Dagur - 21.03.1989, Síða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 21. mars 1989
B-íslandsmót í vaxtarrækt:
íþróttir
Vel hepnað Islandsmót
- Norðlendingar stóðu sig vel
Á laugardaginn var haldið B-
íslandsmótið í vaxtarrækt í
Sjallanum á Akureyri. Kepp-
endur voru sextán frá Akur-
eyri, Húsavík, Reykjavík og
Kópavogi. Efstu menn í hverj-
um flokki unnu sér rétt til að
taka þátt í íslandsmótinu sem
fram fer í Reykjavík um næstu
helgi.
Ársþing H.S.Þ.:
Jónas íþróttamaður
ársins hjá H.S.Þ.
Jónas Öskarsson sundmaður
úr Yölsungi var valinn íþrótta-
maður HSÞ 1988. Þetta kom
fram á ársþingi HSÞ sem hald-
ið var á Grenivík um helgina.
Þingið var vel sótt og þar var
Jón Benónýsson kosinn nýr
formaður í stað Ingólfs Freys-
sonar sem ekki gaf kost á sér.
Jónas Óskarsson náði mjög
góðum árangri á Heimsleikum
fatlaðra í Kóreu síðasta haust og
var þar að auki í sundliði HSÞ
sem sigraði í 2. deildinni í fyrra.
Jónas var valinn íþróttamaður
Húsavíkur árið 1980 og 1988 og
íþróttamaður ársins hjá fötluðum
árið 1984 þannig að hann er van-
ur að fá slíkar viðurkenningar.
Á ársþinginu fengu þau Hilmar
Ágústsson sundmaður og Ágústa
Pálsdóttir hlaupakona einnig
viðurkenningu fyrir góðan árang-
ur í íþrótt sinni.
Jónas Óskarsson, nýkjörinn íþróttamaður ársins hjá H.S.Þ.
Margir áhorfendur mættu í
Sjallann og voru menn sammála
um að mótið hefði heppnast
mjög vel. Að vísu mættu einungis
tvær stúlkur til leiks að þessu
sinni en þær hafa oftast verið
fleiri.
Kynnir á mótinu var Konráð
Jóhannsson og stóð hann sig vel í
því hlutverki, eins og við mátti
búast. Yfirdómari var Hjalti
Gestsson en ásamt honum voru
þau Kristín Alfreðsdóttir, Svanur
Kristjánsson, Jón Knútsson og
Þórhallur Jónsson í dómnefnd-
inni. En lítum þá á úrslitin í ein-
stökum flokkum.
Unglingaflokkur -70 kg
1. Kristján Jónsson Kópavogi
2. Jóhann V. Gunnarsson Akureyri
3. Aðalsteinn Finnbogason Garðabæ
Unglingar +80 kg
1. Magnús Bess Hafnarfirði
2. Jón Þorsteinsson Húsavík
Fullorðnir -80 kg
1. Kjartan Guðbrandsson Reykjavík
2. Kristján Hjálmarsson Húsavík
Fullorðnir -90 kg
1. Ingi J. Valsson Akureyri
2. Magnús Óskarsson Reykjavík
3. Jónas V. Sveinsson Akureyri
Konur-52 kg
1. Lilja Hjartardóttir Akureyri
Konur +57 kg
1. Lóa Jónsdóttir Hvolsvöllur
!f Í jtl
'l) ■ '!*
JitíiA/
i * .
Kristján Hjálinarsson frá Húsavík sigraði í keppni í frjálsri aðferð. Mynd: ap
Akureyrarmót í júdó 5-12 ára:
Góð þátttaka í mótinu
- yfir 60 keppendur
Tilkynning
frá Rafveitu Akureyrar
Lokað verður eftir hádegi í dag vegna jarðar-
farar.
Rafveita Akureyrar.
Akureyrarmót í júdó 5-12 ára
var haldið í íþróttahöllinni á
laugardaginn og var mjög góð
þátttaka í mótinu.
Keppnisfyrirkomulag var með
þeim hætti að raðað var í flokka
eftir þyngd, aldri og getu, þannig
að í hverjum flokki voru alltaf 3-
4 sem voru svipaðir að styrkleika.
Þetta gerir það að verkum að
keppni í hverjum flokki er mjög
jöfn. Brýnt er fyrir keppendum
að ekki skipti máli hver vinni,
aðeins að hver og einn geri sitt
Síðasta blað fyrir páska kemur út á skírdag 23. mars.
Fyrsta blað eftir páska kemur út miðvikudaginn 29. mars.
Auglýsingar í skírdagsblaðið þurfa að hafa borist auglýsingadeild
fyrir kl. 11.00 miðvikudaginn 22. mars, 3ja dálka auglýsingar eða
stærri þurfa að berast auglýsingadeild fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn
21. mars.
auglýsingadeild
sími 24222
J
besta og vandi sig.
Keppendur á mótinu voru að
þessu sinni 61, bæði strákar og
stelpur. Að vísu voru strákarnir
fleiri en samt sem áður mættu
þarna rúmlega tíu galvaskar
stúlkur, flestar í yngri flokkun-
um.
Að sögn Jóns Óðins Óðinsson-
ar, þjálfara, er mikill áhugi hjá
þessum yngstu keppendum að
taka þátt í mótum, en stefnan hjá
júdódeild KA sé að kenna þess-
um ungu júdómönnum að bera
virðingu fyrir íþróttinni og and-
stæðingunum. Ekki sé lagt mikið
upp úr því að sigra heldur að vera
með, enda komi sigurviljinn
síðar.
Blaðamaður getur vitnað um
að krakkarnir stóðu sig öll mjög
vel og var gaman að fylgjast með
hve öguð þau voru í allri fram-
komu.
„Æ, þarftu endilcga að vera að taka mynd af mér núna, þegar ég ligg í gólf-
inu,“ gæti þessi ungi júdómaður verið að hugsa, þegar ljósmyndarinn smellti
mynd af lionum á Akureyrarmótinu á laugardaginn. Mynd: ap.