Dagur


Dagur - 14.03.1989, Qupperneq 5

Dagur - 14.03.1989, Qupperneq 5
Þriðjudagur 14. mars 1989 - DAGUR - 5 Jón Sæmundur Sigurjónsson: Sölustofnun deyr - þrátt fyrir fullyrðingar þingmanns Alþýðuflokksins Að undanförnu hefur átt sér stað ákaflega dapurleg umræða um stöðu íslensks lag- metisiðnaðar. Daprir sölu- menn úr þeim iðnaði vilja helst fá að vera í friði í sínum dapur- leika smbr. yfirlýsingu frá Sölustofnun lagmetis í Mbl. þ. 9. mars sl., þar sem reynt er að sögn höfunda „að draga úr þeim skaða sem undirritaður hefur þegar valdið Iagmetis- iðnaði Iandsmanna“, væntan- lega með bjarsýni sinni. Rök- semdafærsla yfírlýsingarinnar gengur síðan út á það að sanna, að skaðinn, sem undir- ritaður á að hafa valdið, hafí þegar verið skeður áður en hann kom nokkuð nálægt því máli. Hér og nú í útvarpsþættinum „Hér og nú“, laugardaginn 4. mars sl., átti ég orðastað við félaga minn, Árna Gunnarsson. Hann hélt því fram. að íslenskur lagmetisiðnaður væri í rúst. Ástæðan var sölu- tregða á Þýskalandsmarkaði vegna hvalveiðstefnu íslendinga. Reyndar var tilefni þessarar umræðu fólgið í grein, sem ég skrifaði í Mbl. þ. 1. mars sl., þar sem ég hélt því fram, að Græn- friðungar hefðu í hyggju og það með nokkrum árangri að eyði- leggja íslenska útflutningsmark- aði, sérstaklega með Þýskaland í huga. Þetta er auðvitað enn skoðun mín og ég bið þá lag- metismenn að gleyma því ekki í öllum þeim flaumi gífuryrða, sem þeir virðast hafa þörf fyrir að láta frá sér fara. FuIIyrðing Árna Ég var hins vegar ekki sammála þeirri fullyrðingu að nú væri svo komið, að íslenskur lagmetisiðn- Jón Sæmundur Sigurjónsson, alþingismaður. aður væri kominn í rúst vegna ástands á Þýskalandsmakaði. Á síðasta ári var selt fyrir um 440 mkr. af lagmeti á Þýskaland, en það eru 40% af heildarútflutningi lagmetis það ár. Þau 60% sem eftir eru voru, og eru, á óhultum mörkuðum. Hvað varðar markaðinn í Þýskalandi benti ég á í þættinum, að ástandið væri ekki eins slæmt og af væri látið, þannig að við hefðum enn svigrúm til að leita annarra markaða, auk þess sem 40% minnkun aflakvóta í rækju miðað við fyrra ár ylli því, að við hefðum alls ekki hráefni til að uppfylla svipaða samninga og í fyrra, hvað þá aukningu. Ábyrgðarlaust tal lagmetismanna um stórfellt tap, sem byggt er á áætlunum um aukningu í sölu á þessu ári, er auðvitað fjarri lagi miðað við þessar aðstæður og kemur hvalamálinu ekkert við. Svigrúmið Þann 24. janúar sl. kemur bréf frá Aldi Sud þess efnis, að fyrir- tækið taki ekki við fleiri sending- um lagmetis frá íslandi. Hálfum mánuði seinna kemur sviðað skeyti frá Aldi Nord. Þá er liðin vika af febrúar og markaðurinn lokaður eða því sem næst, þar eð 70% sölunnar fer um þessi fyrir- tæki. Um þetta leyti fæ ég þær upplýsingar, að Aldi Sud muni standa við gerða samninga fram í maí. Fulltrúi Sölustofnunar lag- metis hefur staðfest við mig í símtali, að upplýsingarnar væru þess eðlis að þær gætu ekki annað en talist áreiðanlegar. Þeir hefðu hins vegar aldrei haft beint sam- band við Aldi, heldur notuðu þeir milliliði og vissu þess vegna ekkert um þetta mál. í janúar var markaðurinn opinn. Þá var selt lagmeti fyrir rúmlega 30 mkr. I febrúar var markaðurinn „lokaður". Þá var selt lagmeti fyrir yfir 50 mkr. Þetta munu opinberar verslunar- skýrslur staðfesta. Með þessar upplýsingar í huga sagði ég í útvarpsþættinum „Hér og nú“, að Aldi væri ekki hætt að kaupa. Theodór S. Halldórsson hélt því hins vegar fram í tvígang í kvöld- fréttum útvarpsins þann sama dag, að ekkert hafi verið selt á Þýskaland eftir riftun samninga. í sambandi við það leyfði ég mér að segja f sjónvarpinu, að hann færi ekki með rétl mál. Þetta staðfestir svo Sölustofnun lag- metis í 7. lið yfirlýsingar sinnar, þar sem þeir kalla það eðlilegt að Aldi hafi tekið við vörum eftir riftun samninga. Miðað við þessar sölutölur get- ur lagmetisiðnaður ekki verið í rúst. Sölutölur hafa verið jafnar og góðar allt fram á þennan dag. Líka eftir að Tengelmann hætti. Vandræði einstakra fyrirtækja eru hins vegar engin nýlunda á íslandi í dag, sama hvert litið er. Það væri undarlegt, ef fyrirtæki í lagmetisiðnaði væru þar undan- skilin. Ef Aldi stendur við orð og samninga eins og búast má við af heiðvirðum kaupmönnum, þá skapast svigrúm til að koma því litla magni sem hráfefni fæst til að framleiða úr á aðra markaði. Ef hins vegar er litið á viðbrögð lagmetismanna við tilraunum stjórnvalda til að skapa nýja markaði er varla von á góðu. Lagmetismenn þurfa frum- kvöðla, sem bretta upp ermum og takast á við verkefnin. Ef lag- metismenn hafa hins vegar ekk- ert betra við tíma sinn að gera en standa í úrtölum og í fjölmiðla- karpi, þá geta þeir alveg eins lagt sölustofnun sína niður. 60 prósent af lagmetismörkuðum íslendinga eru utan Þýskalands og telur Jón Sæmundur að sá hluti markaðarins sé ekki í hættu. Ferðafélag Akureyrar Aðalfundur félagsins verður haldinn föstu- daginn 17. mars 1989 Jkl. 20.30 í Skáta- heimilinu Hvammi. Félacfar fjölmennið. Stjórnin. Vlnnuvéla- námskeid sem veitir réttindi á þungavinnuvélar verður haldið á Akureyri og hefst 28. mars ef næg þátt- taka fæst. Upplýsingar og innritun hjá vinnueftirliti ríkis- ins, Akureyri, sími 25868. Iðntæknistofnun. A, Um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty International Research ; '■ Foundation. J.E. Fogarthy-stofnunin í Bandaríkjunum býðurfram styrki handa erlendum vísindamönnum til rannsóknastarfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðn- ir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical or behavioral sciences), þar meö talin hjúkrunarfræði. Hver styrkur er veittur til 6 mánaða eða 1 árs á skólaárinu 1990-’91 og á að standa straum af dvalarkostnaði styrkþega (18.000 til 22.000 bandaríkjadalir), auk feröakostnaðar til og frá Bandaríkj- unum. Einnig er greiddur ferðakostnaður innan Bandaríkj- anna. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækj- endur að leggja fram rannsóknaáætlun í samráði við stofnun þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggjast starfa við. Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagbjarts- son, læknir, barnadeild Landspítalans (s. 91-601000). Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí n.k. Menntamálaráðuneytið, 6. mars 1989.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.