Dagur - 08.03.1989, Síða 3

Dagur - 08.03.1989, Síða 3
Miðvikudagur 8. mars 1989 - DAGUR - 3 Akureyri: Bæjar- mála- punktar ■ Á fundi bæjarráðs 2. mars voru lögð fram drög að úthlut- unarreglum fyrir almennar kaupleiguíbúðir, sem félags- málastjóri og hagsýslustjóri hafa tekið saman. Bæjarráð gerði smávægilegar breytingar á drögunum og ieggur. til að úthlutunarreglurnar verði samþykktar þannig af bæjar- stjórn. Jafnframt samþykkir ráðið að auglýstar verði til úthlutunar 10 almcnnar kaup- leiguíbúðir. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá bæjarfógeta þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar um umsókn Lindarinnar við Leiruveg og Hótels Stefaníu hf. um leyfi til vínveitinga. Fyrir lá urnsögn áfcngisvarna- nefndar um erindið þar sem fram kemur að meiri hluti nefndarinnar leggst ekki gegn vínveitingaleyfi til Hótels Stefaníu hf. en mælir í hcild sinni eindregið gegn leyfisveit- ingu til Lindarinnar. Með hlið- sjön af bókun áfengisvarna- nefndar, mælir meiri hluti bæjarráðs gegn veitingu leyfis til Lindarinnar en mælir ekki gegn veitingu leyfis til Hótels Stefaníu hf. ■ Skipulagsnefnd barst í sumar bréf frá Sjálfsbjörg félagi fatlaðra á Akureyri og nágrenni um bifreiðastæðamál fyrir fatlaða við Sundlaug Akureyrar. í framhaldi af því hefur nefndin samþykkt að tvö bifreiðastæði við Sundlaug Akureyrar verði sérmerkt fötluðum og felur tæknideild nánari útfærslu þeirra. ■ Stjórn veitustofnanna hef- ur samþykkt að hækka taxta Rafveitu Akureyrar um 11% frá 1. mars, nema hitataxta C1 og C2 sem hækka í samræmi við hækkun á töxtum hitaveit- unnar. ■ Með hliðsjón af markaðs- átaki hitaveitunnar, hefur stjórn veitustofnana sam- þykkt að mynda nýjan taxta Cll hjá Rafveitu Akureyrar sem verði 20% hærri en C1 og gildi frá og með 1. apríl n.k. Þeir sem hita hús sín með raf- hituðu vatni en eiga þess kost að tengja þau hitaveitu skulu greiða samkvæmt þessum taxta. Bæjarráð hefur sam- þykkt liðinn. ■ Á fundi skólanefndar þann 1. rnars, var m.a. rætt um kennararáðningar fyrir næsta skólaár. Fram kom hjá skóla- stjórum að alls þyrfti að aug- lýsa eftir kennurum í um 27 stöður. Skólafulltrúa var falið að koma upplýsingum um lausar kennarastöður til fræðsluráðs og óska eftir að þær verði auglýstar. ■ Skólancfnd hefur sam- þykkt að verða við erindi frá Árna Þórðarsyni tannlækni, þar sem óskað er heimildar til að gera faraldsfræðilega könn- un á tíðni og nýgengi tann- skemmda hjá 12 ára börnum á Akureyri. ■ Á fundi skólanefndar vakti skólastjóri Gagnfræðaskóla Akureyrar athygli á auknum fjarvistum nemenda vegna keppnisferðalaga í ýmsum íþróttagreinum og lýsti áhyggjum sínum með þróun þessara mála. Hvað kostar að láta ferma barn?: „Um fjórðung af árstekjum verkamanns!" - lágmark 65 þúsund, í meðallagi 150 þúsund og Um þessar mundir, þegar sól hækkar á lofti og það fer að rofa til í sálarkytrunni, líður senn að fermingunum árvissu með tilheyrandi umstangi og umgjörð. Undanfarin ár hefur almennt verið rætt um hvað fermingartilstandið og þá ekki síst gjafirnar sem gefnar eru hafa farið úr böndum, því ekki er lengra síðan en 10-15 ár að það fínasta sem fermingarbörn fengu frá foreldrum var fyrsta úr viðkomandi. Nú er öldin önnur. Ekki er óalgengt að börnin fái óhemju dýrar gjafir a.m.k. ef marka má auglýsingar í fjölmiðlum þar sem verið er að auglýsa fermingar- gjafir sem kosta nálægt eitt hundrað þúsund krónum. Þegar kröfurnar eru orðnar þetta miklar, er ein fermingarveisla sennilega orðin mörgum foreldr- um ofviða á þessum síðustu og verstu tímum. Dagur kannaði lauslega hvað fermingarveisla á Akureyri kost- aði með öllu. Kannað var verð á nokkrum algengum fermingar- gjöfum, fermingarfatnaði, leigu samkomusala og aðkeyptan mat og kaffi. Það allra lægsta sem virðist vera hægt að komast af rneð ef rniðað er við 40 manna veislu er um 65-70 þúsund krónur. Þar er miðað við að for- eldrar gefi ferðahljómtæki sem kostar um 16-18 þúsund krónur. Kaffiveisla fyrir fjörtíú manns í leigðum sal með þjónustu kostar um 22-24 þúsund og meðal föt, pils og jakki, eða buxur og jakki fyrir stúlkur, 7-13 þúsund; buxur, skyrta og jakki fyrir drengi um 9- 15 þúsund. Við þetta bætast e.t.v. skór og svo auðvitað þókn- un prestsins fyrir athöfnina sem aðeins er lítið brot af öllu hinu. Ef leitast er við að finna út hvað það sem virðist vera algeng fermingarveisla kostar, byrjum við á að gefa barninu 35-40 þús- und króna græjur. Kaldur matur kostar um 60 þúsund fyrir 40 manns sé hann tekinn heim, en ef uppúr leiga bætist við kostar það um 70- 75 þúsund að halda veisluna. Verð á fötunum er svipað, nema fólk fari út í að kaupa skinnflíkur t.d. jakka sem virðist vera all algengt, en þá hækkar fata- kostnaðurinn um a.m.k. 6-8 þús- und krónur. Með skóm og þókn- un prestsins kostar þessi veisla um 145-150 þúsund krónur. Þar er komin 3ja vikna sólarlanda- ferð fyrir þrjá auk um 60 þúsund króna í gjaldeyri, en þessa leið kjósa margir að fara. Því meiri sem íburðurinn er, því meira kostar þetta, t.d. ef foreldrarnir kaupa sér nýjar flíkur fyrir veisl- una og svo mætti áfram telja. VG Landsbyggðarþingmenn vilja menningarráðgjafa í hvern landshluta og segja: íslensk menning þarfhast mótvægís við ofurþunga Reykjavlkursvæðisms Sex þingmenn landsbyggðar- innar hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um menningarráðgjafa í Iandshlut- um.'I tillögunni er gert ráð fyr- ir að Alþingi kjósi nefnd full- trúa allra þingflokka til að undirbúa og koma á fót starfi menningarráðgjafa í öllum landshlutum. í greinargerð með. tillögunni segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrsti flutingsmaður, að flótti fólks af landsbyggðinni eigi sér að stórum hluta skýringu í því að Betur má ef duga skal: Um 78% mæting í brj óstamyndatöku - konur hvattar til að bregðast skjótt við Nú er um mánuður liðinn síð- an Krabbameinsfélag Akur- eyrar og nágrennis aflienti röntgendeild FSA nýtt brjósta- Litli-Árskógssandur: Dæmalaus ótíð - segir Rafn Gunnarsson hjá G. Ben. sf. „Þetta hefur verið alveg dæmalaus ótíð. Eg man ekki eftir öðru eins gæftaleysi í svo langan tíma,“ segir Rafn Gunnarsson hjá G.Ben. sf. fiskverkun á Litla-Árskógs- sandi, en hún gerir út bátana Sæþór EA-101 og Arnþór EA- 16. Báðir eru þeir á netaveiðum og hefur verið reitingsafli frá ára- mótum. Sæþór byrjaði á netun- um um 10. janúar en Arnþór um mánaðamótin janúar-febrúar. í febrúar náðu þeir hvor um sig á milli 80 og 90 tonnum og hefur allur aflinn verið saltaður. „Við ætlum að reyna þrauka eitthvað áfram og verka sem mest af kvót- anum okkar hér heima,“ sagði Rafn. Bátarnir hafa undanfarin ár farið á rækju á sumrin og reiknaði Rafn með að svo yrði einnig nú, „að minnsta kosti ef við verðum búnir með þorsk- kvótann á skikkanlegum tíma.“ Þrír aðrir bátar gera út á net frá Árskógsströnd, Særún EA- 251, Naustavík EA-151 ' og Heiðrún EA-28. óþh myndatökutæki, en það var formlega tekið í notkun þann 21. janúar sl. Þegar er búið að senda 420 konum bréf um boð- un í myndatöku og hafa 330 þeirra mætt til skoðunar. Upphaflega var stefnt að því að taka brjóstamyndir hjá þeim konum sem komu í leghálsskoðun síðastliðið haust, en það tókst því miður ekki. Því er nú byrjað að boða allar konur 40 ára og eldri sem komu í leghálsskoðun á árinu 1988 og þær konur sem urðu 35 ára á árinu 1988 án tillits til þess hvort þær hefðu komið í leghálsskoðun eða ekki. Alls eru þetta um 650 konur og þeim sem enn hafa ekki fengið bréf um mætingu verða send bréf.í byrjun mars þess efnis, að panta sér tíma í myndatöku. Vonast er til að þær panti sér tíma strax og þær fá bréfin sem og þær sem áður hafa fengið bréf og enn hafa ekki mætt til myndatöku. Framvegis munu allar konur sem verða 35 ára á þessu ári og konur 40 ára og eldri fá tíma í brjóstamyndatöku um leið og þær panta sér tíma í leghálsskoð- un. Um 70-75% kvenna á aldrin- um 20-70 ára koma nokkuð reglulega í skoðun, eða á tveggja til þriggja ára fresti. Urn þessar mundir er verið að reyna að ná til þeirra kvenna sem aldrei hafa komið í leghálsskoðun eða liðin eru meira en 5 ár síðan þær komu síðast. Þessi hópur er að sögn allt of stór en vonast er til að þær bregðist nú rétt við og mæti til skoðunar. VG menningu- og Iistalíf skorti. „Þjóð þolir illa ofurvald fárra yfir menningu, félagslífi og-listum. Líf þegnanna verður fábreytt og iðulega innantómt. íslensk menning þarfnast mótvægis við ofurþunga þeirra álirifa sem stafa frá Reykjavíkursvæðinu. Það mótvægi er unnt að skapa í hin- um dreifðari byggðum með aðstoð menningarráðgjafa,“ seg- ir í greinargerðinni. Um»kostnað af starfi menning- arráðgjafa á landsbyggðinni segja tlutningsmenn að eðlilegast sé að ríkissjóður beri kostnaðinn. Benda þeir á að samkvæmt frumvarpi um breytta verkaskipt-' ingu ríkis og sveitarfélaga sé gert; ráð fyrir að félagsheimilasjóður falli niður og þar með hlutdeild hans í skemmtanaskatti. Saní- kvæmt frumvarpinu muni 20% tekna af skemmtanaskatti renna- til Sinfóníuhljómsveitar íslands og menningarsjóðs félagsheimila en afgangnum verði fjármálaráö- herra heimilt að ráðstafa til menningarstarfsemi. Telja flutn- ingsmenn tillögunnar að hluta skemmtanaskattsins mætti eyrna- merkja til að koma á fót menn- ingarráðgjöfum í landshlutunum. JÓH Sigluijörður; Sinawik-konur gefa tæki til lungnamælinga Fyrir skömmu afhentu Sinawik-konur á Siglufiröi, heilsugæslustöðinni á staðnum tæki til lungnamælinga. Það var Bettýjarsjóður þeirra Sinawik-kvcnna sem fjár- magnaði kaupin á tækinu sem kostaði um 180 þúsund krónur en peningunum hafa þær einungis safnað á fundum hjá félaginu. Á myndinni sést er Orri Einarsson yfir- læknir heilsugæslustöðvarinnar þakkar Halldóru Kagnarsdóttur formanni Bettýjar- sjóðsins fyrir gjöfina. Með þeint á myndinni eru þær Halldóra Kagnarsdóttir formað- ur Sinawik og Elín Gestsdóttir sem á sæti í stjórn Bettýjarsjóðs. Mynd: Ás Útgerðarfélag Akureyringa: HnúturkomáKaldbakEA Kaldbakur EA, togari Útgerö- arfélags Akureyringa, fékk á sig hnút á laugardag. Stöng í mastri togarans brotnaöi og olli skemmdum þegar hún féll ofan á brúna. Aðalsteinn Jóhannsson, verk- stjóri vélaverkstæðis Ú.A., sagði að ís hefði sest á stag úr mastr- inu. Hnútur kom á skipið með þeim afleiðingum að stagið slitn- aði og stífa brotnaði. Lítill radar á brúarþakinu brotnaði af og fór beint í sjóinn. Stóri „skannerinn“ ofan á brúnni beyglaðist og tvær loftnetsstangir sópuðust sömuleiðis af. Starfs- menn Ú.A. vinna nú að viðgerð- um en ekki er alveg ljóst hvenær Kaldbakur heldur á veiðar. EHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.