Dagur - 17.03.1989, Blaðsíða 1
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMKNR
SiGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Eldsvoði á Siglufirði:
Tveir bræður misstu
öll sín veiðarfæri
Áætlað er að tjón vegna eldsvoðans í verbúð við Hólgötu 9 á Siglufirði nenii um 700 þúsund krónum. Grásleppu-
og þorsknet bræðranna Olafs og Péturs Guðmundssona urðu m.a. eldinum að bráð. Mynd: á.h.
Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra, um skipamálin á Þórshöfn:
Ber að leita leiða til að fá
ísfisktogara í stað Stakfells
- „væri skynsamleg aðgerð,“ segir Daníel Árnason, sveitarstjóri
Verbúð og netageymsla í eigu
tveggja bræðra á Siglufirði
brann um klukkan 20.00 á
miðvikudagskvöld. Talið er að
tjónið nemi ekki undir 700
þúsund krónum en nálega öll
grásleppu- og þorskanet
bræðranna urðu eldinum að
bráð.
Bræðurnir Ólafur og Pétur
Guðmundssynir gera út trilluna
Farsæl SI en hún er átta tonn.
Þeir eiga einnig verbúðina sem
Fræðsluráð:
Mælir með
Trausta
Fræðsluráð Norðurlandsum-
dæmis eystra mælir með
Trausta Þorsteinssyni, skóla-
stjóra á Dalvík í stöðu fræðslu-
stjóra umdæmisins. Þetta var
niðurstaða fundar fræðsluráðs
í vikunni og hefur hún verið
send Svavari Gestssyni, mennta-
málaráðherra, sem mun veita
stöðuna. Svavar sagði í samtali
við Dag að hann myndi taka
ákvörðun um stöðuveitinguna
einhvern næstu daga.
Trausti Porsteinsson var einn
fimm umsækjenda um stöðu
fræðslustjóra. Tveir óskuðu nafn-
leyndar en hinir tveir umsækj-
endurnir voru Páll Bergsson,
yfirkennari í Glerárskóla á Akur-
eyri og Pórður Gunnar Valdimars-
son, uppeldisfræðingur í Reykja-
vík.
Sigurður Hallmarsson hefur
gegnt starfi fræðslustjóra
Norðurlandsumdæmis eystra frá
1. september 1987 en nýr
fræðslustjóri mun taka við stjórn-
artaumunum þann 1. júní nk.
óþh
stendur við Hólagötu 9. Ólafur
sagði í samtali við blaðamann að
þeir bræður væru alveg gáttaðir á
þessum eldsvoða. Hölluðust
menn einna helst að því að elds-
upptök mætti rekja til rafmagns.
Frystiklefi í húsnæðinu
skemmdist lítillega af völdum
hita þegar hluti einangrunar á
honum bráðnaði. Mesta tjónið
varð þó á húsnæðinu og veiðar-
færunum. Heita má að bræðurnir
séu alveg veiðarfæralausir eftir
að hafa misst 125 grásieppunet og
30 þorskanet, og er það auðvitað
bagalegt í upphafi grásleppuver-
tíðar.
Slökkvistarf tók nokkra stund
vegna þess að erfiðlega gekk að
slökkva í netahrúgunum. Mikinn
reyk lagði af brunastað og safn-
aðist mannfjöldi saman til að
fylgjast með slökkvistarfinu.
EHB
Guömundur Bjarnason, heil-
brigðisráðherra og 1. þingmað-
ur Norðurlandskjördæmis
eystra, telur að í Ijósi þeirrar
stöðu sem upp er komin í at-
vinnumálum á Þórshöfn, beri
að skoða þann möguleika
gaumgæfilega að selja Stakfell,
frystiskip Útgerðarfélags
Norður-Þingeyinga, og kaupa í
staöinn ísfisktogara til hráefn-
isöflunar fyrir Hraðfrystistöð
Þórshafnar.
„Ég tel að reyna verði til
þrautar að ná samkomulagi við
Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga
um hvort Hraðfrystistöð Þórs-
hafnar og Þórshafnarhreppur geti
með einhverju móti komið frekar
inn í það fyrirtæki og í framhaldi
af því ber að leita leiða til
að skipta út Stakfellinu fyrir ís-
fisktogara. Petta væri í raun svip-
að dæmi og á Sauðárkróki. Ég
tek fram að á þessu stigi vil ég
ekki spá fyrir um hvort þetta er
raunhæfur möguleiki en ég tel
tvímælalaust að menn verði að
skoða hann mjög gaumgæfilega,"
segir Guðmundur. Hann bætir
því við að hann óttist mjög að
ÚNP verði um megn að gera út
Stakfellið með áhvílandi skulda-
byrði.
Sá möguleiki sem Guðmundur
nefnir hér hefur áður verið
nefndur. Meðal annars var hann
ræddur á fundi 6 þingmanna
Norðurlandskjördæmis eystra
með stjórnarmönnum ÚNÞ,
sveitarstjóra Þórshafnarhrepps
og fulltrúum Hraðfrystistöðvar
Pórshafnar fyrr í vikunni. Heil-
brigðisráðherra segir að þing-
menn kjördæmisins séu vissulega
fúsir til að styðja við öll skynsam-
leg áform heimamanna um úr-
lausn á þeim vanda sem við er að
etja í atvinnumálum á Pórshöfn.
„Við erum að sjálfsögðu fúsir,
eftir því sem við getum, til að
hafa jákvæð áhrif á málið og
leggja því lið.“
Daníel Árnason, sveitarstjóri
Þórshafnarhrepps, segist geta
tekið undir hugmyndir Guð-
mundar Bjarnasonar um að selja
Stakfellið og fá í staðinn ísfisk-
skip. „Ég tel þetta geta verið
skynsamlega aðgerð og beri að
skoða hana vel. Það er reyndar
langt síðan ég byrjaði að nefna
þennan möguleika," sagði Daní-
el. óþh
Könnun Neytendasamtakanna á hakki og farsi:
Kjötfars hjá KEA dæmt ósöluhæft
- hakk í öllum tilfellum í lagi á Akureyri
Samkvæmt niðurstöðum
könnunar Neytcndasamtak-
anna á gerlum í kjöthakki og
-farsi, er kjötfars frá KEA
ósöluhæft en söluhæft hjá
Hagkaupi og Matvörumark-
aðnum. Kjöthakk reyndist í
öllum tilfellum í lagi. Alls
voru 32 sýni í verslunum á
landinu könnuð og reyndust
75% sýna af hakki söluhæf og
18% ósöluhæf. Þá reyndust
53% sýna af kjötfarsi söiuhæf
og 31% ósöluhæf.
Könnunin var framkvæmd
þannig að keypt voru sýni í
verslununum og þau send til
gerlarannsóknar hjá Hollustu-
vernd ríkisins. Mat samkvæmt
gerlaíjölda við 30 gráður var að
kjötfarsið reyndist fullnægjandi
hjá Hagkaupi og Matvörumark-
aðnum en ófullnægjandi í
Hrísalundi og Höfðahlíð. Sömu
niðurstöður voru varðandi kólí-
gerlafjölda en samkvæmt kulda-
kærum gerlum voru Hagkaup
og Matvörumarkaðurinn á ný
fullnægjandi, gallað hjá Höfða-
hlíð og ófulinægjandi í Hrísa-
lundi. Hagkaup og Matvöru-
markaðurinn voru á ný full-
nægjandi varðandi mat á saur-
kólígerlum en KEA Hrísalundi
og Höfðahlíö fengu niðurstöð-
una gallað. Heildarniðurstöður
voru þær að kjötfars frá KEA-
verslununum Hrísalundi og
Höfðahlíð reyndist ósöluhæft
en söluhæft í Hagkaupi og Mat-
vörumarkaðnum.
Nákvæmlega sömu þættir
voru rannsakaðir í nautahakki
frá sömu aðilum og að ofan
greinir. Par voru niðurstöður
hins vegar á allt aðra leið því
nautahakkið reyndist í öllum
tiifellum standast kröfur, vera
fullnægjandi og því söluhæft.
Stefán Vilhjálmsson mat-
vælafræðingur hjá Kjötiðnaðar-
stöð KEA segir þá að sjálfsögðu
ekki ánægða meö niðurstöðu
könnunarinnar, en að þeir eigi
enn eftir að sjá nákvæmari
niðurstöður varðandi gerla-
fjöldann. „Kjötfars er nijög við-
kvæm vara og gerlafjöldi ræðst
af því hvernig farið er mcð hrá-
efnið, en mikilvægast er að
halda kælingu cins órofinni og
hægt er. Við vitum að sýnataka
fór fram rétt fyrir lokun og fars-
ið var rannsakað daginn eftir.
Teljum við að kröfurnar sem
gerðar eru gætu hafa staðist ef
rannsóknin hefði verið fram-
kvæmd á lögunardegi.“ Segir
hann að hjá KEA sé kjötfars
lagaö að morgni og selt þann
dag og að morgni þess næsta,
icn ekki lengur. Víða erlendis eru
þær kröfur geröar til kjötfars að
ekki sé eingöngu nægjanlegt að
dagstimpla umbúðir, farið er
fram á að þær séu klukkustimpl-
aðar.
Stefán segir að í gegnum tíð-
ina hafi niðurstöður úr rann-
sóknum á kjötfarsi verið breyti-
legar hjá framleiðendum og að
oft hafi verið erfiðleikum háð
að halda gerlafjölda innan
marka. Hann sagði jafnframt,
að þó gerlafjöldinn fari yfir
umrædd mörk, sé ekki mikil
hætta á matareitrun þar sem
farsið sé hrátt og eigi eftir að
matreiðast með hitun. VG