Dagur - 08.03.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 08.03.1989, Blaðsíða 12
Kodak Express Gæóaframköllun Akureyri, miðvikudagur 8. mars 1989 Snjórinn veldur erfiðleikum: Allt að 40 sentimetrar ofan á brunnana ★ Tryggðu f ilmunni þinni Jbesta ^Peáíoniyndir S^x. Haf narstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Óhætt er að segja að margar íbúðagötur á Akureyri séu erf- iðar umferðar af völdum snjó- komunnar undanfarna daga. Heflar og önnur tæki Akureyr- arbæjar hafa undanfarið verið notuð til að halda aðalgötum bæjarins opnum og er ágæt- lega fært um helstu strætis- vagnaleiðir. Ekki er sömu sögu að segja um sumar þrengri göt- ur bæjarins. Stórvirkar vinnu- vélar voru að hreinsa Norður- götu síðari hluta dags í gær en hún er búin að vera nokkuð torfær síðustu vikur. Færð hefur undanfarið verið sérstaklega slæm í Hafnarstræti, neðri hluta Brekkugötu, Munka- þverárstræti, Helgamagrastræti, Byggðavegi og víðar. í syðsta hluta Norðurgötu; frá Eyrarvegi að Strandgötu, hefur verið erfitt fyrir bílstjóra að mæta öðrum ökutækjum. Snjómokstur vinnu- véla er auðvitað nauðsynlegur en hann skapar einnig vandamál því á mörgum stöðum myndast háir ruðningar fyrir innkeyrslur húsa. Miklir skaflar eru víða með- fram girðingum og á gangstétt- um. Bílstjórar hafa því neyðst til að leggja bílum sínum lengra út á götum en venjulega og þrengist þá fyrir umferð. Bílstjórar hafa undanfarið þurft að stríða við fleira en óslétt- ar götur og djúp hjólför. Víða í götum eru brunnar sem lokað er með járnlokum. Lokin hitna og bræða ofan af sér snjó og ís. Eftir verða misdjúpar holur, frá tíu upp í fjörutíu sentimetrar að dýpt. Þess munu nokkur dæmi að bílar hafa setið fastir í slíkum holum, einkum minni bílar sem lenda með annað hvort drifjól- anna ofan í „brunnana.“ Gífurlegir snjóruðningar eru víða við mestu umferðargötur Akureyrarbæjar. Brunahanar og umferðarmerki eru sums staðar á kafi, sömuleiðis tengiskápar raf- veitunnar. Hugsa margir með kvíða til vatnsflóða sem gætu komið í mikilli og skyndilegri hláku. EHB Það voru 35 sentimetrar ofaná þennan brunn í Brekkugötunni á Akureyri Mynd: TLV Gosdrykkjaframleiðendur reiðir iðnaðarráðherra vegna afskipta af störfum endurvinnslunefndar: „Krataapparatið" væri út í hött og eingöngu bruðl með peninga Gosdrykkjaframleiðendur eru ákaflega óhressir þessa dagana vegna seinagangs og afskipta iðnaðarráðherra af störfum Byggðastofnun og Ferðamálasjóður stærstu kröfuhafar í bú Svartfugls?: Fjórir aðilar vilja vekja veitmgastaðinn tíl lífsins Þó kröfulýsingarfrestur í þrota- bú Svartfugls hf á Akureyri sem m.a. rak veitingastaðinn Fiðlarann renni ekki út fyrr en 24. mars nk., er þegar Ijóst hverjir stærstu kröfuhafar bús- ins verða. Það eru Byggðastofnun ríkis- ins og Ferðamálasjóður sem lík- lega verða stærstu kröfuhafar í búið. Næstir á eftir þeim koma aðilar eins og Kaupfélag Eyfirð- inga, Akureyrarbær og Húsfélag Alþýðuhússins. Það er Húsfélagið sem á hús- næðið sem fyrirtækið var rekið í og á það jafnframt stærsta veðið. Það hefur orðið að samkomulagi milli félagsins og skiptaráðanda að leigja veitingaaðstöðuna til bráðabirgða til aprílloka. Sam- kvæmt heimildum Dags hafa fjórir aðilar þegar sýnt áhuga á að hefja veitingarekstur í húsinu Leifur Hallgrímsson, mótstjóri vélsleðakeppninnar, um „Pólaris-málið“: „Það voru engrn brögð í tafli“ „Það segja er skemmst frá því að að niðurstaða þeirra manna sem tóku umræddan Pólarissleða í sundur var sú að á honum hafi engar þær breyt- ingar verið gerðar sem ekki voru heimilar. Það voru engin brögð í tafli,“ segir Leifur Hallgrímsson, mótstjóri á íslandsmeistaramóti vélsleða- manna um síðustu helgi, vegna þeirra orða umboðsmanna Arctic Cat að kraftur í sleða sigurvegarans í flokki AA í kyartmflu, Eyþórs Tómasson- ar, væri óeðlilega mikill. .Leifur segir að ásamt fulltrúum mótshaldara hafi sérstakir skoð- unarmenn fylgst með sundurtekt sleðans og ekkert óeðlilegt hafi komið í ljós. „Ég get nefnt sem dæmi að blöndungarnir eiga að vera 38 mm sverir en þeir voru einungis 37,5 mm. Þá reyndist portlengd vera nákvæmlega sú sem hún átti að vera,“ segir Leif- ur. Hann tekur fram að eigandi sleðans hafi bent mótshöldur- um á tvær breytingar á sleðanum sem báðar reyndust vera leyfileg- ar. Annars vegar að kveikju var flýtt um eina gráðu og hins vegar að belti sleðans var snúið við þannig að spyrnurnar vísa á móti snúningsáttinni. Leifur segir að - segir Ragnar Birgisson forstjóri Sanitas svokallaðrar endurvinnslu- nefndar sem skipuð var af fyrr- verandi iðnaðarráðherra og fjalla skyldi um endurvinnslu einnota drykkjarumbúða. Þegar nefndin skilaði áliti lagði hún til að lagt yrði 5 króna skila- gjald á allar umbúðir og var ákveðið að styðjast við uppskrift frá frændum vorum Svíum sem nefnist „Retour-pak“. Stofnað yrði fyrirtæki sem bæri nafnið Endurvinnsla hf. og væru gos- drykkjaframleiðendur stærstu eigendur fyrirtækisins. Tillögur nefndarinnar líkuðu vel og voru samþykktar hjá ýmsum aðilum sem rætt var við t.d. Félagi íslenskra iðnrekenda og Kaup- mannasamtökunum í janúar sl. Fulltrúi iðnrekenda í nefndinni var Ragnar Birgisson forstjóri Sanitas og segir hann, að nú hafi starf nefndarinnar verið gert að engu, því núverandi iðnaðarráð- herra, Jón Sigurðsson, hafi síðan komið starfi nefndarinnar yfir á einn mann, Ágúst H. Jónsson verkfræðing, sem m.a. hannaði hið nýja kerfi Bifreiðaskoðunar íslands. „Þessi maður fékk öll okkar gögn, valdi allt sem honum líkaði best úr þeim og lagði fram nýja skýrslu til iðnaðarráðherra, byggða á sama grunni og sú fyrri. Hins vegar eru veigamiklar breytingar á forsendum, t.d. hvað varðar eignaraðild,“ sagði Ragnar. Samkvæmt tillögum Ágústs á ríkið að eiga stærsta hlutann og stofnkostnaður er áætlaður 45 milljónir á meðan hann var áætlaður 16 milljónir hjá fyrri nefndinni. Þá var rekstr- arkostnaður áætlaður 77 milljón- ir sem er helmingi meira en hjá þeim, en þess ber að geta að áætl- að var á sínum tíma að það kost- aði um 75 milljónir að reka vara- flugvöli. „Þarna kemur ýmislegt til sem ég vil kalla bruðl, t.d. vilja þeir nú byggja hús yfir starfsem- a ny, en umsóknirnar hafa enn ekki verið afgreiddar. Reiknað er með að fundur í hússtjórn verði haldinn mjög fljótlega þar sem afstaða til umsóknanna verði tek- in. Skiptafundur um bú Svartfugls verður haldinn 12. apríl. Þáverð- ur tekin ákvörðun um ráðstöfun eigna, en einu eignir búsins eru húsbúnaður, tæki, borðbúnaður o.fl. VG samkvæmt reglum séu þessar tvær breytingar leyfilegar en hins vegar sé sjálfsagt fyrir menn að ræða hvort eigi að gera á þeim breytingar. Tómas Eyþórsson, umboðs- maður Pólaris sleðanna, segir að breytingarnar á Pólaris sleðanum hafi verið fullkomlega löglegar og varðandi kveikjuna hafi ein- ungis verið um að ræða stillingu fyrir keppnina. „Það má orða það svo að það sé kúnst að kunna að tapa. Við viljum fyrir alla muni halda friðinn og kærum okkur ekki um að slík illindi endurtaki sig,“ sagði Tómas Eyþórsson. óþh ina en við vildum leigja, þeir vilja kaupa bíla en við ætluðum að leggja aukið álag á okkar eigin bíla, rándýr tölvu- og ráðgjafa- þjónasta var inni í kostnaðarliðn- um. Við sögðum að þetta væri út í hött; þetta þýddi að strax yrði að hækka gjöld og skatta á gos- drykkjaframleiðendur til að standa undir þessu „krata- apparati". Málið fór því í keng vegna þessa og nú hefur iðnaðar- ráðherra skipaði enn eina nefnd- ina sem ekki er skipuð neinum af fyrrverandi nefndarmönnum. Það hefur ekkert gerst í mánuð núna og ég er sannfærður um að ef hann hefði ekki farið að krúnka í þetta, værum við búnir að stofna fyrirtækið og skilagjald- ið væri komið á.“ VG Sana á Akureyri: Bruggað allan sólarhringmn Nú er unnið allan sólarhring- inn hjá Sana á Akureyri við bruggun og átöppun bjórs og eru forráðamenn fyrirtækisins hæstánægðir með viðtökurnar sem þeirra tegundir hafa feng- ið hjá landanum. Þeir hjá Sana telja sig koma til með að geta annað eftirspurn eft- ir þeim tegundum sem á boðstól- um eru, en vart hefur orðið við skort á Egilsbjórnum. Þá hafa erlendu tegundirnar verið að ber- ast til landsins síðustu daga og sagði Ragnar Birgisson hjá Sanitas það eitt geta sett strik í þeirra reikning ef skortur væri á flestum öðrum tegundum. Einhverju hefur verið bætt við af starfsfólki hjá Sana á Akur- eyri, en Birgir sagði ekki hafa verið þörf á að bæta við mörgum, þar sem sjálfvirknin sé nær alls- ráðandi við bruggunina. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.