Dagur - 14.03.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 14.03.1989, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. mars 1989 - DAGUR - 9 Göngumót á Ólafsfirði: Þrefalt hjá Ólafsfirðingum - í flokki 13-14 ára drengja - Haukur Eiríksson fyrstur í karlaflokki startað var við Tjarnarborg og gengið í sveig upp fyrir norðan Barnaskólann og til baka suður að Tjarnarborg. Tími keppenda var ekki tekinn en síðasti í hverj- um riðli féll úr keppni. Þannig þurftu efstu menn að ganga nokkra hringi áður en úrslita- hringurinn var genginn. Keppni var geysilega hörð í sumum flokkunum og gáfu keppendur ekki tommu eftir. Síðasta hring- inn gengu keppndur í flokki full- orðinna, 17 ára og eldri, og reyndist Haukur Eiríksson, Akureyri, sterkastur eins og í bikarmótinu daginn áður. Hann virðist ósigrandi um þessar mundir en Sigurgeir Svavarsson,' Ólafsfirði, verður þó að teljast líklegur til að veita honum harða keppni á íslandsmótinu í Siglu- firði um páskana. Úrslit í útsláttarkeppninni voru sem hér segir: Stúlkur 1. Hulda Magnúsdóttir S 2. Lena Rós Matthíasdóttir Ó 3. Guðbjörg Sigurðardóttir í 4. Thelma Matthíasdóttir Ó Drengir 13-14 ára 1. Gísli Árnason í 2. Tryggvi Sigurðsson Ó 3. Kristján Hauksson Ó 4. Árni Elíasson í Piltar 15-16 ára 1. Daníel Jakobsson í 2. Guðmundur Óskarsson Ó 3. Bjarni Brynjólfsson í 4. Kristján Ólafsson A Karlar 17 ára og eldri 1. Haukur Eiríkssson A 2. Sigurgeir Svavarsson Ó 3. Ólafur Valsson S 4. Sölvi Sölvason S óþh Norðurlandsmót öldunga í blaki: Óðinn sigraði í karlaflokki og Völsungur í kvennaflokki - í allt tóku 13 lið þátt í mótinu Blakdeild Óðins stóð fyrir Norðurlandsmóti Öldunga, 30 ára og eldri, á laugardaginn. Keppt var í íþróttahöllinni á Akureyri á laugardaginn og tóku 13 lið þátt í mótinu. I karlaflokki sigraði lið Óðins en í kvennaflokki sigraði lið Völsunga frá Húsavík. Mótið hófst kl. 15.30 og var því ekki lokið fyrr en nokkru eft- ir miðnætti. Góður rómur var gerður að þessu móti og er stefnt að því að þetta geti orðið árlegur viðburður og flytjist þá mótið á milli staða hér Norðanlands. Það voru sjö lið í karlaflokki og sex í kvennaflokki sem þátt tóku í mótinu. í karlaflokki kepptu: UNÞ frá Kópaskeri Blakfélagið Rimar á Dalvík Krókur á Sauðárkróki Hyrnan, Siglufirði Snepill í Stórutjarnarskóla Blakdeild Óðins á Akureyri og Skautafélag Akureyrar í kvennaflokki kepptu: Eik, Akureyri Blakfélagið Rimar frá Dalvík Krækjur frá Sauðárkróki Súlur frá Siglufirði Völsungur frá Húsavík Óðinn, Akureyri Lið Völsungs frá Húsavík sigraði í kvennaflokki. Allt sterkasta göngufólk lands- ins mætti til leiks í Ólafsfirði um helgina, en á laugardag var þar haldið bikarmót SKÍ í göngu í flokki stúlkna 13-15 ára og flokki karla 13-14 ára, 15-16 ára, 17-19 ára og 20 ára og eldri. Á sunnudag fór fram stórskemmtileg útsláttar- keppni í göngu. Veður var eins og best verður á kosið á laugardag og fylgdust fjölmargir áhorfendur með göngugörpunum. Til leiks mættu 30 keppendur frá Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri, ísafirði og Fljótum. Úrslit voru sem hér segir: 13-15 ára stúlkur (2,5 km) mín. 1. Hulda Magnúsdóttir S 10,35 2. Guðbjörg Sigurðard. í 11,46 3. Sólveig H. Valgeirsd. A 12,02 13-14 ára piltar (5 km) mín. 1. Kristján Hauksson Ó 17,46 2. Tryggvi Sigurðsson Ó 18,02 3. Ásgrímur S. Þorsteinss. Ó 18,08 15-16 ára piltar (7,5 km) mín. 1. Daníel Jakobsson í 22,35 2. Sigurður Sverrisson S 24,12 3. Guðmundur Óskarsson Ó 24,30 17-19 ára piltar (10 km) mín. 1. Sölvi Sölvason S 32,45 2. Sveinn Traustason F 34,05 3. Óskar Jakobsson í 36,02 20 ára og eldri (15 km) mín. 1. Haukur Eiríksson A 43,24 2. Sigurgeir Svavarsson Ó 45,47 3. Baldur Hermannsson S 46,14 Á sunnudag var stórskemmti- leg göngukeppni með útsláttar- fyrirkomulagi. Keppendur voru fjölmargir og mátti m.a. sjá gamlar kempur eins og Björn Þór Ólafsson, Ólafsfirði, og Magnús Eiríksson, Fljótum, taka léttar „Gunde Svan-skautasveiflur“. Gönguhringurinn var stuttur, u Gömlu brýnin Magnús Eiríksson frá Siglufirði og Haukur Sigurðsson frá Ólafsflrði kepptu á Ólafsfirði og stóðu sig vel. Mynd: óþh Aðalfundur Aðalfundur Funa verður haldinn í Frey- vangi, fimmtudaginn 16. mars n.k. ki. 21.00. Dagskrá: 1. Lagabreytingar. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Lausar stöður Með skírskotun til 3. og 6. gr. laga nr. 18/1988, um Háskól- ann á Akureyri, eru eftirtaldar stöður við skólann hér með auglýstar lausar til umsóknar: 1. Staða rektors. 2. Staða skrifstofustjóra. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegum upplýsingum um menntun og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 5. apríl n.k. Menntamálaráðuneytið, 7. mars 1989. Leikfélag Dalvíkur „Dysin“ Úr aldarannál Eftir Böðvar Guðmundsson. Leikstjóri Þráinn Karlsson. 3. sýning þriðjudaginn 14. mars kl. 21.00. 4. sýning föstudaginn 17. mars kl. 21.00. 5. sýning laugardaginn 18. mars kl. 21.00. Miðapantanir í síma 96-61397 milli kl. 5 og 7 sýningardagana. Eldridansa- klúbburinn Dansleikur í Lóni Hrísalundi 1, laugardaginn 18. mars kl. 22.00-03.00. Hljómsveit Bigga Mar sér um fjörið. Allir velkomnir. Stjórnin. ----------------------------------------------------------------------------\ AKUREYRARB/ER Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 16. mars 1989 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Bergljót Rafnar og Sigríður Stef- ánsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.