Dagur - 25.02.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 25.02.1989, Blaðsíða 5
sögubrot 25. febrúar 1989 - DAGUR - 5 l Gestur Pálsson og lífið í Reykjavík - háðinu óspart beitt þrátt fyrir nöturlega œvi Gestur Pálsson var fæddur að Miðhús- um í Reykhólasveit 25. september 1852 og var hann af merku bændafólki kom- inn í báðar ættir. Hann lést fyrir aldur fram, 19. ágúst 1891. Þessi ágæti rithöf- undur er í Sögubroti að þessu sinni og þá sérstaklega fyrirlestur hans Lífið í Reykjavík, sem er snjöll ádeila þrungin háði. Raunar væri hægt að gera mörg Sögubrot um Gest, sögur hans, kvæði, fyrirlestra og greinar, en háðið, þetta beitta vopn, er það þema sem ég kaus að taka fyrir. Ofært er þó að minnast ekki á önnur verk né rifja upp nokkur æviatriði enda var Gestur einn af frum- kvöðlum raunsæisstefnunnar hér á landi og áhrif hans mikil. Gestur útskrifaðist úr Latínuskólanum 1875 en á þeim árum var hann orðinn hug- fanginn af skáldskap, sérstaklega Byron, og hann orti líka töluvert. Að stúdents- prófinu loknu fór hann til Kaupmanna- hafnarháskóla í því skyni að nema guð- fræði. Þá var raunsæisstefnan að ná hámarki í Danmörku með Georg Brandes í broddi fylkingar og heillaðist Gestur af þessari stefnu eins og verk hans staðfestu síðar. En guðfræðinámið sat á hakanum og reynar voru ýmis ljón í veginum eins og félagi hans, Einar H. Kvaran, lýsir í for- mála að ritsafni Gests: „Annars munu menn heldur hafa sneitt hjá G. P. þessi árin í Kaupmannahöfn. Meira los komst á líferni hans en góðu hófi gegndi. Áfengisnautnin var hans mikla freisting. Reyndar hygg ég, að hann hafi hvorki þá né síðar drukkið meira en ýmsir þeirra manna, sem mest hneyksluðust á honum. En þegar hann var orðinn nokkuð til muna ölvaður, var eins og hann umhverfðist og yrði allt annar maður. Hann var þá oft ófyrirleitinn og áleitinn, jafnvel við góða vini sína, og örðugt að vera með honum, eða hafa nokkurn hemil á honúm.“ (bls. 9) Djúpstæð ástarsorg Gestur hvarf heim til íslands og dvaldi þar í eitt ár en fór síðan aftur til Kaupmanna- hafnar. Hugur hans hafði komist í jafn- vægi eftir að hann trúlofaðist ágætri stúlku og honum sóttist námið vel. En þegar upp úr trúlofuninni slitnaði sótti hann í sama farið, en Einar Kvaran segir að Gestur hafi aldrei minnst á þetta viðkvæma atriði, en sögur hans (s.s. Tilhugalíf) og kvæði tala sínu máli: Ég skil mig ekki - alltaf hlýt ég unna, en elskað sömu lengi ég get ei meir; mér finnst ég þjóta meðal ótal brunna og mega drekka - en þyrsta alltaf meir. Ég hef elskað aðeins einu sinni, og elskað þá svo heitt sem nokkur má, með þeirri glóð, sem brenndi innst mig inni - nú askan þakin er með klaka og snjá. Vorið 1882 hófu fjórir menn útgáfu tímaritsins Verðandi sem var í anda raun- sæisstefnunnar. Þetta voru þeir Gestur Pálsson, Einar H. Kvaran, Hannes Haf- stein og Bertel Þorleifsson. í Verðandi birtist saga Gests, Kærleiksheimilið, og var henni vel tekið af Islendingum í Kaup- mannahöfn og heima á íslandi. Févana sneri Gestur frá Kaupmanna- höfn án þess að ljúka guðfræðiprófi en hann mun aldrei hafa ætlað sér að verða Gestur Pálsson var gáfaður maður og mikilhæfur prestur. Hann fékk vinnu á skrifstofu landshöfðingja í Reykjavík og fékkst jafn- framt við blaðamennsku (sbr. Suðri) og skáldsagnaritun. Blákaldur raunveruleikinn í Reykjavík varð Gestur fyrir árásum. Gallar í einkalífi hans kveiktu slík við- brögð en harkalegri andstöðu mætti hann þó vegna raunsæisstefnunnar sem hann aðhylltist í bókmenntum og listum. Hann var sakaður um að breiða út spillingu og guðleysi og líkt og aðrir raunsæishöfundar var hann sagður einblína á allt hið ljóta. En Gestur dró aðeins upp spegilmynd af raunveruleikanum, reyndi ekkert að fegra hann, og hann var mjög tilfinninganæmur fyrir eymd og bágindum alþýðu manna. Gestur tekur fátæklingana upp á sína arma í sögunum en sendir höfðingjunum tóninn. Undirmálsfólkinu er lýst af stakri snilld og oftar en ekki beitir Gestur hinu sterka stílvopni, háðinu. Hann er ekki með neinar predikanir, meðaumkvun höfundar fléttast ekki inn í sögurnar held- ur endurspegla þær nakinn veruleikann - og víst er að lífið er ekki alltaf fagurt., Blákaldur raunveruleikinn birtist lesend- um og það var oft meira en þeir þoldu. Af Gesti sjálfum er það að segja að hann gekk inn í Goodtemplararegluna 1885 og var þar ágætur félagsmaður til árs- ins 1888. Sumarið 1890 flutti hann vestur til Winnipeg í Kanada en þar var hann ráð- inn til Heimskringlu, fyrst sem aðstoðarrit- stjóri og síðar ritstjóri. Þar lenti hann í deilum við samstarfsmenn sína því þeir vildu að hann tæki þátt í deilum sem hon- um voru fjarri skapi, s.s. að deila á íslensku kirkjuna vestra og Lögberg. Orlögin nálgast Þessi síðustu æviár Gests Pálssonar voru fremur nöturleg. Hann gekk í Goodtempl- araregluna skömmu eftir að hann kom til Winnipeg og var reglusamur um hríð. Einn daginn fékk hann bréf frá kunningja í Chicago sem bað hann að koma og bréf- ritari sagðist einnig vona að hann yrði ekki í bindindi! Raunin varð líka sú að með þessari ferð var bindindi Gests lokið til æviloka. Ágreiningurinn við Heimskringlumenn rithöfundur en óreglan setti mark sitt á lífhans. magnaði óregluna. í ágúst 1891 sagði hann upp stöðu sinni við blaðið og fáum dögum síðar, hinn 19. ágúst, var hann látinn. Sá kvittur komst að kreik að samstarfsmenn Gests á blaðinu hefðu haldið honum við óreglu til að losna við hann og þannig orð- ið valdir að dauða hans. Þetta telur Einar H. Kvaran fjarstæðu en getur þess á hinn bóginn að margt hafi benl til þess að Gest- ur hafi fundið örlögin nálgast. Veturinn áður en hann dó bað hann Einar að skrifa eitthvað um sig ef hann kynni að deyja áður en langt um liði. Þrátt fyrir erfiða ævi var Gestur í hópi fyndnustu rithöfunda okkar, en fyndnin var oft beiskjublandin. Háðinu beitti hann til sóknar sem varnar og við skulum ljúka Sögubroti á vöidum köflum úr fyrirlestrin- um Lífið í Reykjavík þar sem þetta stíl- bragð hans nýtur sín til fulls. Slúðrið í Reykjavík „Til er hér í bænum nokkurs konar andleg- ur aldingarður, sem nærri því allir bæjar- menn finna sig skylda til að rækta á allan hátt, og hlynna að á alla veru; við þann blett mætast menn af öllum stéttum, bæði karlar og konur; allur stéttamunur og allur aldursmunur hverfur þar eins og þoka fyrir sólu, háir og lágir taka höndum saman, og gamalmennið á grafarbakkanum og barnið fyrir innan fermingu hittast þar í bróðerni, tignarfrúin og betlikerlingin sitja þar eins og systur, og allir vinna það sama, prýða og skrýða blettinn; sumir gróöursetja þar ný blóm, aðrir stóreflis-tré, og sumir eru í óða önn að vökva eldri blómum og eldri trjám, til þess að ekkert glatist, ekkert kulni út eða visni; þessi augasteinn bæjar- ins, þessi heilagi og friðaði aldinreitur er - slúðrið í bænum. Menn geta líkt slúðrinu hér í bænum við vætusudda, sem læðist og skríður inn um hverja einustu rifu, sezt fyrir í hverri sprungu, treður sér milli þils og veggjar, laumast úr einu herbergi í annað, og til- gangurinn er alltaf og alls staðar sá sami, að reyna til að smella blettum á, og freista, hvort það sé ekki hægt að búa til dálítinn fúa. ...Ef maður gengur inn á veitingahús til þess að fá sér glas af öli, þá er það af því, að hann er mjög hneigður fyrir ofnautn áfengra drykkja; ef maður sést drukkinn einu sinni, þá liggur hann á túrum heilum vikum saman; ef ógiftur maður gengur út að kveldi dags, þá er það ætíð til þess að hitta einhverja vinkonu sína. Ef manna- mál heyrist. inni í herbergi, þar sem ógiftur maður býr, þá er það eintómt kvenfólk, sem er að heimsækja hann. ...Það er kunnugt, að hér í bæ eru til ekkjur, sem reka fréttaburð sem atvinnu, og það er, ef til vill, sá atvinnuvegur, sem borgar sig einna bezt; þar fellur enginn dagur úr, því þá atvinnu má jafnt stunda vetur og sumar, hvernig sem viðrar og hvernig sem árferðið annars er.“ (bls. 64- 66) Líkfylgdarsýki kvenfólksins ,.Þá eru menn heldur ekki sporlatir að fylgja dauðum til grafar, einkum kvenfólk- ið, helzt þegar það er farið að eldast. Það getur enginn lifandi maður ímyndað sér, hvað margt er til af gömlu kvenfólki í þess- um bæ, nema sá sem sér það saman komið í líkfylgd; það er alveg eins og það spretti upp úr götunum, því greftranir eiga slíkt aðdráttarafl fyrir flest lægri stéttar kven- fólk hér, að það leggur oftast nær lykkju á leið sína, ef það sér líkfylgd, og slæst í för- ina, og úr húsunum, sem líkfylgdin fer fram hjá, bætist smátt og smátt við í hópinn, og flest eða allt er það kvenfólk; og allt þetta kvenfólk gengur með sama alvöru- eða raunasvipinn; hver sem graf- inn er, er svipurinn alltaf sá sami; það er eins og kerlingarnar hér eigi greftrunar- grímu, sem þær smella yfir andlitið í hvert skipti sem þær finna lykt af líkfylgd í nánd. Og þessi líkfylgdarsýki, sem þjáir allt gamalt kvenfólk á sérstökum aldri og í sér- stökum flokkum hérna í bænum, er svo sem ekki tekin út með þrautum eða raun- um; nei, þvert á móti, að mega vera við og sjá greftranir, er fyrir það nokkurs konar „brama-lífselexír", sem bætir öll þess mein; það er hrein nautn, á við tvo eða þrjá góða kaffibolla." (bls. 63-64) „Háðið, nógu napurt og nógu biturt“ Gestur ræðir einnig um eintrjáningsskap, mannorðssýki og fleira sem hrein unun er að lesa. í lokin kemur liann með ráð til að bæta lífið í Reykjavík, sem samkvæmt þessum fyrirlestri hefur verið all skraut- legt, svo ekki sé meira sagt. „Eg veit nú, að menn að endingu munu spyrja, hvert ráð eða hver ráð séu til þess að bæta bæjarbraginn hér, fá menn til að brjóta skörð í flokkagirðingarnar, kenna mönnum að leggja niður hræsnina' og tepruskapinn, gera slúðurþokuna að engu, lækna mannorðssýkina, og um fram allt að brenna inni allan „klikku“-skap? Ég sé einungis eitt ráð, sem gæti komið að haldi. Við þurfum að fá leikritaskáld, sem getur dregið allt það, sem aflaga fer hjá okkur, fram á leiksviðið, og þar næst þurfurn við að fá þau leikrit leikin, leikin vel. Brestir okkar eru slíkir, að þeir læknast ekki með nýjum lögum; þeir læknast yfir höfuð ekki með nokkrum sköpuðum hlut nema - háð- inu. ...Háðið, nógu napurt og nógu biturt, hefur um allan aldur heimsins verið bezti læknirinn fyrir mannkynið.“ (71) Á þennan hátt þykir mér viðeigandi að ljúka Sögubroti af Gesti Pálssyni. SS (Heimild: Gestur Pálsson - Ritsafn l-II. formáli eftir Einar H. Kvaran, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, 1952.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.