Dagur - 21.03.1989, Side 6
6 - DAGUR - Þriöjudagur 21. mars 1.989
Sauðárkrókur:
Heimkoma Drangejjar
og Skagfirðings
Nýju togarar Útgerðarfélags
Skagfirðinga og Fiskiðju Sauð-
árkróks, Drangey SK-1 og
Skagfirðingur SK-4, komu í
fyrsta skiptið til heimahafnar
sl. fimmtudag, eftir að hafa
verið í slipp í Bretlandi. Eins
og sagt var frá í blaðinu sl.
föstudag var fjölmenni saman-
komið á hafnarbakkanum á
Sauðárkróki að taka á móti
skipunum og sannkölluð hátíð-
arstemmning ríkti. Það var
líka ástæða fyrir Skagfirðinga
að vera í hátíðarskapi, því með
tilkomu þessara tveggja ísfisk-
togara er verið að stuðla að
stöðugra og öflugra atvinnulífi
við fjörðinn. Núna eru því
fjórir togarar í eigu Skagfirð-
inga, þrír í eigu ÚS og einn í
eigu Fiskiðju Sauðárkróks, en
ÚS mun reka þá alla fjóra.
Það er flestum kunnugt hvern-
ig það gekk fyrir sig að fá þessa
tvo togara í skiptum fyrir hálf-
frystiskipið Drangey á sínum
tíma og ullu skipaskiptin miklu
fjaðrafoki hjá þeim syðra. En
þetta hafðist í gegn og skipin eru
flutti ávarp við móttökuathöfnina.
komin.
Drangey SK-1 er í eigu
Útgerðarfélags Skagfirðinga hf.
Skipstjóri er Björn Jónasson, 1.
stýrimaður er Jón Guðmundsson
og yfirvélstjóri Aron Árnason.
Skipið var áður í eigu Hraðfrysti-
húss Keflavíkur hf. og hét þá
Aðalvík JCE-95. Það var smíðað
á Spáni 1974. Drangey er 451
brúttó smálestir, 47,55 m langt
með 1700 hp. Man-Basan aðal-
vél. Skipið er búið helstu siglinga
og fiskileitartækjum, sem algeng-
ust eru í skuttogurum af þessari
stærð.
Skipið fór eina veiðiferð í
byrjun árs, undir merkjum nýrra
eigenda, og seldi afla sinn í Eng-
landi, áður en það fór í slipp til
viðhalds og endurbóta í Hull í
byrjun febrúar sl. Áætlaður við-
gerðartími varð rúmlega einni
viku lengri, heldur en gert var
ráð fyrir, en áætlaður kostnaður
stóðst. Áður en skipið heldur á
veiðar, verða gerðar lagfæringar
á aðstöðu á millidekki. Sú fram-
kvæmd hefur verið undirbúin af
viðhaldsverkstæði ÚS, sem mun
sjá um verkið. Stefnt er að þvf að
Drangey haldi á veiðar eftir
páska.
Skagfirðingur SK-4 er í eigu
Eins og sjá má var fjölmenni samankomið á bryggjunni að fagna nýju tog-
urunum og hér eru þeir báðir lagstir að.
Að lokinni móttökuathöfn á bryggjunni var öllu starfsfólki Útgerðarfélags
Skagfirðinga og Fiskiðju Sauðárkróks boðið í kaflí í Naustinu.
Drangey SK-1 leggst að bryggju í Sauðárkrókshöfn í fyrsta skiptið.
Skagfirðingur SK-4 siglir inn í Sauðárkrókshöfn í fyrsta skiptið, fánum
prýddur og nýmálaður.
Frá Kyörbúðiim fCfEA,
Til páskanna
á ti I boðsverði
Súkkulaði- og vanilluskafís frá Emmess
Fransman franskar 2Vi kg í poka
Ger/ð góð kaup
Fiskiðju Sauðárkróks hf. Skip-
stjóri er Kristján Helgason, Þor-
móður Birgisson er 1. stýrimaður
og yfirvélstjóri er Ómar Har-
aldsson. Sem kunnugt er var
skipið áður í eigu Hraðfrysti-
húss Keflavíkur og hét þá Berg-
vík KE-22. Það er smíðað 1972 í
Noregi fyrir Isfirðinga og hét þá
Júlíus Geirmundsson ÍS. Skag-
firðingur er 407 brúttó rúmlestir
að stærð, 46,56 m langur og með
1750 hp. Wickmann aðalvél.
Skipið er búið öllum nauðsynleg-
um siglinga- og fiskileitartækjum
og er tilbúið til veiða. Það var
afhent um áramót og fór stutta
veiðiferð og landaði á fiskmarkað
syðra. Síðan fór Skagfirðingur í
veiðiferð með karfa á Þýska-
landsmarkað, sem skilaði ein-
hverju hæsta einingaverði sem
þar hefur fengist.
Skagfirðingur var í slipp á
sama stað í Hull og Drangey, hjá
skipsmíðastöðinni Globe Engin-
eering. Leitað var sameiginlegra
tilboða vegna skipanna tveggja
hjá skipasmíðastöðvum hér á
landi og í þrem öðrum löndum.
Tilboði Globe var tekið, þar sem
það reyndist hagstæðast, bæði
hvað varðaði verð og viðgerðar-
tíma. Skipatækni hf. í Reykjavík
aðstoðaði við áætlanir og útboð.
Kvótar skipanna fjögurra,
miðað við aflamark, eru samtals
10.250 tonn, sem eru 7.893
þorskígildi. Hegranes og Skáfti
verða á sóknarmarki, en Drang-
ey og Skagfirðingur á aflamarki.
Aflamark er valið til þess að nýta
hagstæðari skiptingu eftir teg-
undum hjá þessum nýju skipum,
heldur en orðið hefði ef Norður-
landskvóti hefði gilt og ennfrem-
ur eru möguleikar að bæta við
kvóta frá öðrum, þegar um afla-
mark er að ræða.
Húftryggingarverð skipanna er
nú um 650 milljónir króna. Áætl-
un um heildar söluverðmæti afla
1989 er 470 milljónir króna og
útflutningsverð framleiðslu fisk-
vinnslustöðvanna á árinu, á þeim
fiski sem kemur til vinnslu hjá
þeim, er um 650 milljónir króna.
Sem fyrr segir kemst Drangey
ekki á veiðar fyrr en eftir páska,
en Skagfirðingur hélt á veiðar í
gærkvöldi og mun veiða yfir
páskahátíðina, sömuleiðis Skafti
SK-3. -bjb