eigin fé og vildum ekki taka of mikil lán í því sam- bandi. En þetta var mjög þungur rekstur, bílarnir og tækin voru mjög viðhaldsfrek og það er meira en að segja það að halda svona stöð gangandi. Þá var um mikla óheppni að ræða, þarna urðu slys og ekki var margt jákvætt með okkur í þessum rekstri. Þetta lognaðist útaf en hugmyndin um steypustöðvar í eigu verktaka á Akureyri er ennþá í fullu gildi. Steypustöð Aðalgeirs Finnssonar er dæmi um þetta og hann hefur að vissu leyti tekið við hlutverkinu. Ég vil hafa samkeppni á sem flestum sviðum. Ef menn telja sig þurfa vernd í atvinnustarfsemi þá sýna þeir enga getu, þeir eru hreinlega settir inn í ákveðið umhverfi sem þeir síðan skapa rekstrargrundvöll fyrir. Mér finnst að menn eigi að þola heiðarlega samkeppni og sitja við sama borð varðandi skatta, lánafyrirgreiðslu og slíkt. Heiðarleg samkeppni er af hinu góða.“ Félagsmálastörf - Að lokum, Tryggvi, hefur þú ekki átt nein áhugamál fyr- ir utan vinnuna um dagana? „Jú, ég hef starfað töluvert að félagsmálum. Ég var t.d. formaður Skákfélags Akureyrar um 2-3 ára skeið. Þá starf- aði ég mikið að félagsmálum rafvirkja á sínum tíma, var formaður Rafvirkjameistarafélags Akureyrar um nokkurra ára skeið, sat í stjórn Landssambands íslenskra rafvirkja- meistara, L.Í.R., í tíu ár, þar af sem formaður sambands- ins í sex ár. Það þótti dálítið sér á parti að formaðurinn skyldi vera utan af landi. Ég starfaði líka í þó nokkur ár innan JC og var eitt árið 2. varalandsforseti hreyfingarinn- ar. Ég blandaði mér líka töluvert í bæjarmáíapólitíkina á Akureyri og sat í mörgum nefndum bæjarins fyrir Sjálfstæðisflokkinn; en mest starfaði ég í skipulagsnefnd og atvinnumálanefnd. Eitt kjörtímabil var ég varabæjarfull- trúi. Ég ákvað að leggja öll félagsmál á hilluna þegar ég keypti Norðurfell 1986 og helga mig eingöngu atvinnu- rekstrinum. Það veitir ekki af því, menn í atvinnurekstri þurfa að halda vöku sinni allan sólarhringinn. Undantekn- ing er að ég syng með Karlakórnum Geysi enda alltaf haft mikið yndi af söng. Bannað að nefna hagnað - grundvallarforsendu atvinnuveganna Það er alveg ljóst að við búum í dag við ástand á sviði efna- hagsmála sem er ólíkt öllu sem ég hef áður kynnst. Það var alltaf viðvarandi atvinnuleysi á Akureyri frá áramótum fram í mars - apríl þegar ég var strákur. Þetta skapaðist aðallega af fábreyttri atvinnustarfsemi. Seinna hvarf þetta árstíðabundna atvinnuleysi og þekktist ekki. Nú sýnast mér vera mjög alvarlegar blikur á lofti. Ríkisstjórnir margra undanfarinna ára liafa misst vöku sína gagnvart atvinnulífinu í landinu og undirstöðuatvinnuvegirnir standa á brauðfótum. Ef sú staða kemur aftur upp að menn fara að meta peninga meira en sæmilega vel rekið atvinnu- fyrirtæki hlýtur að fara illa. Þá skapast aðstaða fyrir fjölda manns að sitja heima hjá sér við að spila á skuldabréf og víxla og lifað góðu lífi af því meðan vextir eru 18 til 20% umfram verðbólgu. Stjórnvöld aðhafast ekki neitt við þessu, hvorki nú né áður. Það er skoðun mín að ríkis- stjórnir sem ekki geta haldið verðbólgunni innan við 10% á ári eigi ekki að sitja lengur. Grundvöllur þess að þjóðin geti lifað sómasamlegu lífi í landinu er að jafnvægi sé í pen- inga- og atvinnumálum. Við náum engu jafnvægi með æðandi verðbólgu og stjórnlausan fjármagnsmarkað. Atvinnureksturinn í landinu býr við alltof dýrt lánsfé og mikla skattpíningu. Það hefur verið bannorð að ræða um hagnað eða gróða í atvinnurekstri gegnum árin en það er nú samt undirstaða þess að atvinnurekstur geti starfað að fyrirtækin hagnist. Ef atvinnurekendur í grundvallargrein- um á landsbyggðinni eru með neikvæða eiginfjárstöðu upp á tugi eða hundruði milljóna króna og geta ekki rekið fyrir- tækin lengur þýðir það ekkert annað en að íbúarnir flosna upp og flykkjast allir á Suðurnesin, til Reykjavíkur eða úr landi. Ef við getum ekki komið undirstöðugreinunum yfir núllpunktinn er ekki glæsilegt ástand framundan, því versl- un og þjónusta byggir auðvitað á velgengni útflutnings- greinanna." Lokaverkefni Leikfélags Akureyrar kynnt: Sólarferð Guðmundar Steinssonar - gamansamt verk en undirtónninn alvarlegur Hlín Agnarsdóttir leikstjóri (t.h.) fer hér yfir handritið að Sólarferð ásamt Önnu Einarsdóttur og Theodór Júlíus- Syni. Mynd: TLV Síðasta verkefni Leikfélags Akureyrar á þessu leikári er Sólarferð eftir Guðmund Steinsson. Hann skrifaði þetta verk árið 1976 og var það sýnt við miklar vinsældir í Þjóð- leikhúsinu, alls 48 sýningar fyr- ir fullu húsi. Fyrsti samlestur Leikféiagsins á verkinu var á mánudaginn 20. febrúar. Af þessu tilefni var efnt til blaðamannafundar í Samkomu- húsinu og sátu þar fyrir svörum aðstandendur Sólarferðar og leikarar ásamt Valgerði H. Bjarnadóttur, formanni leikhús- ráðs. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir og er þetta í fyrsta sinn sem hún starfar hjá Leikfélagi Akureyrar, en undanfarin 15 ár hefur hún verið viðloðandi leiklist á höfuð- borgarsvæðinu. Hún sagði að Sólarferð hefði staðist tímans tönn og hún hefði aðeins gert smávægilegar breytingar á verk- inu með leyfi höfundar. Þess má og geta að þetta mun vera í fyrsta sinn sem verk eftir Guðmund Steinsson er sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar og er sannarlega tími til kominn. Hann er einn af fremstu leikritahöfundum okkar og nægir að nefna Stundarfrið í því sambandi. Gylfi Gíslason og Freyja Gylfadóttir sjá um leikmynd og búninga. Gylfi hefur áður unnið fyrir Leikfélag Akureyrar. Ingvar Björnsson er ljósameistari, en leikarar í verkinu eru átta talsins. 40 ára leikafmæli Sigurveigar Sigurveig Jónsdóttir leikur Elínu. Hún kemur nú aftur norður eftir nokkurt hlé en Sigurveig heldur upp á 40 ára leikafmæli sitt á þessu ári. Anna Einarsdóttir (Nína) og Ingólfur Björn Sig- urðsson (Manolo) koma nú aftur til starfa með Leikfélagi Akur- eyrar en þau tóku bæði þátt í Fiðlaranum. Aðrir leikarar eru Theodór Júlíusson (Stefán), Þráinn Karls- son (Jón), Sunna Borg (Stella), Marinó Þorsteinsson (Pétur) og Margrét Pétursdóttir (Rut). Hlín Agnarsdóttir leikstjóri sagði að Sólarferð væri trúverðug lýsing á því hvernig sólarlanda- ferð gengur fyrir sig hjá íslend- ingum. Fylgst er með nokkrum íslendingum í tveggja vikna fríi á Costa del Sol á Spáni og lenda þeir í ýmsum ævintýrum. Þetta er gamansamt verk, þó ekki farsi, en undirtónninn alvarlegur. Frumsýning á Sólarferð er áætluð föstudaginn 7. apríl og þá verða allir leikararnir væntanlega orðnir sólbrúnir og sællegir, sér- staklega þó Ingólfur því hann á að leika Spánverjann Manolo. ís- landshvítir Spánverjar eru varla mjög trúverðugir. Leikurunum leist greinilega vel á þetta verkefni. Þeir voru að blaða í sólarlandabæklingum frá ferðaskrifstofum og þeir verða ábyggilega komnir í gott form þegar Sólarferð verður frumsýnd með hækkandi sól. Það má því segja að leikárið endi á sama hátt og það byrjaði, eða með íslensku verki. Leikárið hjá Leikfélagi Akureyrar hófst með leikritinu Skjaldbakan kemst þangað líka, eftir Árna Ibsen. Þá tók Emil í Kattholti, eftir Astrid Lindgren, við og enn er verið að sýna þetta vinsæla barna- og fjölskylduleikrit. Nýverið var síðan verkið Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eft- ir Edward Albee frumsýnt og Sólarferð Guðmundar Steinsson- ar rekur síðan endahnútinn á leikárið, en ekki má gleyma gesta- sýningunum Nörd og sýningu íslenska dansflokksins. Þá sýndi Leikfélagið Skjaldbökuna á litla sviði Þjóðleikhússins þannig að leikárið hefur verið býsna við- burðaríkt. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.