Dagur - 14.03.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 14.03.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 14. mars 1989 Úrslitakeppnin í blaki: KA fór létt með HK - sigraði 3:0 í skemmtilegum leik KA átti í litlum erfíðleikum með HK í úrslitakeppninni í blakinu í IþróttahöIIinni á sunnudagskvöld- ið. Það tók Akureyrarpiltana að- eins tæpan klukkutíma að leggja Kópavogsbúana í þremur hrinum gegn engri. Allt annað var að sjá til KA-liðsins en í síðasta leik gegn Þrótti. Nú var liðsheildin í lagi, varnarleikurinn sterkur og sóknarleikurinn fjöl- breyttur og skemmtilegur. HK-pilt- arnir áttu ekkert svar við þessu og urðu að sætta sig við enn eitt tapið gegn KA í vetur. KA kom ákveðið til leiks í fyrstu hrinunni og virkuðu gestirnir dálítið úti á þekju. Hávörnin var ekki nógu sterk hjá þeim og smössuðu þeir Stefán Magnússon og Gunnar Garð- arsson hvað eftir annað á glæsilegan hátt í gólfið hjá Kópavogsbúunum. Það tók því KA aðeins rúmar fimmtán mínútur að klára þessa fyrstu hrinu og voru lokatölur í henni 15:3. Næsta hrina var mun jafnari. HK- liðið hresstist til muna og var mikil barátta hjá báðum liðum. KA skor- aði fyrstu stigin en HK jafnaði og jafnt var á flestum tölum fram í miðja hrinu. Þegar staðan var 8:8 var komið að Fei að gefa upp fyrir KA og á nokkrum mínútum innsigluðu heimamenn sigurinn 15:8 í þessari hrinunni. Þriðja lotan var hin besta skemmt- un fyrir, hina þó nokkuð mörgu, áhorfendur sem leið sína lögðu í íþróttahöllina á sunnudagskvöldið. KA virtist ætla að rúlla yfir gestina í byrjun og komust þeir í 9:2. Þá tók HK-liðið góðan sprett og sáust marg- ar gullfallegar sóknarlotur hjá báð- um liðum. Einkum vakti góð samvinna Hauks, Sigurðar Arnar og Stefáns Magnússonar í sókninni athygli. Haukur fékk boltann og bæði Stefán og Sigurður Arnar stukku upp þann- ig að hávörn HK vissi ekki hvorn ætti að dekka. Haukur spilaði síðan á þann sem frír var og þannig skoraði KA tvö gullfalleg stig í lotunni. Þetta kunnu áhorfendur vel að meta og klöppuðu þeim lof í lófa. HK saxaði á forskot KA en tókst aldrei að ógna því að neinu ráði. Það var síðan Stefán Jóhannsson sem innsiglaði sigur KA með fallegri laumu 15:10. Varla er hægt að gera upp á milli leikmanna KA í þessum leik. Þetta var sigur liðsheildarinnar en vert er að geta stórleiks Fei þjálfara í síð- ustu hrinunni. En sem sagt KA virð- ist á leið úr lægð og gefur það góða von að liðið geti tryggt sér íslands- meistaratitilinn í leiknum gegn Þrótti í næstu viku fyrir sunnan. Hjá HK bar mest á bræðrunum Geir og Vigni Hlöðverssyní og var Geir raunverulega sá eini sem gat skorað fram hjá sterkri vörn KA- liðsins. Næsti leikur KA-liðsins er gegn Þrótti á laugardaginn kemur í Reykjavík en sá leikur er í 4-liða úr- slitum í Bikarkeppninni íþróttir Samvinna Sigurðar Arnars og Stefáns Magnússonar í sókninni vakti mikla athygli í leiknum gegn HK. M>'nd: TLV Punktamót á Dalvík: Anna María með tvö gull - Valdimar og Helgi sigruðu í karlaflokki Þór tapaði fyrir Seifossi Þór varð að sætta sig við tap gegn Selfossi 24:22 í 2. deildinni í hand- knattleik á Iaugardaginn í Iþrótta- höllinni. Leikurinn var jafn og spennandi og með smá heppni hefðu stigin tvö getað orðið eftir á Akureyri. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik en Þórsarar höfðu undirtök- in framan af hálfleiknum. Þeir náðu m.a. tveggja marka forskoti 10:8, en misstu dampinn rétt fyrir leikhlé og létu gestina skora þrjú síðustu mörk- in í hálfleiknum. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn mjög illa og náðu Selfyssingar þriggja marka forskoti 14:11 og virt- ust ætla að rúlla yfir heimamenn. En þá var komið að Sævari Árnasyni og skoraði hann þrjú mörk í röð og jafnaði leikinn. Liðin skiptust nú á að skora og stefndi í æsispennandi lokamínútur. En öfugt við það sem oftast hefur verið í vetur, þá fór Þórsliðið á taug- um í sókninni undir lok leiksins, ótímabær skot, vafasamar sendingar og misheppnuð hraðaupphlaup. Gestirnir gengu því á lagið og tryggðu sér sigur 24:22. Þetta var ágætur leikur á margan hátt og sýndu bæði liðin á köflum góðan handknattleik. Selfyssingar tryggðu sér með þessum sigri öruggt sæti í 2.deildinni en Þórsarar eru enn í bullandi fallhættu. Hjá Þór bar mest á Páli Gíslasyni og skoraði hann falleg mörk í sókn- inni. Gamla kempan Árni Stefáns- son spilaði nú aftur með Þórsurum og stóð sig vel í vörninni. Hins vegar lét hann verja tvisvar hjá sér í sókn- inni á mikilvægum augnablikum, en á heildina litið styrkir hann liðið mik- ið og vonandi að hann haldi áfram í hinum mikilvægu leikjum sem fram- undan eru hjá liðinu. Sævar var seinn í gang en sýndi hvað í honum býr í síðari hálfleik. Hjá Selfossi var Magnús Sigurðs- son atkvæðamestur og réðu Þórsarar lítið við hann í sókninni. Einnig varði Ólafur Einarsson markvörður vel undir lok leiksins og réði það miklu um sigur Selfyssinga. Mörk Þórs: Páll Gíslason 9, Sævar Árnason 5, Ingólfur Samúelsson 4, Atli Rúnarsson 2, Árni Stefánsson I og Kristinn Hreinsson 1. Mörk Selfoss: Magnús Sigurðsson 9, Sigurður Þórðarson 6. Smári Stefánsson 3. Grímur Hergeirsson 3, Einar Gunnar Sig- urðsson 2, Sverrir Einarsson 1. Um helgina fór fram punktamót í stórsvigi í flokki fullorðinna í Böggvisstaðafjalli við Dalvík. Keppt var bæði á laugardag og sunnudag og er alveg óhætt að segja að veðrið hafi leikið við bæði keppendur og þá fjölmörgu skíðamenn sem skemmtu sér kon- unglega í bráðskemmtilegum skíðabrekkum í Böggvisstaða- fjalli. Á laugardag var glaðasólskin og hlýtt í veðri. Sólin lét einnig sjá sig á sunnudag, en eilítið var þá kaldara í veðri. Keppni var mjög jöfn og spenn- andi bæði í karla- og kvennaflokki og var mjótt á munum í baráttunni um verðlaunasæti. Flestir bestu skíða- menn landsins voru mættir til leiks, en óneitanlega söknuðu menn þeirra Örnólfs Valdimarssonar, Reykjavík, og nýkjörins íþróttamanns Norður- lands, Guðrúnar Kristjánsdóttur, Akureyri. Skíðaáhugafólk verður væntanlega að bíða eftir landsmótinu um páskana, sem haldið verður að þessu sinni í Siglufirði, til að sjá alla bestu skíðamenn landsins saman- komna. Anna María Malmquist, Akur- eyri, virðist í geysilega góðri æfingu um þessar mundir og hún keyrði báða dagana af miklu öryggi. Hún náði sigri á laugardag með nokkrum yfirburðum en María Magnúsdóttir, Akureyri, veitti henni harða keppni á sunnudag og náði öðru sætinu með aðeins lakari tíma. María varð einnig í öðru sæti stórsvigskeppninnar á laugardag og Margrét Rúnarsdóttir ísafirði varð þriðja báða dagana. Tímar fjögurra efstu í kvennaflokki voru sem hér segir: Laugardagur: 1. Anna María Malmquist A 158,84 2. María Magnúsdóttir A 160,17 3. Margrét Rúnarsdóttir í 161,49 4. Sara Halldórsdóttir í 164,21 Sunnudagur: 1. Anna María Malmquist A 153,13 2. María Magnúsdóttir A 153,60 3. Margrét Rúnarsdóttir í 156,60 4. Þórunn Pálsdóttir í 158,85 Keppni var ekki síðri í karlaflokki. Sömu fjóru kapparnir röðuðu sér í fjögur efstu sætin báða dagana. Valdimar Valdimarsson, Akureyri, keyrði glæsilega á laugardag og tryggði sér sigur en Helgi Geirharðs- son, Ármanni, náði öðru sæti. Þeir félagar höfðu sætaskipti á sunnudag. Valdimar var með forystu eftir fyrri ferð og stefndi ótrauður á tvöfaldan sigur. Helgi keyrði af miklu öryggi og krafti í seinni ferð og náði bestum tíma, sem nægði honum til að vinna sigur. Gamli kappinn Daníel Hilm- arsson, Dalvík, varð að sætta sig við þriðja sætið báða dagana. í vetur hefur skíðamaðurinn Daníel þurft að víkja nokkuð fyrir trésmiðnum Dan- íel. Trésmiðurinn er því ekki í sama toppforminu og á gullárunum, þegar hann var nánast ósigrandi. En svo mikið er víst að Daníel hefur ekki sagt sitt síðasta orð og það heyrðist hvíslað í Böggvisstaðafjalli að aflok- inni keppni á sunnudag að „Danni myndi sko sína klærnar á landsmót- inu í Siglufirði." Tímar fjögurra efstu manna í stór- sviginu voru eftirfarandi: Laugardagur 1. Valdimar Valdimarsson A 146,07 2. Helgi Geirharðsson Árm. 147,03 3. Daníel Hilmarsson D 147,87 4. Vilhelm Þorsteinsson A 148,85 Sunnudagur 1. Helgi Geirharðsson Árm. 141,69 2. Valdimar Valdimarson A 142,18 3. Daníel Hilmarsson D 142,97 4. Vilhelm Þorsteinsson A 143,30 Sérstaka athygli vakti góður árangur unga skíðafólksins, bæðí í kvenna- og karlaflokki. Akureyring- ar virðast ekki þurfa að kvíða fram- tíðinni með keppnisfólk í alpagrein- unum og fulltrúar bæði Ólafsfirðinga og Dalvíkinga verða örugglega í eld- línunni á næstu árum. Það verður t.d. gaman að fylgjast með Kristni Björnssyni, Ólafsfirði, og Jóni Áka Bjarnasyni, Dalvík, í framtíðinni. óþh Svipmynd frá keppni í karlaflokki á Dalvík á sunnudaginn. Mynd: óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.