Dagur


Dagur - 07.06.1989, Qupperneq 4

Dagur - 07.06.1989, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 7. júní 1969 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Gífiirlegur vandi Sam- virniuhreyfíngariimar Flestum er nú að verða ljóst að árið 1988 reyndist undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar erfiðara rekstrarlega séð en nokkurt annað ár frá stofnun lýðveldisins. Ytri efnahagsaðstæður versnuðu, þjóðarframleiðslan minnkaði, einkaneysla minnkaði en samneysla jókst. Síðast en ekki síst jókst fjár- magnskostnaður verulega. íslenskt efnahagslíf var ! engan veginn í stakk búið til að mæta þessum gíf- urlega samdrætti og afleiðingarnar létu ekki á sér standa. Rekstrarafkoma flestra fyrirtækja í landinu var afleit á síðasta ári, ef bankar, sparisjóðir, verð- bréfasjóðir og önnur fjármögnunarfyrirtæki eru undanskilin. Rosalegur hallarekstur varð í útgerð, fiskvinnslu, vinnslu búvara, iðnaði og verslun, og þá sér í lagi verslun á landsbyggðinni. Afleiðingarn- ar hafa m.a. orðið þær að eigið fé fjölmargra fyrir- tækja hefur hreinlega gufað upp, eða öllu heldur skipt um eigendur. Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands íslenskra samvinnufélaga, rakti þessa óheillaþróun íslenskra efnahagsmála í skýrslu sinni á 87. aðalfundi Sam- bandsins á mánudag. Samvinnuhreyfingin í land- inu gengur nú í gegnum gífurlegt erfiðleikatímabil. Kaupfélögin töpuðu rúmum milíjarði á síðasta ári og Sambandið rúmlega 1150 milljónum króna. Samtals nemur tapið 2,2 milljörðum króna. Það þarf auðvitað ekki að fara mörgum orðum um það, hví- líkt áfall þetta er fyrir Smvinnuhreyfinguna. Ljóst er að þótt um sé að ræða öfluga fjöldahreyfingu, þolir hún ekki slíkan taprekstur öðru sinni. Áfallið á síð- asta ári hefur sannast sagna gengið afar nærri Sam- bandinu og mörg kaupfélaganna berjast hreinlega fyrir lífi sínu. Þessi tíðindi koma í sjálfu sér ekki á óvart því kaupfélögin og Sambandið eru einmitt burðarásar á öllum þeim sviðum atvinnulífsins sem erfiðast áttu uppdráttar á síðasta ári og nefnd voru hér að framan. Það segir sína sögu að kaupfélögin og Sambandið greiddu yfir tvo milljarða í vexti og annan fjár- magnskostnað á síðasta ári, eða nánast sömu upp- hæð og vantar til að endar nái saman í rekstri Sam- vinnuhreyfingarinnar. Eigið fé Samvinnuhreyfing- arinnar hefur rýrnað stórkostlega og vandinn er stærri en svo að hægt sé að eygja leið út úr honum með góðu móti. Þrátt fyrir það er enginn uppgjafar- tónn í samvinnumönnum. Þeir gera sér það ljóst að við svo búið má ekki standa. Nauðsynlegt er að leita nýrra leiða til að ná fram aukinni hagræðingu og hagkvæmni í rekstri kaupfélaganna og Sam- bandsins þegar í stað. Vandinn er svo mikill að hann krefst róttækari lausna en nokkru sinni. Þess- ar aðgerðir þola enga bið, því að óbreyttu tapar Samvinnuhreyfingin milljónum króna á degi hverjum. Það þolir hún ekki öllu lengur. BB. „Við íslendingar eigum að leita formlega eftir því við stórveldin, að gerður verði alþjóðasamningur um bann við kjarnorkukafbátum á Norðurhöfum vegna stórfelldrar mengunarhættu.“ Stefán Valgeirsson: Umhverflsmál og átak Ungmennafélags Islands Mikil umræða fer nú fram um umhverfismál og leiðir til úrbóta. Enginn vafi Ieikur á því, að staða þeirra mála er að kom- ast á mjög alvarlegt stig í flestum heimshíutum. Það er farið að sjást verulega á gróðri jarðar vegna mengunar á stórum land- svæðum. Skógar eru að deyja og mest allt líf í ám og vötnum á ýmsum stöðum eru að eyðast og það sem enn lifir í þeim er talið óhæft til neyslu. Innhöfin hafa heldur ekki farið varhluta af menguninni og margt bendir til þess að úthöfin séu að mengast verulega. j Við þetta bætist svo að óson- lagið yfir Suðurpólnúm a.m.k. er að eyðast með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Staðan í þessum málum virðist vera sú, að meng- un af ýmsu tagi og eyðing óson- lagsins fari nú ört vaxandi og sé að komast á það stig að hún ógni heilsu og lífi á stórum svæðum á jörðinni. Petta er að gerast þó ekki sé tekið tillit til þeirrar ógn- ar og eyðingamáttar sem við stöndum frammi fyrir vegna kjarnorkuslysa, sem gætu orðið hvenær sem er. Og ef ekki verður vitundarvakning almennings sem knýr ráðamenn þjóðanna til að grípa í taumana í tæka tíð er voð- inn vís. Við íslendingar eigum að leita formlega eftir því við stórveldin, að gerður verði alþjóðasamning- ur um bann við kjarnorkukafbát- um á Norðurhöfum vegna stór- felldrar mengunarhættu. Með bættum friðarhorfum gæti Kefla- víkurstöðin gegnt því hlutverki, að þaðan yrði fylgst með því að þessu banni yrði framfylgt ef slík- ur samningur yrði gerður. Þá fyrst stæði hún undir nafni sem varnarstöð. Á síðasta þingi voru lögð fram þrjú frumvörp um umhverfismál. Mjög skiptar skoðanir komu fram í umræðum um efni þeirra og uppsetningu, enda hlaut ekk- ert þeirra afgreiðslu. Það frum- varp sem fjallað var mest um var flutt af ríkisstjórn. Fyrirmyndin af því mun vera að verulegu leyti komin frá Norðurlöndum. Vandi okkar og aðstæður eru aðrar en þar og vafasamt að úrræði þeirra í þeim málum henti við þær aðstæður sem við búum við. Til- gangur ineð slíkri löggjöf á að vera sá, að ná verulegum árangri í umhverfismálum. Eitt er a.m.k. víst, það er þýðingarlaust að setja umhverfislög og setja á stofn ráðuneyti til að stjórna þeim málum ef ekki næst sam- staða við þá, sem málið snertir mest um framkvæmd og fyrir- komulag slíkrar löggjafar. Höfuð- atriði í þessu máli er að ná sátt við þjóðina um fyrirkomulag og framkvæmd þessara mála. Nýtt ráðuneyti um umhverfismál eyk- ur miðstýringuna í þjóðfélaginu auk þess sem það mun hlaða á sig starfsfólki á höfuðborgarsvæðinu miðað við reynslu annarra þjóða. Okkar þjóð þarf frekar á öðru að halda nú en á aukinni miðstýr- ingu. Umhverfismál verða naum- ast leyst á ráðuneytisstigi heldur miklu fremur á stofnunarstigi á landsbyggðinni en þó fyrst og fremst í samvinnu við hina eigin- legu notendur hinna ýmsu nátt- úrugæða. Mikils ósamræmis gætir í ríkis- stjórnarfrumvarpinu, sem snýr að hinum einstöku atvinnugrein- um t.d. á öll meðferð á lífríki sjávar að vera áfram undir sínu fagráðuneyti, sjávarútvegsráðu- neytinu. Hins vegar eru lög um landgræðslu að því er tekur til ástands og eftirlits gróðurs og hvers konar landnýting sett undir hið fyrirhugaða umhverfisráðu- neyti. Þau málefni eru algjörlega skilin frá landbúnaðarráðuneyt- inu. Það er annað hann Jón eða séra Jón. Þetta frumvarp er dæmi um það hvernig til tekst þegar embættismönnum er falið að móta stefnu í máli og semja frumvarp sem þeir þekkja mjög takmarkað til, en apa of mikið eftir erlendum fyrirmyndum. Það er ekki nóg að hafa háskólapróf ef menn hafa ekki jarðsamband við þær atvinnugreinar, sem fyrirhuguð löggjöf á að ná til. Svo einfalt er það. Á Alþingi urðu lyktir þær, að milliþinganefnd á að vinna að þessu máli í sumar og hafa tilbúið frumvarp í þingbyrjun í haust. Gera verður kröfu til að þeir sem taka sæti í milliþinganefndinni hafi meiri skilning á aðstöðu not- enda hinna ýmsu náttúrugæða en þeir sem sömdu stjórnarfrum- varpið. Hvað finnst almenningi um þennan mikla áhuga á umhverf- ismálaráðuneyti þegar á sama tíma eru sendar sendinefndir um þveran og endilangan hnöttinn með ærnum kostnaði til að reyna að fá einhverja auðjöfra til að byggja á landi hér stóriðju og þá fyrst og fremst álver. Er það gert í því augnamiði að draga úr mengun á íslandi? Er áhuginn fyrir umhverfisráðuneyti fyrst og fremst til að geta sagt frá því í veislum erlendis, að við íslend- ingar séum með slíkt ráðuneyti? Hinn merki félagsskapur Ung- mennafélag íslands hefur ákveðið að gangast fyrir hreins- unarátaki helgina 10.-11. júní n.k. og verður hreinsað fyrst og fremst meðfram vegum landsins. Stefnt er að þvf, að ungmenna- félög, en þau eru 230 um allt land, taki fyrir ákveðin svæði inn- an síns héraðs. Stjórn Ung- mennafélags íslands vonar að takast megi að hreinsa 3000-5000 km af vegakerfi landsins þessa daga. Með þessu átaki er jafn- framt verið að hvetja fólk til að henda ekki rusli úr bifreiðum eða á víðavangi. Þeir vilja höfða til fjölskyldunnar og leggja áherslu á að fá fyrst og fremst ungt fólk til að vinna að átakinu og skapa jákvætt viðhorf til umhverfisins. Formaðurinn Pálmi Gíslason segir: „Áhugi fyrir þessu er mikill og móttökur um allt land góðar þar sem við höfum kynnt átakið." Ég vona að stjórn Ungmenna- félags íslands nái því takmarki, sem þeir stefna að, að hreinsað verði allt rusl meðfram vegum landsins og þetta átak verði til þess að vekja sem flesta til umhugsunar um umhverfismál og að þjóðin nái samstöðu um að vernda landið okkar og sjóinn umhverfis það fyrir hvers konar spjöllum án miðstýringar og sér- staks ráðuneytis. Ég vona að þessum nierku samtökum takist eins og oft áður að vekja allan almenning í land- inu til umhugsunar um það, hvað mikils virði það er að lifa heil- brigðu lífi í hreinu landi. Árang- ur í umhverfismálum næst ekki nema með víðtækri þátttöku alls almennings jafnframt því sem Alþingi verður að vera vel á verði í þeim fjölmörgu þingmálum, sem varða umhverfið. Höfundur cr alþingismaður Samtaka jafnrcttis og félagshyggju.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.