Dagur - 17.03.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 17.03.1989, Blaðsíða 5
Föstudagur 17. mars 1989 - DAGUR - 5 Um afstöðu Fjórðungs- sambands Norðlendinga - til frumvarpa um tekjustofna sveitarfélaga og um breytta verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga Kökubasar Kvcnnadeild Léttis heldur kökubasar í Slysavarna- félagshúsinu að Laxagötu 5, laugardaginn 18. mars kl. 14.00. Glæsilegt kökuúrval. Komið og gerið góð kaup fyrir páskana. Kvennadeild Léttis. Enda þótt ályktanir síðasta Fjórðungsþings Norðlendinga sýni að vilji var fyrir hendi til rót- tækra breytinga á fyrirliggj andi tillögum, íeggur fjórðungsstjórn til að frumvörpin fái endanlega afgreiðslu á yfirstandandi Al- þingi. í umsögn fjórðungsstjórnar um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga segir orðrétt: „Fjórðungsstjórn fagnar því að samhliða nýskipan verkefna á milli ríkis og sveitarfélaga séu sett lög um tekjustofna ríkisins, sem í senn geri sveitarfélögum mögulegt að sinna auknum verk- efnum og auki á sjálfstæði þeirra gagnvart ríkisvaldinu.“ I umsögn um frumvarp til laga um breytta verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga segir orðrétt: „Fjórðungsstjórn telur tíma- bært að gengið verði frá lagasetn- ingu um nýja verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á því Alþingi, sem nú situr.“ Viðurkennd megin- sjónarmið Fjórðungs- sambands Norðlendinga Síðustu Fjórðungsþing Norð- lendinga hafa sett þann fyrirvara varðandi nýskipan verkefnatil- færslu á milli ríkis og sveitarfé- laga, að samhliða verkefnatil- færslunni væru sett ný tekju- stofnalög sveitarfélaga, sem stuðli að aukinni tekjujöfnun á milli sveitarfélaga, ásamt kostn- aðarjöfnun vegna breyttrar verkaskiptingar. Einnig var það krafa fjórðungsþinganna að til staðar væri fjárhagsleg úttekt á áhrifum verkaskiptingarinnar á fjárhag sveitarfélaga í landinu. Þær nefndir, sem unnið hafa að undirbúningi frumvarpanna, hafa orðið við þessu að öllu leyti er varðar framlagningu tekjustofna- frumvarpsins og að sumu leyti er varðar fjárhagslega úttekt á stöðu norðlenskra sveitarfélaga. Við hana hefur verið stuðst varð- andi útreikning kostnaðaráhrifa, verkaskiptingarinnar fyrir önnur sveitarfélög í landinu. Áhrif tillagna Fjórðungs- sambands Norðlendinga Á síðasta ári gerði Fjórðungs- samband Norðlendinga heilstæð- ar tillögur um tekjustofna sveit- arfélaga, sérstaklega að því er varðar Jöfnunarsjóð og um . verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, sem miðast við að stofnkostnaður og rekstur væri á hendi sama aðila, og þar með stjórnun og félagsleg ábyrgð. Segja má að fram komi í frum- vörpunum veigamikil áhrif frá til- lögum sambandsins og má nefna eftirfarandi: 1. Sjálfstæður tekjustofn Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga til fram- laga til tekjujöfnunar og kostnaðarjöfnunar vegna verkaskiptingarinnar, án tengsla við tekjustofna ríkis- sjóðs. 2. Saman fari aðhæfð tekju- stofnalög markmiðum og til- gangi verkefnatilfærslu milli ríkis og sveitarfélaga. 3. Tilfærsla heilsugæslu til ríkis- ins, þar sem um er að ræða verkefni, sem sveitarfélög geta ekki haft áhrif á f neinum mæli. 4. Sérstök framlög úr Jöfnunar- sjóði til að efla þjónustustig sveitarfélaga og gera sveitar- félögum kleift að mæta aukn- ingu á félagslegri þjónustu vegna verkefnatilfærslunnar. Frávik frá meginsjónarmiðum verkefnaskiptingarinnar Frávik er í töllögum þeirra nefnda, sem undirbjuggu frum- vörpin, frá áliti fyrri nefnda, sem skiluðu áliti í apríl 1987. Mark- mið eldri tillagna var að gera verkaskiptinguna sem skýrasta og einfaldasta, þannig að hver málaflokkur falli undir einn og sama aðila. í frumvörpunum er vikið frá þessu varðandi framhaldsskól- ana, sjúkrahúsin og heilsugæsl- una. „Fjórðungs- stjórn telur tíma- bært að gengið verði frá laga- setningu um nýja verkaskiptingu ríkis og sveit- arfélaga á því Alþingi, sem nú situr.“ Fjórðungsstjórn mótmælir þessu og leggur til að greiðsla stofnkostnaðar verði á sömu hendi og reksturinn. Jafnframt varar fjórðungsstjórn við fráviki nefndarinnar frá upphaflegum tillögum um framkvæmd málefna aldraðra. Hagnast ríkissjóður á verkaskiptingunni? Með frumvarpi um tekjustofna sveitarfélaga er lagt til að ríkis- sjóður hætti greiðslum til Jöfnun- arsjós sveitarfélaga, sem njóti tekna af sérstökum skatti og af landsútsvörum. Almenn framlög úr Jöfnunarsjóði til sveitarfélaga voru 1988 alls 892 millj. kr. Þessi framlög falla niður samkvæmt frumvarpinu. Á móti þessu eiga sveitarfélögin að njóta hagnaðar af verkefnatilfærslunni, sem áætl- aður er á verðlagi 1988 kr. 630 millj. kr. Verði þetta niðurstaðan er beint tekjutap sveitarfélaga um 262 millj. kr. Þennan mun leggur fjórðungsstjórn til að verði jafnaður með aukinni til- færslu kostnaðarliða til ríkisins. Þaö verður að teljast sanngirn- ismál að sveitarfélögin fái bættan upp missi íbúaframlaganna úr Jöfnunarsjóði með verkefnatil- færslunni. í þessu sambandi bendir fjórð- ungsstjórn á: 1. Yfirfærslu stofnkostnaðar til ríkisins, þar sem ríkið hefur rekstrarlega forsjá, s.s. fram- haldsskóli, sjúkrahús og heilsugæsla. 2. Sömu reglur gildi um kostnað- argreiðslur vegna tónlistar- skóla og grunnskóla. 3. Kvótastörf við grunnskóla, sem tengd eru kennslu og skólastjórn verði greidd af ríkinu. 4. Felldar verði niður greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til Tryggingastofnunar ríkisins vegna vangoldinna barnsmeð- laga, þar sem um er að ræða tryggingarútgjöld, sem ekki eru á valdi sveitarstjórna að ákveða um. Með þessari tilfærslu næðist í senn jöfnuður, þannig að sveitar- félögum verði að fullu bætt niðurfelling íbúaframlaganna og að verkaskiptingin verði, sem hreinust eftir málaflokkum. Jákvæð afstaða norðlenskra sveitarstjórnarmanna Kynningarfundir um frumvörp um tekjustofna sveitarfélaga og um breytta verkaskiptingu voru haldnir dagana 7. og 8. mars sl. á fjórum stöðum á Norðurlandi. Framsöguerindi héldu: Hún- bogi Þorsteinsson, skrifstofu- stjóri, Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri. Auk þeirra skýrði Pórður Skúlason, sveitarstjóri afstöðu stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga og framkvæmda- stjóri sambandsins, skýrði umsögn fjórðungsstjórnar. Fundi þessa sóttu tæplega 90 fulltrúar í sveitarstjórnuin. Marg- ir tóku til máls. Allir voru sam- dóma um að ljúka þurfi af- greiðslu frumvarpanna á því Alþingi, sem nú situr, þrátt fyrir það var almennt talið nauðsyn- legt að sníða af frumvörpunum ýmsa ágalla, sem koma fram m.a. í ábendingum Fjórðungssam- bands Norðlendinga til þing- nefndar. Þess er vænst að þrátt fyrir nauðsynlegar leiðréttingar verði frumvörpin ekki stöðvuð á þessu Alþingi. Það var almenn skoðun að nauðsynlegt sé, að fyrir liggi við afgreiðslu frumvarpanna, reglu- gerðarhugmyndir um úthlutun kostnaðarframlaga og jöfnunar- framlaga, þannig að mönnum verði ljós í megindráttum fram- kvæmd hinna nýju laga. Fram- kvæmd ákvæða um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga felast að mestu í reglugerðarákvæðum. Reglu- gerðarákvæðin eru prófsteinn á hvort tilgangi nýrra tekjustofna- laga, ásamt breyttri verkefna- skipan, verði náð á réttlátan hátt fyrir sveitarfélögin í landinu. luJ ÁNHITA luJ ★ Hreinlætistæki ★ Blöndunartæki ★ Sturtuklefar ★ Sturtuhurðir ★ Baðinnréttingar Sérverslun Draupnisgötu 2 - Sími (96)22360 Akureyri Allt efni til pípulagna jafnan fyrirliggjandi. SainlokaÆ»g Mlx eða/repsi kr. U Langloka og Mix eða Pepsi kryélð. - Pið/veljið sjálLa samlokiujta og vlð y joðum ykloir kaíltsona á eftir. Tilvalið í hAdeg eða á kýoldin Isþú Kaupvangsst etl Opið frá ld. 09.00-23.30. BrniiiimiumuaimLiJmnmuímiiimiminmmiimimmmiriiimmniiiMiTmnimiMiijHmmHnw \ \ \ \ ^\\ \ irisiissis fir j||j||||||j||j||||||!jj||^ :S ! :I:I : 1:1 • ★ Ávöxtun 12-13% umfram verðbólgu ★ Örugg ávöxtunarleið ★ Alltaf laus til útborgunar ★ Fæst fyrir hvaða upphæð sem er Gengi Einingabréfa 1 7. mars 1989 Einingabréf 1 ... . 3.639,- Einingabréf 2 ... . 2.038,- Einingabréf 3 ... . 2.378,- Lífeyrisbréf . 1.829,- Skammtímabréf . 1,258 KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 Akureyri Sími 96-24700 Einingabréf er eign sem ber arð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.