Dagur - 19.05.1989, Side 15
Föstudagur 19. maí 1989 - QAGUR - 15
-
íþróttir
Knattspyrna:
Þórsarar falla í 2. deild
- samkvæmt spá fyrirliða, þjálfara og forsvarsmanna 1. deildarfélaga
Keppnin í 1. deildinni í knatt-
spyrnu hefst um þessa helgi.
Þórsarar leika gegn Víkingum
á Þórsvelli á sunnudaginn kl.
14.00 og KA leikur gegn FH á
æfingagrasvelli Hafnfirðing-
anna í Kaplakrikanum. A
blaðamannafundi með félög-
unum í gær var kynnt spá for-
ráðamanna 1. deildarfélag-
anna og þar var Frömurum
spáð Islandsmeistaratitlinum
og Þórsurum og Keflvíkingum
falli.
Fundurinn fór fram í Reykja-
vík en símalínur voru opnar til
Akureyrar. Þar kom fram að
Málningarverksmiðjan Harpa
styður við mótið að þessu sinni
og verður það því nefnt Hörpu-
mótið í knattspyrnu.
í máli Stefáns Gunnlaugssonar
formanns knattspyrnudeildar KA
kom fram að það er frágengið að
Ormarr Örlygsson kemur til
landsins frá V-Þýskalandi til að
leika nokkra leiki með KA-liðinu
í júnímánuði, áður en hann kem-
ur alkominn til landsins í lok þess
Hlynur Birgisson og félagar hans í Þórsliðinu eru staðráðnir í því að afsanna spána um fall í 2. deild og byrja á leikn-
um gegn Víkingum á sunnudaginn.
„Förum ekki meö beyg í bijósti“
- segir Guðjón Þórðarson þjálfari KA um FH-leikinn
„Leikurinn leggst vel í mig,
þakka þér fyrir,“ sagði Guðjón
Þórðarson þjálfari KA í knatt-
spyrnunni er hann var inntur
eftir því hvernig honum liði
vegna leiksins við FH á sunnu-
daginn.
„Við förum ekki með beyg í
brjósti til þessa leiks því allir leik-
menn eru heilir og við erum
staðráðnir í þvf að standa okkur í
þessum fyrsta leik,“ sagði þjálfar-
inn.
Samkvæmt spám í fjölmiðlum
að undanförnu virðast flestir hafa
trú á því að KA-liðið eigi eftir að
1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2
Samvinnuslagur
Jón Sigurðarson forstjóri Álafoss virðist vera einn slungnasti
tipparinn sem tekið hefur þátt í getraunaleiknum í vetur. Hann
var með 7 rétta í síðustu viku, sem er eitt það hæsta sem náðst
hefur, og bar þannig sigurorð af Aðalsteini Helgasyni aðstoðar-
forstjóra fyrirtækisins. Jón segir að varla sé nokkur eftir innan
fyrirtækisins til að etja kappi við og hann ætli því að skora á
Magnús Gauta Gautason forstjóra KEA. Magnús Gauti stóð í
marki KA í handboltanum í mörg ár og víkur sér ekki undan
slíkri áskorun. Þetta er því sannkallaður samvinnuslagur og
verður gaman að sjá hvernig til tekst í þessari fyrstu viku
sumargetrauna.
Jón:
Everton-Liverpool 2
Celtic-Rangers x
Keflavík-Valur 2
FH-KA 1
Þór-Víkingur 1
KR-Akranes x
HSV-Stuttgart 1
Hannover-Köln 2
Bayern M.-St. Pauli 1
B. Leverkusen-Frankfurt 1
B’gladbac-Bochum 1
B. Dortmund-B. Uerdingen 1
Magnús Gauti:
Everton-Liverpool 2
Celtic-Rangers 2
Keflavík-Valur x
FH-KA 2
Þór-Víkingur 1
KR-Akranes 1
HSV-Stuttgart 1
Hannover-Köln x
Bayern M.-St. Pauli 1
B. Leverkusen-Frankfurt 1
B’gladbac-Bochum 1
B. Dortmund-B. Uerdingen 1
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
Guðjón Þórðarson.
verða ofarlega í ár og jafnvel
berjast um Evrópusæti við
Skagamenn og KR-inga. Guðjón
segist nú ekki taka of mikið mark
á spádómum svona fyrir tímabil-
ið og varar við of miklum vænt-
ingum. „Of miklar væntingar eru
hættulegar og ég bið því fólk að
stilla sínum kröfum til liðsins í
hóf,“ sagði þjálfarinn.
Guðjón segir það næsta víst að
Fram, Valur og e.t.v. KR muni
berjast um íslandsmeistaratitil-
inn. ÍA muni líklegast sigla lygn-
an sjó en öll hin liðin, hann vildi
að vísu ekki staðsetja KA í þess-
ari spá, muni berjast haröri bar-
áttu og hver einasti leikur verði
jafn og spennandi. „Þetta verða
miklu jafnari leikir en fólk yfir-
leitt býst við,“ sagði Guðjón
Þórðarson þjálfari KA.
mánaðar. Það stóð jafnvel til að
hann kæmi í fyrsta heimaleikinn
gegn Fram, en nú er það dottið
upp fyrir og líklegt að fyrsti leik-
ur Ormars verði gegn KR 9. júní.
Nokkur umræða varð um dóm-
aramál á fundinum og þar kom
fram að dómarar hafa ákveðið að
taka mun harðar á grófum brot-
um leikmanna og reyna að koma
í veg fyrir að menn séu sparkaðir
niður hvað eftir annað. Á móti
bentu félögin á að spjalda ætti
menn sem væru að leika að vera
mikið meiddir þegar eðlilegir
pústrar ættu sér stað á leikvelli.
En lítum á spá fyrirliða, þjálf-
ara og forsvarsmanna I. deildar-
félaganna: Stig
1. Fram 287
2. Valur 261
3. KR 228
4. ÍA 199
5. KA 198
6. Víkingur 124
7. FH 114
8. Fylkir 92
9. Þór 82
10. ÍBK 65
Þess má svo geta hér til gamans
að undanfarin ár hefur spáin allt-
af verið rétt í sambandi við meist-
araliðið og svo hefur ætíð a.m.k.
annað liðið sem spáð er falli hlot-
ið þau örlög.
„Höfum heimavöUiiuf
- segir Sigurður Arnórsson formaður
knattspyrnudeildar Þórs
Siguröur Arnórsson formaöur
knattspyrnudeildar Þórs er
hvergi banginn er hann var
spuröur hvernig leikurinn við
Víkinga á sunnudaginn legðist
í hann. „Þór og Víkingur hafa
misst marga leikmenn og eru
því bæði óskrifaö blað. Við
höfum hins vegar heimavöllinn
með okkur og vonandi fjöl-
menna Akureyringar á leikinn
til þess að styðja við bakið á
okkur. Ef það gerist þurfum
við engu að kvíða,“ sagði
formaðurinn.
Það kostar mikið að reka eina
deild, eins og knattspyrnudeild-
ina. Sigurður segir að áætluð
velta á árinu verði á milli 8-9
miljónir. Þar munar mestu um
ferðakostnaðinn, en hann er
áætlaður rúmar 2 miljónir. Til að
ná niður kostnaði mun meistara-
flokkur karla keyra í fjóra úti-
leiki sem fram fara um helgar.
Sigurður segir að honum lítist
vel á 1. deildarkeppnina í ár. Að
vísu sé það fyrirsjáanlegt að
Framarar og Valsarar berjist um
toppinn en flest önnur liðanna
séu spurningarmerki. „Við Þórs-
arar höfum að vísu misst marga
menn frá því í fyrra, en það er
góður kjarni eftir og með blöndu
af 2. flokks strákum, aðkomu-
leikmönnum og toppþjálfara, þá
eigum við eftir að ná okkur á
strik í sumar,“ sagði Sigurður
Arnórsson formaður knatt-
spyrnudeildar Þórs.
Að lokum vildi Sigurður hvetja
alla knattspyrnuáhugamenn að
fjölmenna á Þórsvöllinn á sunnu-
daginn kl. 14.00 og hvetja þá
rauðklæddu til sigurs. Allir Þórs-
arar væru heilir og væru þeir
staðráðnir í því að afsanna spána
hjá forráðamönnum 1. deildar
félaganna en það yrði ekki gert
nema með góðum stuöningi
áhorfenda.
Sigurður Arnórsson formaður
knattspyrnudeildar Þórs.
Nordurlandsmót
í badmmton
- á Húsavík
Norðurlandsmót í badminton
verður haldið á Húsavík um
helgina. Búast má við kepp-
endum alls staðar af Noröur-
landi og er því líklegt að
keppnin verði hörð.
Ákureyrarmótið í badminton
var haldið um síðustu helgi og gaf
það góðar vonir að keppnin verði
ekki síður spennandi á Húsavík.
Handknattleikur:
Erlingur ráðinn
- líklegt að Páll komi
Eins og sagt var frá í Degi í gær
stóðu yfir viðræður um að Er-
lingur Kristjánsson tæki við
meistaraflokki KA í hand-
knattleik. Nú hefur verið geng-
ið frá samningum og það liggur
því Ijóst fyrir að Erlingur þjálf-
ar meistaraflokkinn næsta
vetur.
„Leikmenn eru mjög ánægðir
með þessa ráðningu," sagði Pétur
Bjarnason hinn knái handknatt-
leiksspilari í KA þegar hann
frétti af ráðningu Erlings. „Við
berum allir mikla virðingu fyrir
Erlingi, bæði sem þjálfara, leik-
manni og einstaklingi og hlökk-
um til að takast á við verkefni
næsta vetrar undir hans stjórn,“
sagði Pétur í samtali við Dag.
Þess má einnig geta að líkur
benda til að Páll Ólafsson lands-
liðsmaður úr KR muni koma
norður og leika með KA næsta
vetur.