Dagur - 17.03.1989, Síða 15
Föstudagur 17. mars 1989 - DAGUF},r 15
1
íþróttir
íþróttir helgarinnar:
Skíði og vaxtarrækt
- á Húsavík og Akureyri
Hinn sterki 4. flokkur drengja
í Þór í handknattleik keppir í úr-
slitum á íslandsmótinu um helg-
ina. Keppnin fer fram í Hafnar-
firði og eiga norðanpiltarnir góða
möguleika á að standa sig vel í
þeirri keppni.
Bláfjallagangan á skíðum fer
fram um helgina fvrir sunnan.
Gangan er hluti af íslandsgöng-
unni og má búast við að þó
nokkrir Norðlendingar bregði sér
suður til að taka þátt í Bláfjalla-
göngunni.
Á Neskaupstað fer fram Visa-
bikarmót í alpagreinum 13-14
ára. Stór hópur skíðamanna að
norðan fer austur og keppir á
þessu móti.
Á Dalvík fer fram keppni yngri
skíðakrakka frá Dalvík og Ákur-
eyri.
Skíði og vaxtarrækt er það sem
ber hæst í íþróttalífinu um
þessa helgi. Á Akureyri er
Akureyrarmót í skíðagöngu. Á
Húsavík er Visa-bikarmót í
alpagreinum 15-16 ára og á
Akureyri fer fram B-íslands-
mótið í vaxtarrækt.
Akureyrarmót í skíðagöngu
fer fram á sunnudaginn. Það
hefst kl. 14.00 við Skíðastaði og
verður keppt í öllum flokkum,
allt frá börnum upp í öðlinga-
flokk. Keppt verður með hefð-
bundinni aðferð.
Á Stöllum við Húsavík fer
fram Visa-bikarmót fyrir 15-16
ára. Búist er við um 60 keppend-
um og þar má m.a. nefna Krist-
inn Björnsson frá Ólafsfirði og
Maríu Magnúsdóttur frá Akur-
eyri. Keppt verður á laugardag
og sunnudag og hefst keppnin kl.
10.00 báða dagana.
Á Akureyri fer B-íslandsmót-
ið í vaxtarrækt fram í Sjallan-
um á laugardag kl. 14.00. Búist
er við um tuttugu þátttakendum
frá Akureyri og Reykjavík.
Keppnin er undankeppni fyrir
íslandsmótið sem fram fer í
Reykjavík í byrjun apríl.
KA-menn í blakinu halda suð-
ur og keppa við Þrótt í Bikar-
keppni BLÍ á laugardag. Þetta er
í undanúrslitum og það lið sem
vinnur keppir til úrslita við sigur-
vegarann í leik HK og ÍS.
Á Húsavík verður keppt í flokki 15-16 ára á Visa-bikarmótinu á skíðum.
Mynd: TLV
Skíðalandsmótið á Siglufirði:
Undirbúningur gengur vel
segir Kristján Möller mótsstjóri
Dagskrá Skíöamóts íslands
1989
(Mótsstjóri áskilur sér rétt til aö breyta dagskrá
og tímasetningu.)
Miðvikudagur 22. mars:
Mótssetning í Siglufjarðarkirkju kl. 20.
Fararstjórafundur og útdráttur kl. 20.30.
Blak:
Kæru ÍS vísað frá
- úrskurður dómarans endanlegur
Kæru ÍS á hendur KA vegna
dómgæslu í leik liðanna í blaki
á Akureyri fyrr í vetur hefur
verið vísað frá. I úrskurði
dómsins segir að úrskurður
dómarans sé endanlegur og
ekki sé hægt að breyta honum.
Reyndar hefur þessi dómur
engin áhrif á lokaniðurstöðu
deildarkeppninnar því KA var
langefst og ekkert annað lið gat
náð þeim á stigum. En þetta mál
þurfti að fá út úr heiminum og
því gott að niðurstaða sé komin,
þótt fyrr hefði verið.
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
Jafnt hjá KA og Þór
KA-maðurinn Sigurpáll Vilhjálmsson og Þórsarinn Kristján
Torfason skildu jafnir í síðustu viku, báðir með fimm rétta. Þeir
mætast því aftur í þessari viku þegar átta liða úrslit ensku
bikarkeppninnar eru leikin.
Við fáum að sjá toppleik í sjónvarpinu er Man. Utd. og Nott-
ingham Forest mætast á Old Trafford í Manchester á morgun.
Bæði liðin eru í efri hluta 1. deildarinnar án þess þó að eiga
raunhæfa möguleika á titlinum. Þau leggja því bæði ríka
áherslu á að komast áfram í bikarnum þannig að þetta verður
hörkuleikur sem við fáum að fylgjast með.
Sigurpáll:
Liverpool-Brentford 1
Man. Utd.-Nott. For. 1
West Ham-Norwich 2
Coventry-Tottenham x
Luton-Sheff. Wed. 1
Middlesbro-Derby x
Millwall-Aston Villa 1
Bournemouth-Swindon 1
Bradford-Watford 2
Crystal Palace-Sunderland 1
Man. City-Chelsea x
Portsmouth-Stoke 1
Kristján:
Liverpool-Brentford 1
Man. Utd.-Nott. For. 1
West Ham-Norwich x
Coventry-Tottenham x
Luton-Sheff. Wed. 2
Middlesbro-Derby 1
Millwall-Aston Villa 1
Bournemouth-Swindon 2
Bradford-Watford 2
Crystal Palace-Sunderland 1
Man. City-Chelsea x
Portsmouth-Stoke 2
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
Dansleikur að Hótel Höfn kl. 23.-03.
Skriðjöklar leika. Aldurstakmark 16 ára.
Fimmtudagur 23. mars:
Svig kvenna, ff. kl. 10.30, sf. kl. 12.30.
Stórsvig karla, ff. kl. 11.00, sf, kl. 13.30.
Ganga:
Karlar 30 km. H. kl. 14.00.
Konur 7,5 km. H.
Piltar 15 km. H.
Fararstjórafundur kl. 18.00.
Megasarkvöld K.S. kl. 21.00 að
Hótel Höfn.
Föstudagur 24. mars:
Ganga-norræn tvík. 10 km. H. kl. 11.00.
Stökk kl. 16.00.
Fararstjórafundur kl. 18.00.
Laugardagur 25. mars:
Svig karla, ff. kl. 10.30, sf. kl. 12.30.
Stórsvig kvenna, ff. kl. 11.15, sf. kl. 13.15.
Ganga:
Karlar 15 km. F. kl. 14.00.
Konur 5 km. F.
Piltar 10 km. F.
Fararstjórafundur kl. 18.00.
Sunnudagur 26. mars:
Samhliðasvig karla kl. 13.00.
Samhliðasvig kvenna.
Boðganga karla 3x10 km. F. kl. 14.00.
Boðganga kvenna 3 x 3,5 km. F.
Verðlaunaafhending og mótsslit kl. 20.30.
Lokadansleikur að Hótel Höfn kl. 00-04.
Gautar leika. Aldurstakmark 16 ára.
Borðtennis:
Grenivíkurskóli
hlutskarpastur
- Sigrún og Hólmfríður Islandsmeistarar
Nýlega lauk grunnskólamóti í
borðtennis á Norðurlandi
eystra. Keppt var í fjórum
flokkum, tveimur flokkum
pilta og tveimur flokkum
stúlkna, og sigraði Grenivíkur-
skóli í öllum flokkum. Mótið
var undankeppni fyrir allt
landið og keppa Grenvíking-
arnir við sigurvegarana frá hin-
um landsfjórðungunum í
Reykjavík 7. og 8. apríl.
í undankeppninni á Norður-
landi eystra kepptu 18 lið frá 9
skólum. Reyndar áttu 28 lið að
taka þátt í keppninni, en sökum
ófærðar komust ekki allir á
keppnisstað.
Keppt var í tveimur aldurs-
flokkum, 4., 5. og 6. bekkur sam-
an og síðan 7., 8., og 9. bekkur. í
allt fara sem sagt tuttugu krakkar
úr Grenivíkurskóla til að keppa í
úrslitunum í Reykjavík í byrjun
apríl.
En þetta er ekki eina afrek
Grenvíkinganna á borðtennis-
sviðinu. Nýlega tóku fjórir
krakkar þátt í flokkakeppni
Borðtennissambands íslands og
gerðu þær Sigrún Þorsteinsdóttir
og Hólmfríður Björnsdóttir, báð-
ar 15 ára ganrlar, sér lítið fyrir og
urðu íslandsmeistarar í sínum
aldursflokki. Þær kepptu við tvö
lið frá Víkingi og tvö lið frá
UMSB og sigruöu í öllum viður-
eignunum.
Stefán Gunnarsson og Axel
Eyfjörð frá Grenivík kepptu við 14
önnur lið. Þeir töpuðu aðeins fyr-
ir einu þeirra-A-liði Stjörnunnar
sem sigraði á mótinu. Strákarnir
lentu síðan í 3. sæti þrátt fyrir að
sigra A-lið KR sem varð í öðru
sæti á mótinu.
Handbolti/3. flokkur:
Úrslitin
á Akureyri
- bæði Þór og KA með
Bæði KA og Þór hafa tryggt
sér sæti I úrslitum í 3. flokki
karla og fara úrslitin fram á
Akureyri dagana 7., 8. og 9.
aprfl.
Bæði Þór og KA léku í 2.
deildinni á síðasta fjölliðamóti.
Þór sigraði og KA lenti í öðru
sæti og tryggðu sér þar með sæti í
úrslitunum. En lítum þá á úrslit í
leikjum Akureyrarliðanna:
Þór-UBK 17:17
Þór-Stjarnan 17:18
Þór-Þróttur 27:15
Þór-KR 17:13
Þór-KA 23:20
KA-KR 22:16
KA-Þróttur 24:20
KA-UBK 16:18
KA-Stjarnan 22:20
Lokastaðan:
1. Þór
2. KA
3. UBK
4. Stjarnan
5. Þróttur
6. KR
Markahæstu menn Þórsara
voru þeir Ásmundur Arnarsson
með 37 mörk og Rúnar Sigtryggs-
son með 29 mörk. Hjá KA skor-
aði Karl M. Karlsson flest mörk
eða 37 að tölu.
í umfjöllun um yngri flokkana
í blaðinu á miðvikudaginn
gleymdist að geta þess að 5.
flokkur KA komst í úrslit og á
því félagið þrjá flokka í úrslitum
en ekki tvo, eins og sagt var.
Framhaldsskólamót KKÍ:
Sauðárkrókur
í öðru sætl
- tapaði fyrir Flensborg
Framhaldsskólamót KKÍ var
lialdið á Sauðárkróki um síð-
ustu helgi. Aðeins 6 lið skráðu
sig til keppni, þar af tvö lið frá
Fjölbrautaskólanum á Sauðár-
króki, og verður þetta að telj-
ast með eindæmum léleg þátt-
taka. Auk tveggja liða F.á S.
voru lið frá MA, VÍ, Flensborg
og Menntaskólanum við Sund.
Það er skemmst frá því að
segja að Flensborg vann mótið
eftir hörku úrslitaleik við a-lið
F.á S., 35:29.
Liðunum 6 var skipt í tvo riðla
og fór mótið fram í íþróttahúsi
Sauðárkróks á föstudagskvöld og
laugardagsmorgun. Sem fyrr seg-
ir voru það Hafnfirðingarnir sem
unnu mótið, a-lið Fjölbrautaskól-
ans á Sauðárkróki í öðru sæti. í
þriðja sæti varð lið Menntaskól-
ans við Sund, sem vann Mennta-
skólann á Akureyri 52:29 í leik
um bronsið. Um 5.-6. sætið
kepptu svo Verslunarskóli
íslands og b-lið F.á S. og unnu
„Versló-menn" nokkuð örugg-
lega, með 48 stigum gegn 21.
-bjb
íslenskar getraunir:
Þórsarar efstir
- KA að missa fiugið?
Getraunapotturinn verður þre-
faldur þessa vikuna og má
búast við metupphæð að þessu
sinni, eða allt að 7 milijónum.
Af Norðurlandsliðum er það
helst að frétta að KA hefur
dregist aftur úr í sölunni síð-
ustu þrjár vikur og hafa Þórs-
arar vermt toppsætið allan
þennan tíma.
Þór var sjötta söluhæsta félagið
yfir landið í síðustu viku en KA
lyftir sér úr því tólfta í það
tíunda. Dalvíkingar eru síðan
þriðja söluhæsta félagið á
Norðurlandi.
Golfklúbbur Akureyrar hefut
nú hellt sér út f getraunasölu og
númerið hjá þeim er 598.
i