Dagur - 14.03.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 14.03.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. mars 1989 - DAGUR - 3 Drangey SK-1 og Skagfirðingur SK-4: Koma í fyrsta skiptið til heimahafnar úr slipp í Bretlandi Nýju togarar Sauðkrækinga, Drangey SK-1 og Skagfirðing- ur SK-4, koma í fyrsta skiptið til heimahafnar að öllum lík- indum annað kvöld, en skipin lögðu af stað úr slipp í Huli í Bretlandi sl. laugardagskvöld. Skagfirðingur lagði fyrst af stað og Drangey sex tímum síðar. Að sögn Ágústs Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Út- gerðarfélags Skagfirðinga, voru skipin heldur lengur í slipp en áætlað var upphaflega en að öðru leyti hafi allt gengið vel. Ágúst fór ásamt yfirmönnum skipanna út til Hull til að fylgjast með lokasprettinum í slippnum. Sem sagt; Sauðárkróksbúar geta fengið að berja þessi frægu skip augum í fyrsta skiptið á morgun, þegar þau munu sigla í höfn. Ekki er enn vitað um ná- kvæma tímasetningu en líklega verður komið undir kvöld. -bjb Húsavík: Kolbeinsey landar í Þýskalandi Iif og flör á Öxnadalsheiðhmi Það var líf og fjör á Öxna- dalsheiöinni seinni partinn á sunnudag. Þá var orðið nokk- uð þungfært efst á heiðinni og áttu nokkrir bílstjórar í vand- ræðum með að komast yfir. Ökumenn voru á misjafnlega vel útbúnum bílum en þeir sem ekki lentu í vandræðum, voru duglegir að hjálpa öðrum vcg- farendum. Á meðal þeirra sem þarna voru á ferð, voru knatt- spyrnumenn úr Þór ásamt nokkrum fjölskyldumeðlimum. Þeir voru að koma úr æfinga- ferð úr Reykjavík en fengu aukaæfingu á Öxnadalsheið- inni, við að ýta og moka snjó, cins og sést á myndinni. Öxnadalsheiðin var á þessunt tíma aðeins fær stórum bílum og jeppum en að sögn vega- gerðarmanna stóð til að opna hana fyrir allri umferð um miðj- an daginn í gær. -KK Knattspymumenn úr Þór á heimleið úr Reykjavík, fengu aukaæilngu á Öxnadalsheiðinni á sunnudag, við að ýta rútunni sem þeir voru á og moka frá henni snjó. Á inn- felldu myndinni tekur júgóslavneski leikmaðurinn Luca KostÍC góða „rispu“ á skóflunni. Myndir: KK Kolbeinsey ÞH-10 sigldi af stað til Þýskalands á sunnudag með 165 tonn sem skipið fékk á miðununum fyrir suður- og suðausturlandi. Adinn er aðal- lega karfi en einnig grálúða og eitthvaö af ýsu og löngu. Kol- beinsey mun selja afla sinn í Þýskalandi föstudaginn 17. mars. „Maður dinglar í lausu lofti, það er allt búið að vera svo ruglað. Annars býst ég aldrei við nema góðu meðan ég fæ ekki annað í hausinn og ég spái því að veðrið verði þokkalegt,“ sagði Kristján Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Ishafs hf, aðspurð- ur um hvaða verð hann héldi að fengist fyrir aflann. Á ýmsu hefur gengið á fiskmarkaði í Þýska- landi undanfarna daga, vegna mikils framboðs af karfa frá ís- landi. Rækjutogarinn Júlíus Havsteen hefur verið á þorskveiðum til að sjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur fyrir hráefni, meðan Kolbeinsey var að fiska fyrir siglinguna. Júlíus landaði 26 tonnum sl föstu- dag og mun landa aftur nú í vik- unni en halda síðan til rækju- veiða á ný. Sagðist Kristján reikna með að þetta hengi saman, þannig að vinna héldist í fiskiðjusamlaginu fram að pásk- um. IM Þetta VATM5RÚM og mörg fleiri f Akureyrarbær: Fiirnur Birgisson vinnur að endurskoðun aðalskipulags Finnur Birgisson, arkitekt og fyrrverandi skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, vinnur að endurskipulagi aðalskipulags Akureyrar. Hér er um verk- efni að ræða sem tekur nokkra mánuði en vinna við það var áður hafin hjá skipulagsdeild bæjarins. Finni var falið að vinna þetta verkefni og gerður við hann sér- stakur samningur þar að lútandi. Undanfarin ár hefur verið unnið við þetta verkefni á vegum emb- ættis skipulagsstjóraembættisins. Finnur sagði að vinna við endur- skoðunina hefði ekki gengið nógu vel á sínum tíma og væri töluvert eftir af verkinu. Því hefði verið samið við sig um að ljúka endurskoðun aðalskipulags bæjarins í haust eða fyrrihluta næsta vetrar. Þegar teikningar verða tilbún- ar verður aðalskipulagið kynnt opinberlega fyrir bæjarstjórn og bæjarbúum. Um er að ræða skipulag bæði eldri og nýrra bæjarhverfa. Finnur hóf vinnu við verkið í febrúarbyrjun. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.