Dagur - 17.03.1989, Qupperneq 16
wmm
Akureyri, föstudagur 17. mars 1989
Leikhústilboð
Gratineruð humarsúpa,
innbakaðar lambalundir með wiskysósu.
Kaffi og konfekt.
Verð 1.390,-
Fjórðungssamband Norðlendinga:
Tillögur sambandsins
fóru inn í frumvörp
Tillögur Fjóröungssambands
Norðlendinga varðandi tekju-
stofna sveitarféiaga, einkum
hvað snertir Jöfnunarsjóð og
verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga, hafa að mörgu leyti
hlotið hljómgrunn í verka-
skiptingarfrumvörpum sem nú
liggja fyrir Alþingi. Eitt meg-
inatriði tillagnanna er að stofn-
kostnaður og rekstur sé á
hendi sama aðila innan stjórn-
kerfisins, til að hindra aðskiln-
að milli stjórnunar og fjár-
hagslegrar ábyrgðar.
I fréttatilkynningu frá Fjórð-
ungssambandi Norðlendinga seg-
ir að veigamikil áhrif frá tillögum
sambandsins birtist í mörgum þátt-
um frumvarpanna. Má benda á
sjálfstæðan tekjustofn Jöfnunar-
sjóðs sveitarfélaga í því sam-
bandi. Þessi tekjustofn verði
óháður tekjustofnum ríkisins og
sé varið til tekju- og kostnaðar-
jöfnunar milli sveitarfélaga. Lögð
er áhersla á að lög um tekju-
stofna aðhæfist verkaskipting-
unni.
Þá má sjá greinileg áhrif til-
lagna sveitarstjórnarmanna varð-
andi tilfærslu heilsugæslunnar til
ríkisins, einnig sérstök framlög
úr Jöfnunarsjóði til að efla þjón-
ustustig sveitarfélaganna og
félagslega þjónustu vegna verk-
efnatilfærslunnar.
Fjórðungsstjórn mótmælir því
fráviki frá fyrri verkefnaskipting-
artillögum að hluti stofnkostnað-
ar við sjúkrahús, heilsugæslu og
framhaldsskóla færist til sveitar-
félaganna. Fjórðungsstjórn telur
að stofnkostnaður og rekstur eigi
að vera á hendi sama aðila sem er
meginatriði bættrar verkefna-
skiptingar milli ríkis og sveitar-
félaga.
Hingað til hafa hugmyndir
flestra sveitarstjórnarmanna ver-
ið á þann veg að með verkaskipt-
ingunni fengjust sem gleggst skil
milli verkaskiptingar ríkis og
sveitarfélaga, þar sem saman færu
á einni hendi stjórnun og ábyrgð.
EHB
Sjá nánar á bls. 5
Þessa hressu nemendur úr Stórutjarnarskóla hitti blaðamaður Dags nú í vikunni í göngutúr með vélritunarkennar-
anum Svanfríði Birgisdóttur og börnunum hennar. En vegna þess hversu sólin skein glatt inn um gluggann á
kennslustofunni, var ákveðið að leggja ritvélunum og fara þess í stað i gönguferð í blíðunni. Mynd: kk
Bæjarstjórinn í Ólafsfirði gagnrýnir seinagang Húsnæðisstofnunar
við afgreiðslu umsókna um kaupleiguíbúðir:
Áttar sig ekki á því að við
búum við norðurhjaraaðstæður
Bjarni Kr. Grímsson, bæjar-
stjóri í Ólafsfirði, telur að
fyrirkomulag á afgreiðslu
Húsnæðisstofnunar ríkisins á
Snjómokstur á götum Sauðárkróks
það sem af er þessu ári:
Kostnaður orðinn um
hálf önnur milljón
- rúmlega tvöfalt meira en á öllu síðasta ári
Snjómokstur, það sem af er
þessu ári, hefur kostað Sauðár-
króksbæ um það bil hálfa aðra
Tryggingasjóður
fiskeldislána:
Fyrstu
umsóknir
komnar
milljón króna, sem er rúmlega
tvöfalt meira en kostaði að
moka götur bæjarins á öllu síð-
asta ári. Þá kostaði snjómokst-
ur 662 þúsund krónur. Fyrir
fyrstu tvo mánuði þessa árs
liggja fyrir reikningar upp á
eina milljón króna, en að sögn
Snorra Björns Sigurðssonar
bæjarstjóra má búast við að
ekki séu öll kurl komin til graf-
ar þar, þ.e.a.s. að allir reikning-
ar fyrir það tímabil séu komnir
í hús.
fjármagni til byggingar kaup-
leiguíbúða mismuni gróflega
sveitarfélögum úti á landi og á
suðvesturhorninu.
Bjarni segir að miðað við
núverandi skipan mála fáist ekki
afgreiddar umsóknir sveitarfé-
laga hér Norðanlands fyrr en
síðla sumars eða í haust. Hann
segir að það sjái hver heilvita
maður að slíkt geti ekki gengið
vegna þess einfaldlega að fram-
kvæmdatíminn í snjóþungum
byggðarlögum á Norðurlandi sé
vart nema 3-4 mánuðir á ári, frá
júní-september.
Á sl. ári fengu Ólafsfirðingar
úthlutað 5 kaupleiguíbúðum og
afgreiðsla Húsnæðisstofnunar á
þeim lá ekki fyrir fyrr en í ágúst
sl. sumar. Þetta gerði heima-
mönnum mjög erfitt fyrir en að
sögn Bjarna björguðust mál
þannig að samið var við öflugan
verktaka sem réðst í byggingu
íbúðanna í miklu snarhasti.
Nú liggur fyrir umsókn frá
Ólafsfirði um byggingu 8 kaup-
leiguíbúða, fimm almennra
íbúða og þriggja félagslegra.
Bjarni segir engin teikn á lofti um
að Húsnæðisstofnun afgreiði
umsóknina það tímanlega að
hægt verði að hefja framkvæmdir
á „kristilegum" tíma f vor. „Kerf-
ið verður að átta sig á því að hér
á norðurhjara búum við við þær
aðstæður að framkvæmdatími við
jarðvegsvinnu er frá júní og til
með september. Það er alveg
sérstakt árferði ef hægt er að
vinna slík verk fram í október, að
ég tali ekki um nóvember,“ sagði
Bjarni. Hann segir að vissulega
hafi menn syðra uppi góð orð um
breytingar á skipan mála en „það
er sama hversu góða meiningu
menn hafa um þessi mál, niður-
staðan verður alltaf sú að hlutirn-
ir dragast á langinn. Ég vek
athygli á því að á suðvesturhorn-
inu er hægt að byggja á nánast
hvaða tíma árs sem er og því
kemur seinvirk afgreiðsla Hús-
næðisstofnunar ekki eins við
sveitarfélög þar,“ segir Bjarni
Kr. Grímsson. óþh
Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Húsnæðisstofnunar, svarar Bjarna Kr. Grímssyni:
Borgum ekki út lán eftir
hentugleika hvers og eins
í síðustu viku var sett reglu-
gerð um Tryggingasjóð fisk-
eldislána en stjórn hans var
skipuð í febrúarmánuði síðast-
liðnum og er Álfheiður Inga-
dóttir formaður hennar.
Steingrímur J. Sigfússon, land-
búnaðarráðherra, segir að mikil
vinna hafi verið lögð í undirbún-
ing að starfsemi sjóðsins og hafi
væntanlegum umsækjendum ver-
ið send umsóknareyðublöð.
Landbúnaðarráðherra segir að
fyrstu umsóknir séu nú þegar
komnar til sjóðsstjórnar.
Aðspurður um afgreiðslu á
umsóknum segist hann vonast til
að fyrstu umsóknir verði
afgreiddar innan mjög skamms
tífna. JÓH
Það sem af er þessum mánuði
hefur nokkrum sinnum þurft að
moka, þannig að í raun má búast
við að snjómokstur stefni í að
vera þrefalt dýrari en á síðasta ári
fyrir Sauðárkróksbæ. Kostnaður
við snjómokstur hefur ekki farið
yfir milljón tvö síðustu ár á Sauð-
árkróki, sem fyrr segir var hann
662 á síðasta ári og 1987 var hann
rúmar 800 þúsund krónur.
Á fjárhagsáætlun fyrir þetta ár
var gert ráð fyrir rúmri milljón í
snjómokstur. Sú áætlun er komin
lönd og leið og að sögn Snorra
Björns verður sú tala væntanlega
hækkuð fyrir síðari umræðu um
fjárhagsáætlunina og sett í 2
milljónir. -bjb
Vegna orða Bjarna Kr. Grhns-
sonar um seinagang Húsnæðis-
stofnunar við afgreiðslu fjár-
magns til byggingar kaupleigu-
íbúða, segir Sigurður E.
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Húsnæðisstofnunar, að
það sé ekki í valdi stofnunar-
innar að afgreiða lán og borga
þau út í samræmi við hentug-
leika hvers og eins, sveitarfé-
laga, einstaklinga eða sjálfs-
eignarstofnana.
Sigurður bendir á að tekju-
streymi til stofnunarinnar sé
nokkuð jafnt allt árið og lán séu
afgreidd í samræmi við það.
Hann segir þó að tekjur séu ívið
meiri síðari hluta árs sem aftur
þýði að Húsnæðisstofnun eigi
auðveldara með að greiða þá út
lán. „Það er reglan að lán til
byggingar kaupleiguíbúða séu
greidd út jafnt og þétt í samræmi
við framlagða samþykkta reikn-
inga á fyrirfram ákveðnum
byggingartíma. En aðilar, eins og
bæjarstjórnir, sem hafa gert
samninga um framkvæmdalán frá
Húsnæðisstofnun, hafa öll tök á
að nota sér samningana til efnis-
öflunar og sömuleiðis til samn-
ingsgerðar við verktaka þó að
útborgun samkvæmt þeim sé
ekki hafin,“ segir Sigurður. Hann
segir að bankar og sparisjóðir
hafi alltaf tekið fullt mark á slík-
um samningum og gjarnan greitt
fyrir því að unnt sé að hefja bygg-
ingarframkvæmdir. „Vitanlega
gæti banki, hvort sem væri á
Akureyri eða Ólafsfirði, samið
við bæjarstjórn, eftir að samning-
ur við Húsnæðisstofnun hefur
verið lagður fram, um að lána 3, 4
eða 5 mánuði fyrirfram. Banka-
stofnanir myndu með öðrum orð-
um lána út á samninginn til þess
að hefja framkvæmdir á komandi
sumri og gera húsið þá e.t.v.
fokhelt. Síðan fengi bæjarstjórn
greitt út frá Húsnæðisstofun að
hausti og gerði upp við banka-
stofnunina og héldi áfram vinnu
við innréttingar hússins. Svona á
að mínu viti að standa að málum
og hefur raunar margoft verið
gert“ segir Sigurður E. Guð-
mundsson. óþh