Dagur - 07.06.1989, Qupperneq 3
Miðvikudagur 7. júní 1989 - DAGUR - 3
Flugumýri í Skagafírði:
Fimmtán nautgripir drápust
- vegna gaseitrunar úr haughúsi
Á Flugumýri í Skagafirði gerð-
ist sá sjaldgæfi atburður í síð-
ustu viku að fimmtán nautgrip-
ir drápust úr gaseitrun, þegar
verið var að dæla mykju úr
haughúsi. Við það myndaðist
eiturgas sem safnaðist fyrir í
þeim hluta fjóssins sem naut-
gripirnir voru. Af þeim fimmtán
sem drápust, voru fjórtán kálf-
ar og ein kvíga, sem átti að
bera í ágúst, auk þess veiktust
fimm kálfar til viðbótar. Þarna
er um mikið tjón að ræða, því
gripirnir voru ekki tryggðir fyr-
ir óhappi af þessu tagi. Mesta
mildi var að ekki fór verr, en í
fjósinu öllu voru um 100 naut-
gripir, og börn að leik fyrir
utan.
Jón Ingimarsson, bóndi á Flugu-
mýri, sagði í samtali við Dag, og
hafði það eftir Steini Steinssyni
dýralækni, að óhapp sem þetta
hefði aldrei gerst áður í Skaga-
firði, svo vitað sé. Ekki tókst að
fá það staðfest í gær hvort eitt-
hvað svipað hefði gerst áður, hér
á landi.
Aður en óhappið gerðist var
Jón búinn að dæla um 11 sinnum
í 4000 lítra tank úr haughúsinu,
og ekkert komið upp á. „Það er
banvæn lofttegund sem kom
þarna upp, sem drepur í hvelli.
Þetta er trúlega fyrir hendi í öll-
um haughúsum, og maður hefur
vitað að hættan væri fyrir hendi.
En það hafa verið einhverjar þær
aðstæður sem þarna sköpuðust,
að þær drápu gripina á nær svip-
stundu,“ sagði Jón, og bætti við
að aðkoman hefði verið Ijót, að
öllum líkindum stutt liðið frá því
kálfarnir féllu í valinn.
Jón missti þarna nær allan
kálfaárganginn, eftir eru 3 naut-
'kálfar og 1 kvígukálfur. -bjb
Vélsmiðjan Oddi hf. á Akureyri:
Kaupír fyrirtæki í Kópavogi
Yélsmiöjan Oddi hf. á Akur-
eyri yfirtók rekstur Kæli- og
frystivéla hf. í Kópavogi þann
1. júní síðastliðinn. Fyrirtækið
Kæli- og frystivélar hf. hefur
undanfarin 30 ár haft aðsetur í
Kópavogi og þjónað fyrirtækj-
um með stór og smá kæli- og
frystikerfi. Starfsvettvangur
fyrirtækisins hefur aðallega
verið suðvestur-, vestur- og
norð vesturlandið.
Kælideild Vélsmiðjunnar
Odda hf. var stofnuð fyrir um 20
árum og hefur að mestu starfað á
Vestfjörðum, Norðurlandi og
Austfjörðum.
Bæði fyrirtækin hafa sérstöðu
hvað varðar reynslu í smíði stærri
frystikerfa og mikla þekkingu á
Freon og og Ammoniak kæli- og
frystikerfum.
Með samruna fyrirtækjanna
næst meiri hagkvæmni í rekstri
og betri þjónusta við viðskipta-
vini þeirra.
Eftir sameininguna mun fyrir-
tækið sjá um þjónustu fyrir
marga þekkta framleiðendur
frystivéla, má þar nefna Sabroe,
Bock og Henry Spby.
Vélsmiðjan Oddi hf. mun
leggja áherslu á að viðskiptavin-
um Kæli- og frystivéla hf. verði
áfram veitt góð og sambærileg.
þjónusta og hingað til.
Starfsemin verður áfram í
Kópavogi undir nafni Kæli- og
frystivéla og starfsmenn þeir
sömu og áður.
Með kaupunum á Kæli- og
frystivélum hf. hyggst Vélsmiðj-
an Oddi hf. víkka þjónustunet
Innlend framleiðsla á kartöfl-
um mun nú vera á þrotum og
hefur Landbúnaðarráðuneytið
heimilað innflutning. Ekki
hafa verið fluttar inn kartöflur
í nokkur ár en nú er helst um
að kenna lélegri uppskeru að
sögn Sveinbergs Laxdal for-
manns Félags kartöfiubænda í
Eyjafirði.
Hann sagði kartöflubúgreinina
vera mjög sveiflukennda og því
yrði að reikna með að sú staða
gæti komið upp að flytja þyrfti
sitt einkum með tilliti til hinna
fjölmörgu Sabroe, Bock og Sóby
frystivéla sem eru víðs vegar um
landið og um borð í skipum.
Fyrirtækið mun kappkosta að
tileinka sér jafnan nýjustu tækni,
eiga góðan varahlutalager og
hafa á að skipa sérhæfðum starfs-
mönnum sem eru reiðubúnir að
fara hvert á land sem er þegar
þörf krefur.
inn kartöflur.
Sveinberg sagði menn vera
farna að huga að görðunum sín-
um en allt væri mun seinna en
venjulega. Snjór lá lengi á görð-
unum og þeir voru seinir að
þorna. „Það veit enginn hvernig
uppskeran verður í ár, hún gæti
orðið léleg en hún gæti líka orðið
viðunandi, það fer allt eftir tíðar-
farinu. Það er þó alltaf hæpnara
að treysta á að hún verði góð
þegar það er liðið þetta langt af
sumrinu." KR
Kartöflur:
Iimflutningur
heimilaður
Gekk til
Koma Jóhannesar Páls II páfa
var stór stund fyrir kaþólikka á
Islandi og þá kannski sérstak-
lega þau 60 börn sem gengu til
altaris í fyrsta sinn.
Assa van de Ven 8 ára frá
Akureyri var ein þessara barna
en undirbúningur hennar fyrir
fyrstu altarisgönguna hefur stað-
ið í Wi-2 ár. Undirbúningurinn
felst í því að börnin sækja kirkju
auk þess sem prestar sjá um
kennslu.
Fjölskylda Össu fór með henni
til Reykjavíkur til að taka þátt í
þessum merkisatburði. Athöfnin
sjálf fór fram á sunnudagsmorg-
unn og, eins og fermingu mót-
mælenda, fylgdi síðan veisla og
myndataka á eftir.
Faðir Össu, Cees van de Ven
sagði það mjög þýðingarmikið
fyrir kaþólikka á Islandi að fá
páfa til landsins og var ánægður
með að Assa skyldi hafa verið á
réttum aldri til að ganga til altaris
einmitt núna. Þau feðginin voru
sammála um að þetta væri mjög
minnisstæður atburður og taldi
Cees íslendinga hafa tekið mjög
vel á móti páfa og væri hann
mjög þakklátur fyrir það. KR
altaris hjá páfa
Aðalfundur
Sjálfsbjargar
á Akureyri og nágrenni
veröur haldinn á Bjargi fimmtudaginn 8. júní kl. 20.
Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Önnur mál.
Mætiö vel.
Kaffiveitingar.
Stjórnin.
BÆNDASKOLINN HOLUM
HÓLASKÓLI AUGLÝSIR
BRAUTASKIPT STARFSNÁM 1989-1990.
FISKELDI - BÚFRÆÐI
Stúdentar sem ætlið í stytt fiskeldis- eöa búfræðinám, haf-
iö samband við skólann sem fyrst.
Innritun stendur yfir.
Brautarvalsgreinar: M.a. hrossarækt - loðdýrarækt -
fiskrækt - skógrækt.
Góö heimavist. - Fjölbreytt nám. - Takmarkaður nem-
endafjöldi.
Umsóknarfrestur um tveggja ára nám er til 10. júní. Upp-
lýsingar gefnar í símum 95-5961 og 95-5962.
Hólaskóli ■ Hólum í Hjaitadal ■ 551 Sauðárkrókur.
Lausar stöður
Viö námsbraut í sjúkraþjálfun í læknadeild Háskóla
íslands eru lausar til umsóknar tvær tímabundnar lektors-
stöður (50%) í sjúkraþjálfun.
Viö Háskólann á Akureyri er laus til umsóknar lektorsstaöa
í hjúkrunarfræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj-
enda, ritsmíðarog rannsóknirsvo og námsferil og störf, skulu
sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja-
vík, fyrir 1. júlí nk.
Menntamálaráðuneytið, 31. maí 1989.
Menntamálaráðuneytið
® Lausar stöður
Við Menntaskólann við Sund eru lausar til umsóknar
kennarastöður í félagsgreinum og efnafræði. Þá vantar
stundakennara í eftirtaldar greinar: Dönsku, latínu, sögu,
jarðfræði, efnafræði, eðlisfræði, stjörnufræði, tölvufræði,
stærðfræði, heimspeki, listasögu, hagfræði, fjölmiðlafræði,
lögfræði og spænsku.
Við Fjölbrautaskólann í Garðabæ eru lausar kennarastöð-
ur í eftirtöldum greinum: Stærðfræði, ensku, samfélagsgrein-
um, viðskiptagreinum, raungreinum, íslensku, íþróttum og
tölvufræöi.
Auk þess vantar stundakennara í ýmsar greinar.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja-
vík fyrir 9. júní nk.
Umsóknir um stundakennslu sendist skólameistara.
Við Kennaraháskóla íslands er laus til umsóknar lektors-
staða í handmenntum. Staðan er veitt til tveggja ára. Megin-
verkefni eru hönnun, hannyrðir og saumar ásamt kennslu og
skyldra þátta á grunnskólastigi.
Auk framhaldsmenntunar við háskóla eða sérskóla skulu
umsækjendur hafa viðurkennd kennsluréttindi eða að öðru
leyti nægilegan kennslufræðilegan undirbúning.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gert er ráð
fyrir að staðan verði veitt 1. ágúst 1989. Umsækjendur skulu
láta fylgja umsókn sinni rækilegar upplýsingar um nám og
fyrri störf, svo og um ritsmíðar og rannsóknir eða listiðnað
sem þeir hafa unniö.
Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis-
götu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. júní nk.
Menntamálaráðuneytið.