Dagur - 26.05.1989, Síða 3

Dagur - 26.05.1989, Síða 3
Föstudagur 26. maí 1989 - DAGUR - 3 Ágúst Sigurðsson, bóndi á Geitaskarði, fer ótroðnar slóðir: Ræktar iðandi skota til að fanga stórhvelin Ágúst bóndi Sigurðsson á Geitaskarði í Engihlíðarhreppi í A-Húnavatnssýslu er ekki af baki dottinn. I sumar hefur hann hug á að þreifa sig áfram með nýja og sérstaka búgrein, ánamaðkarækt. Ágúst ætlar að rækta ána- maðka sem agn fyrir lax og önnur stórhveli og selja veiðimönnum. Vegna kaldra vinda á Fróni er nauðsynlegt að hafa maðkarækt- unina undir þaki. Ágúst segist hafa tiltækt húsnæði og því sé ekkert til fyrirstöðu að byrja. Til að byrja með verður ána- maðkaræktunin í smáum stíl á Geitaskarði. Ágúst segist ætla að byrja smátt og komast að raun um hvort ræktunin geti verið ábatasöm. Fengnir verða nokkur hundruð skoskir ánamaðkar og þeim fyrir komið í kössunt úr ein- angrunarplasti. í kössunum er ætlunin að setja lirossatað, mykju, sauðatað og gróft og úr sér sprottið hey. Ágúst segist hafa kynnt sér ánamaðkaræktun í Danmörku og það sem þar hafi borið fyrir augu verði fyrirmynd maðkaræktunar á Geitaskarði. Ánamaðkaræktun er ekki með öllu óþekkt fyrirbrigði á landi hér. Á Stórólfsvöllum á Rangár- M-hátíð Egilsstöðum: Tókst glimrandi vel Aðsókn á M-hátíð á Egilsstöð- um á dögunum var glimrandi góð að sögn heimamanna, á 3. þúsund manns sóttu þau dag- skráratriði sem í boði voru og var fullt hús á þeim öllum. Þá voru flytjendur ánægðir og þóttu þeim viðtökur og skipu- lag allt hið besta. Fyrir utan auglýst dagskrár- atriði, var mjög góð aðsókn að listsýningum sem í boði voru. „Þetta var kærkomin tilbreyting og við sem stóðum að þessu erurn mjög ánægð,“ sagði Sigurður Símonarson bæjarstjóri á Egils- stöðum. „Allur flutningur og skipulag var með ágætum. List- sýningarnar voru líka frábærar, en sýning Listasafns íslands er sú stærsta sem safnið hefur farið með út á land. Sýningin nýtur sín líka vel í íþróttahúsinu, þar eru öll 83 verkin í stórum og rúmgóð- um sal, en sýningin stendur fram á sunnudagskvöld." Auk sýningar Listasafns ís- lands, stendur sýning austfirskra listamanna enn. Far eru sýnd 50- 60 verk eftir 19 listamenn víða af Austfjörðum. Sú sýning stendur til 25. júní nk. VG völlum er maðkaræktun til fram- leiðslu gróðurmoldar. Ágústi er hins vegar ekki kunnugt um rækt- un „veiðimaðka" hér á landi. I samtali við Dag sagði Ágúst að hann gerði sér engar hug- myndir um hversu langan tíma ræktunin tæki. „Það ntun vera mjög breytiiegt eftir maðkastofn- um hversu mikið og títt maðk- arnir fjölga sér. Þetta getur tekið frá nokkrum vikum og upp í ár," sagði Ágúst. En hvaðan er hugmyndin að maðkaræktuninni komin? Ágúst svarar því til að fyrir nokkrum árum hafi Stéttarsamband bænda gefið út bæklinga þar sem m.a. var bent á ánamaðkarækt sem mögulega hliðatbúgrein. Bækl- ingunum var almennt heldur illa tekið og bændur gerðu gys að þeim. Ágúst segir hins vegar að þessi hugmynd hafi strax náð sinni athygli og honum liafi þótt upplagt að prófa hana. „Bændur voru að andskotast út í þessa bæklinga, en staðreyndin er sú að þeir voru fyrsta gáfulega viðleitni Stéttarsambandsins til að gera eitthvað," sagði Ágúst Sigurðs- son. óþh Karlakórinn Geysir Samsöngur kórsins verður í íþróttaskemmunni á Oddeyri, föstudagskvöldið 26. maí kl. 20.30. Stjórnin. Stór bflasýning á Akureyri um helgina Undirbúningur vegna bílasýn- ingarinnar sem veröur í Iþróttahöllinni á Akureyri um næstu helgi er nú á lokastigi. Sýning sem þessi var í fyrsta skipti haldin fyrir um ári síðan og þótti takast ákaflega vel. Á sýningunni munu öll helstu bílaumboð landsins sýna það nýjasta sem hver og einn hefur Póstur og sími Akureyri: Búnaður fyrir svokallað boð- kerfi settur upp í sumar I sumar verður settur upp á Akureyri búnaður fyrir svo- kallað boðkerfi. Margir hafa beðið lengi eftir þessu skila- boðkerfi, sem verður gagnlegt fyrir ýmsa aðila svo sem læknaþjónustu, slökkvilið, lögreglu og fyrir starfsmenn í fyrirtækjum sem vinna á dreifðum svæðum svo eitthvað sé nefnt. Þá er einnig hafin uppsetning á stafrænni langlínustöð fyrir sjálf- virka símakerfið og mun því verki væntanlega verða lokið á miðju sumri. Nýja langlínustöðin mun bæta mjög úr afgreiðslugetu í símaumferð til annarra lands- hluta. Þetta kemur m.a. fram í síðasta hefti Póst- og símafrétta. Póstur og sími hefur unt nokk- urt skeið áætlað að hefja rekstur þráðlauss boðkerfis og hefur nauðsynlegur búnaður þegar ver- ið pantaður. Þörf fyrir slíka þjón- ustu virðist vera mikil hjá fyrir- tækjuin af ýmsum stærðum og í ólíkum atvinnugreinum og reikn- að er með töluverðri einkanotk- un þjónustunnar. Með boðkerfum má senda boð frá venjulegum símtækjum - hljóðmerki eða tölustafi - til smárra boðtækja, sent hafa má í vasa. Boðþjónusta Pósts og síma verður eins konar útvíkkun á kerfum sem nú eru notuð t.d. á sjúkrahúsum og ýmsum öðrum stofnunum og fyrirtækjum. Útvíkkunin felst í því að öllum gefst kostur á að nýta þjónstuna, kerfið mun ná til fleiri og stærri svæða en nokkurt núverandi svæða og gefinn verður kostur á mörgum þjónstutegundum. Tæk- in verða af tveim aðalgerðum - tónboðtæki og talnaboðtæki. Hverjum notanda verður úthlut- að 8 stafa boðkallsnúmeri. Nokkrar þjónustutegundir verða veittar og verða þær helstu þessar: Tónboðkall, talnaboð- kall, talhólfaþjónusta, hópkall og endurtekning. Ætla má að ódýrustu tónboð- tækin muni kosta innan við 15 þúsund krónur, miðað við óbreytt innflutningsgjöld og sölu- skatt. Talnaboðtækin verða tölu- vert dýrari, m.a. vegna hærri inn- flutningsgjalda. Áætlað er að hefja þessa þjónustu á hausti komanda. uppá að bjóða. Bílarnir verða til sýnis bæði innanhúss og utan auk þess sem fyrirtæki á Akureyri munu sýna suntarvörur. Pá verður ýmislegt gert til skemmtunar, t.d. efnt til hluta- veltu og kaffisölu. Sýningin verð- ur opin á laugardag og sunnudag. VG „Sýning ársins" '89 bílar í íþróttahöllinni á Akureyri sýna helstu bílaumboð landsins besta úrval nýrra bíla laugardaginn 27. maí kl. 13.00-18.00 og sunnudaginn 28. maí kl. 13.00-17.00. Bílasýning Og sumarvörusýning Ýmis fyrirtæki á Akureyri sýna einstakar vörur s.s. Reiðhjól af öllum stærðum og gerðum. Úrval af húsgögnum í garðinn, borðstofusett og sófasett. Garðyrkjuáhöld og blóm. Hlutavelta meÖ 2.000 vinningum. Foreldrafélag KA er með veitingasölu báða dagana. Lúðrasveit Tónlistarskólans leikur kl. 13.15 á sunnudag, Harmonikufélagið kl. 14.00 á laugardag og sunnudag. Lúðrasveit Akureyrar leikur kl. 15.15 báða dagana. Knattspyrnufélag Akureyrar. MÖL & SANDUR HF V/Súluveg • Pósthólf 618 • 602 Akureyri • Sími 96-21255

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.