Dagur - 14.03.1989, Side 6

Dagur - 14.03.1989, Side 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 14. mars 1989 1 barna- og unglingavikan fl Vikan 12.-19. mars ber hér á landi yfirskriftina „Barna- og unglingavika“ og verður þess minnst með margvíslegum hætti. Á Akureyri er það samstarfshópur stéttarfé- laga í bænum sem ber hitann og þungann af þeirri dagskrá sem boðið verður upp á á Akureyri. Dagur mun, í samstarfí við stéttarfélögin, birta efni tengt börnum og unglingum meðan dagskrá þessi stendur yfír. Barna- og unglingavikan hófst á laug- ardag með fundi í Dynheimum um samskipti foreldra og barna og tómstundir barna og unglinga. Fjölmörg erindi voru flutt á fundinum og að þeim Ioknum fóru fram almennar umræður um tómstunda- og félagsmál barna og unglinga á Akureyri, með þátttöku allra fundarmanna. Hér í opnunni birtast þau erindi sem fulltrúar nemenda fluttu á fundinum í Dynheimum. Hjördís Halldórsdóttir: I Ivað viljuin við? Fundarstjóri. Góðir gestir. í dag er rætt um æskulýðsmál, mál sem tengist okkur öllum á einn eða annan hátt. Vafalaust verður mikið talað um danshúsa- menninguna og þann drykkju- skap sem henni fylgir, ég ætla reyndar sjálf að segja nokkur orð um þetta mál. Það verður aldrei hægt að koma í veg fyrir drykkju- skap á meðal unglinga, það sem við þurfum að einbeita okkur að er að draga eins mikið úr vín- drykkjunni og hægt er. Það þarf að koma krökkunum af götun- um, koma þeim í aukinn skilning um fáránleika þess að drekka sig ofurölvi hverja helgi í miðbæ Akureyrar. Kenna þeim að á böllum er hægt að dansa, tala við náungann og tjá ást sína án áfengis. En ekki er allt unnið með því að einblína á okkur unglingana. Foreldrar eru stór þáttur í áfengisvanda unglinga. Pá vil ég fyrst nefna að það þarf að róteyða þeirri hugmynd for- eldra að það sé öllu skárra að útvega sjálf börnum sínum áfengi en að láta það í hendur öðrum. Þið eruð einungis að stytta og greiða veginn að flöskunni. Það vita allir að það er ekki erfitt fyrir ungling að útvega sér áfengi en það keyrir um þverbak þegar það starf er í höndum foreldra, þeirra sem ættu að hugsa miklu fremur um forvarnarstarfið, því að for- varnir hefjast jú, heima fyrir. í þessu sambandi vil ég minna á að bjór er líka áfengi. En burt frá víndrykkju yfir í annað mál sem bráð nauðsyn er að ræða um. Unglingar á aldrinum 16-18 ára hafa engan, engan skemmtistað fyrir sig. Stundum fáum við jú inni hjá vínveitingahúsum, sem sniðin eru að þörfum 20 ára og eldri, til að halda framhalds- skólaböll, auk þess sem þau eru örsjaldan haldin hér í þessu ágæta húsi. Sumir skyldu ætla að þessi aðgangur að skemmtistöð- um bæjarins væri nú yfrið nóg, en hvað er skemmtistaður? Það er hús sem við unglingar höfum ekk- ert tilkall til, höfum engan þátt átt í uppbyggingu, störfum alls ekkert að og er auk þess innrétt- að með víndrykkju t' huga. Við unglingar erum ekki að biðja um annan Sjalla, einungis húsnæði sem okkar fulltrúar sjá um, við sjálf störfum að og ráðum jafn- framt því sem fer fram innan- húss. En erum við einungis að hugsa um ballstað? Nei! Böll eru aðeins einn hluti af myndinni. Við erum að hugsa um aðstöðu fyrir t.d. klúbbastarfsemi okkar og í rauninni er það miklu, miklu meira sem við höfum í huga. Þar á meðal þetta: Unglingar, sem ekki stunda nám við framhalds- skóla, hafa mjög takmarkaðan aðgang að félagslífi utan íþrótta. Þetta hús ætti að kippa slíku í lag, því við erum ekki að tala um sameiginlega félagsmiðstöð fram- haldsskólanna tveggja. Unglingum á aldrinum 13 til 16 ára er sinnt á ágætan hátt hér á Akureyri en unglingum á aldrin- um 16-18 ára er sinnt á þann hátt að óbærilegt er. Leiðin liggur hratt niður á við eftir því sem við eldumst: Frá þremur félagsmið- stöðvum niður í enga. Við erum ekki að ætlast til þess að við fáum allt upp í hendurnar, við erum einungis að biðja um hjálp og stuðning. Til hvers er, hið öfluga starf félagsmiðstöðva unnið þeg- ar unglingarnir sjá fram á algera eyðimörk frá því að þau klára grunnskólanámið og þangað til að þau hafa aldurinn til að sækja vínveitingahús? Æskulýðsráð, þið eigið næsta leik! Næst ætla ég að tala um pen- inga, hlut sem við framhalds- skólanemar höfum ekki mikið af. Ég hef það einhvern veginn á til- finningunni að þessi staðreynd sé ókunn þeim manneskjum sem eitthvað hafa að gera með verð- lagningu strætisvagnafargjalda, skólabóka, skólagjalda, sund- miða, flugfargjalda, rútufar- gjalda, augnlæknakostnaðar, tannlæknakostnaðar og þar fram eftir götunum. Framhaldsskóla- nemar sem þurfa að ferðast langt til og frá heimili dag hvern, til að komast í skólann, þurfa að borga óheyrilega upphæð í strætis- vagnafargjöld og frá þeirri upp- hæð dregst enginn afsláttur. Þessu þarf að breyta eins fljótt og hægt er. Það sama gildir um augn- og tannlæknakostnaðinn og annað áður talið. Þetta tillits- leysi er ekki til að glæða áhugann á góðu framhaldsnámi. Ég vil einnig ítreka hina áragömlu ósk foreldra og unglinga um sam- felldan skóladag; beiðni sem lítið hefur verið hlustað á. Það hlýtur að vera allra hagur að koma slíku kerfi á, óslitinni stundaskrá þar sem hádegishlé eru á reglulegum tímum og gæfist þá nemendum kostur á mötuneyti eða aðstöðu til að borða nesti. Nú er okkur unglingunum tjáð að mikið atvinnuleysi muni hrjá okkur í sumar. Mér er spurn, hvaða aðgerðir bæjaryfirvöld ætla að framkvæma tií að reyna að koma í veg fyrir þetta? Kannski verða ýmis loforð gefin en við skulum öll muna að það eru verkin sem gilda! Höfundur er nemandi í X. bekk Mennta- skólans á Akureyri. Hluti fundargesta hlýðir á eitt framsögucrindanna. Svo sem sjá má eru vegg- ir Dynheima prýddir myndskreytingum úr grunnskólum Akureyrar. Myndir: BB Að loknum framsöguerindum og kaffihléi var efnt til almennra umræðna um viðfangsefni fundarins. Fundarmenn mynduðu stóran hring í salnum og urðu umræður hinar fjörugustu. Maríanna Gunnarsdóttir: Við þurfum líka betri fyrirmyndir Hjördís Halldórsdóttir. Góðir fundargestir! Unglingar verja frítíma sínum yfirleitt í áhugamál. Margir velja íþróttir og aðrir fara á alls konar námskeið sem boðið er upp á, og þá ekki bara á vegum félagsmið- stöðvanna. Mér finnst að fleiri og fjölbreytilegri námskeið ætti að halda á vegum félagsmiðstöðv- anna. Það hafa verið haldin tvö námskeið í Síðuskóla í vetur og var þeim vel tekið af nemendum. Félagsaðstaða í Síðuskóla er mjög bágborin miðað við aðra skóla. Skólinn er ungur og félags- starfsemi rétt að komast á lagg- irnar. Reyndar eru allar félags- miðstöðvar of fjarri okkur til þess að við getum sótt þær reglulega. Margir fara í Dynheima á föstu- dagskvöldum til að hitta unglinga úr öðrum hverfum og skemmta sér, einnig nýta krakkarnir sér opin hús sem haldin eru annað hvert fimmtudagskvöld í Síðu- skóla. Ef krakkar í Síðuhverfi ætla sér að stunda íþróttir þá verða þeir að fara niður í Glerárskóla eða alla leið upp í Höll. Ég æfi badminton í Höllinni tvisvar í viku og ef við reiknum nú út hve mikill strætisvagna- kostnaður er þangað og heim í mánuð, þá kostar þetta 640 krónur. En þetta láta unglingar ekki á sig fá og hætta ekki við íþróttaiðkun. Mér finnst auðvitað að stjórn- endur í bænum ættu að stefna að virkari og betri félagsmiðstöð fyr- ir hvert hverfi bæjarins. Ekki aðeins miðstöð fyrir böll og klúbbastarfsemi, heldur líka stað þar sem krakkar geta hist, lært og gert hvað sem þá langar til. Hjá mörgum unglingum flokk- ast bókalestur undir tómstundir, og margir nýta sér þjónustu Amtsbókasafnsins. Hér á Akur- eyri sem annars staðar eru tón- lista-, myndlista- og dansskólar Maríanna Gunnarsdóttir. vel sóttir af öllum aldurshópum og síðast en ekki síst af ungling- um. Ég held að flestir unglingar bæjarins hafi einhvern tíma verið í til dæmis dansskóla. Svo að ég komi nú að málefni sem mikið hefur verið í umræðu undanfarið þá vil ég hér nefna áfengi og áfengisnotkun ungl- inga. Því er haldið fram af fjölmiðl- um og fullorðnum að unglingar hér drekki úr hófi fram og það hafi aukist. Ég held að svo sé ekki, þetta hefur aðeins orðið meira áberandi. Hverjum skyldi það vera að þakka? Það skyldi þó ekki vera þeim fullorðnu og um- ræðu þeirra? Margir unglingar haida að þeir skemmti sér eitthvað betur fullir, en ég held að það sé alrangt, flestir fá ekkert annað en vanlíð- an upp úr þessu. Margir fara þó að drekka af ýmsum öðrum ástæð- um, til dæmis vegna erfiðra heim- ilisaðstæðna, vegna hópþrýstings og á unglingsárunum kemur oft vanlíðan sem stafar af feimni og með því að drekka telur ungl- ingurinn kannski að honum hverfi feimnin. Ágætu fundargestir, áfeng- isvandamál eru ekki bara ungl- ingavandamál. Drykkja unglinga er mikið fremur hluti af vanda- málum þeirra fullorðnu. Okkur vantar betur útbúna staði þar sem við getum hist og skemmt okkur. Okkur vantar líka betri fyrirmyndir. Enginn talar hátt um það þótt fullorðna fólkið stundi fyllirí á skemmtistöðum, það virðist ekki vera neitt vanda- mál. Nei, ágætu fundargestir, þetta verður ekki lagað fyrr en allir taka höndum saman og bæta og laga félagsstarfsemi bæjarins. Það dugir ekki lengur að hrópa úlfur, úlfur þegar sést til unglinga í leikjum ykkar, hinna fullorðnu. Takk fyrir. Höfundur er nemandi í 8. bekk Síðuskóla á Akureyri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.