Dagur - 17.03.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 17.03.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 17. mars 1989 spurning vikunnar Jóhanna Gunnarsdóttir: Ég sá ekki alla myndina, en mér fannst allt í lagi með hana. Ég er hlynnt hvalveiðum og vona að myndin komi til með að hjálpa íslendingum í baráttunni um veiðarnar. Smári Ólafsson: Mér fannst hún nokkuð góð og hún lýsir náttúrunni eins og hún er. Þá held ég að það sem sagt var um Greenpeace sé alveg rétt, þetta eru hryðjuverkasam- tök sem hafa atvinnu af þessu. Umræðurnar á eftir fóru aftur á móti úr böndum og mér þótti Guðrún Helgadóttir verða sér til skammar, ég hélt hún væri skynsamari en þetta. Einar Benediktsson: Myndin var ágæt fyrir íslend- inga og kemur áreiðanlega til með að styrkja okkar málstað. En ég var hissa á að forseti sameinaðs þings skuli hafa lát- ið hafa sig út í þetta. Ég hef allt- af litið á Greenpeace sem hryðjuverkasamtök og lít svo á að Guðrún og hennar lið sé komið í þann hóp. Ásvaldur Friðriksson: Þetta var Ijómandi góð mynd og nauðsynlegt innlegg í allan áróðurinn gegn okkur, það er allt í lagi að svara í sömu mynt. Þá voru umræðurnar á eftir í meira lagi skrautlegar. Forseti sameinaðs Alþingis varð sér til skammar og ekki síður stjórn- andi þáttarins sem þaggaði sífellt niður í Magnúsi kvik- myndagerðarmanni og gaf Guðrúnu orðið. Páll Halldórsson: Ég sá ekki myndina en ætla að gera það. Samkvæmt því sem ég hef heyrt held ég að hún sé mjög athyglisverð. Náttúruvernd- arsjónarmiðin eru gengin út í öfgar, það er ýmist í ökla eða eyra. Eg er hlynntur hvalveið- um, það er ástæðulaust að hætta þessu alveg, en það verður að fara varlega í hlutina og taka tillit til aðstæðna. Það er ekki gott ef við missum markað- ina en svo er það annað, að blessaðir hvalirnir éta svo mikið af fiski að það er ómælt. Hvað fannst þér um kvikmyndina „Lífsbjörg í Norðurhöfum“? (Spurt á Akureyri) Olgeir Lútersson: Starfslok KSÞ Svalbarðseyri - stiklað á stóru í sögu félagsins Nú eru liðin rúmlega þrjú ár síð- an Kaupfélag Suður-Þingeyinga á Svalbarðseyri varð endanlega gjaldþrota og hætti starfsemi, en þó gætir dauðateygja þess enn víða. Margir eiga um sárt að binda vegna afdrifa þess, bæði fjárhagslega og andlega. Sumir félagsmenn og aðrir einstaklingar töpuðu þar fjármunum og félags- menn, sérstaklega þeir eldri, sáu á bak raungóðum viðskiptavini eftir áratuga samstarf. Hér verður starfsferils KSÞ lítillega minnst og styðst ég, sem þetta skrifa, við Svalbarðsstrand- arbók Júlíusar Jóhannessonar, en hann hefur haft aðgang að gerðabókum KSÞ við samningu bókar sinnar. Einnig vitna ég á einum stað í „Byggðir og bú‘" (í S-Þing.) sem kom út 1963. Þannig segir frá stofnun KSÞ. - Svalbarðsstrandarbók: „Sautjánda des. 1889 komu saman í Tungu fjórir kjörnir full- trúar og sömdu reglugerð að stofnun Pöntunarfélags Sval- barðseyrar. Fulltrúarnir voru: Baldvin og Þórður í Höfða fyrir Höfðhverfinga, Jóhann á Víði- völlum fyrir Fnjóskdæli og Helgi í Tungu fyrir Svalbarðsstrend- inga. Þessir þrír hreppar voru stofnendur pöntunarfélagsins og Baldvin í Höfða fyrsti formaður þess. - Á næstu árum bættust við deildir úr Svarfaðardal, Árskógs- strönd, Galmarsströnd og Möðruvallasókn, og austan úr sýslunni: Ljósavatnsdeild og Djúpárdeild. Þá var bætt aðstaða við móttöku vörunnar. Byggður var skúr til vörugeymslu er stóð til 1959. Keyptir voru tveir upp- skipunarbátar og laus bryggja, er dregin var fram í sjó þar til hlaðnir bátai flutu við hana. Varð að draga hana til eftir sjáv- arföllum. Eftir að bryggja Bald- vins á Svalbarði eyðilagðist, voru sauðir reknir eftir þessari bryggju í bátana. Árið 1898 bætti félagið við sig öðrum skúr áföstum við þann fyrri. Þó kom svo fljótt að vörur komust ekki í hús.“ - Árið 1896 voru 12 deildir í félaginu, en þeim fækkaði aftur árið 1905 þegar deildirnar vestan fjarðar og Höfðahverfi gengu úr félaginu, og loks 1934 Svalbarðs- deild. Er því að skilja að þá hafi deildirnar austan Vaðlaheiðar einar staðið að félaginu. Segja má að kveikjan að stofn- un KSÞ hafi orðið vorið 1885. Vöruflutningaskip Kaupfélags Þingeyinga slitnaði þá upp á Húsavíkurhöfn í óveðri, áður en affermingu var lokið. Tók það þá stefnu til Eyjafjarðar og var afgangi vörunnar skipað upp á fjörukamb á Svalbarðseyri. Bændur, sem keyptu þessar vörur, undruðust hvað þær voru ódýrar miðað við verð hjá kaup- mönnum, og eftir þetta var farið að skipa vörum á land þarna. Segir um þetta í Svalbarðsstrand- arbók: „Þó að aðstæður allar væru hinar frumstæðustu - uppskipun- arbátar engir nema þriggja og fjögurra manna för bænda. Urðu menn að vaða fram að bátunum, þar sem þeir stóðu við fjöruna, og bera á bakinu sekkina er margir stóðu 100 kg, upp á kamb, þar sem þeim var hlaðið upp og geymdir þar til vörunni var skipt.“ Um þessa verslun voru svo stofnuð skipulögð verslunarsam- tök árið 1889, sem fyrr segir, og eru þau talin upphaf KSÞ. í hálfa öld starfaði KSÞ sem pöntunarfélag við mjög þröngar aðstæður vegna bágs efnahags flestra félagsmanna allt það tímabil, og sýnir þetta að vel hef- ur verið haldið á málum. Ekki var þá höfð opin verslun nema stuttan tíma vor og haust þegar pöntunarvörurnar voru vigtaðar sundur og afgreiddar. Pöntunarverslunin byggðist á því að hver heimilisfaðir í félag- inu skilaði vörupöntunum sínum til deildarstjóra, sem skilaði þeim til formanns félagsins. - Hér er sýnishorn af hálfsárspöntun fremur lítils heimilis: 2 tunnur rúgmél (200 kg) 50 kg bankabygg 50 kg heilrís 1 sekk hveiti (60 kg) 50 kg melís 8 kg kaffi 5 kg export 3 stangir stangasápa 10 st sólskinssápa 1 kg rúsínur 1 kg sveskjur Hver og einn varð að gæta þess að verð pöntunar hans yrði ekki meira en áætluð greiðslugeta hans, en þörf flestra fyrir vöru- kaup var löngum meiri en greiðslugetan. Svo fór það eftir árferði og heilbrigði lamba hvernig greiðsluáætlun stóðst. Deildarstjórum gat orðið vandi á höndum í þessu efni, því ekki gátu þeir skilað frá sér pöntunum sem þeir vissu að ekki mundi vera kaupgeta fyrir. Þurftu þeir því stundum að hafa afskipti af pöntunum manna og veita leið- beiningar. í upphafi samvinnuverslunar var í samþykktum hennar ákvæði um samábyrgð, sem gerði hverri einstakri deild skylt að ábyrgjast skuldir sinna manna að því marki sem deildarstjórn setti. Þarna var göfugur andi á ferð, því búast mátti við að þeir snauðustu mundu njóta samábyrgðarinnar. Ekki veit ég hvað reynt hefur á þetta í KSÞ nema óbeint við kreppulánauppgjörið um 1933, en þá eyddust mjög sameignar- sjóðir félagsins vegna eftirgjafa á skuldum félagsmanna að hluta. í þessari pöntunarverslun þurfti mikið að vigta sundur vörur, og urðu heimilin að leggja til poka og skjóður undir slatt- ana. Allt var haft sem einfaldast og ódýrast. Óraleið er nú frá þessari frumstæðu verslun til þensluverslunar nútímans, þar sem einnota umbúðir verða sí- fellt stærri hluti af vöruverðinu og mikið af þeim varningi, sem keyptur er til landsins, selst aldrei. í Höfðahverfi starfaði eftir 1867 Framfarafélag Grýtubakka- hrepps. Á fundum þess voru framfara- og hagsmunamál búenda rædd. Voru m.a. lagðar spurningar fyrir einstaka bændur til úrlausnar að athuguðu máli. Kartöfluverksmiðjan var nýjung á sínum tíma og átti að hleypa nýju lífi í starfsemi KSÞ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.