Dagur - 14.03.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 14.03.1989, Blaðsíða 4
fi - FIUöAÖ - ö8Sf" ?nsm .Tr iug£bui6h9 4 - DAGUR - Þriðjudagur 14. rriars 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÚRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Við hvað eru Græn- Mðungar hræddir? í kvöld er á dagskrá Sjónvarpsins mynd er ber nafnið „Lífsbjörg í Norðurhöfum1'. í myndinni er fjallað um málstað norðlægra smáþjóða og baráttu þeirra við starfsaðferðir Grænfriðunga, sem væg- ast sagt eru umdeilanlegar. Það kemur því úr hörð- ustu átt er Grænfriðungar hóta Sjónvarpinu máls- höfðun ef af sýningu myndarinnar verður. Sem betur fer hefur útvarpsstjóri látið hótanir Grænfrið- unga sem vind um eyru þjóta. Myndin verður því sýnd í kvöld, hvað sem tautar og raular. Hótanir Grænfriðunga vegna sýningar þessarar myndar eru afar athyglisverðar og óneitanlega kemur máltækið „Margur heldur mig sig“ upp í hugann. Það er nefnilega staðreynd að Grænfrið- ungar hafa einskis svifist við að vinna málstað sín- um fylgis meðal stórþjóða heims og m.a. gripið til falsana af grófasta tagi. Þannig hefur m.a. komið á daginn að einn áhrifaríkasti kaflinn í mynd þeirra um selveiðar Norðmanna var falsaður að því leyti að hann var alls ekki tekinn við Noreg heldur Nýfundnaland! Mönnum er einnig enn í fersku minni hvernig Grænfriðungar léku nágranna okkar, Grænlendinga, með áróðri sínum um sel- veiðar þeirra. Sá áróður var, eftir því sem Grænfrið- ungar segja nú, byggður á „misskilningi" og þótt þeir hafi beðið Grænlendinga afsökunar, dugar það skammt til að bæta Grænlendingum hið efna- hagslega hrun sem áróðurinn hafði í för með sér á Grænlandi. Það er athyglisvert að aðstandendur myndarinn- ar „Lífsbjörg í Norðurhöfum" áttu einmitt stóran þátt í að svipta huluninni af þeim fölsunum sem viðhafðar voru í myndinni um selveiðar Norð- manna, en sú mynd hefur þegar haft slæm áhrif á utanríkisviðskipti Norðmanna. Grænfriðungar hafa því kannski ástæðu til að óttast um sinn hag. Ljóst er að „Lífsbjörg í Norðurhöfum" getur orð- ið það vopn sem íslendingar þurfa til að halda á lofti málstað sínum í hvalamálinu. Koma þarf erlendum þjóðum í skilning um að íslendingar stunda ekki hvalveiðar í atvinnuskyni, heldur ein- ungis vísindaskyni. Það þarf einnig að gera þeim ljóst að engum er meiri akkur í því að vernda lífríki sjávarins í kringum ísland en íslendingum sjálfum. Þær upplýsingar koma hvergi fram í áróðri Græn- friðunga, enda var það aldrei ætlunin. Vert er að hvetja fólk til að horfa á myndina sem Grænfriðungar óttast svo mjög. Þar kemur vænt- anlega í ljós við hvað þeir eru hræddir. Sérstaklega ættu þeir fjölmiðlamenn, sem hampað hafa sjónar- miðum Grænfriðunga hvað mest, að horfa á mynd- ina með opnum huga. Þar er ekki hvað síst átt við ritstjórn Þjóðviljans. En „Lífsbjörg í Norðurhöfum" á örugglega erindi til okkar allra. BB. „Mér finnst málflutningur Ragnars Birgissonar, forstjóra Sanitas, í Degi þann 8. mars 8.1., með ólíkindum vondur. Hann telur sig tala fyrir hönd íslenskra iðnrekenda en það er alls ekki rétt. Flestir þeir iðn- rekendur sem málið varðar eru ánægðir með hvernig það er lagt upp,“ sagði Jón Sigurðs- son, iðnaðarráðherra. : Jón Sigurðsson, iðnaðarráðhcrra. „Mér fíirnst ölid vera farið að rugla dómgreind manna“ - segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra vegna ummæla Ragnars Birgissonar um „krataapparatið“ Tilefni þessara ummæla er að forstjóri Sanitas fullyrti það í samtali við Dag að gosdrykkja- framleiðendur væru afar óhressir með „seinagang og afskipti iðn- aðarráðherra" af störfum þeirrar nefndar sem fjallaði um endur- vinnslu einnota drykkjarum- búða. Ragnar kallaði fyrirtækið „krataapparat“ og sagði að í til- lögum iðnaðarráðherra væri ver- ið að bruðla með peninga. Að sögn iðnaðarráðherra fjall- ar frumvarpið sem liggur fyrir Alþingi nú, um umhverfismeng- un af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur. Það er byggt á tillögum svokallaðrar endur- vinnslunefndar, sem Ragnar Birgisson á sæti í en sú nefnd fjallaði einnig um söfnun og endurvinnslu á brotamálum. „Það er ekki hlutverk ráðherra að flytja sjálfkrafa í lagafrumvarpi það sem starfsnefndir leggja til. Ég flyt að sjálfsögðu ekki önnur þingmál en þau sem ég hef sjálfur sannfæringu fyrir og það gildir um þetta mál. Þess vegna eru ég og mínir samverkamenn enn að vinna að því að búa til lagafrum- varp um brotamálminn en ástæð- an fyrir því að þessi þáttur endur- vinnsluverkefnisins var tekinn út úr, var nú einmitt að mér var far- ið að lengja eftir lokaáliti nefnd- arinnar og fannst þetta ganga allt of hægt. Eg mælti fyrir þessu máli þann 7. mars s.l. og fékk það mjög góðar undirtektir. Það er því með ólíkindum að Ragnar Birgisson skuli halda því fram í Degi 8. mars að ekkert hafi gerst í heilan mánuð. Ég taldi alls ekki stætt á því að bíða lengur, ekki síst vegna þeirrar miklu aukning- ar sem verður núna á áldósunum með tilkomu sterka ölsins,“ sagði Jón Sigurðsson. Að sögn Jóns fékk hann þekkt- an ráðgjafarverkfræðing, Agúst H. Jónsson, til að fara yfir gögnin sem lágu fyrir og gera tillögu um framtíðarskipan þessara mála. Þegar þær lágu fyrir boðaði hann til fundar með hagsmunaaðilum og kynnti þeim tillögurnar. „Allir sem sóttu þennan fund, en það voru bæði fulltrúar iðnaðarsjón- armiða og náttúruverndarsjónar- miða, töldu þetta góðar tillögur, nema Ragnar Birgisson." Á þessum undirbúningsfundi var kosin nefnd til að undirbúa stofnun þessa fyrirtækis. í nefnd- inni eiga sæti fulltrúar frá öl- og gosdrykkjaframleiðendum, frá samtökum kaupmanna og kaup- félaga og frá félagasamtökum sem láta sér umgengni við landið miklu skipta, eins og Landvernd og skátahreyfingin. „Ég tel málið því í góðum far- vegi. Auðvitað hefði ég sjálfur viljað að það yrði fyrr tilbúið en það tafðist, m.a. vegna þess hversu starf nefndarinnar, sem Ragnar Birgisson á sæti í, hafði dregist. Það er þegar farið að inn- heimta skilagjald af öldósum sem ÁTVR selur. Ég vona að þetta frumvarp verði fljótlega að lög- um svo hægt verði að innheimta skilagjald af öllum gosdrykkja- umbúðum af þessu tagi. Ég er sannfærður um það að þetta fyrirtæki á eftir að gera góða hluti í bættri umgengni þjóðarinnar við landið. Ragnar Birgisson má mín vegna gjarnan kalla þetta fyrirtæki „krataapparat“. Af því er jafnaðarmönnum heiður,“ sagði iðnaðarráðherra. Hvað breytta eignaraðild varð- ar sagðist hann vilja taka það fram að iðnrekendur ættu 40% í fyrirtækinu, innflytjendur, kaup- menn og kaupfélög 20% og opin- berir aðilar og almannasamtök 40%. „Það er því ekki fyrirhugað að ríkissjóður fari með meiri- hlutaaðild að þessu fyrirtæki, eins og Ragnar Birgisson stað- hæfir. Mér segir hins vegar hugur um að það geti orðið erfiðara að safna hlutafénu þegar á hólminn er komið og þess vegna vildi ég ætla opinberum aðilum allstóran hlut í félaginu í upphafi þannig að það komist almennilega á legg. Málflutningur Ragnars vekur furðu mína og mér finnst nú ölið vera farið að rugla dómgreind manna ef þeir trúa því að þetta gefi rétta mynd af málinu. Það er fjarstæða að hér sé bruðlað með peninga. Stjórn væntanlegs félags tekur ákvörðun um fjárfestingar og rekstur, þar með hvort byggt verður yfir þetta starf eða hús- næði tekið á leigu. í áliti endur- vinnslunefndarinnar kom fram að þeirra mat væri að stofnkostn- aður við kerfið væri um 100 millj- ónir króna. Ég vil fara hægar í sakirnar með fjárfestingarnar en ég vil flýta málinu, því það er ábyrgðarhluti að láta milljóna- tugi af áldósum flæða um allt land,“ sagði iðnaðarráðherra að lokum. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.