Dagur - 17.03.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 17. mars 1989
Háskólinn á Akureyri —
Menntaskólinn á Akureyri —
Vísindafélag Norðlendinga.
Fyriríestrar um
stjarnvísi í Eddum
Björn Jónsson læknir frá Swan River í Mani-
tóba, Kanada, heldur tvo fyrirlestra í húsi
Menntaskólans á Akureyri, Möðruvöllum (M2)
um stjarnvísi í Eddum.
Fyrri fyrirlesturinn veröur iaugardaginn 18. mars og sá síð-
ari sunnudaginn 19. mars.
Báðir fyrirlestrarnir hefjast ki. 14.00.
Kristnesspítali:
Styrktarsjóðimir eru tveir
- Nokkur orð til skýringar
Sala getraunaseðla lokar á laugardögum kl. 14:45.
11, LEIKVIKA- 18. MARS 1989 ii 11 m
Leikur 1 Liverpool - Brentford
Lelkur 2 Man. Utd - Nott. For.
Leikur 3 West Ham • Norwich
Leikur 4 Coventry - Tottenham
Leikur 5 Luton - Sheff. Wed.
Leikur 6 Middlesbro - Derby
Leikur 7 Millwall - Aston Villa
Leikur 8 Bournemouth- Swindon
Leikur 9 Bradford - Watford
Leikur 10 C. Palace - Sunderland
Leikur 11 Man. City - Chelsea
Leikur 12 Portsmouth - Stoke
Símsvari hjá getraunum á laugardögum ef kl. 17:15 er 91-84590 og -S44b4. tir
ÞREFALDUR POTTUR
í 36. tölubl. Dags frá 21. febrúar
sl. birtist fréttatilkynning frá
Kristnesspítala, þar sem frá því
er greint, að myndaður hafi verið
sjóður til styrktar þeirri stofnun.
Um það er að sjálfsögðu ekki
nema gott eitt að segja. Margs
þarf við á stórum stað og alltaf er
brýn þörf fyrir fjármagn, því að
lengi er hægt að bæta m.a. með
auknum tækjabúnaði og ýmiss
konar hagræðingu og sitthvað
varðandi aðbúnað þeirra sem
þarna dveljast.
En það sem varð til þess að ég
skrifa hér þessi orð til skýringar í
samb. við nefnda fréttatilkynn-
ingu og til upplýsingar fyrir þá,
sem ekki þekkja til þessara mála,
- er að í fregn þessari er sagt að
„enginn slíkur sjóður hafi verið
til á vegum spítalans". Það er
rétt, að sjúkrastofnunin sem slík
hefur ekki haft því á að skipa
fyrr. En engu að síður er það
staðreynd að síðan árið 1964 hef-
ur verið til í Kristnesi sjóður, sem
ber heitið Minningarsjóður Guð-
mundar Dagssonar. Er rétt að
það komi fram, að með starf-
rækslu hans hefur leitt sitthvað
gott fyrir stofnunina.
í skipulagsskrá þess sjóðs, sem
staðfest var af dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu 10. júní 1964 -
stendur í 2. gr. „Sjóðurinn er
stofnaður af vinum og samsjúkl-
ingum Guðmundar Dagssonar
fyrir forgöngu stjórnar félagsins
Sjálfsvarnar, Kristneshæli." í 4.
gr. segir svo: „Sjóðurinn skal
vera í vörslu félagsins Sjálfsvarn-
ar, Kristneshæli, sem ávaxtar
hann, eftir því sem hagkvæmast
er á hverjum tíma, og annast
bókhald hans og alla umsjón."
5. gr. „Hlutverk sjóðsins er að
veita styrk til að unnt verði að
fegra Kristneshæli, sem mest inn-
an veggja, m.a. með ræktun
blóma.“ í 7. gr. stendur: „Heim-
ilt er stjórn sjóðsins, ef svo ber
undir að veita úr honum til ann-
arra þarfra hluta en fegrunar
hælisins."
Því er tekið svo skýrt fram í
skipulagsskrá um hlutverk sjóðs-
ins að þungamiðja þess sé, að
veitt skuli fé til blómaræktar og
annarrar fegrunar, í salarkynnum
hinnar myndarlegu byggingar á
hælislóðinni, að sá maður, sem
Minningarsjóðurinn er tileinkað-
ur var mikill unnandi ræktunar,
gróðrar og fegurðar, margvís-
legrar. Hóf hann á síðustu árum
sínum í Kristnesi sjálfboðastarf
við ræktun inniblóma til að lífga
upp á gráa og fremur dapurlega
ganga hælisbyggingarinnar.
Skiptu gluggar þeirra mjög um
svip og umhverfið varð mun hlý-
legra. Vakti þetta ánægju sjúkl-
inga og starfsfólks, og hin lofs-
verða hugmynd og ástundun
þessa sérstæða manns hlaut
stuðning þeirra, sem þá réðu hús-
um á staðnum. Hefur síðan þótt
við hæfi að halda hér í horfinu.
Stjórn sjóðsins heftur sem vera
ber séð til þess eftir föngum, að
hann fengi gegnt hlutverki sínu.
Þótt sjóðurinn hafi ekki haft yfir
að ráða því fjármagni, að hægt
væri að gjöra stóra hluti, hefur
þó, fyrir það að hann er til,
sitthvað gott borist Kristnesi, fal-
leg málverk og fleira, sem til
prýði má telja og til þess fallið að
lífga nokkuð upp á tilvistina.
Tekjur sínar hefur sjóðurinn af
sölu minningarkorta. Þau fást hjá
umboðsmanni Vöruhappdrættis
S.Í.B.S. í Kristnesi, Ara Þórðar-
syni, Bókaversluninni Eddu á
Akureyri og hjá Jórunni Ólafs-
dóttur, Brekkugötu 21, Akur-
eyri.
Upplýsingar um þetta hafa
nokkur hin síðari ár verið birtar
alltaf öðru hverju í blaðinu Degi
á Akureyri, í dálkunum með yfir-
skriftinni - Úr bæ og byggð.
Stóriækkun
á öllu
svínakjöG
Notið tækifærið
og kaupið
svínakjöt
í páskamatinn
Kjörbúðir
Staðreynd er, að yfir það sem þar
stendur munu mjög margir les-
enda líta þar sem það varða'r
almenning oft - og er í nógu
stuttu máli til þess að nennt sé að
lesa. - Ekki virðist þetta þó hafa
náð að festast nægilega í fólki,
því að í áðurnefndri fréttatil-
kynningu frá Kristnesspítala, þar
sem skýrt er frá stofnun Styrktar-
sjóðs er þess getið að „velunnar-
ar stofnunarinnar hafi spurt mik-
ið um sjóð á hennar vegum, til að
gefa í og ánafna". Ef lesið hefði
verið með viðeigandi athygli
hefði það legið ljóst fyrir, að til
þess að muna Kristnes og styrkja
starfið, sem þar hefur verið og
er unnið, hefur verið gott tæki-
færi í ekki minna en aldarfjórð-
ung. Ég leyfi mér að undirstrika
þetta. Til hvers eru minningar-
og styrktarsjóðir stofnaðir? Til
hvers annars, en að orka ein-
hverju jákvæðu fyrir viss málefni,
fyrir þá stofnun og/eða stað, sem
þeir eru kenndir við og hafa
heimilisfang?
Þessar línur eru skrifaðar sem
.akýring varðandi það, sem hér
hefur verið getið um. Því er skylt
að taka greinilega fram, að þótt
nú hafi verið stofnaður nýr sjóð-
ur Kristnesspítala og starfinu þar
til styrktar, sem er vel, þá verður
ekki þar með slegið striki yfir
þann sjóð, sem þar var fyrir,
Minningarsjóð Guðmundar
Dagssonar. Hann verður áfram
til, og tekið verður á móti fram-
lögum til hans sem berast kunna.
Báðir eru sjóðir þessir stofnað-
ir til hins sama, að orka góðu fyr-
ir þá stofnun, sem var vígð til síns
hlutverks 1. nóv. 1927 við svo
hátíðlega athöfn, að hún var
lengi í minnum höfð.
Sjóðirnir eru því tvær greinar á
sama stofni, og þá verður að
starfrækja í samræmi við það. En
ekki má rugla því saman að ann-
ar er á vegum sjúkrastofnunar-
innar sem slíkrar, en hinn á veg-
um félagsdeildar, sem stofnuð
var af sjúklingum á Kristneshæli í
svartasta skammdeginu þann 7.
des. 1938, sama ár og S.Í.B.S.
Félagið var og er hlekkur í sam-
tökum berkla- og brjóstholssjúkl-
inga, eins og þau heita nú og bar
lengi sitt upphaflega nafn „Sjálfs-
vörn“. En heitir nú S.Í.B.S.
deildin í Kristnesi, samkvæmt
ákvörðun stjórnar samtakanna.
Að lyktum örstutt kynning á
þeim manni sem nefndur Minn-
ingarsjóður er tileinkaður.
Guðmundur Dagsson var frá
Melrakkasléttu í Álftafirði, af
ágætum austfirskum ættstofni.
Þar dvaldist hann frá fæðingu, 2.
apríl 1899, til þess að hann, þrjá-
tíu og tveggja ára (árið 1931)
varð að leita vistar á Kristneshæli
vegna þungra veikinda af völdum
berkla. Dvöl hans þar varð löng,
eða til dauðadags 13. ágúst 1963.
Þrjátíu ára sjúkdómsstríð er
þungur örlagadómur, sem reyn-
ast myndi mörgum um megn að
þola, án þess a.m.k. að bera um
slíkt varanleg merki, - ekki síst
andlega. En úrvalsmenn taka
slíkri prófraun sem óbugandi
hetjur og vaxa með hverri raun.
Um það var Guðmundur Dags-
son glöggt dæmi. Hann var ágæt-
lega fjölhæfur til gáfna og höfð-
ingi í sjón og raun. Sá hugar-
styrkur sem hann sýndi í harðri
raun varð sem öðrum, sem með
honum dvöldust og deildu við
hann kjörum, fyrirmynd og viss
aflgjafi. Og vinum hans verður
hann ógleymanlegur. Því var
honum reistur bautasteinn með
minningarsjóði.
Jórunn Olafsdóttir,
frá Sörlastööum.