Dagur - 07.06.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 07.06.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Mlðvikudagur 7. júní 1989 myndasögur dags ÁRLANP Hefur þú áhyggjur af því aö verðagömul frk. Bára? Ég? ...Ha, ha, ...alls ekki ...Tommi frændi var vanur að segja að fólk væri eins og tré... --- Því eldri sem það verður, því staðfastara og stórkost- legra verður það. Frændi þinn hlýtur að hafa verið vitur maður. Eiginlega ekki... Hann eyddi mest allri ævinni í að hafa áhyggjur af því að einhver myndi reyna að höggva sig niður og selja sig í eldivið.. ANDRÉS ÖNP HERSIR BJARGVÆTTIRNIR # Hver auglýsir hjá hverjum? Það getur oft verið skemmti- legt að lesa smáauglýsingar dagblaðanna og margir fletta fyrst upp á þeirri síðu. En það getur ekki verið síður gaman að lesa venjulegar auglýsingar þegar þær bregða út af hinu vanalega. í Tímanum í gær er t.d. stór- auglýsing á baksíðu blaðs- ins frá Ferðaskrifstofu. Þar eru auglýstar ferðir til Búlg- aríu og fararstjórar eru Einar Þorvarðarson og kona hans. En það eru líklegast færri sem vita það að þessi ferðaskrifstofa er eign Krist- ins Finnbogasonar fram- kvæmdastjóra Tímans, Ein- ar Þorvarðarson er tengda- sonur hans og þar af leið- andi hinn fararstjórinn Rúna Kristinsdóttir dóttir Kristins. # Mega allir prófa hestinn? Það er önnur auglýsing sem vakti athygli S&S í Degi í gær. Það er verið að aug- lýsa að stóðhesturinn Leist- ur 960 verði í húsi á Akur- eyri fljótlega. Þeir sem vilja nota hestinn hafi samband við vissan aðila í vissu númeri. Nú gæti einhver einfaldur bæjarbúi misskilið þessa auglýsingu og haldið að hér væri verið að auglýsa reiðnámskeið. Maður gæti t.d. hugsað sér að einhver myndi hringja til að panta tíma fyrir sig því hann lang- aði svo í útreiðartúr á gæð- ingi! # Er Stein- grímur jafnoki páfans? Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra er með vinsælustu stjórnmála- mönnum á íslandi en öllu má nú ofgera. í Tímanum í gær var mynd af Steingrími með Jóhannesi Páli páfa og fyrirsögnin er: „Höfðingjar heilsast.“ Þó að Steingrímur eig) ekkert nema gott skilið er varla hægt að bera hann saman við trúarleiðtoga 1000 miljóna manna um all- an heim og varla vilja menn taka upp leiðtogadýrkun að N-kóreönskum stíl. dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Miðvikudagur 7. júní 18.00 Sumarglugginn. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Poppkorn. 19.20 Svarta naðran. (Blackadder.) Fjórði þáttur. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Grænir fingur (6). Þáttur um garðrækt í umsjón Hafsteins Hafliðasonar. í þessum þætti er fjallað um pöddur og plágur sem herja á tré, runna og annan garðagróður. 20.45 Vesalingarnir. (Les Miserables Phenomenon.) Bresk heimildamynd um samnefndan . söngleik. Sýnd eru brot úr sviðssetningum víða um heim og rætt er við aðstandendur verksins. 21.40 Kartúm. (Khartoum.) Bandarísk kvikmynd frá 1966. Aðalhlutverk: Charlton Heston, Laurence Ohvier, Ralph Richardson og Richard Johnson. Árið 1833 sendu Bretar Charles Gordon hershöfðingja til Kartúm, höfuðborgar Súdans, til að bæla niður uppreisn. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Kartúm - framhald. 23.55 Dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 7. júní 16.45 Santa Barbara. 17.30 Magnum P.I. 19.19 19:19. 20.00 Sögur úr Andabæ. (Ducktales.) 20.30 Falcon Crest. 21.25 Bjargvætturinn. 22.15 Tíska. 22.45 Sögur að handan. (Tales From the Darkside.) Nýir þættir í anda Twilight Zone eða í ljósaskiptunum. 23.10 Svartir sauðir. (Flying Misfits.) Sannsöguleg mynd um flugsveit skipaða vitskertum og ofbeldishneigðum mönn- um sem allir áttu yfir höfði sér dauðadóm. Þetta var nokkurs konar sjálfsmorðssveit því þessir menn höfðu engu að tapa. Aðalhlutverk: Robert Conrad, Simon Oakland og Dana Elcar. Ekki við hæfi barna. 00.45 Dagskrárlok. Rás 1 Miðvikudagur 7. júní 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Hanna María" eftir Magneu frá Kleifum. Bryndís Jónsdóttir les (3). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Þröstur Emilsson. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Þræðir - Úr heimi bókmenntanna. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynningar Tónlist. 13.00 í dagsins önn - Að passa börn. Umsjón: Ásdís Loftsdóttir. (Frá Akur- eyri.) 13.30 Miðdegissagan: „í sama klefa" eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Höfundur les (2). 14.00 Fréttir. 14.03 Harmonikuþáttur. 14.45 íslenskir einsöngvarar og kórar. 15.00 Fréttir. 15.03 M-hátíð á Austurlandi. Fyrri þáttur. 16.00 Fróttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Dvorák og Schubert. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. Tónlist ■ Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Nútímatónlist. 21.00 Úr byggðum vestra. 21.40 Tónlist. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.25 „Vísindin efla alla dáð.“ 23.10 Djassþáttur. - Jón Múli Ámason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Miðvikudagur 7. júní 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Morgunsyrpa Evu Ásrúnar Albertsdóttur. Rugl dagsins frá Spaugstofu kl. 9.25. Neytendahorn kl. 10.05. Afmæliskveðjur kl. 10.30. Sérþarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. Gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 1?..45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni sem leikur þrautreynda gullaldartónlist. 14.03 Milli mála. Árni Magnússon á útkíkki og leikur nýju lögin. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. - Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsend- ingu kl. 18.03. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram ísland. 20.30 Útvarp unga fólksins. 22.07 Á rólinu með Önnu Björk Birgisdóttur. 01.00 Næturvakt á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 „Blítt og létt..." Gyða Dröfn Tryggvadóttir. 2.00 Fréttir. 2.05 Söngleikir í New York - Vofan í óper- unni. 3.00 Rómantíski róbótinn. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.35 Næturnótur. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Blítt og létt..." Endurtekinn sjómannaþáttur Gyðu Drafnar Tryggvadóttur á nýrri vakt. Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 7. júní 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Miðvikudagur 7. júní 07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson með morgunþátt fullan af fróðleik, frétt- um og ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir hlustendur, í bland við góða morgun- tónlist. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Valdís er með hlutina á hreinu og leikur góða blöndu af þægilegri og skemmtilegri tónlist eins og henni einni er lagið. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Óskalögin, kveðjurnar, nýjustu lögin, gömlu góðu lögin - allt á sínum stað. Bjarni Ólafur stendur alltaf fyrir sínu. 18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst þér? Hvað er efst á baugi? Þú getur tekið þátt í umræðunni og lagt þitt til málanna í síma 611111. Þáttur sem dregur ekkert undan og menn koma til dyranna eins og þeir eru klæddir þá stundina. Steingrímur Ólafsson stýrir umræðunum. Fréttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18. Fréttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17. 19.00 Freymóður T. Sigurðsson. Meiri tónlist - minna mas. 20.00 Sigursteinn Másson. Ný - og góð tónlist, kveðjur og óskalög. 24.00 Næturdagskrá. Hljóðbylgjan Miðvikudagur 7. júní 17.00-19.00 M.a. er „tími tækifæranna", þar sem hlustendur geta hringt inn ef þeir þurfa að selja eitthvað eða kaupa. Beinn sími er 27711. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.