Dagur - 08.03.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 08.03.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 8. mars 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÚTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jafiirétti kynjanna - ijarlægt markmið? í dag, 8. mars, er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna um allan heim. Það er svo sannarlega ekki vanþörf á að konur taki sér einn dag á ári til að vekja sér- staka athygli á baráttumálum sínum. Þau er mörg og brýn. í fljötu bragði mætti þó ætla að íslenskar konur þyrftu ekki sérstaklega á slíkum degi að halda, því þær standa að mörgu leyti framar í jafn- réttisbaráttunni en stöllur þeirra víðast hvar annars staðar. En þegar grannt er skoðað kemur í ljös að íslenskar konur eiga enn langt í land með að standa jafnfætis körlunum í samfélaginu. Misrétti kynjanna er sérstaklega áberandi á vinnumarkaðinum. Atvinnuþátttaka kvenna hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu áratugum. Þessa aukn- ingu má fyrst og fremst rekja til aukinnar atvinnu- þátttöku giftra kvenna. Á árum áður var algengast að fyrirvinna heimilisins væri ein, þ.e.a.s. eiginmað- urinn. Þetta hefur heldur betur breyst á síðustu áratugum. Það sést best á því að árið 1960 voru 60% ögiftra kvenna á vinnumarkaði en einungis 20% giftra. Árið 1986 var atvinnuþátttaka ógiftra kvenna orðin um 79% og 84% meðal giftra og þar miðað við allar konur 15 ára og eldri. Á því ári voru 81.8% íslenskra kvenna á vinnumarkaðinum og er það nokkru hærra en gerist á hinum Norðurlöndun- um og allmiklu hærra en gerist í Bretlandi, Banda- ríkjunum og Vestur-Þýskalandi. Einnig er athygl- isvert að helmingi fleiri konur en karlar voru í hluta- störfum árið 1986. En þrátt fyrir það að konum hafi fjölgað svo mjög á vinnumarkaði, hefur lítið dregið saman með kon- um og körlum hvað tekjur varðar. Samkvæmt nýrri könnun Þjóðhagsstofnunar eru meðalatvinnutekjur kvenna í öllum atvinnu- og starfsgreinum einungis rúm 60% af meðaltekjum karla. í sömu könnun kemur fram að þótt konur væru rúm 38% fullvinn- andi launþega á árinu 1986, báru þær aðeins úr být- um tæp 28% heildaratvinnutekna sama hóps. Það er einnig staðreynd að karlar njóta mun meiri fríð- inda og yfirborgana en konur. í fyrrnefndri könnun kemur t.d. fram að þrefalt fleiri karlar hafa öku- tækjastyrk og hann tvöfalt hærri en konur fá. Þetta er eitt dæmi af mýmörgum um launamisrétti kynj- anna í samfélaginu. Af þessu er ljóst að mikið verk er óunnið í jafn- réttisbaráttu kynjanna. Laun í hefðbundnum „kvennastörfum" eru ennþá mun lægri en í svo- nefndum „karlastörfum". Þá eru hefðbundin heim- ilisstörf, ekki síst umönnun og uppeldi barna, lítið sem ekkert metin til starfsreynslu úti á vinnumark- aðinum. Meðan svo er eiga konur undir högg að sækja á þeim vettvangi og þeim verður áfram mis- munað. Hið huglæga mat á því, hver séu hin raun- verulegu verðmæti og hin raunverulega ábyrgð í þjóðfélaginu, þarf að breytast verulega til að fullt jafnrétti komist á í samfélaginu. Þar til það gerist er raunverulegt jafnrétti kynjanna fjarlægur draumur. 'Dagur sendir konum um land allt baráttukveðjur 11 í tilefni dagsins. BB. Keppendur í íþróttafélaginu Snerpu á Siglufirði, gerðu góða ferð á Hængsmótið og fóru heim með nokkur verðlaun. Mynd: KK Akureyri: Hængsmótið í íþróttahöUinni Hið árlega Hængsmót, sem er opið íþróttamót fyrir fatlaða, var haldið í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Það er Lionsklúbburinn Hængur sem sér um framkvæmd mótsins, sem nú fór fram í sjöunda sinn. Mótin hafa að jafnaði verið mjög fjölmenn og að þessu sinni voru keppendur um 80 víðs vegar að af landinu. Alls áttu 7 félög keppendur á mótinu en þau eru, Gnýr Sól- heimum, Viljinn Seyðisfirði, Hlynur Kópavogi, Snerpa Siglu- firði, Eik Ákureyri, ÍFA Akur- eyri og ÍFR Reykjavík. Yfirdóm- ari var sem fyrr Magnús Ólafsson en mótstjóri að þessu sinni var Einar Sveinn Ólafsson. Fyrirkomulag mótsins var að þessu sinni með öðru sniði en áður. Það stóð í tvo daga og var keppt í flokki hreyfihamlaðra á laugardag en í flokki þroska- heftra á sunnudag. í flokki hreyfi- hamlaðra var keppt í Boccía, bæði einstaklingskeppni og sveita- keppni, borðtennis og lyftingum. í flokki þroskaheftra var keppt í bæði einstaklings- og sveita- keppni í Boccía. Auk þess sem keppt var um glæsilega verðlaunapeninga í hverri grein, var einnig keppt um nýja og glæsilega farandbikara sem Akureyrarhöfn og ÍSTESS hf. gáfu og veittir voru fyrir sigur í einstaklingskeppni í Boccía. Þá var Hængsbikarinn, sem einnig er farandgripur, veittur þeim keppanda úr röðum ÍFA er þótti hafa staðið sig best og hann hlaut að þessu sinni Stefán Thoraren- sen. Úrslit í einstökum greinum á mótinu urðu annars þessi: Hreyfihamlaðir: Boccía einstaklingskeppni: 1. Stefán Thorarensen ÍFA 2. Haukur Gunnarsson ÍFR 3. Rut Sverrisdóttir ÍFA 4. Björn Magnússon ÍFA 5. Hjalti Eiðsson ÍFR 6. Elvar Thorarensen ÍFA Boccía sveitakeppni: 1. A-sveit ÍFR, Haukur Gunn- arsson, Helga Bergmann og Hjalti Eiðsson. 2. B-sveit ÍFA, Elvar Thoraren- sen, Stefán Thorarensen og Sigurrós Karlsdóttir. 3. B-sveit ÍFR, Valgeir Ólafs- son, Birna Hallgrímsdóttir og Ólafur Bjarni Tómasson. Borðtennis: 1. Elvar Thorarensen ÍFA 2. Stefán Thorarensen ÍFA 3. Örn Ómarsson ÍFR kvikmyndarýni 1 Umsjón: Jón Hjaltason Borgarbíó sýnir: Kristnihald undir jökli, gerð eftir samnefndri bók Halldórs Laxness. Leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir. Helstu leikcndur: Sigurður Sigurjónsson, Baldvin Halldórsson og Margrét Helga Jóhannesdóttir. Umbi 1989. Fyrir mörgum árum síðan spurði Stefán Jónsson, sem þá var enn ekki orðinn þingmaður en því vinsælli útvarpsmaður, nóbels- skáldið okkar íslendinga um hvað sagan Kristnihald undir jökli fjallaði? Það kom andar- takshik á skáldið sem svaraði síð- an á sinn eilítið seinmælta hátt: Hún er um kristnihald undir jökli. Ef ég fer rangt með bið ég þá báða Stefán og Halldór afsök- unar og lofa að gera betur næst. Nú þegar Guðný Halldórsdótt- ir Ieikstjóri hefur gert mynd eftir þessari sögu Halldórs get ég tekið mér í munn orð hans og sagt stutt og laggott: Kvikmyndin fjallar um kristnihald undir, jökli, púnktur og basta. En það er svo- lítill formáli í kvikmyndinni og geri ég ráð fyrir annar svipaður í bókinni. Biskupinn yfir íslandi óttast um kristnihald undir Snæfells- jökli. Sagt er að presturinn þar sé hættur að jarða fólk nema þá í jöklinum og syngi ekki messur lengur. Hann neiti að gera við kirkjuna sem eitt sinn var hátimbrað guðshús en er nú kom- in að hruni og fleira er tínt til sem setur klerkinn austur þar í heldur kynlegt ljós. Þetta þykir biskupi uggvænlegt og sendir fréttaaflara sinn á staðinn, ungan og óframfærinn mann en trúlítinn, með þeim fyrirmælum að hann skuli skrifa þurrt og ekki dreifa úr sér. Skýrslan sem hann á að færa heim skal byggjast á ummælum innfæddra en ekki andagift sendi- boðans, sem leikinn er af Sigurði Sigurjónssyni. Honum er ætlað að grennslast fyrir um sannleik- ann og komast til botns í trú eða trúleysi sálusorgarans á staðnum honum séra Jóni (Baldvin Halldórsson). Undir jökli fer rannsóknin fram og þar gerist nær öll myndin. Loft er mjög lævi bland- ið og gælt er við hjátrú jafnvel einhvern svartagaldur. Það er þó ekki fyrr en í lok myndar að hið yfirskilvitlega nær tökum á atburðarásinni. Fram að því er hún að vísu dularfull á köflum en aldrei hrein rökleysa. Fyrir vikið sýnir Kristnihaldið hennar Guð- nýjar ákaflega trúverðuga mynd af íslendingum, þessum mönnum sem á yfirborðinu eru ákaflega jarðbundnir og streitast við það eins og rjúpan við staurinn að vera rökfastir. En þrátt fyrir þetta þarf varla að þvo þeim til að komast inn í aðra lífsspeki, dularfyllri og hjátrúarkennda. Þar sem álfar og dvergar spássera innan um framliðna og guð verð- ur eitt með kyngimögnuðum náttúruöflunum. Því miður hafa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.