Dagur - 18.04.1989, Side 6
\~ -63] ö'A\áUR?J-B'f>'ri6ícMaáfdr"'1’8.Raptf)itS89
Kaupfélag Skagfirðinga er
100 ára á þessu ári, en það
var stofnað 23. apríl 1889 af
11 bændum úr Skagafirði og
einum bónda úr A-Húna-
vatnssýslu, sem komu sam-
an á Sauðárkróki. Kaupfélag
Skagfirðinga er þriðja elsta
kaupfélag á landinu, aðeins
Kaupfélag Eyfirðinga og
Kaupfélag Pingeyinga eru
eldri. Nú eru félagsmenn
kaupfélagsins 1727 í 14 fé-
lagsdeildum. Afmælisins
verður minnst nk. sunnudag,
23. apríl, með hátíðardag-
skrá í Iþróttahúsinu á Sauð-
árkróki. Búist er við hundr-
uðum gesta á hátíðina og
verður dagskrá fjölbreytt.
Höfudstödvar Kaupfclags Skagfíröinga á Sauöárkróki við Ártorg.
Kaupfélag Skagfirðinga 100 ára
- Mikið um dýrðir nk. sunnudag - Afmælisins minnst með ýmsum hætti
Afmælisnefnd Kaupfclags Skagfíröinga að störfum á skrifstofu kaupfélagsins við Artorg. Frá vinstri: Magnús Sig-
urjónsson, Konráö Gíslason, Guðbrandur Forkell Guöbrandsson, Ásta Hansen, Erla Einarsdóttir og Inga Valdís
Tómasdóttir. Á myndina vantar formann nefndarinnar, Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra. Mynd: EinhL-rji/öþ
Undirbúningur að 100 ára
afmæli Kaupfélags Skagfirðinga
hófst í raun fyrir 5 árum, þegar
aðalfundur K.S. ákvað að skipuð
yrði sérstök afmælisnefnd til að
undirbúa afmælið. Hennar fyrsti
fundur var svo í nóvember 1986
og síðan hafa fundirnir verið all
margir.
Mikill undirbúningur
að afmælinu
Frá stofnun nefndarinnar hafa
kaupfélagstjórar verið formenn
hennar, fyrst Ólafur Friðriksson,
og núna Þórólfur Gíslason. Aðrir
í nefndinni eru Ásta Hansen,
Svaðastöðum og Erla Einarsdótt-
ir, Sauðárkróki, báðar kjörnar af
aðalfundi, Inga Valdís Tómas-
dóttir, Sauðárkróki, kjörin af
Starfsmannafélagi K.S. og Kon-
ráð Gíslason, Varmahlíð, kjör-
inn af stjórn. Frá upphafi hefur
Guðbrandur Þorkell Guðbrands-
son verið sérstakur ritari og ráð-
gjafi nefndarinnar. Síðan réð
nefndin sér framkvæmdastjóra,
Magnús H. Sigurjónsson. sem
byrjaði í fullu starfi sem slíkur
um mánaðarmótin janúar-febrú-
ar.
Að sögn Magnúsar hefur verið
í nógu að snúast að undirbúa
afmælið og sagði hann að raunar
hafi hann mátt byrja fyrr á því,
því það væri svo margt sem þyrfti
að huga að. Magnús sagði að
mestur tími hafi farið í útgáfu-
málin, m.a. hafi hann séð um að
skrifa brot úr sögu félagsins til
Afmælismerkið sem gert var í tilcfni
100 ára afmælisins. Það var
Kavanagh hjá Auglýsingastofu
Sambandsins sem þaö hannaði.
birtingar í Glóðafeyki og unnið
efni í kvikmynd sem kaupfélagið
lætur gera í tilefni 100 ára afmæl-
isins.
Saga kaupfélagins
kemur út í tveim bindum
Kaupfélag Skagfirðinga ætlar að
minnast tímamótanna á margan
hátt. Hæst ber þar ritun á sögu
kaupfélagins, sem Gísli Magnús-
son frá Frostastöðum tók að sér
að rita. Upphaflega var stefnt að
því að koma ritinu út fyrir afmæl-
ið, en þaö tókst ekki þar sem
verkið var mun yfirgripsmeira en
ætlað var í fyrstu. Nú hefur verið
ákveðið að hafa söguna í tveim
bindum og mun fyrra bindið
koma út að öllum líkindum síðar
á þessu ári.
Þá mun Glóðafeykir, félagsrit
K.S., koma út í kringum afmælis-
hátíðina og verður hann í sér-
stökum hátíöarbúningi í tilefni
afmælisins. Einnig ætlar kaupfé-
lagið að gefa út myndband með
myndum úr sögu télagsins allt frá
upphafi, með texta eftir Gísla
Magnússon, í flutningi Hauks
Þorsteinssonar. Meiningin er síð-
an að dreifa þessu myndbandi í
skóla, til fræðslu og kynningar
fyrir nemendur. Fleira verður
gert í útgáfumálum. Gömul kvik-
mynd frá 1949, sem gerð var í
tilefni 60 ára afmælis K.S., verð-
ur unnin á myndband og þá ætlar
kaupfélagið að gera kvikmynd í
tilefni 100 ára afmælisins. Þar
verður stiklað á stóru í sögu
félagsins, sýndar myndú frá
afmælishátíðinni og viðtöl tekin
við starfsmenn sem unnið hafa
lengi hjá K.S.
Sérstakt afmælis-
merki hannað
í tengslum við afmælið lét kaup-
félagið hanna sérstakt afmælis-
merki. Um það sá Stevens
Kavanagh, auglýsingateiknari
hjá Auglýsingastofu Sambands-
ins. Merkið hefur birtst víða,
m.a. á plastpokum, pennum, öllum-
bréfsefnum, á sérhönnuðum fánum
o.m.fl. Því verður semsagt haldið
víða á lofti út þetta afmælisár. Þá
verða ársreikningar prentaðir í
sérstöku hátíðarformi, en aðal-
fundur félagsins í byrjun maí
verður með sérstöku hátíðarsniði
í tilefni 100 ára afmælisins.
Fjölbreytt dagskrá
á afmælishátíðinni
Ef við víkjum að hátíðardag-
skránni sunnudaginn 23. apríl
nk. í íþróttahúsinu, þá liefst hún
á því að Þórólfur Gíslason, kaup-
félagsstjóri, setur hátíðina. Stef-
án Gestsson, stjórnarformaður
kaupfélagsins, llytur hátíðar-
ræðu. Helgistund verður í umsjá
sr. Hjálmars Jónssonar prófasts.
Því næst syngur Jóhann Már
Jóhannsson einsöng við undirleik
Sigurðar Daníelssonar. Þá verða
ávörp nokkurra gesta, m.a.
Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra
SÍS. Eftir ávörpin verður 32
starfsmönnum kaupfélagsins sem
hafa 25 ára starfsaldur eða meiri,
veitt viðurkenning. Sá sem hefur
elstan starfsaldur hjá K.S. er
Guðmundur Valdimarsson bif-
vélavirki, sem unnið hefur í 53 ár
hjá kaupfélaginu, allt frá 16 ára
aldri.
Að loknum viðurkenningunum
flytja félagar úr Leikfélagi Sauð-
árkróks annálsbrot úr sögu kaup-
félagsins, sem Hjalti Pálsson tók
saman. Síðasta atriði á dag-
skránni verður Karlakórinn
Heimir, sem mun syngja nokkur
lög undir stjórn Stefáns Gíslason-
ar. Veitingar verða fram bornar
að dagskrá lokinni, og á boðstól-
um verður m.a. 12 metra löng af-
mælisterta. Allir Skagfirðingar,
heima og að heiman, svo og aðrir
velunnarar félagsins, eru vel-
komnir til þessarar hátíðar.
Að kveldi sunnudagsins 23.
apríl verður unglingadansleikur í
Félagsheimilinu Bifröst og mun
hljómsveit Geirmundar Valtýs-
sonar leika fyrir dansi frá kl.
21.00 til 1.00 e.m. Aldurstak-
mark verður 12 til 18 ár. Aðgang-
ur að þessum dansleik er að sjálf-
sögðu ókeypis og verður reynt að
auðvelda unglingum úr sveitinni
að sækja hann.
Af öllu ofansögðu er það ljóst
að mikið verður um dýrðir nk.
sunnudag. Kaupfélagsmenn
búast við a.m.k. 500 gestum
á hátíðina í íþróttahúsinu og ekki
kæmi það á óvart að sú tala verði
hærri. -bjb