Dagur - 26.05.1989, Síða 9
Föstudagur 26. maí 1989 - DAGUR - 9
Hér eru 9 af 12 eldri listmálurum sem sýna verk sín í Gamla Lundi. Myndic: kl
Gamli Lundur:
Héraðssýning
kynbótahrossa
Héraðssýning kynbótahrossa á starfssvæði
Hrossaræktarsambands Eyfirðinga og Þing-
eyinga verður haldin á Melgerðismelum í
Eyjafirði sunnudaginn 18. júní n.k.
Forskoðun hrossanna fer fram sem her segir:
Mánudagur 12. júní
Þriðjudagur 13. júní
Miðvikudagur 14. júní
Fimmtudagur 15. júní
Föstudagur 16. júní
Húsavík.
Flötutungur í Svarfaðardal.
Melgerðismelar.
Melgerðismelar.
Melgerðismelar.
Skráning fer fram á þessum stöðum:
Hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar Óseyri 2 Akur-
eyri, Rafni Arnbjörnssyni Öldugötu 3 Dalvík og
Stefáni Skaftasyni Straumnesi Aðaldal.
Skráningu skal lokið ekki síðar en mánudaginn
5. júní.
Skráningargjald er kr. 900,- og greiðist það við
afhendingu gagna.
Búnaðarsamböndin í Eyjafirði
og Þingeyjarsýslum.
Sýning eldri listmálara
Hópur eldri listmálara sýnir
verk sín í Gamla Lundi 27. maí
til 4. júní. Þetta eru 12 ein-
staklingar sem sótt hafa nám-
skeið á vegum félagsstarfs
aldraðra undir handleiðslu
Kristins G. Jóhannssonar list-
málara. Afraksturinn er um 50
olíumálverk.
Blaðamenn Dags brugðu sér í
Gamla Lund í gær og var þá búið
að hengja upp verkin. Þar voru
staddir níu eldri listmálarar kváð-
ust þeir allir hafa haft mikla
ánægju af námskeiðum Kristins,
en myndirnar eru frá tveimur
námskeiðum.
Þegar litið er yfir sýninguna má
sjá að náttúran heillar listmálar-
ana og eru landslagsmyndir í
anda natúralismans mest áber-
andi. Einnig uppstillingar (still
life), mannamyndir, naívismi og
jafnvel abstrakt. Aðspurðir sögð-
ust listamennirnir hafa málað
landslagsmyndirnar eftir ljós-
myndum eða öðrum fyrirmynd-
um en ímyndunaraflið hefur líka
ráðið ferðinni í verkunum.
Fæstir listmálaranna sögðust
hafa málað áður en nokkrir hafa
teiknað, t.d. Elísabet Jóhanna
Sigurðardóttir, sem sýnir tvær
myndir teiknaðar með svartkrít,
auk málverka. Aðrir sýnendur
eru Ingimar Friðgeirsson, Ólöf
Baldvinsdóttir, Finnur Daníels-
son, Konráð Ásgrímsson,
Sigurður Kristjánsson, Páll Þórð-
arson, Katrín Jósepsdóttir,
Magna Sæmundsdóttir, Jóhann
Sigurðsson, Þórhalla Svanholt og
Aðalsteinn Óskarsson.
Ástæða er til að hvetja eldri
sem yngri borgara til að sjá sýn-
inguna í Gamla Lundi. Hún
verður opin kl. 14-20 um helgar
og kl. 16-20 virka daga. SS
Elísabet Jóhanna Sigurðardóttir við verk sín.
Finnur Daníelsson við verk sín.
HIUUX
4 jWóttahö«^a
Toyota Hilux hefur nú veriö endurhannaöur, aö innan sem utan, meö
þarfir fjölskyldunnar í huga. Hann er nú hljóðlátari, nýtískulegri og
kraftmeiri en áöur. Þú situr hátt í Hilux sem er í senn léttur, sparneytinn
og mjög öflugur. Útvarp og vökvastýri fylgja öllum þremur geröunum.
Toyota Hilux er ekki lengur bara „pick-up“ bíll - heldur kjöriö tækifæri
til aö gera drauminn um jeppa aö veruleika!
Verðum í iþrottahöllinni
um helgina 27. og 28. maí
Reynsluakstur og sýning
á Toyota bílum
4x4 Hilux Double Cab
Ath. sérstakt sýningartilbod á
tveimur tegundum Toyota gildir
frá 27. maí tii 31. maí. | M V r)T A
Bílasalan Stórholt •*&*** f*
Hjalteyrargötu 2, símar 23300 og 25484.
R
i
I
í