Dagur - 17.06.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 17.06.1989, Blaðsíða 1
TEKJUBRÉF KJAR4BRÉF fjArmAl þ(n SÉRGREIN OKKAR FJARFESTlNGARFELAGIDi Ráðhústorgi 3, Akureyri Hugsanlegt að hrefnuveiðar verði leyfðar næsta ár: Sýnir hversu vel Hafrannsókna- stofnun hefur haldið á máliun - segir Gunnlaugur Konráðsson, hrefnuveiðimaður á Árskógsströnd Gunnlaugur Konráðsson, hrefnuveiðiinaður á Árskógs- strönd, segir það mjög góð tíð- indi að Alþjóðahvalveiðiráðið hafi ákveðið að beina kröftum vísindanefndar ráðsins fram að næsta ársfundi í að gera úttekt á hrefnustofnum á Suðurhveli og í Norður-Atlantshafí. Sjáv- arútvegsráðherra hefur lýst því yfir að hann sé vonbetri en áður um að hvalveiðar verði leyfðar að nýju, jafnvel árið 1991 og þá sé möguleiki á að hrefnuveiðar verði leyfðar á næsta ári. „Það er ánægjulegt að heyra þetta og við fögnum þegsu mjög. Enda vitum við það hrefnuveiði- menn að ekki var verið að ganga neitt á þann höfuðstól sem hrefnustofninn var og ég hef sjaldan séð meira af hrefnu en sumarið 1985, síðasta sumarið sem við máttum veiða. Og það er mikið af hrefnu í kringum okkur núna þannig að nóg er af henni,“ sagði Gunnlaugur Konráðsson, skipstjóri í gær, en þá var hann staddur út af austanverðu Norðurlandi. íslenska sendinefndin á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem nú stendur yfir í San Diego í Banda- ríkjunum, lagði fram skýrslu um áhrif hvalveiðibannsins á fjöl- skyldur á Brjánslæk og Árskógs- strönd sem höfðu að stórum hluta viðurværi sitt af hrefnuveið- um. í framhaldi af þessari skýrslu fékk nefndin því framgengt að fyrir næsta ársfund ráðsins gerði vísindanefndin áðurnefnda úttekt á hrefnustofnunum. „Hvalveiðibannið hafði gífur- leg áhrif á mig og mína útgerð vegna þess að hrefnan var 60- 70% af okkar lífsviðurværi. Ég hafði ekkert annað til að fylla upp í þetta skarð þannig að ég hef orðið að leggja bátnum stór- an hluta úr árinu, lagði honum t.d. hálft árið í fyrra og mér er sem ég sæi t.d. þingmenn kyngja því að missa svo stóran hluta af tekjurium. Ég var búinn að vera 18 ár á hrefnuveiðum þegar bannið skall á og þá var þetta orðin töluverð vinna fyrir skóla- krakka á Árskógsströnd, allt upp í 10-15 manns á sumrin. Þess vegna er það mikið mál fyrir útgerðina og þá sem af þessu höfðu atvinnu að veiðar verði leyfðar aftur,“ segir Gunnlaugur. „Þetta er stefnubreyting og það er því að þakka hversu Haf- rannsókn hefur haldið vel á málum. Sú stofnun á þakkir skil- ið og þá sérstaklega Jóha'nn Sig- urjónsson, sjávarlíffræðingur, sem hefur gert kraftaverk í þessu máli, að mínu mati.“ JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.