Dagur - 07.06.1989, Side 9
Miðvikudagur 7. júní 1989 - DACiUR - 9
Sjómaimadagurinn
á Sauðárkróki
Sjómannadagurinn á Sauðár-
króki fór ágætlega vel fram,
þrátt fyrir kulda og vosbúð.
Þannig veðurskilyrði virðast
vera fastur liður á Sjómanna-
degi en fólk lét það ekki á sig
fá og hélt upp á daginn með
sjómönnum. Það var byrjað á
skemmtisiglingu um morgun-
inn og sjómannamessu í Sauð-
árkrókskirkju.
Úrslit í kappróðrinum hófust
kl. 13, en daginn áður höfðu
undanúrslit farið fram. Þátttaka
var góð og það voru harðsnúnar
sveitir sem öttu saman kappi í
höfninni. Það var sveit „Löndun-
arkarla" sem bar sigur úr býtum í
karlaflokki og batt þar með enda
á sigurgöngu björgunarsveitar-
manna, sem hafa unnið kapp-
róðurinn síðustu tvö ár. í
kvennaflokki voru það „Fisk-
iðjukerlingarnar“ sem unnu stall-
systur sínar úr Skildi.
Er kappróðri lauk í höfninni
héldu hátíðahöldin áfram á
íþróttavellinum. Þar var farið í
leiki margs konar, s.s. belgja- og
naglaboðhlaup, reiptog o.fl.
Einnig var keppt í netabætingu
og splæsingu og það voru áhafn-
armeðlimir Hegraness SK-2 sem
það unnu. Að lokum fór svo fram
verðlaunaafhending. Eftir dag-
skrána á íþróttavelli var Slysa-
varnadeildin með kaffisölu í
Bifröst, þar sem veisluborðið
svignaði undan dýrindis „bakk-
elsi“. -bjb
Einingarfélagar
Aðalfundur
Verkalýðsfélagsins Einingar
verður haldinn í Alþýðuhúsinu 4. hæð, sunnu-
daginn 11. júní kl. 15.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Kaffiveitingar.
Stjórn Einingar.
Höfum tekið viðgerðarþjónustu á Polaris
vélsleðum og fjórhjólum í okkar hendur.
Ingvar Grétarsson, lager- og viögerðarmaður er í
síma 96-22840.
PGSLRRIS' umboðið
Hjólbarðaþjónustan,
Hvannavöllum 14 b, sími 96-22840.
Laufás:
Gamli bærinn og kirkjan
opin aJmenningi til sýnis
Gamli bærinn í Laufási verður opinn almenningi til sýnis í sumar.
Gamli bærinn í Laufási hefur
verið opnaður til sýningar og
verður eins og endranær opinn
frá 1. júní og til ágústloka.
Bærinn er opinn almenningi
alla daga vikunnar nema
mánudaga, nema þess sé óskað
sérstaklega. Opnunartími er
frá kl. 10-18 og einnig eftir
nánara samkomulagi.
Gamli bærinn í Laufási er ekki
byggðasafn, heldur sýnibær og
gefur mjög góða mynd af því
hvernig fólk bjó hér áður fyrr.
Bærinn er búinn öllum þeim hús-
munum sem notaðir voru „í
gamla daga“ og reynt er að hafa
hlutina eins og þeir voru þegar
búið var í húsinu.
Kirkjan í Laufási er einnig til
sýnis en hún var byggð árið 1865
og í henni eru margir merkilegir
munir miklu eldri.
Karlakórinn Geysir hélt söngskemmtun ■ lok síðasta mánaðar, eins og reyndar kom fram í Degi í gær. Með greininni
um söng kórsins átti að birtast mynd en þar sem það fórst fyrir, birtum við myndina af kórnum hér og biðjumst vel-
virðingar á þessum mistökum.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Lausar eru til umsóknar stöður LÆKNARIT-
ARA á Lyflækningadeild frá 1. ágúst 1989.
Nánari upplýsingar um starfið veitir María Ásgríms-
dóttir, læknafulltrúi.
Umsóknir sendist skrifstofustjóra, Vigni Sveinssyni,
fyrir 17. júní nk.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri,
sími 96-22100.
Lagerstjóri
Óskum eftir að ráða lagerstjóra á smávöru-
lager.
Starfið felst m.a. í innkaupum, skráningu og vörslu á
smávöru til afhendingar í framleiðsluna.
Skriflegar umsóknir sendist starfsmannastjóra fyrir
15. júní nk. og gefur hann nánari upplýsingar í síma
21900 (220).
*
Alafoss hf., Akureyri
Maðurinn minn,
JÓHANN LÁRUS JÓHANNESSON,
lést að heimili sínu 31. maí s.l.
Útförin fer fram frá Silfrastaðakirkju laugardaginn 10. júní kl. 2
e.h.
Helga Kristjánsdóttir,
Silfrastöðum.