Dagur - 17.06.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 17.06.1989, Blaðsíða 4
ö - RUDAQ - 68G| 'sriúj .Tí ’íUBsb'i&gufcJ 4 - DAGUR - Laugardagur 17. júní 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 17. júní í dag höldum við þjóðhátíð. Við fögnum því að 45 ár eru liðin frá lýðveldistökunni á Þing- völlum, frá því þjóðin vann fullnaðarsigur í baráttu sinni fyrir sjálfstæði. Við höldum þjóðhátíðardaginn á afmæli Jóns Sigurðsson- ar, sem alla sína ævi barðist gegn ofurveldi erlends valds og átti jafnvel undir högg að sækja heimafyrir, en hafði sigur að lokum. í dag höldum við hátíð, honum og öðrum eld- hugum þjóðarinnar til heiðurs, sem í krafti trúar sinnar á framtíð landsins, færðu okkur sjálfstæðið. Á slíkum degi er okkur hollt að minnast þess að sjálfstæði þjóðar er ávallt í vanda statt. Við þurfum að standa vörð um það og gæta þess að glata því ekki, hvorki í menning- arlegu né efnahagslegu tilliti. Sjálfstæði er dýrmætasta eign hverrar þjóðar og baráttan fyrir að halda því er eilíf. Er þetta ekki þitt mál? í dag hefst skipulagt starf og samvinna ýmissa aðila um land allt, sem miðar að því að efla íslenska tungu. Þetta starf er kennt við málræktarátak 1989, undir kjörorðunum: „Er þetta ekki þitt mál?“ Það er vel við hæfi að slíkt starf hefjist á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní og vonandi munu allir íslendingar, ungir sem aldnir, nota þetta tækifæri til að hefja móðurmálið til þess vegs og þeirrar virðingar sem það á skilið. íslenskan hefur átt undir högg að sækja síðustu árin, m.a. vegna aukinna áhrifa frá erlendum tungumálum, sér í lagi ensku. Málræktarátak það sem nú er að hefjast veitir okkur kærkomið tækifæri til að efla málvitundina, vanda málfar og stafsetn- ingu og útrýma erlendum málslettum. Við verðum öll sem eitt að snúast til varnar móð- urmálinu. í blaðinu í dag birtist ávarp frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, í tilefni mál- ræktarátaksins. Þar segir forsetinn meðal annars: „í dag, á þjóðhátíðardegi okkar íslendinga, hefjum við það skipulega starf sem kennt er við málræktarátak 1989. Einmitt í rækt við móðurmálið, samþættingu tungu og menn- ingar, hefur styrkur íslenskrar þjóðar jafnan legið þegar mest reið á. Það er von mín og ósk að málræktarátakið verði að þeirri þjóðmenn- ingarvakningu sem okkur er ævinlega þörf á svo að þeir sem landið erfa geti glaðir sagt: Þetta er okkar mál. “ Vonandi verður forseta vorum að ósk sinni. Með þeim orðum óskar Dagur landsmönnum öllum gleðilegrar þjóðhátíðar. BB. kvikmvndorvni Clint Eastwood í hlutverki borgarlöggunnar Harrys hins óhreina Callahans. Hinn óhreini Borgarbíó sýnir: Dauðaleik (The Dead Pool). Leiksíjóri: Buddy Van Horn. Höfundur handrits: Steve Sharon. Helstu hlutverk: Clint Eastwood og Patricia Clarkson. Warner Bros 1988. Þá er hann kominn á kreik hinn ægilegi skelfir glæpamanna í San Fransisco, lögregluþjónninn óhreini. Líkt og Morgan Kane er hann ekki að hafa fyrir því að taka illmennin föst. Undir vinstri handarkrikanum geymir sá óhrcini hálfgerða fallbyssu, Smith og Wesson ef ég man rétt, sem hann beitir óspart á óþjóða- lýðinn. Og ef hún bregst duga ekki nein minni vopn en hvala- byssur í hennar stað. Getur verið að sú aðdáun sem óhreini Harry nýtur sé að ein- hverju því að þakka að hann hamrar sífellt á handhægri sparn- aðarleið fyrir ríkisstjórnir? Það er dýrt að fæða glæpalýðinn í fangelsum en ódýrt að hola þeim niður í jörðina. Dauðaleikur er ein af þessum sígildu Clint Eastwood myndum. Hann vakti fyrst á sér athygli í sjónvarpsþáttunum Rawhide 1958-1965) en hélt síðan til talíu og höndlaði heimsfrægðina í vestramyndum eins og The Good, the Bad and the Ugly. Alla tíð síðan hefur Eastwood legið heldur lágt rómur á hvíta tjaldinu, verið fáorður, snakillur og fljótur að grípa til byssunnar. Þannig kemur hann einnig fyrir sjónir í Dauðaleik. En myndin er um ævintýri borgarkúrekans Harrys Callahans sem hefur viðurnefnið óhreinn. Upp kemur ansi óþverralegt morðmál. Kvik- myndafólk er staðið að þvi að leika einhverskonar dauðaleik, það veðjar sín á milli um að til- teknir menn munu gefa upp önd- ina á árinu. í kjölfarið tekur ein- hver upp á því að hjálpa þessu bráðfeiga fólki yfir landamærin. Harry er kallaður til. En það er setið um líf hans og á milli þess að rannsaka morðin dularfullu hefur hann það fyrir iðju á kvöld- in að salla niður launmorðingja. Og Harry hefur það fram yfir aðra meindýraeiði að hann er ekki aðeins skotheldur heldur einnig sprengjuheldur. Dauðaleikur er kvikmynd um dráp. Hún er aldrei spennandi, því veldur ódauðleiki hetjunnar og yfirdrifin hæfni hennar til að fara ferða sinna óséð. Jafnvel á þröngri hafnarbryggju getur sá óhreini látið sig gufa upp og læðst heilhring í kringum fantinn án þess nokkur verði hans var. Kannski er það þó verst að brynj- an sem þeir deila saman Sigurður Fáfnisbani og Harry Callahan hefur ekki aðeins sest á líkama þess síðarnefnda heldur sálina einnig. Gerðar eru veikburða til- raunir til að ljá lögreglustjóran- um svolitla samhygð með borgur- unum. Hann ver tilgerðarlega og harmilostna konu fyrir gangi fréttamanns og gerir jafnframt sitt besta til að leiða sama frétta- mann í sannleikann um slæmsku starfs hans, sem eyðileggi glæpa- rannsóknir fyrir lögreglunni og orsaki jafnvel glæpaverk ein- faldra áhorfenda. Og til að full- vissa okkur um að Harry sé í raun og veru af þessum heimi er hann látinn eiga ástarævintýri með þessum sama fréttamanni - sem er kvenmaður. Þessar til- raunir til að slá á mannlega strengi eru þó fyrir gýg, Harry er tilfinningalaust vélmenni og það sem hann gagnrýnir í fari frétta- manna, þorsta þeirra í blóð og morð, er rauði þráður kvikmynd- arinnar og hann í heldur leiðin- legum búningi. Nýir bæklingar frá Krabbameinsfélaginu Fyrir skömmu gaf Krabbameins- félag Reykjavíkur út tvo litprent- aða bæklinga um krabbamein. Annar þeirra, Leghálskrabba- mein, er ritaður af Kristjáni Sig- urðssyni yfirlækni á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins en hinn, Krabbamein hjá börnum, er eftir- læknana Jóhann Heiðar Jóhanns- son og Guðmund K. Jónmunds- son. í báðum bæklingunum eru línurit og myndir. Flestar mynd- anna í hinum síðarnefnda eru úr teikningasamkeppni sem Krabba- meinsfélagið hélt meðal grunn- skólanema fyrir fáeinum árum. Að þessum bæklingum með- töldum eru komin út sjö rit með því svipmóti sem nú er á Fræðslu- ritum Krabbameinsfélagsins. Hin eru: Út úr kófinu, Lungnakrabba- mein, Krabbamein í ristli og endaþarmi, Foreldrar og reyking- ar og Krabbamein í skjaldkirtli. Fræðslurit Krabbameinsfélags- ins eru send félagsmönnum margra krabbameinsfélaga auk þess sem þau fást ókeypis á skrif- stofu félagsins í Skógarhlíð 8, Reykjavík, á heilsugæslustöðvum um land allt og í mörgum lyfja- búðum. Útgáfa fræðslurita er meðal þeirra verkefna krabbameinssam- takanna sem kostuð eru af ágöð- anum af Happadrætti Krabba- meinsfélagsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.