Dagur - 21.03.1989, Side 16
Hl
TEKJUBRÉF• KJARABRÉF
QJ>
FJARMAL ÞIN - SÉRGREIN OKKAR
Akureyri, þriðjudagur 21. mars 1989
^FIÁRFESTINGARFÉIAGIÐ
Ráðhustorgi 3, Akureyri
Húsavík:
Eldur laus í íbúð um hánótt
flölskylda bjargaðist úr reykkófi
Aðfaranótt sunnudags varð
eldur laus í íbúð í fjölbýlishúsi
að Grundargarði 13 á Húsavík.
Hjón með tvö ung börn sváfu í
íbúðinni en til allrar guðsmildi
vaknaði fjölskyldufaðirinn og
kom konu og börnum út úr
íbuðinni áður en nokkurt
þeirra sakaði. Töluvert tjón
varð í íbúðinni, aðallega af sóti
og reyk, auk þess sem eldhús-
innrétting skemmdist af eldi.
Norðurland vestra:
Ekið yfir mann
á Skagaströnd
Helgin hjá lögreglumönnum á
Norðurlandi vestra var með
eindæmum róleg, enda veður
hið fegursta og ákjósanlegt til
útivistar. En það var svo í gær
að til tíðinda tók að draga á
Akureyri:
13 árekstrar
á þrem dögum
Óvenju margir árekstrar urðu
á Akureyri um síðustu helgi.
Frá föstudegi og fram að
hádegi í gær voru alls 13
árekstrar skráðir í bækur lög-
reglunnar. Hálka var mikil á
götum, sérstaklega þegar líða
tók á föstudaginn, og setti hún
sitt mark á umferðina.
Að öðru leyti var helgin með
rólegra móti hjá lögreglunni á
Akureyri. Einn ökumaður var
tekinn grunaður um ölvun við
akstur og þrír einstaklingar gistu
fangageymslur lögreglunnar.
í gær var leiðindaveður á
Akureyri eins og víðast hvar en
vegir sæmilega færir innanbæjar.
SS
nokkrum stöðum, svo ekki sé
minnst á veðrið; hríðina og
rokið sem byrjaði að dynja á
Norðlendingum í gær. Með
slíku veðri kom það ekki á
óvart að rafmagnstruflanir
voru víða, einkum á Hofsós-
línu, frá Sauðárkróki til
Hofsóss, en sú lína datt út yfir
20 sinnum í gær sökum veðurs.
Á Skagaströnd varð það óhapp
í gærmorgun að maður varð und-
ir vörubíl. Manninum skrikaði
fótur og lenti undir öðru aftur-
hjóli vörubílsins, sem er 6 hjóla
en var ekki með neitt á pallinum.
Bíllinn fór alveg yfir manninn, en
svo ótrúlega vildi til að hann
slapp án nokkurra meiðsla, til
allrar hamingju. Rafmagn datt út
á Skagaströnd í gær, þar sem lín-
an frá aðveitustöðinni í fjallinu
fyrir ofan Skagaströnd slitnaði.
Þá var smávægilegur árekstur á
Hvammstanga í gær, eða „smá
nudd“, eins og lögreglan komst
að orði, engin meiðsl á fólki og
litlar skemmdir á bílum. Hjá lög-
reglunni á Sauðárkróki og Blöndu-
ósi var helgin róleg, svo og gær-
dagurinn síðast þegar að fréttist,
nema hvað veðrið fór illa í menn
eftir einmuna veðurblíðu síðustu
daga. -bjb
„Það var hryllilegt að vakna
við þetta,“ sagði húsbóndinn,
Steingrímur Kr. Sigurðsson,
aðspurður um þessa lífsreynslu.
Steingrímur er bakari og því van-
ur að vakna snemma á morgn-
ana. Hann gerir sér ekki grein
fyrir hvort það var af vana sem
hann vaknaði um kl. 4.30 um
nóttina, eða hvort það var vegna
óþæginda af reyk sem fyllti íbúð-
ina. „Það var allt fullt af reyk og
allt í björtu báli í eldhúsinu,“
sagði Steingrímur sem var fljótur
að vekja konu sína og hlaupa út
úr íbúðinni með drengina þeirra
tvo, sem eru þriggja ára og sjö
mánaða.
Lögregla kom fyrst á vettvang
og hafði að mestu ráðið niðurlög-
um eldsins er slökkviliðið kom.
Slökkviliðsmenn þurftu þó að
rífa hluta elhúsinnréttingar til að
komast að glæðum.
Telja má mikla mildi að Stein-
grímur skyldi vakna í tíma til að
koma fjölskyldunni út úr reyk-
kófinu, enda segist hann ánægður
með hve vel þau hafi sloppið. IM
Bókamarkaðurinn er kominn til Akureyrar og hér má sjá viðskiptavin glugga
í bók Páls í Sclárdnl, Kennimark Kölska. Mynd: TLV
Vonskuveður á Norðurlandi:
Bílar lokuðnst milli
snjoflóða í Múlanum
- allir vegir ófærir í gær
Tvö snjóflóð féllu í Ólafsfjarö-
armúla sl. laugardagskvöld
og lokuðust þrír bílar á milli
þeirra, komust hvorki aftur á
bak né áfram. Farþegar í bíl-
unum komust aftur til byggða
Tel mig lánsama að hafa
búið svo lengi á Akureyri
segir Bergljót Rafiiar, bæjarfuUtrúi
I dag situr Bergljót Rafnar,
bæjarfulltrúi á Akureyri, sinn
síðasta bæjarstjórnarfund því
hún og maður hennar, Bjarni
Rafnar læknir, flytja úr bæn-
um um næstu mánaðamót.
Bergljót var í 3. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar
1986. Hún var varabæjarfulltrúi
1982-86. „Ég er lánsöm að hafa
fæðst íslendingur og þaðan af
lánsamari að hafa fengið að eyða
svo miklum hluta ævinnar í besta
bæ í heimi, Akureyri. Akureyri,
þessi góði bær, á skilið að vera
vel stjórnað og það er gert nú.
Það er kannski nokkuð djúpt í
árinni tekið að segja að Akureyri
sé besti bær í heimi en það finnst
mér þó, ekki síst með tilliti til
stærðar bæjarins. Skólarnir bjóða
Bergljót Rafnar.
upp á að fólk getur haft börnin
heima fram að tvítugu. Hér er
því hægt að ala upp börn á
áhyggjulítinn hátt, bærinn er af
svo heppilegri stærð" sagði
Bergljót, er hún var spurð þeirrar
spurningar hvað hcnni væri efst í
huga á þessum tímamótum.
Bergljót sagði ennfremur að
það hefði verið mjög ánægjulegt
að fá að starfa með því ágæta
fólki sem skipar Bæjarstjórn
Akureyrar. Samstarfið innan
bæjarstjórnarinnar væri gott og
margs góðs væri þaðan að
minnast. Hún ætti þá ósk til
handa Akureyrarbæ að eiga
ávallt góðar bæjarstjórnir,
skipaðar fólki sem vildi hafa vað-
ið fyrir neðan sig.
Hjónin Bergljót og Bjarni
Rafnar hafa búið á Akureyri í
áratugi, Bjarni hefur starfað við
FSA í nærfellt 40 ár, þar af sem
yfirlæknir síðan um 1970. EHB
með aðstoð lögreglunnar í
Olafsfirði. Vegurinn í Múlan-
um er því lokaður og í gær var
þar slæmt veður og ekki hægt
að ryðja.
Samkvæmt upplýsingum hjá
lögreglunni í Ólafsfirði gekk vel
að koma fólkinu til byggða en
snjóflóðahætta var mikil í Múlan-
um. Að öðru leyti var helgin tíð-
indalítil hjá lögreglunni en ölvun
var nokkur í bænum og gisti einn
fangageymslur.
Á Siglufirði var leiðindaveður í
gær en það olli engum vandræð-
um. Menn vonuðust bara til að
þessu hreti ýrði lokið fyrir skíða-
landsmótið.
Dalvíkingar höfðu svipaða
sögu að segja. Þar var þungur og
blautur snjór og ófært milli Dal-
víkur og Akureyrar. Sævar Freyr
Ingason lögregluþjónn sagði að
helgin hefði verið róleg. Lögregl-
an hefur fylgst vel með öku-
mönnum en þeir virðast hafa lát-
ið bjór og annað áfengi eiga sig.
Hjá Vegagerð ríkisins á Akur-
eyri fengust þær upplýsingar í
gær að allir vegir á Norðurlandi
væru ófærir, a.m.k. vegna
veðurs. Vegagerðin reyndi að
ryðja milli Akureyrar og Húsa-
víkur og Akureyrar og Dalvíkur
en snjóruðningstæki þurftu frá að
hverfa í gærmorgun vegna vonsku-
veðurs. Ekkert var hreyft við
suðurleiðinni í gær og raunar
ekkert hægt að gera fyrr en veðr-
ið gengur niður. SS
Gamli Lundur:
Steingrímur fær
góðar viðtökur
Sýning Steingríms St. Th. Sig-
urðssonar listmálara í Gamla
Lundi á Akureyri hefur fengið
mjög góðar viðtökur. í gær
höfðu hátt í 400 manns séð
sýninguna og 22 myndir voru
seldar af þeim 34 sem voru til
sölu, en alls sýnir Steingrímur
43 verk á sýningunni.
Ýmsar uppákomur hafa verið í
Gamla Lundi í tengslum við sýn-
ingu Steingríms og má þar nefna
ljóðalestur og tónlistarflutning.
Áðspurður sagðist listamaðurinn
vera mjög ánægður með viðtök-
urnar, en sýningunni lýkur í
kvöld kl. 23.30. SS