Dagur - 08.03.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 08.03.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. mars 1989 - DAGUR - 7 'ölbrautaskólanum á Sauðárkróki iðureign nemenda og kennara í blaki. Eins og sjá oru sýnd mikil tilþrif. , var vel sóttur, enda um mjög fróðlegan fund að in bar sigur úr býtum á tónlistarkvöldi skólans á iri matargesti en hún gerði þetta lokakvöld opnu til að geta hér, en varla verður sleppt að greina frá lokaorðum fundarins, sem komu frá Ólafi Henriksen: „Tími mjúka manns- ins er runninn upp“! Að loknum fundinum um bjór- inn byrjaði skömmu seinni fund- ur um umferðar- og skipulagsmál í skólahverfinu. Sá fundur var fróðlegur mjög og margt gott sem þar kom fram. Nánar verður sagt frá þeim fundi í blaðinu á morgun. Vel heppnuð árshátíð í lok opnu daganna Laugardagur, síðastur opnu dag- anna, byrjaði á því að tölvuver skólans og verknámsdeildir; grunndeildir málmiðna og raf- iðna og iðnnámsbraut tréiðna, voru almenningi til sýnis. Þar gat m.a. að líta á ýmis verk nemenda. I hádeginu á laugardag var gestakokkur í mötuneyti Heima- vistar Inga Rún Pálmadóttur frá Heilsuvöruversluninni Fersku og bauð hún upp á heilsufæði margs konar. Alla opnu daganna voru tilvonandi stúdentar með kaffi- stofu í anddyri Verknámshússins, þar sem gestum og gangandi var boðið upp á dýrindis kaffiveiting- ar. Á laugardag var svo spiluð lif- andi tónlist í kaffistofunni, sem mæltist vel fyrir. Lokapunktur opnu daganna var árshátíð nemenda og kennara skólans á laugardagskvöldið í Bifröst. Þar byrjaði dagskráin á miklu borðhaldi, þar sem þétt var setið, en ljúffengur matur fékk menn til að gleyma öllum þrengslum. Að loknu borðhaldi voru nokkur skemmtiatriði flutt, sem sum liver voru á heimsmæli- kvarða og fengu geysigóðar undirtektir viðstaddra. Að síð- ustu var slegið upp balli með Herramönnum og dansað og trallað fram á rauða nótt. Par með var opnum dögum lokið. Vel skipulögð útvarpsstöð Það sem vakti einna mesta athygli á opnu dögunum, þ.á.m. hjá bæjarbúum, var Rás FáS. Útvarpsstöðin sendi út margt mjög svo athyglisvert efni. Ber þar hæst útvarpsleikritið Úr Áradal, sem flutt var í þrem þáttum. Fjallaði það um ástir og átök í óbyggðum og var einkar vel flutt. Þá voru nemendur í barnabókmenntum með barna- efni á Rás FáS, sem var vinsælt á meðal yngri kynslóðarinnar. Síð- an var fjöldinn allur af góðum þáttum, sem varla gefst pláss til að telja upp. Til að forvitnast nánar um Rás FáS tók blaðamað- ur Dags útvarpsráð tali, og þrátt fyrir miklar annir tókst að smala því saman í smá spjall. Það kom fram hjá þeim félög- um að undirbúningur að Rás FáS hófst rúmum mánuði fyrir útsendingu. í útvarpshóp skráðu sig um 30 nemendur og byrjað var á að skipta þeim fjölda upp í 4 deildir, dægurmála-, menning- ar-, tónlistar- og tæknideild. Síð- an var skipaður forsvarsmaður fyrir hverri deild. Deildirnar skil- uðu síðan inn tillögum að dagskrá til útvárpsráðs, sem síð- an réð endanlegri niðurröðun. „Viðbrögð voru góð“ Aðspurðir um viðbrögð við Rás FáS, sagði Ragnar Guðjónsson útvarpsstjóri: „Viðbrögðin hafa bara verið góð. T.d. leist Ævari Kjartanssyni mjög vel á þetta hjá okkur. Hann var alveg gáttaður á vinnubrögðunum og fannst þetta skemmtilega vel útfært hjá okkur." Við Rás FáS starfaði mjög fullkomin plötudeild, með allar upplýsingar um innsendar plötur í tölvu. Skráning á plötum var skipuleg og sögðust útvarps- menn vera stoltir með þessa plötudeild og vildu koma á fram- færi þakklæti til umsjónarmanna hennar, þeirra Péturs Inga Björnssonar og Óla Arnars Brynjarssonar. Að lokum vildi útvarpsráð koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem að útsendingum stóðu á Rás FáS, m.a. kennurunum Jóni Gauta Jónssyni og Jóni Árna og Leikfélagi Sauðárkróks. Að síðustu sögðu þeir allir í kór: „Lifi Rás FáS, megi sendirinn senda sem allra lengst." „Þaö er líka nám sem fram fer á opnum dögum“ Til að ræða opnu dagana og það sem um þá snýst fékk blaðamað- ur þá Árna Þór Þorbjörnsson, forseta Nemendafélagsins, Guðmund S. Ragnarsson, nemanda og Ólaf Arnbjörnsson aðstoðarskólameistara, í stutt spjall. Það fór fram er aðeins árs- hátíðin var eftir á opnu dögun- um, en samt var í mörgu að snú- ast fyrir þá félaga. Þeir voru fyrst spurðir hvernig opnir dagar kæmu þeim fyrir sjónir. Guðmundur svaraði fyrstur: „Þetta er náttúrulega frí frá hversdagslegu námi, en ekki beint frí í sjálfu sér. Tilgangurinn er að fólk vinni og leyfi sköpun- argleðinni að ríkja, læri að vinna sjálfstætt og almennt læri hvernig er að vinna í félagsmálum. Þegar út í lífið sjálft er komið, þá skipta þessi félagsmál svo miklu máli, nemendur verða að ia að þroska eigið mat á hlutunum.“ Ólafur: „Ég held að þetta hugtak; nám, hafi fengið mjög þröngan farveg. Það er komin ákveðin hefð á það hvernig nám á að fara fram, en þetta hefur verið of þröngt. Það er líka nám sem fram fer á opnum dögum, við reyndar leggjum til hliðar þetta hefðbundna nám, en nemendur og kennarar glíma við önnur verkefni sem eru engu að síður menntandi. í þeim skilningi að þjálfa, að þroska sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði nemenda.“ „Yerið að uppgötva nýja krafta“ - Svona opnir dagar í framhalds- skóla, hver eru áhrif þeirra útá- við? Ólafur: „Opnir dagar eru alltaf kynning, kynning á skólastarfinu en ekki eins og það er hefðbund- ið. Það er ekki laust við að fólk hafi haldið að við værum bara að leika okkur, en það er svo langt frá því. Það er stór hópur fólks sem leggur gífurlega vinnu í opnu dagana.“ - Hvað með áhrif innávið? Nú var komið að Árna: „Þetta þjappar fólki saman, það kynnist betur. Það er enginn vafi á því að fólk á auðveldara með að vinna saman í hópum í námi. Ég er alveg klár á því að félagslífið á eftir að batna í skólanum, eftir þessa daga. Fólk kynnist á annan hátt heldur en í tímum." Guð- mundur bætti við: „Krakkarnir sjá að það er í raun gaman að þessu, sjá að starfa í félagslífi er engin tímasóun, það er eitthvað sem gefur.“ Árni: „Maður er meira að segja að sjá nýtt fólk hérna í skólanum, ég rakst á stúlku um daginn sem ég hafði ekki hugmynd um að væri í skóla.“ Ólafur: „Það er líka verið að uppgötva nýja krafta, nýjar hliðar á fólki sem ekki hefur get- að sýnt þær í hefðbundnu skóla- starfi." „Markmiðið að láta áhugann ráða þátttökunni“ Þeir félagar voru almennt ánægð- ir með þátttöku nemenda á opnu dögunum, þó hægt væri að finna fólk sem lítið sem ekkert gerði. „Markmiðið er að láta áhugann ráða þátttökunni,“ sagði Ólafur. Þegar þeir voru spurðir að því hvað þeim fyndist standa upp úr að loknum opnum dögum, voru þeir nokkuð sam- mála um að einna best hafi tekist með útvarpið, svo og hafi margir fyrirlestrar verið mjög góðir. - Eitthvað að lokum drengir? Guðmundur: „Ég ætla bara að vona það að þessir opnu dagar hafi opnað augu einhverra nemenda fyrir ágæti þess að starfa í félagslífi og geti nýst þeim í framtíðinni.“ Árni Þór: „Ég er sammála því sem Guðmundur segir. Fólk þarf líka að gera sér grein fyrir því hvað það er mikils- vert að vinna fyrirfram, opnir dagar eru mánuði á undan. Það er þá sem undirbúningur á að byrja. Ég held að opnu dagarnir hafi aldrei tekist eins vel og núna.“ Ólafur: „Ég vil koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem komu nálægt opnu dögunum; nemendum, kennurum, gestafyrirlesurum og leiðbeinendum og bara öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn." Látum þetta vera lokaorð þeirra félaga og er þeim þakkað spjallið. Þar með er þessari samantekt um opna daga hjá Fjölbrautaskólanum á Sauðár- króki lokið. -bjb aúXjörbúdir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.