Dagur - 12.05.1989, Page 6

Dagur - 12.05.1989, Page 6
6 - DAGUR - Föstudagur 12. maí 1989 Hvað er að gerast Leikfélag Akureyrar: Lesið úr Kaj Munk í Húsavíkurkirkju - á annan hvítasunnudag Lcikfélag Akureyrar mun flytja dagskrá um skáldprest- inn Kaj Munk í Húsavíkur- kirkju annan hvítasunnudag kl. 16. Þessi dagskrá var flutt á kirkjulistaviku á Akureyri þann 19. apríl og vakti verð- skuldaða athygli. Það er LA og Menningarsamtök Norð- lendinga sem standa fyrir dagskránni. Um er að ræða leiklestur úr verki Guðrúnar Ásmundsdóttur, leikkonu, „Kaj Munk“. Það leik- verk er byggt á ævisögu skáldsins og ræðum hans, sem þýddar eru af Sigurbirni Einarssyni, biskup. En hver var þessi Kaj Munk? Hann var prestur í Vedersö, litlu sveitaþorpi á Jótlandi. Hann var kunnur ræðumaður, ljóðskáld og leikritahöfundur. Þá var hann kunnur af andstöðu sinni við yfir- gang nasista í Danmörku á árum seinni heimsstyrjaldar. Sú and- staða varð honum að aldurtila því nasistar sóttu hann heim 4. janúar 1944 og leiddu hann til aftöku rétt utan við Silkeborg á Jótlandi. Með hlutverk Kajs Munks fer Þráinn Karlsson en aðrir leikend- ur eru Sunna Borg, Sigurveig Jónsdóttir, Theodór Júlíusson og Jón Kristinsson. Ragnheiður Tryggvadóttir stjórnar leiklestr- inum en Björn Steinar Sólbergs- son, organisti í Akureyrarkirju, annast orgelleik. Iistkyrniing í Alþýðubankanum Alþýðubankinn hf. og Menn- ingarsamtök Norðlendinga, MENOR, kynna myndlistar- manninn Jónas Viðar Sveinsson. Jónas er fæddur á Akureyri 1962, hann lauk námi í Málunar- deild Myndlistarskólans á Akur- eyri 1987. Hann hefur haldið eina einkasýningu í Gamla Lundi 1989, auk þess hefur Jónas tekið þátt í samsýningum svo sem, Listahátíð Unga Fólksins að Kjarvalsstöðum 1986, Opnun, samsýning í Glugganum gallerí á Akureyri 1987. Á listkynningunni eru 6 verk öll unnin í akryl á striga á árun- um 1987-1989. Listkynningin er í afgreiðslusal Alþýðubankans á Akureyri, Skipagötu 14 og er opin á afgreiðslutíma bankans. Kynningunni lýkur 30. júní. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Vegna þeirrar umræöu sem verið hefur um ísland og Efnahagsbandalagið gengst Noröurlandsdeild FVH fyrir HÁDEGISVERÐARFUNDI á Hótel KEA, þriöjudaginn 16. maí 1989 kl. 12.15 stundvíslega. Fyrirlesari veröur Ólafur Davíösson framkvæmdastjóri FÍI. Hádegisveröur (kr. 1200) ásamt fróðlegu tækifæri til skoöanaskipta. Látiö vita um fyrirhugaða þátttöku í síma 21210 í síðasta lagi 12. maí. Skorað er á félagsmenn að mæta og taka með sér gesti. Stjórnin. ----------------------------------------- - s AKUREYRARBÆR Dagvistin Síðusel auglýsir eftir forstöðumanni frá 1. ágúst 1989. Dagvistin er 3ja deilda dagvist, leikskóli og dag- heimili. Umsóknir er tilgreina menntun og fyrri störf legg- ist inn á dagvistardeild, Eiösvallagötu 18, fyrir 15. júní. Allar nánari upplýsingar veita hverfisfóstra í síma 24620 og dagvistarfulltrúi í síma 24600 alla virka daga frá 10.00-12.00. Dagvistarfulltrúi. mmmmmmm—mmmmmmmmm—mmi^^^^mmi^ Yngstu nemendur sem taka þátt í sýningunni eru aðeins fjögurra ára gamlir. Nemendasýning hjá Dansstúdíói Mce Þeir sem gaman hafa af dansi ættu að bregða sér í Iþróttahöllina mánudaginn, annan í hvíta- sunnu, því þar ætla börn sem stundað hafa dansnám hjá Dans- síúdíói Alice að bregða sér í dansskóna og sýna færni sína í því sem þau hafa verið að læra í vetur. Yngstu nemendurnir sem taka þátt í sýningunni eru aðeins fjögurra ára gamlir og eru þeir því að stíga sín fyrstu skref á dansgólfinu, en allir nemendur sem lært hafa dans hjá Alice koma fram á sýningunni. Dansatriðin sem sýnd verða eru hin fjölbreytilegustu og ættu því allir að hafa gaman af að koma og fylgjast með. Sýningin verður í íþróttahöllinni á Akur- eyri og hefst hún kl. 16.00. Þang- að eru allir velkomnir og er fólk hvatt til að mæta. „Myndhópurinn“ á Akureyri heldur hvítasunnusýningu sína í Gamla Lundi, og hefst sýningin kl. 14 á laugardag. Á sýningunni verða um 45 verk, vatnslitamyndir, olíumál- verk og pastelmyndir. Myndirnar eru flestar til sölu. Þeir sem taka þátt í sýningunni eru Aðalsteinn Vestmann, Alice Fundur hjá Stóma- samtökunum Á morgun verður haldinn fundur hjá Stómasamtökunum á Norðurlandi. Fundurinn hefst kl. 16.00 og verður hald- inn í húsi Sontaklúbbsins að Aðalstræti 54 á Akureyri. Gestur fundarins verður for- maður Stómasamtakanna í Reykjavík. Hann hyggst segja frá starfsemi samtakanna í Reykja- vík og því helsta sem þar er á döfinni. Þá verða almennar umræður meðal fundargesta. All- ir eru velkomnir á fundinn, jafnt stómasjúklingar sem og áhuga- menn. Sigurðsson, Bernharð Stein- grímsson, Gréta Berg, Gunnar Dúi, Hörður Jörundsson, Iðunn Ágústsdóttir og Ruth Hansen. Iðunn sýnir einnig modelnælur á sýningunni. Sem fyrr sagði hefst sýningin kl. 14 á laugardag. Hún verður opin daglega kl. 14-22 og lýkur á 2. dag hvítasunnu. „Myndhópurinn“ í Gamla Lundi Jón Jónsson, Fremstafélli: Sumardaguriim fyrsti 1989 - með þeim Sigurbjörgu og Bjarna á Fosshóli Það var hvítt og hreint land sem við ókum um með snjóruðning- um á báðar hendur, sumardagur- inn fyrsti og Ljósvetningabúð með hlaðið borð um sig miðja en dúkuð borð með dýru postulíni með öllum veggjum. Hinn gamli Ljósavatnshreppur sem verið hafði frá Skjálfandaflóa og fram til efstu byggða var þó klipptur um þvert árið 1907 og gjörðir af tveir hreppar Bárðdæla- og Ljósa- vatnshreppur sem varað hefir síðan, en hurfu til stuttrar sam- einingar og samverustundar þennan glaðbjarta sólskinsdag í eitt sinni að vori. Það voru eins konar andmæli gegn gervilífi fjöl- miðlafaraldurs þess sem tíðast bregður nú skyttu sinni við þann Mídasar vefnað, sem í ævintýrum gerðist en nú innan fuglafóta og hcitir þá „Sólarferð". Það var brotið blað í sögu Fosshóls við Goðafoss frá þess- um degi að telja. Frá því 1930 að Sigurður Lúther Vigfússon frá Úlfsbæ byggði sér nýbýlið á hraunhól þeim sem áður hét og varð úr bændabýlið Fosshóll og með skjótum hætti þjónustumið- stöð í héraði og þó með árunum miklu stærri hrings en eitt sýslu- félag rúmi. Hér reis af grunni og varð frægur staður í landslagi og umferð: Símstöð, pósthús, olíusala, ferðaþjónusta með greiðasölu og þó ekki minna fyrirgreiðslugjöfum og urðu Sigurður Lúther og Hólmfríður móðir hans af staðnum fræg og staðurinn afþeim. Stóð svo lengi. Árið 1951 hófst Kaupfélag Svalbarðseyrar handa og byggði verslunarhús nærri gljúfurbarmi Skjálfandafljóts og rak þar versl- un fram til síðustu tíma að Kaup- félag Þingeyinga tók við þessu verki og sinnir því nú. Við fráfall Sigurðar Lúthers 1958 hljóðnaði nokkuð um stað um stund, en menn koma oftast í manna stað. Árið 1960 keyptu þau Fosshól og fluttu þangað Sig- urbjörg Magnúsdóttir og Bjarni Pétursson með þingeysku og reykvísku bændablóði og því til staðfestu dvöldu þau nokkur ár í Ameríku við landbúnað, naut- griparækt og akuryrkju í félags- búskap. Sigurbjörg og Bjarni hafa síð- an um þrjátíu ár borið þessa sömu reisn Fosshóls á herðum sér með alla upptalda þjónustuþætti í hendi, þangað til hin miklu umsvif og skipulagshæfni vorrar stjórnsýslu og ráðgjafar, hefir nærri fullmalað í sinni stóru kornmyllu og gert af góða máltíð. Einhverjum kann að sýn- ast að Fosshóll sé á líðandi stund rúinn þeim mannaverkum sem talin voru staðnum mest til gildis, jafnvel hið græna tún á erfitt að vaxa upp úr sinni eigin sinu. Það var líka mikill óróleiki um byggð þegar hinn fágæti Þóroddur lækn- ir á Breiðumýri talaði um nýskip- un heilsugæslu og þjónustu við bágindafólk. Nú finnur nærri hver maður sinn óróleika best kominn þar sem hið almenna athvarf fer hendi um. Enn er Fosshóll á sínum kross- götum héraðs, þar sem örlaga- leiðir liggja um og straumar tím- ans falla framhjá. Innra með mér í barmi, á ég ofurlítið skrín. Það er frá þeim oddvitatíma Bjarna Péturssonar um tólf ára skeið, sem stendur mér nokkuð nærri þegar borað var eftir heita vatn- inu og Stórutjarnaskóli byggður og hnotabit manna ekki einu sinni ör á hörundi nýrrar bernsku- tíðar. Við kvöddum þau Sigurbjörgu og Bjarna í tæru sólskini en á svölu vori sem ætti að vera hlýtt. En fölskvalaust er þakklæti sem þau áttu í verki sínu á öld þeirrar þjóðlífshungurvöku sem gefur orðum nýja merkingu en gerir önnur merkingarlaus. Einnig þá munu spretta nýir menn fyrir norðan þó reynsluríkt fólk flytji suður þangað sem alltaf vantar úrræði og forsjá. Ég bið þeim vinum mínum góðs gengis hvar sem þeim velst verustaður. 25. apríl 1989 Jón Jónsson Fremstafelli.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.