Dagur - 12.05.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 12. maí 1989
Ný gerð Skoda-bfla á markaðinn:
Ingimar fékk
fyrsta bflinn
I vikunni var Ingimari Eydal
tónlistarmanni á Akureyri,
Skráning hafin
- í Bikarkeppni
Bridgesambands íslands
Skráning í Bikarkeppni Bridge-
sambands íslands er nú hafin á
skrifstofu BSÍ.
Stöö 2 mun greina frá úrslitum
einstakra leikja í keppninni, auk
þess sem sýnt verður beint frá
undanúrslitum og úrslitum í
haust.
Núverandi bikarmeistari er
sveit Pólaris. Sem fyrr segir er
skráning í keppnina hafin og er
tekið á móti skráningum í síma
91-689360.
U.M.F. Skriðuhrepps:
Kökubasar í
göngugötunni
Ungmennafélag Skriðuhrepps
heldur kökubasar í göngugötunni
í dag, föstudag, og hefst hann
kl. 14.00. Þar verða á boðstóln-
um ljúffengar hnallþórur og aðr-
ar veitingar. Upplagt er að birgja
sig upp af kökum fyrir hvítasunn-
una hjá ungmennafélagsfólkinu.
udicntur fyrsti bíllinn á íslandi,
af nýrri gerð frá Skoda-verk-
smiðjunum tékknesku. Bíllinn
heitir Skoda Favorit 136,
árgerð 1989. Hann er nokkuð
öðruvísi en eldri gerðir Skoda
og er hinn glæsilegasti að sjá.
Bíllinn var afhentur hjá Skála-
felli á Akureyri, sem er umboðs-
aðili fyrir Skoda á Norðurlandi.
Að sögn Sigurgeirs Sigurpálsson-
ar hjá Skálafelli, var það löngu
ákveðið að Ingimar fengi fyrstur
íslendinga afhenta þessa nýju
týpu, enda væri hann einn dygg-
asti stuðningsmaður Skoda á ís-
landi. -KK
Haraldur Sigurðsson sölustjóri Jöfurs hf., afhendir Ingimari Eydal fyrsta eintakið af Skoda Favorit 136. Mynd: kl
HofsÓS:
Fjárhagsáætlun Qárhaldsstjórnar
verður afgreidd í næstu viku
Fjárhags- og framkvæmda-
áætlun fyrir Hofsóshrepp, sem
fjárhaldsstjórnin kynnti fyrir
sveitarstjórn hreppsins fyrir
nokkru, verður að öllum lík-
greiðslustöðvun rennur út 18. maí nk.
18. maí nk. og þá mun fjár-
indum endanlega afgreidd í
næstu viku og samþykkt hjá
sveitarstjórn Hofsóshrepps.
Framlengd greiðslustöðvun
fyrir Hofsóshrepp rennur út
Vetrarvertíð senn að ljúka á Norðurlandi:
Heldur minni afli borist á land
miðað við sama tíma í fyrra
í gær lauk formlegri vetrar-
vertíð fyrir Suður- og Vestur-
landi en samkvæmt upplýsing-
um blaðsins, stendur vertíðin
hér fyrir norðan fram undir
næstu mánaðamót, alla vega á
meðan eitthvað er að hafa.
Aflabrögð fyrir Norðurlandi
hafa verið nokkuð misjöfn í
vetur en frá áramótum hafa
borist á land 41.122 tonn á
móti 47.630 tonnum á sama
tímabili í fyrra, miðað við
óslægðan fisk, samkvæmt töl-
um frá starfsmanni Fiskifélags
íslands á Norðurlandi.
í aprílmánuði bárust á land
13.664 tonn af óslægðum fiski, til
verstöðva frá Hvammstanga að
Þórshöfn en á sama tíma í fyrra
bárust 15.683 tonn til þessara sömu
staða. Um er að ræða 17 löndun-
arstaði og í 9 þeirra hefur orðið
aukning á afla í apríl, miðað við
sama tíma í fyrra. Þó má geta
þess að þrír norðlenskir frysti-
togarar lönduðu um 2000 tonnum
í Hafnarfirði í síðasta mánuði.
Mestur afli barst á land á
Akureyri, 3.198 tonn, á Dalvík
bárust á land 1.731 tonn, 1509
tonn til Ólafsfjarðar og 1403 tonn
til Húsavíkur. Lang stærsti hluti
aflans er togarafiskur.
Rækjuveiði hefur einnig geng-
ið mjög misjafnlega í vetur og
mun minni afli hefur borist á land
á Norðurlandi, fyrstu fjóra mán-
uði ársins en á sama tíma í fyrra.
Er það einnig vegna þess að færri
skip stunda rækjuveiðar nú en í
fyrra. Fyrstu fjóra mánuði ársins,
bárust 1.560 tonn af rækju á land
á Norðurlandi en 3.093 tonn á
sama tfma í fyrra.
Loðnuveiðinni lauk í síðasta
mánuði en þá bárust 2.207 tonn
til Krossanesverksmiðjunnar á
Akureyri.
í eftirfarandi töflu má sjá afla
af óslægðum fiski og rækju í
hverri verstöð á Norðurlandi í
síðasta mánuði og einnig á sama
tíma í fyrra. Einnig heildaraflann
á svæðinu frá áramótum og á
sama tíma í fyrra. -KK
Afli í hverri verstöð á Norðurlandi, miðað við óslægðan físk
1989 1988
Hvammstangi lótonn 35 tonn
Skagaströnd 821 tonn 1.906 tonn
Sauðárkrókur 618 tonn 1.000 tonn
Hofsós 71 tonn 179 tonn
Siglufjörður 903 tonn 1.479 tonn
Ólafsfjörður 1.509 tonn 1.411 tonn
Grímsey 271tonn 206 tonn
Hrísey 428 tonn 427 tonn
Dalvííc 1.731 tonn 2.003 tonn
Árskógsströnd 696 tonn 642 tonn
Hjalteyri 107 tonn 4 tonn
Akureyri 3.198 tonn 3.918 tonn
Grenivík 345 tonn 216 tonn
Húsavík 1.403 tonn 1.184 tonn
Kópasker 63 tonn 31 tonn
Raufarhöfn 582 tonn 597 tonn
Þórshöfn 915 tonn 445 tonn
Aflinn í apríl 13.664 tonn 15.683 tonn
Aflinn jan-mars 27.458 tonn 31.947 tonn
Aflinn frá áramótum 41.122 tonn 47.630 tonn
Rækja
Hvammstangi 71 tonn 55 tonn
Blönduós 175 tonn 163 tonn
Skagaströnd 85 tonn 21 tonn
Sauðárkrókur 42 tonn 99tonn
Siglufjörður Otonn 103 tonn
Ólafsfjörður Otonn 28 tonn
Dalvík 200 tonn 137 tonn
Árskógsströnd 3 tonn 0 tonn
Akureyri 59 tonn 166 tonn
Húsavík 74 tonn 30 tonn
Kópasker 0 tonn 43 tonn
Aflinn í apríl 709 tonn 845 tonn
Aflinn í jan-mars 851tonn 2.248 tonn
Aflinn frá áramótum 1.560 tonn 3.093 tonn
Loðna
Akureyri 2.207 tonn
haldsstjórnin skila af sér, um
leið og reikningar fyrir síðasta
ár verða lagðir fram. Að sögn
Björns Níelssonar sveitarstjóra
á Hofsósi hafa verið gerðar
breytingar á fjárhagsáætlun-
inni, frá því hún var kynnt
fyrst. „Næsita ár verða menn
að halda sér innan ákveðins
ramma, það verður lítið um
framkvæmdir á vegum
hreppsins,“ sagði Björn.
Björn sagði að helst yrðu smá-
vegis framkvæmdir í kringum
höfnina og vatnsveituna, en að
öðru leyti yrði lítið gert. „Við
erum það vel sett með götur og
annað, þurfum ekkert að hugsa
um það núna. Svo er auðvitað
alltaf þetta eðlilega viðhald,“
sagði Björn ennfremur.
Greiðsluplan hefur verið gert
til 3ja-4ra ára, en eiginleg fjár-
hagsáætlun, eins og aðrar sveita-
stjórnir gera, er til eins árs.
Aðspurður sagði Björn að
atvinnuástand á Hofósi færi batn-
andi, eftir mjög bágt ástand í
vetur. Næg vinna er nú í frysti-
húsinu, þar sem 50-60 manns
starfa. „Þetta er að glæðast. Það
fiskast alltaf meira á sumrin, það
hefur verið reynslan þau ár sem
ég hef fylgst með þessu," sagði
Björn að lokum. -bjb
Fjárhagsáætlun Þórshafnarhrepps
í burðarliðnum:
Gatnagerð og bygging par-
húsa stóru verkefiiin í ár
Þessa dagana er verið að ganga
frá fjárhagsáætlun Þórshafnar-
hrepps. I kvöld verður borg-
arafundur á vegum hreppsfé-
lagsins um fjárhags- og fram-
kvæmdaáætlun sveitarfélags-
ins og að honum loknum mun
hreppsnefnd afgreiða hana
endanlega.
Að sögn Daníels Árnasonar er
síður en svo uppgjöf í mönnum
þótt síðustu mánuðir og ár hafi
verið um margt byggðarlaginu
erfiðir, Verkefnum sem byrjað
var á á sl. ári verður fram haldið
í ár og nefnir Daníel í því sam-
bandi gatnagerð og byggingu
tveggja parhúsa með fjórum
íbúðum í kaupleigu- og leigu-
kerfi. Þá er stefnt að því að gera
endurbætur á hreppsskrifstofum
og umtalsverðum fjármunum
verður varið til íþrótta og
æskulýðsmála. Til dæmis var í
vetur fest kaup á skíðatogbraut
og ætlunin er í sumar að ganga
frá heitum pottum við sundlaug-
ina. Þá verður aðstaða frjáls-
íþróttamanna á íþróttavellinum
lagfærð, t.d. kasthringir og
stökkgryfjur. óþh
Raufarhöfn:
Góðar atvimuihorfiir
Þó verður stefnt að því að
ljúka lagningu slitlags á götur á
staðnum sem byrjað var á á sl.
ári. Þá verður að öllum líkindum
farið í skólplagnir á sumrinu.
í ár og á sl. ári hafa verið
byggð 6 hús á Raufarhöfn og það
eitt gefur vísbendingu um að
atvinnulíf sé í góðu lagi á
staðnum.
Atvinnuhorfur eru góðar á
Raufarhöfn í sumar. Jöfn og
góð atvinna hefur verið þar að
undanförnu og á því verða
fyrirsjáanlega engar breytingar
á næstunni. Að sögn Sigur-
bjargar Jónsdóttur, sveitar-
stjóra Raufarhafnarhrepps,
mun sveitarfélagið ekki ráðast
í stórframkvæmdir á þessu
sumri. Ekki hefur verið gengið
frá fjárhagsáætlun hrepps-
félagsins en Sigurbjörg segir að
ekki verði stórar upphæðir
aflögu til framkvæmda.
Að sögn Sigurbjargar er ennþá
gífurlegur snjór á Raufarhöfn og
þarf verulega sterka sólargeisla
og sunnanvinda til að bræða hann
allan. óþh