Dagur - 08.03.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 08.03.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 8. mars 1989 Frá miðvikudegi í síðustu viku fram á laugardag fóru fram opnir dagar hjá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Dagskrá var fjölbreytt og óhætt að segja að nemendur, kennarar og aðrir hafi getað fundið eitthvað við sitt hæfi. Frá kl. 8 á mið- vikudagsmorgun fram á laugardagskvöld má segja að hafi verið nær látlaus dagskrá. Opnu dagarnir þóttu takast mjög vel og á meðal þeirra sem að þeim stóðu var mikil ánægja að þeim loknum. Dagar sem þessir eru orðnir fastur punktur í starfi skólans og hafa undanfarin ár verið að taka á sig stærri og betri myndir. Blaðamaður Dags fylgdist með opnu dögun- um, eftir því sem kostur gafst, og verður hér stiklað á stóru, dagskráin var það viðamikil að ekki verður hægt að greina ítarlega frá öllu því sem fram fór. Ef við byrjum á að renna yfir helstu dagskrárliði og hefjum yfirferð okkar á miðvikudeginum 1. mars, þá er fyrst til að taka að um morguninn hófust útsending- ar hjá útvarpsstöðinni Rás FáS á FM 93,7 MHz og skólablaðinu Molduxa var dreift í öll hús á Sauðárkróki. 'Um var að ræða afmælisútgáfu af Molduxa í tilefni 10 ára afmælis skólans, hið merkilegasta rit í ritstjórn Kára Gunnarssonar, en alls tóku 12 nemendur þátt í vinnslu á blað- inu. Meðal efnis í blaðinu er ítar- legt viðtal við Jón F. Hjartarson skólameistara, viðtöl við tvo fyrr- verandi nemendur skólans, ferða- saga hljómsveitarinnar Herra- manna frá hljómleikaferð til Danmerkur, ljóð og margt fleira. Sem fyrr segir hófust útsend- ingar hjá Rás FáS á miðvikudeg- inum, með ávarpi útvarpsstjóra, Ragnars Guðjónssonar, og aðstoðarskólameistara, Ólafs Arnbjörnssonar. Eftir það tóku við stanslausar útsendingar til kl. 24 á miðvikudeginum og einnig næstu þrjá daga. Nánar verður sagt frá útvarpinu síðar í þessari samantekt. Afar fjölbreytt dagskrá Af öðrum dagskrárliðum á mið- vikudag má nefna áttavitanám- skeið á vegum útivistarhóps, þar sem leiðbeinandi var Bragi Þór Haraldsson. í beinu framhaldi af námskeiðinu var farið í ratleik eftir hádegi, þar sem reyndi á kunnáttu þátttakenda á áttavit- ana. Þá byrjaði umhverfishópur á umferðarkönnun í samvinnu við lögregluna, við gatnamót Skag- firðingabrautar, Hegrabrautar og Sæmundarhlíðar. Nánar verður komið að þessari könnun síðar. í íþróttahúsinu fór fram keppni í afbrigðilegum íþróttum á vegum íþróttahóps og einnig var byrjað á kennslu í hniti, þar sem Helgi Magnússon frá Badmintonsam- bandi íslands og Alfreð Guð- mundsson íþróttakennari leið- beindu. A miðvikudag var haldinn fyrirlestur um Amnesty Inter- national, sem Geirlaugur Magnús- son sá um og sýndi hann einnig myndband um samtökin. Þá var haldin kynning á Iðnsveinafélagi Skagafjarðar og Iðnnemasam- bandi íslands og þeir Gunnar Guðjónsson og Georg Skúlason frá INSÍ voru með fyrirlestur. Samtengd útsending Rásar 2 og Rásar FáS Fimmtudagurinn hófst á umferð- arkönnun á vegum umhverfis- hóps frá kl. 7.30-8.30. Kennsla í hniti hélt áfram, en þátttaka þar varð ekki eins og menn höfðu vonað í fyrstu. Rúmlega 8 var lagt af stað í gönguferðir á fjallið Molduxa og í Hegranesvita. Ferðir þessar voru á vegum úti- vistarhóps og tókust með ágæt- um, enda veður hið besta. Útvarpsmaðurinn kunni, Ævar Kjartansson frá Dægurmáiadeild Rásar 2, heimsótti skólann á fimmtudeginum og byrjaði á að vera með fyrirlestur um fjöl- miðla, sem var vel sóttur og athyglisverður. Síðar um daginn leit hann við hjá Rás FáS og tók útvarpsmenn tali í samtengdri útsendingu þáttanna Dagskrár á Rás 2 og Síðdegissyrpu á Rás FáS, báðir í umsjón dægurmála- deilda þessara útvarpsstöðva. Frá Rás FáS fór Ævar í annað hús- næði skólans og hélt fyrirlestur um ’68 kynslóðina. Andmælandi Ævars á þeim fundi var Geirlaug- ur Magnússon og voru ýmsar há- fleygar skoðanir viðraðar, m.a. hvort menn á borð við Ólaf Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson gætu talist gjaldgengir sem ’68 kynslóðarmenn. Námskeið í táknmáli líkamans, bókmennta- kvöld, tónlistarkvöld Fleira var á dagskrá á fimmtudag. Má þar nefna námskeið í tákn- máli líkamans, þar sem leiðbein- andi var Einar Rafn Haraldsson frá Egilsstöðum. Námskeiðið var vel sótt og vakti athygli mikla. Þá var kynning á Sambandi íslenskra námsmanna erlendis og Lánasjóði íslenska námsmanna, sem Páll Þórhallsson sá um. Af íþróttum á fimmtudegi má nefna keppni um sterkasta mann og konu skólans. Á fimmtudagskvöldið var haldið bókmenntakvöld í matsal Heimavistar. Þar lásu Geirlaugur Magnússon, ísak Harðarsson, Guðmundur St. Ragnarsson, Kjartan H. Grétarsson og Skúli B. Gunnarsson, upp úr verkum sínum. Síðar um kvöldið var svo tónlistarkvöld í Félagsheimilinu Bifröst. Þar komu fram margar hljómsveitir af öllum gæðaflokk- um og hljómsveit kvöldsins var kosin af áheyrendum. Það var hljómsveitin AFREG úr Gagn- fræðaskólanum sem hlaut þann mikla heiður. „Tími mjúka mannsins er runninn upp“ Föstudagur rann upp heiður og bjartur og fyrstur á fætur var umhverfishópurinn með umferð- arkönnun sína við aðal gatnamót bæjarins. íþróttahópur stóð fyrir keppni í blaki og körfubolta í fþróttahúsinu um morguninn, þar sem m.a. nemendur og kenn- arar leiddu saman hesta sína í blaki. Nemendur á verknámsbraut í vélvirkjun fóru í kynnisferð til Akureyrar í Verkmenntaskólann og heimsóttu einnig Landsvirkj- un. Eftir hádegi á föstudag fóru fram tveir opnir fundir í matsal Heimavistar. Fyrst var það mál- fundur um bjórinn undir heitinu „Bjór á bjóröld". Upphaflega áttu frummælendur á þessum fundi að vera Guðmundur Ólafs- son, pistlahöfundur á Rás 2 með meiru, og nafni hans Jóhannson ættfræðingur á Sauðárkróki, en báðir forfölluðust á síðustu stundu. Þá voru fengnir til aðrir menn, Hilmir Jóhannesson sem andmælandi bjórsins og tveir nemendur sem meðmælendur, þeir Ólafur Henriksen og Einar E. Einarsson. Umræður urðu all fjörugar, frummælendur fóru á kostum og gagnyrtar fyrirspurnir komu úr sal, auk þess sem margir stigu í pontu og tjáðu sig um þennan nýja gest okkar, bjórinn, og sýndist sitt hverjum. Hilmir endaði sína fyrstu ræðu á þessari vísu sinni: Pað var slys fyrir þetta land, þá kom bjórinn sterkur. Utkoman er aukið hland og illsku höfuðverkur. Margt snilldarlegt kom frá ræðumönnum sem vart er pláss Ævar Kjartansson utvarpsmaður heimsótti Rás FáS og tók nokkra útvarps- menn tali á samtengdri útsendingu Rásar 2 og Rásar FáS. Málfundurinn um bjórinn, „Bjór á bjóröld“ ræða. Hljómsvcitin A.F.R.E.G. í „action' opnu dögunum. Árni Þór Þorbjörnsson, forseti Nemendafélagsins, Guðmundur Stefán Ragnarsson, nemandi, og Ólafur Arnbjörns- Miklar kræsingar voru á boðstólum á árshátíð nemenda og gat Bifröst vart rúmað flei son, aðstoðarskólameistari, ræða opnu dagana í Dags-viðtali, all spekingslegir. daganna í F.á S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.