Dagur


Dagur - 17.03.1989, Qupperneq 2

Dagur - 17.03.1989, Qupperneq 2
2 - DÁGÚR - Fostudagur 17. mars 1989 Fuglapest í dúfum á Sauðárkróki: „Ekki ástæða til að óttast“ - segir Sveinn H. Guðmundsson heilbrigðisfulltrúi „Við getum verið sammála um það að dúfur eru of margar á Sauðárkróki. Það er ekki ástæða til að óttast vegna þess- arar dúfnaveiki, sem ég vil kalla fuglapest í dúfum. Það er hins vegar sjálfsagt að gæta fyllstu varúðar í umgengni við dúfur,“ sagði Sveinn H. Guð- mundsson heilbrigðisfulltrúi í samtali við Dag, vegna fréttar sem var birt í blaðinu á mið- vikudag. Sveinn benti á að sýk- illinn er talinn algengur í dúf- um, en fólk veikist sjaldan af völdum þessa sýkils hér á landi, og því ekki ástæða til að gera mikið úr þessu. Sveinn sagði að áður fyrr hafi dúfur valdið nokkrum vandræð- „Hér á Sauðárkróki erum við að tala um villtar dúfur, og þeim þarf að fækka. En eyðingarað- gerðir einar sér duga skammt, því í framhaldi af fækkun verður líklega krafist lagfæringa á fáein- um húsum í bænum þannig að dúfur eigi erfiðara með að finna hreiðurstæði,“ sagði Sveinn enn- fremur. Þá benti Sveinn á að dúfur á Sauðárkróki héldu sig eingöngu á afmörkuðu svæði sem hann vildi kalla „þríhyrning“. Að lokum vildi Sveinn árétta það að það væri engin ástæða fyrir fólk að óttast þessa fuglapest í dúfunum, en hvetur fólk til varkárni í umgengni við dúfur og jafnvel aðra fugla. -bjb Hefðbundin útsending Svæðisútvarpsins á Akureyri var ekki alveg með hefðbundnum hætti sl. miðvikudag því þá l voru það krakkar á grunnskólaaldri sem sáu alfarið um dagskrána, undir öruggri leiðsögn starfsmanna. Hér er hóp- urinn saman kominn, standandi f.v. Vilborg Sveinbjörnsdóttir, dagskrárgerðarmennirnir Kristján Sigurjónsson og Þröstur Emilsson og Asa Birna Birgisdóttir. Sitjandi frá vinstri eru þau Þrúður Gunnarsdóttir, Sigurjón Guðjóns- son, Ragnar Ingi Jónsson og Þóra Hlynsdóttir. Mynd: vg um, einnig tamdar dúfur, sér- staklega á Suðvesturhorninu, og þær borið með sér bæði salmon- ellu og fuglapest. Einnig hafi ver- ið nokkuð um það að fólk hafi fengið ofnæmi fyrir dúfum. í Vestmannaeyjum olli svköiluð „fýlaveiki“ nokkrum tilfellum og þar er síðast vitað um dauðsfall hjá fólki vegna þessara sýkla, sem var árið 1954. „Ástandið á Suðvesturhorninu hefur lagast heiLmikið hin síðari ár, að mér Enn er fremur dræm veiði hjá netabátum á hefðbundnum miðum við Grímsey: Sæþór, Sænes og Hafsteinn fóru í víking suðaustur fyrir land - Sæþór landaði um 60 tonnum á L.-Árskógssandi í gær skilst, og sjúkdómar í fólki eru sjaldan raktir til dúfna. Enda er eftirlit núna betra og dúfnaeig- endur fá meiri fræðslu," sagði Sveinn. Málmfríður Sigurðardóttir, þing- maður Kvennalistans í Norð- urlandskjördæmi eystra, er fyrsti flutningsmaður þings- ályktunartillögu um heimilis- rekstrarbraut í framhaldsskól- um sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Samkvæmt henni felur Alþingi menntamálaráð- herra að skipuleggja nám í heimilisrekstri í framhaldsskól- um landsins. Málmfríður, sem flytur frum- varpið ásamt öðrum þingmönn- um Kvennalistans, segir í grein- argerð með tillögunni að nauð- synlegt sé að skólinn komi til móts við nemendurna á þessu sviði þar sem breytingarnar sem orðið hafi á þjóðfélaginu síðustu árin hafi leitt til þess að börn og Mikill áhugi er fyrir fullorðins- fræðslu sem boðið er uppá á vegum Framhaldsskólans á Húsavík í vetur. Alls stunda 106 manns nám í kvöldskóla og á námskeiðum í skólanum. I framhaldsdeildum skólans eru 85 nemendur sem stunda nám í dagskóla, svo það fer að slaga hátt upp í að 10% íbúa bæjar- ins stundi framhaldsnám af einhverju tagi. „Ég lít björtum augum til Sæþór EA-101 landaði í gær um 60 tonnum á Litla-Ár- skógssandi eftir þriggja daga veiðitúr á miðunum út af Hvalnesi, suðaustan við land. unglingar læri minna í heimilis- störfum inni á heimilunum nú en áður. Undirstöðuatriði heimilis- fræða kenni grunnskólinn nú en frekari fræðslu sé þörf. Málm- fríður segir að þegar húsmæðra- skólarnir hafi verið lagðir niður þá hafi fyrirheit verið gefin um að námsefni þeirra verði flutt inn í framhaldsskólana en sú hafi hins vegar ekki orðið raunin. Kvennalistaþingmenn leggja til að heimilisbraut í framhaldsskól- um verði þrepaskipt og hverju þrepi ljúki með einni önn. Sem dæmi um námsefni á slíkri braut eru nefnd til fög s.s. neytenda- fræði, manneldisfræði og heimil- ishagfræði. í lok greinargerðar- innar segir ennfremur: „Þegar lit- ið er til þess hve mikill hluti þjóð- arteknanna fer um hendur þeirra framhaldsins og er ánægður með þátttökuna í náminu. Fólk hefur greinilega áhuga á að sækja sér aukna menntun og færni til að takast á við hin ólíkustu verk- efni,“ sagði Birkir Þorkelsson skólameistari Framhaldsskólans. Eftir áramótin var boðið upp á þýskukennslu á kvöldnámskeiði en mjög langt er síðan slíkt námskeið hefur verið haldið á Húsavík. 14 nemendur létu inn- rita sig á námskeiðið og eins og „Þetta liefur verið svo dapurt hér að undanförnu að við ákváðum að reyna fyrir aust- an. Við höfum farið áður á þessar slóðir en þetta er fyrsti sem heimilin reka er augljóst hversu mikið veltur á að þau séu rekin af hagsýni og ábyrgð. Til þess þarf kunnáttu sem fæstir geta nú um stundir tileinkað sér í heimahúsum.“ JÓH Það var mikiö um dýrðir á Sauðárkróki í gær þegar nýju togararnir lögðust í fyrsta skiptið að bryggju í heimahöfn og var fjölmenni samankomið sjá má á myndunum voru flestir mættir og mjög áhugasamir um námið er Dagur kíkti inn í kennslustund. Þýskukennari er Désirée Neijmann, hollensk stúlka sem kennir ensku og þýsku við Framhaldsskólann og er að mennta sig í norrænum málum. Auk þýskunnar er kennd enska, bókfærsla, myndlist, tölvufræði og fatasaumur í kvöldskólanum og svo margir nemendur eru í þrem síðasttöldu fögunum að tvískipta þarf hópunum. IM túrinn þangað í vetur,“ sagði Hermann Guðmundsson, skip- stjóri á Sæþóri. Aflinn fékkst á þremur dögum og segir Hermann að 60 tonn verði að teljast nokkuð góður reitingur á þeim tíma, „jú, jú, þetta er ágætt, a.m.k. á okkar mælikvarða.“ Það tekur um einn sólarhring að sigla á miðin og segir Hermann að það langa stím borgi sig, að því tilskyldu að veiði sé góð þar eystra. Tveir netabátar frá Dalvík, Sænes og Hafsteinn, fóru á sömu mið fyrir suðaustan land sl. mið- vikudagskvöld. Ekki náðist sam- band við þá í gær til að spyrjast fyrir um veiðina. Fleiri netabátar af Eyjafjarðar- svæðinu hafa farið í víking á undanförnum dögum. Heiðrún að fagna komu Drangeyjar SK-1 og Skagfirðings SK-4. Drangey sigldi fyrst inn, síðan Skagfirðingur og svo kom Skafti SK-3, sem fylgdi hinum nýju „kollegum“ sínum inn til hafnar. Skipin komu inn í Skagafjörð í gærmorgun og lónuðu fyrir utan á meðan „svarta gengið“ yfirfór þau. Það var greinileg eftirvænting á meðal fólks er það beið á bryggj- unni og ekki varð það fyrir von- brigðum, skipin líta bæði mjög vel út, enda búið að gera á þeim gagngerar endurbætur. Er skipin höfðu komið sér fyrir við bryggjuna voru flutt ávörp. Þau fluttu Stefán Guðmundsson, alþingismaður, Þorbjörn Árna- son, forseti bæjarstjórnar og séra Hjálmar Jónsson, sem í lokin blessaði skipin. Að loknum ávörpum var al- menningi boðið að skoða skipin EA-28 er nú að veiðum á Breiða- firðinum og leggur upp afla í Ólafsvík. Gylfi Baldvinsson, skipstjóri, sagðist í gær hafa náð um 40 tonnum þá viku sem hann hefur verið á þessum slóðum. „Þetta hefur verið lélegt en ég er ekki frá því að þetta sé eitthvað að lagast," sagði Gylfi. Afli netabáta við Grímsey hef- ur lítið glæðst síðustu daga. Þó var eilítið bjartara yfir veiðinni í gær, a.m.k. hjá Otri EA-162 á Dalvík. Hann náði um 10 tonn- um í gær og var á heimleið með þann afla þegar Dagur náði sam- bandi við hann. Björgvin Gunn- laugsson, skipstjóri, sagði þetta hafa verið með skárri dögum. Hann sagði vera dagaskipti í afla bátanna, einn daginn væri þokka- legasti reitingur en síðan væri steindautt næsta dag. óþh og nýttu fjölmargir sér það tæki- færi. Yngri kynslóðin var marg- menn við höfnina og fengu þau veitingar, sem þau kunnu vel að meta. Að síðustu var starfsfólki Fiskiðju Sauðárkróks og Útgerð- arfélags Skagfirðinga, boðið í kaffi. Nánar verður sagt frá skipa- komunni í máli og myndum í blaðinu eftir helgi. -bjb DAGITR Akurewi fi 96-24222 Norðlenskt dagblað Þingsályktunartillaga Kvennalistaþingmanna: Heimilisrekstrarbraut inn í framhaldsskólana Framhaldsskólinn á Húsavík: 106 manns í kvöldskóla Sauðárkrókur: Fjölmenni við komu nýju togaranna

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.