Dagur - 30.05.1989, Síða 5
Þriðjudagur 30. maí 1989 - DAGUR - 5
Haraldur Ásgeirsson, sigurvegari í flokki sérútbúinna jeppa.
Glerárdalur:
Spennandi torfærukeppni
Torfærukeppni var haldin í
malarnámunum við Glerá fyrir
ofan Akureyri á laugardaginn,
en Bílaklúbbur Akureyrar
stendur fyrir keppninni sem er
um leið Iiður í keppni um
Islandsmeistaratitil í torfæru-
akstri. Fjölmargir komu til að
fylgjast með keppninni þrátt
fyrir kuldalegt veður, því áhugi
almennings virðist vera mikill
á torfærukeppnum.
í götubílaflokki fóru leikar
þannig að efstur varð Stefán Sig-
urðsson frá Egilsstöðum. Hann
sigraði á Willys CJ 5, árg. 1955,
með Buick 350 vél, sjálfskiptum.
Annar varð Magnús Ástráðsson,
Egilsstöðum, á Willys CJ 5, árg.
’55, með 6 cyl. Chevrolet-vél,
beinskiptum og þriðji varð Stefán
Gunnarsson, Reykjavík, á
Willys, árg. 1966, CJ 5, með
Chevrolet 307 tommu vél, bein-
skiptum.
I flokki sérútbúinna bíla sigr-
aði Haraldur Ásgeirsson frá
Reykjavík á beinskiptum Jeep-
ster, árgerð óviss, með 350
tommu Chevrolet-vél. Annar
varð Gunnar Guðjónsson, Reykja-
vík, á Willys CJ 5, árg. ’66, með
350 tommu Chevrolet-vél, og
þriðji Ásmundur Guðnason,
Reykjavík, á Ford jeppa, árg.
1942, með Chrysler 318 tommu
vél, beinskiptum. Fordinn er
„nýsmíði“ og þótti Ásmundi
ganga vonum framar þar sem
þetta er hans fyrsta reynsla af
keppni.
Kjartan Kristinsson, Akureyri,
hlaut tilþrifabikarinn. Hann var á
Blazer grind, með 454 Chevrolet
vél, beinskiptur.
Pað háði keppendum nokkuð
hversu svæðið var forarblautt og
einhverjum áhorfendum hefur
e.t.v. orðið kalt, en torfæru-
keppni er ckki haldin á hverjum
degi „í grúsunuin“ við Glerá.
Vonandi verða menn heppnari
með veður næst. EHB
Gunnar Guðjónsson var eini keppandinn sem fór upp þessa hindrun en hann „affelgaði" eitt dekk efst á brúninni.
Myndir: KL
ACO
Húðhirða
Tilfinning
og skynsemi
Nú er verið að kynna nýja húð-
hirðulínu í apótekunum - ACO
Húðhirðu. Tvennt er mikil-
vægt við val á húðhirðuvörum:
Þær þurfa að vera þægilegar í
notkun og þær mega ekki valda
húðertingum eða ofnæmi. Þeg-
ar þú kaupir ACO húðhirðu-
vörurnar færðu góðar vörur
sem eru gerðar úr bestu fáan-
legum hráefnum.
ACO Roll On, áhrifaríkur en samt
mildur svitalyktarevöir.
Minnkar svitaútstreymi og
vinnur gegn óþœgilegri svita-
lykt. Inniheldur ekkert húðert-
andi spritt.
50 ml verð ca.
233 kr.
ACO Mild Tvál er sérstaklega
mild sápa.
Bæðifyrir almennan líkams-
þvott og hreinsun viðkvæmrar
húðar.
250 m! verðca.
220 kr.
TILBOÐ: ÞEGAR MJ KAUP-
IR ACO HÚÐHIRÐUVÖRU
AÐ EIGIN VALI, FÆRÐU
ACO MILD TVÁL 125 ML í
KAUPBÆTI. TILBOÐIÐ
STENDUR Á MEÐAN
BIRGÐIRENDAST.
ACO
Húðhirða
Aðeins í apótekinu!
FYRIRTAK hf. sími 91-3 20 70