Dagur - 08.03.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 08.03.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 8. mars 1989 Pt4 garn og munstur /ÉRVER/LUn p HfinnVRÐflVÖRUR Ctnna iicvaa ™ ® Cimmikli Sunnuhlíð 12 • Sími 25752. Skrifs toíxitækiii í takt við tímann Viltu skara fram úr á hörðum viiinn m arkaði ? Við bjóðum þér hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvugreinum, ásamt því lielsta scm gcrir þig að liæfum og dugandi starfski'afti. Að námskeiðinu loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og upplýsingar færðu á skrifstofu okkar eða í síma 27899. Hákon Hákonarson: „Pegar ég sá auglýsingu frá Tölvufræöslunni ákvaö ég aö slá til og fara í skólann, til að rifja upp og læra nýtt. Óhætt er aö fullyrða að skólinn hefur ekki brugðíst mlnum vonum. Hér er hægt aö læra heilmikið nytsamlegt, kennarar eru liflegir og þægilegir og nemendahópurinn mjög viðfelldlnn. Vinnir þú við skrifstofustörf og viljir bæta pig skaltu drífa þig I skóla hjá Tölvu- fræðslunni. Pað er engin spurning!” Tölvufræðslan Akureyrl hf. Glerárgötu 34 • síml 27899. 15 daga rútuferð frá Húsavík 1.-16. júní n.k. Færeyjar - Danmörk - þýskaland - Noregur Fyrirhuguð hópferð frá FHúsavík til Evrópu með rútu heiman og heim Áhugasamir hafi samband í síma 96-42100 FERÐASKRIFSTOFA HÚSAVÍKUR Simr 96-42100 Björn Sigurðsson sími 96-42200. Steinunn Geirsdóttir nýkrýnd Fegurðardrottning Norðurlands, leikur handknattleik með 1. dciidar liði Þórs. Dag- inn eftir krýninguna heimsótti Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Þórs, Steinunni og færði henni blómvönd frá félaginu, um leið og hann óskaði henni til hamingju með titilinn. Mynd: tlv Mælingar Hafrannsóknastofnunar á sjávarhita og -seltu: Sjór úti fyrir Norðurlandi er nú einungis 0-2 gráður - kuldinn er álíka og árið 1988 Hafrannsóknastofnun mældi nýverið hitastig og seltu sjávar hringinn í kringum landið og kemur í Ijós að sjávarkuldi er mjög mikill um þessar mundir bæði fyrir Norður- og Austur- landi. Hitastig sjávar er 0-2 gráður, sem er mjög álíka hiti og á sama tíma í fyrra. Hafrannsóknastofnun hefur gert út leiðangur til að mæla ástand sjávar á þessum tíma árs allar götur frá árinu 1970 og því hafa menn nú góðan samanburð á hita sjávar í hartnær 20 ár. Á þessu árabili hafa verið um- talsverðar sveiflur í hitastig- inu. Á áttunda áratugnum var hiti sjávar mjög skaplegur en árin 1981-1983 fór að síga á ógæfu- hliðina. Það hlýnaði síðan aftur árið 1984 en síðasta ár og árið 1989 eru einkar köld ár. Að sögn Sven-Aage Malmberg, haffræðings á Hafrannsókna- stofnun, eru margir þættir sem ráða ástandi sjávar á hverjum tíma. „Þarna ráða m.a. lofthring- rásir og við erum á kuldaskilum í hafinu, hlýr sjórinn flæðir inn á norðurmið annars vegar og hins vegar Austur-íslandsstraumur og Austur-Grænlandsstraumur úr norðri. Þessir tveir pólar takast á um yfirráðin og sá kaldi hefur ráðið ríkjum nú í tvö ár,“ segir Sven. Erfitt er að segja til um hversu lengi núverandi kuldaskeið stendur. Því getur lokið á þessu ári en næstu eitt eða tvö ár kunna einnig að verða jafnköld. Duttl- ungar náttúrunnar eru með þeim hætti að ekki er hægt að spá fyrir um þá. En jafnframt er ljóst að slíkt ástand kemur illa við Iffríki sjávar. Það dregur úr öllum vexti vegna minnkandi fæðuframboðs. Kaldur sjór hefur einnig áhrif á rek seiða frá hrygningarslóð til uppeldisslóða. „Þetta er kaldasti tími ársins og við veljum hann sérstaklega til mælinga af því að þá er myndin hvað greinilegust, engin upphitun af völdum sólar og sjórinn sýnir sitt rétta andlit," segir Sven-Áage Malmberg. óþh Hita-, Vatns- og Rafveita Sauðárkróks: Fjárhagsáætlanir lagðar fram - góð útkoma hjá Hitaveitunni sem fyrr Á fundum Veitustjórnar Sauð- árkróks fyrir skömmu voru kynnt drög að fjárhagsáætlun- um fyrir árið 1989 fyrir Hita-, Vatns- og Rafveitu Sauðár- króks. Þar kemur Hitaveitan nokkuð vel út sem fyrr, með mikinn tekjuafgang, en Vatns- veitan og Rafveitan skila ekki jafn miklum afgangi, þó hann sé nokkur. Veitustjórnin sam- þykkti að vísa þessum fjár- hagsáætlunum til fyrri umræðu í bæjarráði, sem síðan sam- þykkti að vísa þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn, en hún fór fram sl. þriðjudag. Áætlaðar rekstrartekjur Hita- veitunnar eru rúmar 43 milljónir króna og rekstrargjöldin rúmar 18,8 milljónir. Til eignabreytinga frá rekstri verða því um 24,5 milljónir. Hjá Vatnsveitunni eru áætlaðar rekstrartekjur kr. 12.650.000 og rekstrargjöldin kr. 6.135.000. Til eignabreytinga frá rekstri verða kr. 6.515.000. Hjá Rafveitu Sauðárkróks eru tekjurnar áætlaðar upp á 76 millj- ónir króna. Rekstrargjöldin verða nokkur, eða 69,2 milljónir króna, og til eignabreytinga frá rekstri 6,8 milljónir. Veitustjórnin hefur einnig samþykkt að hækka gjaldskrár Hitaveitunnar og Rafveitunnar frá og með 1. mars sl. Gjaldskrá Hitaveitu hækkar um 6% og um 5% hjá Rafveitunni. Hækki heildsöluverð rafmagns mun gjaldskráin hækka um sömu prósentur til viðbótar. -bjb Húsavík: Bæjarstjóm samþvkkir gjaldskrárhækkanir Tillögur um gjaldskrárhækkan- ir lágu fyrir fundi Bæjarstjórn- ar Húsavíkur fyrir skömmu og voru þær allar samþykktar með sjö atkvæðum. Samþykkt var að hækka gjaldskrá íþróttahallar um 15,79%. Hækkunin tekur gildi 1. mars og kostar nú hver klukku- stund í heilum sal 2.200.- kr. en kostaði áður 1.900,- kr. Einnig voru eftirtaldar hækk- anir samþykktar, með fyrirvara um heimild verðlagsyfirvalda, og skyldu þær taka gildi 1. mars: Gjaldskrá Sundlaugar, 10% hækkun, gjaldskrá Bestabæjar, 10% hækkun, gjaldskrá Raf- veitu, 8% hækkun og gjaldskrá Hitaveitu, 10% hækkun. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.