Dagur - 12.05.1989, Síða 4

Dagur - 12.05.1989, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 12. maí 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON ((þróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Guðrúnarræða Helgadóttur í fyrrakvöld gerði Guðrún Helgadóttir, forseti samein- aðs þings, sig enn einu sinni að athlægi vegna hvala- málsins svonefnda. Að þessu sinni fór hún í ræðustól á Alþingi til þess arna, en flestum er enn í fersku minni „einstök" frammistaða hennar í umræðuþætti í Sjón- varpi eftir sýningu myndar Magnúsar Guðmundsson- ar, „Lífsbjörg í Norðurhöfum." Guðrún Helgadóttir er enn við sama heygarðshornið í afstöðu sinni til hvalveiða íslendinga. Hún er slegin sömu blindunni og fyrr hvað varðar starfsaðferðir grænfriðunga, sem hún greinilega trúir enn að séu allra manna heiðarlegastir og vandaðastir í vinnu- brögðum, þrátt fyrir sannanir um hið gagnstæða. Upphlaup Guðrúnar á þingi í fyrrkvöld kom í framhaldi af svari Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, við fyrirspurn Karvels Pálmasonar um það hvort íslensk stjórnvöld (sjávarútvegsráðuneytið) hefðu styrkt Magnús Guðmundsson á einhvern hátt við gerð myndarinnar „Lífsbjörg í Norðurhöfum". Sjávarútvegs- ráðherra upplýsti í svari sínu að Magnús hefði tvívegis hlotið styrk frá ráðuneytinu til að afla upplýsinga við gerð myndarinnar. Samtals mun þessi styrkur hafa numið um 400 þúsund krónum. Það var greinilega 400 þúsund krónum of mikið að mati Guðrúnar Helgadótt- ur, því ræðan sem hún flutti í kjölfarið á sér fá dæmi á þingi hvað varðar svívirðingar og gífuryrði, jafnt í garð stjórnvalda sem aðstandenda fyrrnefndrar myndar. Eru menn þó ýmsu vanir á þessum vettvangi. Með þessum viðbrögðum sínum beit Guðrún endan- lega höfuðið af skömminni, að svo miklu leyti sem það var hægt í hennar tilfelli. Staðreyndin er sú að kvik- myndin „Lífsbjörg í Norðurhöfum" var sannarlega vendipunktur í hvalamálinu. Með sýningu hennar sam- einaðist þjóðin um þá stefnu sem stjórnvöld hafa fylgt ótrauð frá upphafi málsins, nefnilega að íslendingar hafi fullan rétt til að stunda hvalveiðar í vísindaskyni, enda telji þeir sig hafa betri þekkingu á hvalveiðum og lífríki hafsins kringum landið en fullorðin stórborgar- börn úti í heimi. Jafnframt sameinaðist þjóðin gegn ófyrirleitnum áróðursherferðum grænfriðunga og þeim grófu blekkingum sem þeir hafa orðið uppvísir af að beita gagnvart íslendingum og öðrum smáþjóðum í Norðurhöfum - í þeim tilgangi að skaða þær fjárhags- lega og fá þær þannig til að lúta vilja sínum. Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við aðstandend- ur myndarinnar „Lífsbjörg í Norðurhöfum“. Staðreynd- in er sú að íslensk stjórnvöld hefðu í raun fyrir löngu átt að vera búin að láta gera mynd eða myndir í þess- um anda, þar sem rétti íslendinga til að hafa sjálfs- ákvörðunarvald í eigin málum er haldið á lofti. Þess vegna fagnaði þorri þingheims þeim upplýsingum sjávarútvegsráðherra að stjórnvöld hefðu veitt fram- leiðendum myndarinnar örlitla aðstoð við gerð hennar, þótt sú aðstoð nemi aðeins brotabroti af heildarkostn- aðinum. En Guðrúnu Helgadóttur var síst þakklæti í huga. Með ræðu sinni á Alþingi í fyrrakvöld hefur Guðrún Helgadóttir ekki aukið virðingu almennings fyrir emb- ætti forseta sameinaðs þings. Það embætti hefur sann- ast sagna sett mikið ofan í vetur. BB. Vigdís Finnbogadóttir sæmd heiðursorðu Rótarý Þann 18. apríl s.l. voru fulltrúar frá Rótarýhreyfingunni á ís- landi í boði forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, að Bessastöðum. Við það tækifæri sæmdi Jón Arnþórsson, umdæmisstjóri Rótarý á íslandi, frú Vigdísi Paul Harris-orð- unni, en *það er heiðursorða hinnar alþjóðlegu Rótarý- hreyfingar, nefnd eftir stofnandanum Paul Harris. Hér að neðan birtist ávarp Jóns Arnþórssonar, umdæmis- stjóra Rótarý á íslandi, sem hann flutti við þetta tækifæri. „Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir. Fyrir hönd hinnar íslensku Rótarýhreyfingar vil ég þakka kærlega fyrir boðið hingað til Bessastaða. Mig langar að gera nokkra grein fyrir þessum félagsskap í fáeinum orðum. í Rótarýklúbbi hittist þver- skurður hinna ýmsu starfsgreina samfélagsins. A hátíðarsam- komu, sem haldin var 15. sept- ember 1934 vegna stofnunar Rótarýklúbbs Reykjavíkur, sem var sá fyrsti hérlendis, mælti Helweg Mikkaelsen frá Kaup- mannahöfn fyrir minni klúbbsins og skýrði frá því að honum hefði verið falið það vandasama starf að ferðast óravegu til þess að gróðursetja Rót'arýfrækorn í þessu norðlæga landi. Kvaðst hann ánægður með för sína og taldi jarðveginn vera næsturn betri en hann hefði búist við að óreyndu. Þessa fundargerð ritaði Bene- dikt Gröndal, ritari klúbbsins, en fyrsti forseti var Knud Ziemsen. Nú starfa 24 klúbbar í öllum landshlutuni með tæpt 1000 félaga. Mannúðarhugsjón Rótarýs er einn af hyrningarsteinum starfs- ins og felst m.a. í svonefndu fjórprófi, sem er stöðug áminn- ing um hvert stefna ber: Er það satt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs? Einn frumherjanna á ísafirði, Ólafur Guðmundsson, komst þannig að orði, er hann ræddi um starf klúbbsins í nóvember 1938: „Þó að rótarýfélagar temji sér þjónustu í þágu alls mannkyns, þá ætti hver klúbbur fyrst og fremst að starfa í þágu síns bæjarfélags, reyna að prýða bæinn sinn og hlúa að atvinnu- vegum hans.“ Þessi hefur enda orðið raunin í starfi. Rótarýmenn hafa víða stuðlað að stofnun skógræktar- félaga, ýmissa mannúðarfélaga og starfað fyrir aldraða. Unnið að því að efla vitund fyrir umhverfinu. Staðið að endur- reisn gamalla húsa og annarra minja. Stutt skólastarf með verð- launum og eflt tónlistaráhuga með hljóðfærakaupum. Stundað margvíslega útgáfustarfsemi og staðið að auki að fjölda erlendra verkefna. Þannig er rótarýmönnum ekki margt óviðkomandi. Þetta hvatn- ingarljóð úr einum þróttmesta klúbbnum, þótt bæjarfélagið telji aðeins tæp 1200 manna, er enn eitt dæmið um aflið sem að baki býr: Eldarnir brenna, elfur tímans renna, ólgandi lífið hefir margt að bjóða. Einn lyftir bjargi, annar stýrir penna. Höfundi lífsins helgum starfið góða. Sagt er að mjór sé mikils vísir og vissulega á það vel við þegar Jón Arnþórsson, umdæmisstjóri Rótarýhreyfíngarinnar á íslandi, afhendir frú Vigdísi Finnbogadóttur heiðursorðu hinnar alþjóðlegu Rótarýhreyfíng- ar, sem nefnd er eftir stofnandanum Paul Harris. Myndir: Gunnar G. Vigfússon. Stúdentarnir 29 ásamt skólastjóra sínum á útskriftardaginn 1. maí. Hildur Sólveig Pétursdóttir, sem tekið hefur hæsta Samvinnuskólapróf frá upphafi er 2. frá hægri í fremstu röð. Þetta eru síðustu stúdentarnir sem útskrifast frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst, sem hér eftir starfar einvörðungu sem sérskóli á háskólastigi. 71. skólaslit Samvinnuskólans: Hæsta einkumi frá upphafí Samvinnuskólanum á Bifröst var að venju slitið 1. maí sl. Að þessu sinni útskrifuðust 29 nemendur með Samvinnuskólapróf sem jafnframt er stúdentspróf. Hæstu einkunn á Samvinnu- skólaprófi að þessu sinni hlaut Hildur Sólveig Pétursdóttir - 9,7 - og kom fram í ræðu Jóns Sig- urðssonar, skólastjóra, við skóla- slitin, að það væri hæsta meðal- einkunn sem nokkru sinni hefur náðst við Samvinnuskólann frá stofnun hans 1918. Við skólaslitin voru nokkur ávörp flutt og skólanum bárust gjafir og kveðjur. í lokaræðu skólastjóra kom fram að hér eftir starfar Samvinnuskólinn einvörð- ungu sem sérskóli á háskólastigi, en nemendum mun nokkuð fjölga á næsta vetri frá því sem var nú í vetur. Framhaldsdeild Samvinnuskól- ans í Reykjavík verður slitið 12. maí nk. og er það einnig í síðasta skipti sem stúdentar munu út- skrifast þaðan.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.