Dagur - 21.03.1989, Síða 4
$ - DAGUR - Þriöjudagur 2l.“mars‘Í989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 80 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (ípróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Á að taka upp nýtt
húsnæðislánakerfi?
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, hefur lagt
fram á þingi frumvarp sem felur í sér að tekið verði upp
svokallað húsbréfakerfi, sem sérstaka fjáröflunarleið í
húsnæðismálum. Margt bendir til þess að frumvarp
þetta verði samþykkt, þótt eflaust verði gerðar á því ein-
hverjar breytingar í meðförum þingsins.
Á núverandi kerfi eru nokkrir gallar, sem gera það að
verkum að margir telja það ónothæft og vilja breytingar.
Óumdeilt er að stærsti galli núverandi kerfis er langur
biðtími eftir lánum. Vegna þess hve langur tími líður frá
því sótt er um lán og þar til það er afgreitt hefur ýmis
spákaupmennska með húsnæðislánin náð að festa rætur,
svo sem sala lánsloforða til fjárfestingarfélaga með afföll-
um. Því hefur verið haldið fram að núverandi kerfi sé
sprungið og anni alls ekki eftirspurninni eftir húsnæðis-
lánum. Sumir hafa jafnvel haldið þessu fram allt frá því
núgildandi kerfi tók gildi árið 1986. Aðrir halda því fram
að húsnæðislánakerfið sé óðum að komast í jafnvægi og
svo geti farið að biðtími eftir lánum fari að styttast áður
en langt um líður. Væntanlega mun Alþingi fara fram á
óyggjandi upplýsingar um stöðu þessara mála áður en
ákvörðun verður tekin um að leggja núverandi húsnæði-
skerfi niður.
Húsbréfakerfið hefur margt sér til ágætis en það er
langt frá því að vera gallalaust. Því er fyrst og fremst ætl-
að að auka innri fjármögnun fasteignamarkaðarins, þ.e.
að fá seljendur til að lána stærri hluta kaupverðsins en
nú er og til lengri tíma. Húskaupendur fengju þá hærri
lán en nú og biðraðir myndu styttast. Þetta eru ótvíræðir
kostir. Gallarnir eru á hinn bóginn nokkrir. Þeirra stærstir
eru annars vegar mun hærri vextir en í núgildandi kerfi
og hins vegar aukin þensla og samkeppni á lánsfjármark-
aði, sem þó er ærin fyrir. íbúðarkaupendur munu strax
þurfa að greiða miklu hærri vexti en nú eru á lánum
Húsnæðisstofnunar, þótt þeir tekjulægri fái þá að ein-
hverju leyti til baka í gegnum sérstakt vaxtabótakerfi.
Óvissuþátturinn í kerfinu er sá að búast má við að hús-
bréfin verði seld með verulegum afföllum á fjármagns-
markaðinum, þótt þau verði bæði fasteignatryggð og
ríkistryggð. Enginn veit hversu mikil affölhn verða en að
öllu óbreyttu verða þau talsverð og þeim mun meiri sem
bréfin eru til lengri tíma. Eftir því sem afföllin verða
meiri, hækkar kostnaður íbúðarkaupandans. Og sam-
keppnin á fjármagnsmarkaðnum eykst til mikilla muna,
sem væntanlega leiðir til frekari raunvaxtahækkunar.
Alþingi mun á næstu vikum taka húsnæðislánamálin
til rækilegrar umfjöllunar. Þingmanna bíður það erfiða
verkefni að meta kosti og galla hvors kerfis fyrir sig og
taka í framhaldi af því ákvörðun um hvort leggja beri
núverandi kerfi niður og taka upp nýtt. Þá ákvörðun má
ekki byggja á óvissuþáttum eða tilfinningasemi. Hún
verður að vera vel grunduð, því hér er sannarlega um
stórmál að ræða. 3B.
í DAGS-ljósinu
Trausti Þorsteinsson, nýskipaður fræðslustjóri
Norðurlandsumdæmis eystra:
Mun halda áfram
á braut Sturlu
- braut sjálfstæðis í fræðslumálum
í síðustu viku skipaði Svavar
Gestsson, menntamálaráð-
herra, Trausta Þorsteinsson,
skóiastjóra Grunnskólans á
Dalvík, í stöðu fræðslustjóra
Norðuriandsumdæmis eystra
til eins árs frá og með 1. júní
nk. Fræðsluráð umdæmisins
hafði áður mælt eindregið með
Trausta í fræðslustjóraembætt-
ið, en auk hans sóttu fiórir um
það.
Margir líta svo á að með skip-
an Trausta í stöðu fræðslustjóra
hafi endi verið bundinn á lang-
vinnar deilur skólamanna á
Norðurlandi eystra við ráðuneyti
menntamála í kjölfar fyrirvara-
lausrar brottvikningar Sturlu
Kristjánssonar úr stóli fræðslu-
stjóra snemma árs 1987. Þessu til
stuðnings er nefnt að Trausti hafi
verið eindreginn stuðningsmaður
Sturlu og sem slíkur gagnrýnt
framgöngu þáverandi mennta-
málaráðherra, Sverris Her-
mannssonar, í málinu. Aðrir líta
svo á að með skipan Trausta í
stöðu fræðslustjóra sé fyrri hálf-
leik í Sturlumálinu lokið. Eftir sé
seinni hálfleikurinn sem felist í
því að færa sönnur á að þær sakir
sem bornar voru á Sturlu Krist-i
jánsson, fyrrverandi fræðslu-
stjóra, hafi ekki verið á rökum
reistar.
„Mér finnst ég vera orðinn svo
mikill Dalvíkingur að ég er ekki
tilbúinn til að fara héðan strax,“
sagði Trausti þegar hann var
inntur eftir því hvort hann hefði í
hyggju að flytja frá Dalvík eftir
að hann tekur við starfi fræðslu-
stjóra. „Þetta er þannig starf að
búseta skiptir ekki höfuðmáli.
Það er að vísu ákvæði um það í
erindisbréfi fræðslustjóra að
hann skuli búa þar sem fræðslu-
skrifstofan er staðsett, þ.e.a.s. á
Akureyri, eða í næsta nágrenni.
Segja má að næsta nágrenni sé
nokkuð teygjanlegt. Milli Dal-
víkur og Akureyrar er góður veg-
ur lagður bundnu slitlagi og því
tel ég ekki tiltökumál að sækja
vinnu til Akureyrar. Það gera
raunar margir nú þegar og minna
má á að nokkrir nemendur frá
Akureyri sækja daglega nám við
skipstjórnarbraut Dalvíkurskóla.
Milli þessara þéttbýlisstaða er
rnikil dagleg umferð og á eftir að
aukast í framtíðinni.“
Trausti hefur tekið virkan þátt
í sveitarstjórnarmálum og í síð-
ustu bæjarstjórnarkosningum á
Dalvík skipaði hann efsta sæti á
lista Sjálfstæðisflokks og óháðra.
Ásamt Alþýðubandalagi mynd-
aði sá listi meirihluta í bæjar-
stjórn og það kom í hlut Trausta
að taka að sér embætti forseta
bæjarstjórnar. „Ég er ákveðinn í
því að ljúka yfirstandandi kjör-
tímabili en á þessu stigi vil engu
spá um framhaldið."
Vildi helst kenna á
Norðurlandi
Þrátt fyrir harðan norðlenskan
framburð er Trausti ekki Norð-
lendingur að ætt og uppruna.
Hans rætur eru á Selfossi en það-
an lá leiðin í Kennaraskóla
íslands, hvar prófi var lokið árið
1970. „Ég var mjög opinn fyrir
því að kenna út á landi, ekki síst
á Norðurlandi, og því tók ég
strax boði skólastjóra Oddeyrar-
skóla á Akureyri um kennslu við
þann skóla. Ég kenndi þar í tvö
ár en síðan hóf ég kennslu við
Húsabakkaskóla í Svarfaðardal
og var þar í þrjú ár. Mér þótti
Svarfaðardalurinn afar merkilegt
samfélag og mér hefur æ síðan
þótt afar vænt um hann. Það sem
mér þótti eftirtektarverðast var
hversu náið þetta samfélag var.
Hér þekktust allir og voru meira
og minna skyldir. Það var alls
ekki erfitt að koma ókunnugur
inn í þetta samfélag. Mér var
mjög vel tekið og fljótlega var ég
eins og einn af fjölskyldunni."
Trausti færði sig um set árið
1975 og hóf kennslu við Grunn-
skólann á Dalvík. Tveimur árum
síðar tók hann að sér starf skóla-
stjóra. ÞegarTrausti líturtil baka
yfir skólastjóraferilinn segir hann
vissulega mega greina breytingar
á skólastarfi. Hann segir allan
brag á því hafa breyst og
nemendur séu nú rólegri og við-
ráðanlegri en áður. Þá nefnir
Trausti að verulega hafi úr ræst
með húsnæði Dalvíkurskóla á
síðustu árum. Þrengsli háðu öllu
skólastarfi verulega en með
fyrsta áfanga nýrrar skólabygg-
ingar var nokkuð bætt úr brýnni
húsnæðisþörf. Ætlunin er að
hefja framkvæmdir við annan
áfanga (700 ferm.) næsta sumar
en tíminn verður að leiða í ljós
hvenær þriðji og síðasti áfanginn
rís af grunni.
Ekki leiður á kennslu
Trausti nefnir að stofnun skip-
stjórnarbrautar við Dalvíkur-
skóla hafi verið eitt af merkilegri
skrefum í skólastarfinu þann
tíma sem hann hefur verið skóla-
stjóri. Hann segir þessa braut
hafa ótvírætt sannað tilverurétt
sinn og hún njóti velvildar for-
svarsmanna fyrirtækja á Dalvík
t.d. í sambandi við verknám.
Trausti segist ekki vera orðinn
leiður á kennslu þrátt fyrir tæpra
tveggja áratuga starf í skólastof-
unum. Hann segist hins vegar
telja að sinn tími hafi verið kom-
inn sem skólastjóri. „Ég held því
fram að regluleg endurnýjun í
stjórnun sé hverri skólastofnun
nauðsynleg. Það er alltaf hætta á
því að gæti stöðnunar þegar sami
maðurinn stendur of lengi í for-
svari.“
Starfsmaður sveitarfélaga
„Fræð'slustjórastarfið er að hluta
til svipað og skólastjórastarfið
nema að umdæmi fræðslustjóra
er miklu vfðfeðmara. Gróft séð
má segja að í því felist hverskon-
ar umsjón með fræðslustarfsemi í
umdæminu. Starf fræðslustjóra
er nokkuð tvíbent. Hann er að
hluta til starfsmaður sveit-
arfélaga en jafnframt starfs-
maður ríkisins. Vegna þessa
fyrirkomulags hafa orðið árekstr-
ar sem að mínu mati er mjög
bagalegt. Ég geri mér vonir um
að með breytingum á verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga verði
tekin ákvörðun um hvoru megin
hryggjar fræðslustjóri lendir. Ég
er eindregið þeirrar skoðunar að
hann eigi að vera starfsmaður
sveitarfélaga að sama skapi og ég
tel að sveitarfélögin eigi alfarið
að taka yfir rekstur grunnskóla.
Ég geri mér þó grein fyrir því að
það verður ekki gert nema að
tryggja sveitarfélögum tekjur og
þá um leið að tryggja möguleika
minni sveitarfélaganna til að
standa undir þessu. Þetta er að
mínu viti hægt að gera með
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Hann er til að jafna aðstöðu
sveitarfélagana."
Með því að færa fræðsluskrif-
stofu og starf fræðslustjóra yfir til
sveitarfélaganna segir Trausti að
hann yrði starfsmaður fræðslu-
ráðs. Þannig kæmi það í hlut
fræðsluráðs f umboði sveitar-
félaganna að víkja honum úr
starfi ef upp kæmi verulegur
ágreiningur, en ekki menntamála-
ráðherra eins og þegar Sturlu
Kristjánssyni var fyrirvaralaust
vikið úr starfi árið 1987.
Afram á sjálfstæðisbraut
Öðrum þræði má segja að mál
Sturlu Kristjánssonar, fyrrver-
andi fræðslustjóra, hafi snúist um
sjálfstæði Norðurlandsumdæmis
eystra til að reka sína skóla-
stefnu. Trausti segist vera ákveð-
inn í að standa þéttingsfast í
ístöðin gagnvart ráðuneyti
menntamála til eflingar sjálfstæð-
is umdæmisins í stjórnun fræðslu-
mála. „Þegar Sturlu Kristjánssyni
var vikið úr starfi taldi ég það
vera aðför að þeirri skólastefnu
sem hér hefur verið rekin. Að
sjálfsögðu er okkur treystandi til
að sjá um fræðslumálin og
stjórna þeim hér heima í héraði.
Við getum síðan sent Mennta-
málaráðuneytinu allar þær skýrsl-
ur og öll þau gögn sem það þarf
um fræðslustarfsemina í umdæm-
inu. Ég lít svo á að stjórnmála-
mannanna sé að setja þær leik-
reglur sem okkar ber að fara
eftir. Heimamanna er að fram-
fylgja þessum leikreglum en ekki
starfsmanna ráðuneytis.
Ég vil halda áfram á þeirri
braut sjálfstæðis í fræðslumálum
sem Sturla Kristjánsson var byrj-
aður að feta. Ég hef litið upp til
hans sem skólamanns og held
raunar að það skarð, sem hann
skildi eftir, verði vandfyllt. Hann
hefur verið og er mjög mikill
skólamaður. Ég mun alla tíð
verða ósáttur við það hvernig
með hans mál var farið.“
Kúrsinum haldið
Trausti segist ekki hafa mótað
sína stefnu sem fræðslustjóri í
smáatriðum. Hann telur að á
undanförnum árum hafi verið
rekin skynsamleg stefna í
fræðslumálum umdæmisins og
þeirri stefnu muni hann kapp-
kosta að fylgja í meginatriðum,
„halda kúrsinum," eins og hann
orðar það.
í umræðum um fræðslumál á
síðustu misserum hefur oft verið
nefnt að beri að fella niður skóla-
skyldu nemenda í grunnskólum.
Kennarar virðast skiptast í tvær
fylkingar, ekki ósvipaðar að*
stærð, f afstöðunni til skólaskyld-
unnar. Verðandi fræðslustjóri
var inntur eftir hans afstöðu til
þessa umdeilda máls. „Ég er ekki