Dagur - 17.06.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 17.06.1989, Blaðsíða 16
Skógræktarfélag Eyfirðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama Opid virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-17. Plöntusala íMum gangi ititiib ÍSSH!" Barrtré ★ Lauftré ★ Skrautrunnar ★ Berjarunnar ★ Póstsendum Limgerðisplöntur ★ Klifurplöntur ★ Skógarplöntur ★ Rósir. Jgf Um aJJt Jaud. Verulegur taprekstur en útlitið þokkalegt Prýði hf. á Húsavík: Á aðalfundi prjónastofunnar Prýði hf. á Húsavík sl. fimmtu- dag kom fram að fyrirtækið var rekið með allverulegu tapi á síðasta ári, en Guðmundur Hákonarson framkvæmda- stjóri vildi ekki nefna neinar tölur í því sambandi. Rekstur- inn hefur verið erfiður en um þessar mundir er verkefnastað- an þó býsna góð. „Það var verulegur taprekstur Akureyri: Umgjörð sköpuð um iðnaðarsvæði Umhverfisdeild Akureyrar- bæjar er nú að hefja ræktun meðfram Hlíðarbraut við iðn- aðarhverfið sunnan Hörgár- brautar. Plantað hefur verið stórum öspum og sagði Árni Steinar Jóhannsson garðyrkjustjóri að reyna ætti að skapa umgjörð um svæðið. Hann sagði fremur seint hafa gengið að koma umhverfis- málum í lag í iðnaðarhverfinu og óskandi væri að atvinnurekendur tækju við sér núna þegar umhverfisdeildarmenn væru bún- ir að gefa tóninn. KR eins og alls staðar í þessari grein. Spurningin virðist ekki vera sú, hvoru megin við strikið mörkin liggja heldur hve mikill hallinn er,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að það væri nóg að gera núna og allt fram á haust, en hvað þá tæki við vissi hann ekki, enda erfitt að sjá fram í tímann í þessari grein. Prýði hf. er mikilvægur hlekk- ur í atvinnulífinu á Húsavík því þar eru 14 dagsstörf. Ekki hefur þurft að grípa til uppsagna en Guðmundur sagði að þó hefði starfsfólk þurft að vera á atvinnu- leysisbótum um tíma síðastliðinn vetur og er það í fyrsta sinn í 17- 18 ára sögu fyrirtækisins. SS Systkinin Herborg Eiríksdóttir og Bjarni Eiríksson á Rein í Öngulsstaðahreppi voru á fullu að hlúa að blómunum á bænum. Þau gáfu sér nú samt tíma til þess að stilla sér upp fyrir eina mynd hjá Ijósmyndara Dags. Mynd: AP Atvinnuástandið: Nánast óbreytt frá aprfl tfl maí Atvinnuástandið í maímánuði sl. var nánast óbreytt frá mán- uðinum á undan samkvæmt upplýsingum vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins. AIIs voru skráðir 39 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu og var hlutdeild kvenna 55% af heildinni. Fjöldi skráðra atvinnuleysis- daga í maí jafngildir því að 1800 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum eða sem svarar 1,4% af áætluð- um mannafla á vinnumarkaði á sama tíma samkvæmt spá Pjóð- hagsstofnunar. Þetta er sama hlutfall og í apríl mánuði sl. en til samanburðar má geta þess að í maí í fyrra var hlutfallið 0,4. Skráð atvinnuleysi hefur þannig þrefaldast milli ára. Á Norðurlandi vestra var fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga 4034 og meðaltal atvinnulausra 186, þar af voru 78 karlar og 108 konur. Skráðir atvinnuleysisdag- ar á Norðurlandi eystra voru 4834 og meðaltal atvinnulausra Leikfélag Akureyrar: Sækist eftir aðstöðu í Gamla barnaskólanum - tillögur menningarmálanefndar gera ráð fyrir listsmiðju Leikfélag Akureyrar hefur áhuga á að fá Gamla barna- skólann til umráða og hefur menningarmálanefnd fengið erindi frá leikhúsráði þar að lútandi. Að sögn Gunnars Ragnars, formanns menning- armálanefndar, hefur nefndin óskað eftir því að leikhúsráð gerði nánari grein fyrir hug- Þj ó ðhátíð ardagurinn: Ekta 17. júní veður Hjá Veðurstofu Islands feng- ust þær upplýsingar að „ekta 17. júní veður“ yrði á laugar- daginn um land allt. Það er því um að gera að vera við öllu búinn. Nokkuð hvöss austan eða suð- austan átt og rigning verður um mestallt landið. Hún snýst síðan í suð-vestan átt með skúrum um suð-vestanvert land upp úr hádegi. Líklega léttir þó til norðanlands í kvöld og hiti verð- ur víðast 10-14 stig. myndum sínum um nýtingu hússins, en nefndin hafði áður sett fram ákveðnar tillögur um nýtingu þess. „Menningarmálanefnd var búin að koma sér niður á þá stefnu að í Gamla barnaskólan- um yrði nokkurs konar list- smiðja, þar sem ýmsum lista- mönnum væri gefinn kostur á að stunda starf sitt um lengri eða skemmri tíma. Parna væri opið hús og gestir og gangandi gætu komið og séð þessa menn við vinnu sína, spjallað viö þá og hugsanlega gert við þá viðskipti," sagði Gunnar. Hann sagði að þeirri stefnu menningarmálanefndar að koma þarna upp vinnustofum fýrir listamenn hefði ekki verið breytl, en tillögurnar hefðu hins vegar ekki verið afgreiddar í bæjar- stjórn ennþá. Gunnar sagði að erindinu frá leikhúsráði hefði ekki veriö hafnað, en hins vegar hefði nefndin óskað cftir nánari útskýringum á hugmyndum um nýtingu hússins og þá ætti að koma í ljós hvort þær hugmyndir samræmist tillögum menningar- málanefndar. Leikfélagið mun hafa augastað á Gamla barnaskólanum m.a. í því skyni að fá þar inni fyrir aðkomulistafólk senr ráðið er til tímabundinna starfa við einstök verk, enda oft erfitt um vik að útvega húsnæði á Akureyri. Undaiiiarið hefur LA haft geymslurými í húsinu. SS 223, þar af 112 karlar og 111 konur. Ekki er mikill munur á at- vinnuleysi á Norðurlandi milli mánaðanna apríl og maí. í apríl voru skráðir atvinnuleysisdagar á Norðurlandi vestra 4675 og á Norðurlandi eystra 5021. Staðan í dagvistarmálum á Akureyri: Nær einungis yngstu bömin á biðlista - mikill skortur á faglærðu fólki á dagvistir bæjarins Kiðlistinn hjá mér er mjög ein- litur og á honum eru nær ein- ungis allra yngstu börnin. Þaö eru börn sem eru fædd '87 og '88, sem veröa helst á biðlist- anum eftir að tekið hefur verið inn að loknu sumarleyfi,“ sagði Sigríður M. Jóhannsdótt- ir dagvistarfulltrúi á Akureyri aðspurð um stöðuna í dagvist- armálum bæjarins. Sigríður sagði að helst vantaði sig börn sem fædd eru ’84 og ’85 á biðlista og að einnig væri eitthvað hægt að gera fyrir börn sem eru fædd fyrst á árinu ’86. „Staðan virðist því vera þannig í dag, að við náum að anna hverjum ár- gangi fyrir sig að miklu leyti. En þó má alltaf reikna með einhverj- um börnum á biðlista frá hausti og fram á vor.“ Aðspurð um starfsmannamál- in, sagðist Sigríður vera með langan biðlista af ófaglærðu fólki sem vildi komast í vinnu á dag- vistum bæjarins en fagfólk vant- ar sig tilfinnanlega. Dagvistir bæjarins eru lokaðar á tímabili í sumar og er það tvískipt. Helmingur þeirra lokar frá 10. júlí til 8. ágúst og hinn helmingurinn frá 20. júlí til 22. ágúst. -KK Veiðidagur íjölskyldunnar: Engin skipulögð dagskrá á Norðurlandi Árlegur veiðidagur fjölskyld- unnar er morgun. Ekki er um neina skipulega dagskrá að ræða á Norðurlandi enda eru veiðimenn um það sammáia að of snemmt sé að hafa slíkan dag á þessu svæði þar sem veiði í vötnum sé almcnnt ekki hafin. Landssamband stangveiðfé- laga hefur síðustu árin haft einn dag á vori fyrir veiðidag fjöl- skyldunnar. Ekki hefur verið mikil þátttaka í þessum degi með- al Norðlendinga og á það sinn þátt í að ekki er skipulögð dagskrá að þessu sinni. Veiðimenn benda á að þrátt fyrir að ekki sé uppsett dagskrá þá geti fólk sjálft fundið sér veiði- staði, t.d. keypt leyfi í Hrísatjörn við Dalvík eða við Leiruveg á Akureyri, en 100 metra austan við Leirubrú er leyfð veiði án gjalds. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.