Dagur - 25.02.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 25.02.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 25. febrúar 1989 myndbandarýni ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Iþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), MARGRÉT PÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Steinar hf.: Nýir myndbandatitlar Steinar hf. gefa út 10 mynd- bandatitla nú í febrúarmánuði. Um er að ræða frumútgáfu á sex titlum en fjórar af þessum myndum hafa verið sýndar í kvikmyndahúsum. Fyrst má nefna Frantic, sem þegar hefur verið tekin fyrir í myndbanda- rýni Dags, en lítum á aðrar myndir sem eru að koma á myndbandaleigurnar. Roots/The Gift er sjálfstætt framhald af Roots (Rætur), sem var mjög vinsæl þáttaröð, eins og menn muna, gerð eftir metsölu- bók Alex Haley. í þessari mynd eru helstu aðalleikarar úr upp- haflegu þáttunum, s.s. Lois Gosset jr. og LeVar Burton. Framleiðslu á Roots/The Gift lauk síðla árs 1988 og tekur myndin upp þráðinn þremur árum eftir að Kunta Kinte reyndi að flýja frá plantekrunni þar sem hann var þræll. Police Academy 5 er fimmta myndin um lögregluskólaliðið sem allir þekkja. Nú fara þessir spaugarar í frí til Miami þar sem heiðra á Lassard lögreglustjóra áður en hann lætur af störfum. Að sjálfsögðu fer allt úr böndun- um í Miami. Lögreglumyndir af öðrum toga eru Saigon, eða Off Limits eins og hún hét í kvikyndahúsum, Shakedown on Sunset Strip og Gauntlet. Saigon er saga tveggja herlögreglumanna sem elta uppi morðingja og nauðgara sem hald- inn er kvalalosta og skilur eftir sig óhugnanlega slóð stúlkna sem hann hefur myrt. Shakedown on Sunset Strip er sannsöguleg mynd um spillingu í lögreglunni í Los Angeles og tengsl hennar við vændishúsarekstur. Gauntlet fjallar hins vegar um harðsvírað- an lögreglumann sem leikinn er af Clint Eastwood. Run till You Fall er lífsreynslu- saga um foreldra sem eru að skilja og átök sem hafa áhrif a bæklaðan son þeirra er dreymir um að verða hornaboltaleikari. Max Dugan Returns er gaman- mynd með Jason Robards, Matt- hew Broderick og Donald Suther- land. Pá má nefna ævintýri um risann ógurlega, The Return of the Incredible Hulk, og loks eitthvað fyrir yngstu börnin; Kærleiksbirnir í Undralandi. SS Frábær árangur í Frakklandi Árangur íslenska handknattleikslandsliðsins í B-heimsmeistarakeppninni, sem nú stendur yfir í Frakklandi, er þegar orðinn betri en bjartsýn- ustu menn þorðu að vona. ísland hefur þegar tryggt sér sæti í A-heimsmeistarakeppninni sem fram fer að ári og er því á ný komið í hóp bestu handknattleiksþjóða heims. Auk þess mun liðið leika úrslitaleik um 1. sætið í B-keppn- inni á morgun. Þetta hefur strákunum okkar tekist þrátt fyrir nokkurt mótlæti ytra, svo sem óhagstæða dómgæslu og fleira. Árangur íslendinga á handknattleikssviðinu hefur verið ótrúlega góður á undanförnum árum og þrátt fyrir fámennið höfum við skipað okkur á bekk meðal þeirra bestu í heiminum í þessari vinsælu íþróttagrein. Það hefur handknattleiks- landsliðið sannað enn einu sinni með frammi- stöðunni í Frakklandi. Þessi árangur er með ólík- indum miðað við fámennið hér heima. Engu að síður gengur þjóðin út frá því sem sjálfsögðum hlut að ísland haldi sér í hópi allra bestu hand- knattleiksþjóða heims um ókomin ár. Vænting- arnar eru gífurlegar og gleðin því mikil þegar vel gengur á sama hátt og vonbrigðin eru sár þegar eitthvað fer úrskeiðis. Mikill og almennur áhugi landsmanna svo og afar öflugt uppbyggingarstarf íþróttafélaganna og Handknattleikssambandsins á mestan þátt í því hversu vel hefur til tekist, auðvitað að ógleymdu framlagi landsliðsmannanna sjálfra. Sami áhugi og sama elja ríkir í fleiri íþróttagrein- um hér á landi og árangurinn lætur ekki á sér standa. Nægir í því sambandi að nefna skákina. Þar hafa íslendingar náð lengra en hægt er að ætlast til með nokkurri sanngirni. Samt gerum við okkur eflaust vonir um enn stærri sigra á komandi árum. En við skulum ekki gleyma því að starfsemi sem þessi kostar mikla peninga. Fram hefur komið að Handknattleikssambandið vantar nokkrar milljónir króna til að ná endum saman og þarf, eins og ávallt áður, að reiða sig á stuðning almennings í landinu. Fjársöfnun fyr- ir HSÍ stendur nú yfir á ljósvakafjölmiðlunum og eru velunnarar handknattleikslandsliðsins hvattir til að sýna stuðning sinn í verki. Það er ástæða til að óska handknattleiks- mönnum okkar til hamingju með frammistöð- una, sem jafnframt er frábær kynning á landi og þjóð. Þeir eiga þakkir skildar. Síðast en ekki síst er vaskleg framganga þeirra gott fordæmi fyrir æsku þessa lands og hvatning til hennar um að verja tíma sínum vel til jákvæðra athafna. BB. Hver er sekur? Videoland: Su.specl (Illur grunur) Útgefandi: JB hcildverslun Leikstjóri: Pelar Yates Aðalhlutverk: Cher, Dennis Quaid Sýningartími: 122 mínútur Aldurstakmark: Biinnuð yngri en 16 ára Suspect gengur jafnt og þétt á myndbandaleigunum og kemur mér það ekki á óvart. Þetta er fantagóð mynd, spennandi, handritið slungið og frammistaða leikara með ágætum. Myndin er löng, losar tvo tíma, en þó ekki langdregin. Það verður að teljast leikstjóranum, hinum kunna Peter Yates, til hróss. Söguþráðurinn er á þá leið að illa útleikið lík af ungri konu finnst nálægt bifreiðastæði í Washington. Lögreglan handtek- ur flakkara í grenndinni sem hugsanlega tengist morðinu. Hnífur sem hann ber á sér styður þá kenningu og líka það að hann svarar engum spurningum en berst um á hæl og hnakka. Hann er ákærður fyrir morðið á konunni og Cher er skipuð verj- andi hans, þvert gegn vilja hennar. Hún sannfærist þó brátt um sakleysi flakkarans og þá fer málið að taka á sig ógnvæn- lega mynd. Ýmislegt bendir til þess að hátt settir menn séu flæktir í málið og Cher berst óvænt hjálp. Hjálpar- kokkurinn er leikinn af Denis Quaid og á hann sæti í kvið- dómnum. Það gerir þeim erfitt fyrir að þau mega ekki sjást saman, sem verður enn erfiðara þegar ástin kemur í spilið. Það er best að segja ekki frekar frá gangi mála en hætt- urnar eru á hverju strái og kemst Cher oft í hann krappann. Atriðin eru mörg hver mjög vel útfærð, leikstjórnin öguð og kvikmyndataka góð, þannig að Suspect nær flugi eftir rólega byrjun. Þau Cher og Quaid eiga bæði góðan dag og gera persón- ur, sem eru að sumu leyti ótrúverðugar, sannfærandi. Mynd sem heldur manni við efnið. . SS Tíðindalaust í lögreglu- skólanum Videoland: Police Academy 5 Útgefandi: Stcinar hf. Leikstjóri: Alan Myerson Aðalhlutverk: Bubba Smith, David Graf, Leslie Easterbrook o.fl. Sýningartími: 87 mínótur Hér er komin fimmta myndin í eilífðarframleiðslunni um lögregluskólaliðið. Sömu týp- urnar, sömu brandararnir, allt við það sama. Aldrei gat ég hlegið að þessari mynd, en hún er samt alls ekki leiðinleg, þvert á móti er í góðu lagi að glápa á þessa glópa ef maður hefur ekkert þarfara að gera. Lassard er ennþá með gullfisk- inn og golfkylfurnar, Harris er sama fíflið og áður, Hooks með sömu veiku röddina, Hightower alltaf jafn stór, félagi hans er með sömu óhljóðin og áður, Tackel- berry skotóður sem fyrr og Jones flaggar enn sínum rosalega barmi. Hann er eiginlega hápunktur myndarinnar! Þessi mynd gerist á Miami Beach en þar á að heiðra Lassard sem lögreglumann áratugarins. Demantsþjófar og valdabarátta blandast í spilið en auðvitað kemur ekkert á óvart. Umhverfið er oft fallegt og eltingaleikurinn á vatnatryllitækjunum býsna skemmtilegur, en ofleikurinn og einhæfnin hljóta að fara að drepa þessar lögregluskólamyndir. Fólk horfir ekki endalaust á sömu vitleysuna, jafnvel ekki Banda- ríkjamenn þótt vissulega megi bjóða þeim ýmislegt. Eg legg til að þessari framleiðslu verði hætt, en eins og ég sagði þá er Police Academy 5 ekki leiðinleg, ekki sérlega skemmtileg heldur, en svona la la í hallæri. SS Samtök íslenskra myndbandaleiga: „Topp 20“ -vikuna 15/2-22/2 1989 Sæti Áður Mynd (Útgefandi) 1. (2) Frantic ......................................... (Steinar) 2. (3) Wall Street ..................................... (Steinar) 3. (1) Fatal Attraction ............................. (Háskólabíó) 4. (3) Vice Versa ....................................... (Skífan) 5. (-) Police Academy - 5 .............................. (Steinar) 6. (4) Baby Boom ....................................... (Steinar) 7. (8) Colors ....................................... (Háskólabíó) 8. (9) Moonstruck ................................ (J.B. Heildsala) 9. (15) Leiðsögumaðurinn ............................. (Myndbox) 10. (N) Planes, Trains and Automobiles ............... (Háskólabíó) 11. (6) Þrír menn og barn .............................. (Bergvík) 12. (-) Hero and the Terror ............................ (Myndbox) 13. (10) Shakedown ....................................... (Skífan) 14. (7) Suspect ................................ (J.B. Heildsala) 15. (23) Amazing stories - 8 ........................ (Laugarásbíó) 16. (11) Casual sex? ................................ (Laugarásbló) 17. (12) Time after time ................................ (Steinar) 18. (18) Cryfreedom ................................. (Laugarásbló) 19. (16) The untouchables ............................ (Háskólabíó) 20. (-) Date with and Angel .................... (J.B. Heildsala) (-) Táknar að viðkomandi myndband (titill) er nýtt á listanum. (*) Táknar að viðkomandi myndband (titill) er að koma inn á listann á nýjan leik.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.