Dagur - 17.03.1989, Side 3

Dagur - 17.03.1989, Side 3
Föstudagur 17. mars 1989 - DAGUR - 3 Svanbjörn Sigurðsson rafveitustjóri á Akureyri: „Refsum ekki viðskiptavinum okkar fyrir að kynda hús sín með raforku“ „Við erum ekki að refsa nein- um fyrir að hafa skipt við okkur. Við sættum okkur vit- anlega við ákvarðanir Stjórnar veitustofnana en það er ekki rétt að setja þetta þannig fram að við séum að refsa viðskipta- vinum okkar sem veitt hafa okkur tekjur til sð byggja upp þetta fyrirtæki,“ sagði Svan- björn Sigurðsson, rafveitu- stjóri á Akureyri. Vegna fréttar sem birtist í Degi 9. mars undir fyrirsögninni „Raf- veita Akureyrar sækir í sig veðrið - refsitaxtinn Cll tekur gildi 1. apríl,“ sagði Svanbjörn að það væri ekki og hefði aldrei verið stefna R.A. að refsa þeim við- skiptavinum veitunnar sem hefðu verið lifibrauð hennar um ára- tugaskeið. Rafveitan væri því ekki að sækja í sig veðrið með því að hækka taxta til þeirra sem hita hús sín með rafhituðu vatni eftir 1. apríl. Hitt væri nær sanni að R.A. hefði gjarnan viljað halda í við- skiptavini sína, sem margir hverj- ir vildu gjarnan halda áfram að nota rafupphitun. Vissulega væri um þvingunar- aðgerð að ræða þegar taxti til slíkra aðila væri hækkaður um 20 prósent. Sú aðgerð byggðist ekki á vilja R.A. heldur stæði Stjórn veitustofnana að baki ákvörðun- inni til að auka tekjur Hitaveitu Akureyrar. „Það er ekki rétt að kalla þetta refsitaxta því varla er eðlilegt að refsa neinum fyrir að I ræða til að þvinga hóp fólks til að nota rafmagnsupphitun. Hið skipta um húshitunarform," rétta er að hér er um taxta að sagði Svanbjörn. EHB Nýja sundlaugin við Glerárskóia. Mynd: TLV Sundlaugin við Glerárskóla: Vatni hleypt á innan skamms til prófunar Vinna við sundlaugina við Glerárskóla hefur gengi ágæt- lega að undanförnu. Hörður Tulinius hjá Hibýli hf. segir að fimmtán menn vinni við bygg- inguna um þessar mundir og innan skamms verður vatni hleypt á laugina til að prófa hana. Skákþing íslands: Keppni í áskorenda flokki á Akureyri íslandsmótið í áskorendaflokki í skák verður haldið á Akur- eyri og hefst keppni laugardag- inn 18. mars í félagsheimili Skákfélags Akureyrar. Tveir efstu menn í áskorendaflokki tryggja sér rétt til að tefla á Skákþingi Islands í haust. Mót- inu lýkur 27. mars. Páll Hlöðvesson, formaðui Skákfélags Akureyrar, sagði að tefldar yrðu 9 umferðir eftir Monrad kerfi. Keppni hefst yfir- leitt kl. 14, en kl. 18 á mánudag og miðvikudag. Biðskákir verða tefldar á þriðjudag og verði ekki um neinar biðskákir að ræða fá keppendur frí. Þá verða biðskák- ir, ef einhverjar verða, tefldar að lokinni 9. umferð mánudaginn 27. mars. Umhugsunartími á hvern keppanda er 2 klukkustundir á 40 leiki og eftir það 1 klst. á 20 leiki. Þátttökurétt hafa tveir efstu menn úr opnum flokki 1988, unglingameistari íslands 1988, kvennameistari íslands 1988 og þeir skákmenn sem náð hafa 1800 ELO-stigum. Páll sagðist búast við um 30 þátttakendum, en erfitt væri að segja til um fjölda þeirra því skráningu lýkur ekki fyrr en fimm mínútum áður en fyrsta umferð hefst. Þátttökugjald er kr. 1000 fyrir 18 ára og eldri, 750 kr. fyrir 15-17 ára og 400 kr. fyrir 14 ára og yngri. SS Hægt var á framkvæmdum við sundlaugina samkvæmt óskum bæjaryfirvalda, að sögn Harðar, og verður hún afhent fullbúin til notkunar í september. Húsa- smiðir eru að setja loftaplötur neðan í þak hússins þessa dag- ana. Vinnupallarnir innan í hús- inu verða teknir niður þegar því verki lýkur og vatni hleypt á laug- ina í tilraunaskyni. Að því búnu verður fari að flísaleggja sund- laugina en það er allmikið verk. Pípulagningamenn, blikksmið- ir, rafvirkjar, trésmiðir, múrarar og málarar hafa átt annríkt við sundlaugarbygginguna undanfar- ið enda að mörgu að hyggja þar sem sundlaugabyggingar eru að jafnaði nokkuð snúin verk. EHB Skafti SK-3 með góðan afla Togarinn Skafti SK-3 kom til Sauðárkrókshafnar sl. miðviku- dagsmorgunn með um 145 tonn af þorski. Skafti fékk þennan afla á tæpri viku og hefur gengið vel hjá skipinu það sem af er árinu, ef frá er talinn fyrsti túrinn. Að sögn Sverris Kjartanssonar skip- stjóra mun Skafti veiða fisk í frystihúsin á næstunni og fer ekki ekki í siglingar fyrr en í haust. Skafti fékk aflann að þessu sinni ofarlega í Víkurálnum og á Látragrunni. „Pað er búin að vera ágætis veiði núna í mánuð, bara vonandi að svo haldist áfram,“ sagði Sverrir í samtali við Dag. Skafti fer aftur á veiðar á morgun, laugardag. . -bjb Keppni í áskorendaflokki á Skákþingi íslands fer fram á Akureyri og hefst um helgina. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.