Dagur - 17.03.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 17.03.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 17. mars 1989 1 barna- og unglingavikan r Tómstundir unglinga í sveitum Oft áður hefur verið fjallað um tómstundir unglinga á íslandi. En þá hafa það verið fullorðnir sem hafa fjallað um þær og einnig hafa þær umfjallanir verið bundnar við tómstundir bæjar- krakka. En hver er munurinn á tómstundum unglinga í bæjum og sveitum. Ég held að munurinn sé ekki svo mikill að minnsta kosti ekki í minni sveit vegna þess hversu stutt hún er frá Akureyri. En hvernig verja unglingar í sveitum tómstundum sínum? Hafa unglingar í sveitum mikinn tíma til tómstundaiðkana? Ég held að unglingar í sveitum hafi oftast ekki jafn mikinn frítíma og jafnaldrar þeirra í bæjum. Helsti tíminn til tómstundaiðkana hjá sveitakrökkum er á kvöldin og um helgar. Mismunandi er hvernig unglingarnir verja þess- um tíma, á veturna er helsti möguleikinn að stunda einhvers konar innanhússíþróttir eða skíði en þá verður að sækja allar æfing- ar inn á Akureyri og gera það margir, einnig er hægt að stunda hestamennsku þar sem hestar eru. Tónlistarnám er hægt að stunda eftir að Tónlistarskóli Eyjafjarðar var stofnaður. Skól- inn kemur til móts við nemendur með þvf að halda opin hús annað hvert föstudagskvöld og mætti vera meira um þannig starfsemi. Svo er það sem stærstur hluti unglinga í sveitinni sem ég bý í stundar, það eru bæjarferðir sem eru algengastar á föstudags- og laugardagskvöldum. Þá er oftast farið í bíó og Dynheima og síðan rölt um í bænum eins og tíðkast meðal unglinga á þessum aldri. Pá koma auðvitað upp öll „ungl- ingavandamálin“ svo sem áfeng- isdrykkja og reykingar. Þessi vandamál eru eflaust eins algeng meðal bæjarkrakka og sveita- onnn Tlpo. í sýningarsal Höldurs sf. Tryggvabraut 10 • Akureyri Bíll ársins í Þýskalandi, ásamt gullna- stýrinu og fjölda annarra viðurkenninga Wf..« m m Opið laugardag oldursf. KT.d.i sýningarsalur. Tryggvabraut 10. Símar 21715, 27015 og 27385. krakka svo lengi sem þeir búa ekki langt frá bænum. Foreldrar eru oftast fúsir til að aka ungl- ingunum í bæinn og sækja síðan aftur og gerir það unglingunum mun auðveldara fyrir að koma saman og skemmta sér. Á sumrin tekur vinna mikinn tíma frá ungiingum í sveitum, heyskapur stendur þá yfir og ýmis verk þarf að vinna en enn er algengt að kvöldin séu laus og eru þá oftast notuð til að stunda einhvers konar íþróttir svo sem frjálsar og fótbolta og þá eru einnig bæjarferðir stundaðar. Hestamennska er mjög algeng á sumrin og einnig hverskyns úti- vera. Nú á dögum skipa sjónvarp, tónlist, íþróttaiðkun og hvers- kyns útivera mikinn sess í tóm- stundum unglinga en ekki er allt- af auðvelt fyrir unglinga utan bæja að rækta þessi áhugamál á veturna þó að möguleikarnir séu betri á sumrin. í sveitinni þar sem ég bý er ekkert íþróttahús og er það miður en þó er þar knatt- spyrnuvöllur og aðstaða til iðkunar frjálsra íþrótta en það dugar skammt á veturna þegar allt er undir snjó. Það helsta sem vantar er því aðstaða til íþrótta- iðkana á veturna. Þó ástandið sé ekki svo slæmt í minni sveit, vegna þess hve stutt ég bý frá Akureyri, þá er ástandið mun verra í þeim sveitum sem ekki eiga greiða leið að stöðum þar sem hægt er að koma saman og stunda íþróttir eða eitthvað ann- að vegna fjarlægðar og oft lélegra samgangna. Á þeim stöðum er hreint og beint nauðsynlegt að koma upp einhverskonar stað eða félagsmiðstöð, hvort sem það er utan skóla eða innan, til að krakkar geti komið saman og átt skemmtilegar stundir. í lokin vil ég minna á nauðsyn þess að hver unglingur, hvort sem hann býr í sveit eða bæ, geti varið tómstundum sínum eins og hann hefur áhuga á. Þess vegna er mikilvægt að unglingar hafi stað þar sem þeir geta komið saman, stundað íþróttir eða gert hvað sem er og haft gaman af. Jón Helgi Pétursson Möðruvöllum Hörgárdal Höfundur er nemandi í 8. bekk Þelamerkur- skóla. Skóli í þessari grein er ætlunin að fjalla um samstarf Glerárskóla og fé- lagsmiðstöðvarinnar sem staðsett er í skólanum. Undirritaðir tóku til starfa við fél. Gler. í október 1987 en höfðu áður unnið í fé- lagsmiðstöðinni Bústöðum í Reykjavík og eru því nokkuð kunnugir félagsmiðstöðvunum þar í borg. Samstarf skólans og félagsmið- stöðvarinnar hafði verið fremur stirt en þó höfðu báðir aðilar komið sér saman um sameiginleg kaup á myndbandstæki og tækj- um í diskótek. Þar sem húsnæðið sem notað er á opnu húsi er einn- ig notað sem kennslustofur þarf að setja upp borðtennisborð, myndbandstæki, billjardborð o.þ.h. áður en allt byrjar og svo þarf að ganga frá öllu saman í lokin. Það hafði viljað brenna við að ekki var gengið nægilega vel frá og var það meðal annars ástæðan fyrir stirðu sambandi skólans og félagsmiðstöðvarinn- ar. Það er skoðun okkar að til þess að svona samstarf gangi verði vilji að vera fyrir hendi af beggja hálfu. Nauðsynlegt er að hafa einhverjar vinnureglur þ.e. ein- hvers konar samning sem báðir aðilar sætta sig við. Þetta getur komið í veg fyrir alls konar mis- skilning seinna. Einnig er ágætt að hafa samstarfsfundi ef þurfa þykir. Starfsfólk Stöðugildi við félagsmiðstöðvar er ekki nema 'A úr fullri stöðu sem eru rúmlega 13 stundir á viku og til að byrja með skiptum við þessu með okkur tveir. Við störfum báðir sem kennarar við skólann. Þetta gerir það að verk- um að samskipti okkar við skóla- yfirvöld eru mjög þægileg. Hægt er að boða krakkana á fund með stuttum fyrirvara og einnig eru auglýsingar mjög einfalt mál. Það að við störfum sem kennarar við skólann kemur einnig í veg fyrir misskilning sem stundum kom upp þegar utanaðkomandi aðilar sáu um félagsmiðstöðina. Starfslistinn Okkar fyrsta verk við félagsmið- stöðina var að auglýsa eftir krökkum á svokallaðan starfs- lista. Starfslistinn samanstendur af krökkum úr 7., 8. og 9. bekk og er hlutverk hans að sjá um að setja upp leiktæki, reka sjoppu, spila í diskóteki og taka til eftir kvöldið. Við fengum 30 krakka til þessa starfa en komumst fljót- lega að því að vinnan lenti mikið á sömu einstaklingunum. Vetur- inn eftir ákváðum við að fækka á starfslistanum niður í 16. Við gerðum nákvæma starfslýsingu fyrir hvern og einn þannig að hver og einn var með skýrt afmarkað verksvið. Þessi tilhög- un hefur reynst mjög vel. Laun krakkanna eru tvær ferð- ir sem farnar eru á vetrinum. Önnur á einhvern stað á Norður- landi og hefur Dalvík orðið fyrir valinu tvö undanfarin ár en hin til Reykjavíkur. Starfslistinn ræður að mestu leyti hvað um er að vera í félags- miðstöðinni. Venjulega er kall- aður saman fundur þar sem ákveðið er hvað gera skal um vet- urinn. Meðal þess sem hefur ver- ið á dagskrá hjá okkur í vetur er: Borðtennismót, danskeppni, hljómsveitakeppni, bingó og margt fleira. Nú í vetur héldu fé- lagsmiðstöðin og skólinn sameig- inlegt ball sem bar yfirskriftina „Gleróvisjón". Þetta var hljóm- sveitakeppni og öskudagsball og mættu um 300 manns á staðinn og skemmtu sér hið besta. Formlegur opnunartími er á mánudagskvöldum frá kl. 20 til 22.30. Formlegur segjum við vegna þess að raunverulega er félagsmiðstöðin opin á daglegum starfstíma skólans. Kostir Það er kannski svolítið erfitt að ætla sér að meta það kerfi sem maður starfar í sjálfur en við ætl- um að reyna. - Krakkarnir hafa meiri ábyrgð þannig að þau líta á þetta sem sína félagsmiðstöð. Rökstuðningur: Þetta hefur haft í för með sér að umgengni unglinganna við húsnæði skólans hefur stórbatnað. Einnig er krökkunum mjög umhugað um fjárhag félagsmiðstöðvarinnar. Sem dæmi má nefna að forstöðu- maður keypti 10 borðtennisspaða og þótti starfslistanum það hið mesta bruðl. Þó skal tekið fram að spaðarnir voru á mjög hag- stæðu verði! Hvað er tíl ráða? Góðir lesendur! í þessari grein ætlum við að fjalla lítillega um tómstundir unglinga á aldrinum 13-15 ára hér á Akureyri. Félagslíf hér er að ýmsu leyti mjög gott þó að margt megi bæta. Félagsmiðstöðvarnar hafa að ýmsu leyti unnið lofsvert starf t.d. eru námskeið sem haldin eru alveg til fyrirmyndar þó að ekki sé hægt að segja það samam um Dynheimaböllin sem eru fremur tilbreytingarlaus til lengdar sér- staklega fyrir þá sem eldri eru. En því miður er ekki um fleiri staði að ræða fyrir þennan aldurs- hóp og ekki skánar það er við verðum 16-17 ára. Og sú stefna sem Dynheimar tóku nýlega að hleypa engum inn fyrir sínar dyr sem „hefur fengið sér í glas“, kemur engan veginn í veg fyrir drykkjuskap unglinga. Þetta veldur einungis því að ungling- arnir halda fleiri heimapartý og hópast í miðbæinn, því að ein- hvers staðar verða vondir að vera. Getur þessi þróun leitt til frekari óláta og leysir engan vanda, heldur lokar aðeins á hann. En hann er jafnmikið til staðar fyrir því. Auðvitað er það fáránlegt að heilbrigðir unglingar geti ekki fundið sér neitt skemmtilegra að gera en að drekka frá sér ráð og rænu á föstudagskvöldum. En hvað er til ráða? T.d. er vel hægt að koma á sambærilegri fræðslu um áfengi eins og nú þeg- ar er um alnæmi og reykingar. Þessi fræðsla hefur að okkar mati töluverð áhrif. Því að þá vita unglingarnir í það minnsta hverju þeir fórna eða hvaða áhættur fylgja. Þessari fræðslu yrði að koma á strax í 6.-7. bekk áður en þeir byrja að drekka. Auðvitað er það vonlaust að útrýma alveg drykkjuskap ungl- inga en það er örugglega hægt að minnka hann til muna. Svo eru margir sem telja að unglingar sem fá sér í glas í góðra vina hópi séu allir frá einhverjum „vandræðaheimilum". En er það ekki fulleinföld lausn að skella allri skuldinni á heimilin? Þó að auðvitað þekkist það líka. En snúum okkur nú að jákvæðari hliðum unglinga, því að þær eru til, þó að sumir eigi erfitt með að finna þær. Nú á dögum leggja margir unglingar hart að sér við nám, íþróttir og fleira. Enda er það mikilvægara nú en oft áður að afla sér góðrar menntunar til að fá einhverja atvinnu í framtíð- inni. Jafnvel góð menntun er ekki lengur nein trygging fyrir atvinnu. Svo að framtíðarhorfur eru vægast sagt óöruggar. En koma tímar koma ráð! Eitt er það sem hægt er að gera til að undirbúa okkur betur og það er að kynna fyrir okkur hin margvíslegustu störf sem til eru en fæstir þekkja. Margir unglingar eru á fullu í allskonar íþróttum og öðrum tímafrekum tómstundum, auk

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.