Dagur - 08.03.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 08.03.1989, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 8. mars 1989 - DAGUR - 9 Nýr sumarbæklingur Samvinnuferða-Landsýnar Samvinnuferðir-Landsýn er stærsta ferðaskrifstofa landsins, hvort sem litið er til farþegafjölda eða annars umfangs. Á sl. ári, en þá fagnaði skrifstofan 10 ára far- sælu starfi, ferðuðust tæplega 15000 íslendingar með skrifstof- unni í skipulögðum hópferðum til útlanda, auk rúmlega 14000 farþega í áætlunarflugi og 7500 útlendinga sem Innanlandsdeild tók á móti. Eins og þessi nýi bæklingur ber með sér hefur fjölbreytni ferðamöguleika aldrei verið meiri. Skrifstofan býður lang fjölbreyttasta úrval skipulagðra sumarleyfisferða frá íslandi. Stærstu áfangastaðir skrifstof- unnar í sumar verða Mallorca og Benidorm á Spáni. í sumar verða vikuleg flug til Palma, höfuðborgar Mallorca, og til að anna eftirspurn verður m.a. notast við DC8 vélar Flugleiða. Á Mallorca munu flestir farþegar dvelja í strandbænum Santa Ponsa skammt frá Palma en einnig mun stór hópur dvelja í Cala d’Or á austurströnd eyjunnar, sem fyrst var kynntur í fyrra og var vel tekið. Samvinnuferðir-Landsýn bauð ferðir til Benidorm í fyrsta sinn á sl. sumri og það var ekki fyrr en upphafleg áætlun hafði verið ríf- lega tvöfölduð að fyrirtækið hafði undan bókunum. Og nú um páskana verður haldið áfram þar sem frá var horfið á sl. hausti. Loks er vert að minna á hin glæsilegu Sæluhús í Frakklandi, sem er ein skrautfjöðrin í sumar, en þau bætast við Sæluhúsin í Hollandi og Englandi, sem slegið „Ernir eiga mjög í vök að verj- ast í heiminum og hvíthöfða ameríski örninni er nú í útrým- ingarhættu,“ segir í fréttatil- kynningu frá Fuglaverndarfé- lagi íslands. 1 tilkynningunni kemur fram að fimmtán hafarnarhjón hafi komið upp 21 unga sumarið 1988 og að önnur 24 pör hafi haldið sig við óðöl, ekki orpið eða að varp- ið hafi af einhverjum orsökum misfarist. Pá sáust 29 ernir á árinu, ungir eða stakir fullorðnir og hræ af einum fullorðnum erni fannst, dánarorsök er ókunn. Gera má ráð fyrir að stofninn sé hafa í gegn sl. sumur. Auk þeirra nýjunga, sem getið er um að ofan, má finna ýmislegt nýtt og forvitnilegt, m.a. hóp- ferðir til Asíu og rútuferð um ísland. stærri þar sem öll arnarsvæði í landinu voru ekki könnuð. í fréttatilkynningunni segir ennfremur að hér á landi eigum við því láni að fagna að eiga vel menntaða bændur sem góðan skilning hafi á náttúruvernd; ef svo væri ekki myndi íslenski arn- arstofninn löngu liðinn undirlok. í lokin segir að aðrir fuglar sem eru í útrýmingarhættu séu m.a. Keldusvín, sem minkur og fram- ræsla mýrlendis hafi líklega útrýmt og Pórshana hafi einnig fækkað mjög. Þá er og nefnt að Haftyrðill og Snæugla séu að hverfa úr íslensku lífríki. Tónlistarfélag Akureyrar: Tónleikar í Davíðshúsi Emir í hættu Stjórn BSRB: Mótmælir verðhækkunum Stjórn BSRB mótmælir harðlega þeim verðhækkunum sem nú dynja á landsmönnum og vekur athygli á að ríkisvaldið hefur þar forgöngu. 1 kjölfar langvarandi frystingar launa og í upphafi samningaviðræðna við BSRB og aðildarfélög þess ríður ríkis- stjórnin nú á vaðið með taxta- hækkanir til stofnana sinna og er þetta síst til þess fallið að bæta andrúmsloft þeirra samningavið- ræðna sem nú standa yfir. Þolinmæði launafólks er tak- mörk sett og það er kominn tími til að ríkisstjórn íslands átti sig á því að heimilin í landinu sætta sig ekki lengur við gegndarlausar verðhækkanir og tillitsleysi í garð landsmanna. Seinni dagskráin sem Tónlist- arfélag Akureyrar stendur fyr- ir í Davíðshúsi verður flutt í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Dagskráin er samansett af sönglögum akureyrskra tón- skálda og má þar nefna Björgvin Guðmundsson, Birgi Helgason, Áskel Jónsson, Áskel Snorrason og Jóhann Ó. Haraldsson. Flytjendur verða söngvararnir Margrét Bóasdóttir, Hólmfríður Benediktsdóttir, Puríður Bald- ursdóttir og Michael J. Clarke, ásamt Guðrúnu A. Kristinsdótt- ur sem leikur undir á píanó. Margrét Bóasdóttir hefur skipulagt þessa dagskrá í Davíðs- húsi, sem og hina fyrri, en sú dagskrá var byggð upp á ljóðum Davíðs Stefánssonar. Nú verða tónskáld frá Akureyri hins vegar í öndvegi. SS Safnamál 1988 komin út Safnamál 1988, kynningarrit Héraðsskjalasafns Skagfirð- inga og Héraðsbókasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki, er nýlega komið út og er þetta 12. árgangur. I ritinu eru m.a. O.A. samtökin á íslandi: Kyrniingarfimdiir í Glerárkirkju Laugardaginn 11. mars kl. 16.30, verður haldinn 1 klst. langur kynningarfundur í Glerárkirkju. Dagskrá: 1. Félagi úr O.A. samtökunum í Reykjavík kemur og skýrir frá starfsemi samtakanna og reynslu sinni af þeim. 2. Fyrirspurnir: Fundargestum gefst kostur á að spyrja við- komandi félaga spjörunum úr. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á leið O.A. til heil- brigðis. Stofnfundur O.A. deildar á Akureyri Á eftir kynningarfundi, eða kl. 17.30, verður haldinn fyrsti fund- ur í Akureyrardeild O.A. og stendur hann yfir í eina klst. Þangað eru allir velkomnir, sem eiga við átvandamál að stríða, eða hafa af einhverjum ástæðum áhuga á leið O.A. félaga til bata. O.A. eru samtök kvenna og karla sem eiga við átvandamál að stríða. Þau samhæfa reynslu sína, styrk og vonir til að leysa þetta vandamál og til að hjálpa hvert öðru. ársskýrslur bokasafnsins og skjalasafnsins fyrir árið 1987 og skrá yfir gefendur til Hér- aðsskjalasafnsins. í Safnamálum er greinargerð um Hálfdán Kristjánsson á Sel- hólum í Gönguskörðum, rituð af Jóhanni Ólafssyni í Miðhúsum. Einnig eru birtar margar vísur eftir Hálfdán, en hann var hag- yrðingur góður. Þá eru birtar nokkrar lausavísur eftir Bjarna Gíslason í vísnaþætti í umsjón Sigurjóns Björnssonar. Aftast í Safnamálum er síðan myndagetraun, sem er fastur lið- ur í ritinu, og eru alls birtar 57 myndir. Góð þátttaka hefur verið hjá fólki að geta sér til um hverjir eru á myndunum. Umsjón með útgáfu Safnamála höfðu Hjalti Pálsson, Kári Jóns- son og Kristmundur Bjarnason. Ritið er gefið út með styrk úr Menningarsjóði Magnúsar Bjarnasonar kennara. Safnamál er 32 síður og aðgengilegt rit alla staði. -bjb Tfl leigu eða sölu! 420 fm verslunarhúsnæði að Glerárgötu 34, 1. hæð. Húsnæðinu er nú skipt í 200 og 220 fm einingar. Upplýsingar í síma 91-688888. Haraldur Gunnarsson. ATVINNA! Getum bætt við starfsfólki við saumaskap og fleira. Hálfsdagsstarf kemur til greina. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra í síma 21900 (220). / * Alafoss hf., Akureyri Bankastarf Við leitum að starfsmanni til starfa hjá sparisjóði við alhliða bankastörf. Verslunarmenntun og eða reynsla við sambærileg störf æskileg. Vinnutíminn er frá kl. 11 til 17 (81%). Nánari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. FELL hf. Tryggvabraut 22, simi 25455. Hjúkrunarfræðingar Kristnesspítali óskar að ráða hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga. Hafið samband við hjúkrunarforstjóra í síma 96-31100 og leitið upplýsinga um hvað þessi áhuga- verði vinnustaður hefur upp á að bjóða auk fagurs umhverfis. Kristnesspítali. Vantar blaðbera frá 1. apríl í: Fjólugötu, Fróðasund, Geislagötu, syðri hluta Glerárgötu, Lundargötu og efri hluta Strandgötu. iÝ Systir okkar, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Skjaldarvík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 6. mars. Brynhildur Jónsdóttir, Dýrleif Jónsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, JÓHANNS FRÍMANNSSONAR, Oddeyrargötu 14, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks B-deildar FSA tyrir góða umönnun í veikindum hins látna. Stella Jóhannsdóttir, Edda Jóhannsdóttir, Kristján Ragnarsson, Matthildur Jóhannsdóttir, Jón Matthíasson, Kristbjörg Jóhannsdóttir, Vilhelm Sverrisson, Herdis Jóhannsdóttir, Elínborg Jóhannsdóttir, Frímann Jóhannsson, Guðrún Valgarðsdóttir, Soffía Jóhannsdóttir, Hannes Hafsteinsson, Magnþór Jóhannsson, Friðrikka Valgarðsdóttir, Halldór Jóhannsson, Hulda Einarsdóttir, Óttar Jóhannsson, Þorgerður Einarsdóttir, Bergfríður Jóhannsdóttir, Sigurnías Frfmannsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.