Dagur - 17.06.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 17. júní 1989
„Það hlýturað vera
druslulegur eða
ræfilslegur maður“
í einvígi að þessu sinni mætast
dýraiæknirinn Elfa Ágústs-
dóttir og fjármálastjórinn og
tónlistarmaðurinn Geirmund-
ur Valtýsson. Þau eiga bæði
glæstan feril að baki í einvíginu
og hafa lagt mikla spekinga að
velli. Þetta einvígi sker úr um
hver verður sá fjórði í undan-
úrslitum. Þrír hafa þegar
tryggt sér þar sæti, Júlíus
Kristjánsson, netagerðarmað-
ur og kennari á Dalvík, Erling-
ur Sigurðarson, menntaskóla-
kennari á Akureyri og Bjarni
Kr. Grímsson, bæjarstjóri í
Ólafsfirði. En víkjum að ein-
vígi þeirra Elfu og Geirmund-
ar.
Geirmundur var gripinn glóð-
volgur einn morguninn í vikunni
þar sem hann var að blaða í
reikningum Kaupfélags Skagfirð-
inga. Sama dag náðist í „skottið"
á Elfu þegar hún var að fara út úr
dyrunum til að lækna húsdýrin
stór og smá. Þrátt fyrir annir gáfu
þau sér bæði tíma til að svara 10
spurningum.
Fyrsta spurningin vafðist ekki
fyrir spekingunum, enda Schluter
oft í fréttum fjölmiðla hér á
landi. Hins vegar gekk öllu verr
að töfra fram nöfn Seðlabanka-
stjóranna þriggja. Nordal kom
strax hjá báðum og Tómas fylgdi
í kjölfarið hjá Geirmundi. „En
það er þessi þriðji. Honum kem
ég ekki fyrir mig,“ sagði Geir-
mundur. Elfa velti mikið vöngum
yfir hinurn tveimur bankastjórun-
um, en svo loks opnuðust öll
himins hlið og nöfn þeirra Geirs
og Tómasar voru töfruð fram.
Fjögur stig gegn þremur fyrir
Elfu.
Það stóð ekki í Geirmundi að
nefna liðið sem Siggi Grétars.
leikur með og varð svissneskur
meistari á dögunum. Elfa upp-
lýsti það hins vegar að hún fylgd-
ist ekkert með íþróttum og því
hefði hún ekki hugmynd um með
hvaða knattspyrnuliði fyrrver-
andi Breiðabliksmaðurinn spil-
aði. Geirmundur jafnaði því
metin, fjögur stig gegn fjórum.
Geirmundur og Elfa voru bæði
handviss um að Steingrímur J.
væri yngstur ráðherra. Mikið
rétt. En svo versnaði í því þegar
spurt var um aldur hans. „Bíddu
nú við,“ sagði Geirmundur. „Ég
gæti trúað því að hann væri 36
ára.“ Elfa beitti vísindalegum
aðferðum og sagði að Steingrím-
ur hefði verið á síðasta ári í MA
þegar hún var þar á fyrsta ári.
„Hann hlýtur að vera fæddur
1955, þá verður hann 34 ára á
þessu ári.“ Hárrétt svar og fyrir
það fær Elfa 2 stig en Geirmund-
ur 1. Staðan sex á móti fimm,
Elfu í vil.
Það tók tímann sinn fyrir kepp-
endur að finna nöfn 10 frétta-
manna. Tókst þó að lokum og
báðir fengu 10 stig. Staðan því
sextán gegn fimmtán.
Sænski „kríminalinn" Petter-
son stóð ekki í keppendum, enda
hefur hann verið mikið í fréttum
að undanförnu.
Það kom hins vegar á daginn,
eins og undirritaðan hafði
grunað, að Norðlendingarnir
Geirmundur og Elfa voru ekki
vel að sér í landafræði Suður-
lands. Þau gátu hvorugt upp á
nafni Laugardalshrepps.
Ólafur SÍS-stjórnarformaður
Sverrisson var keppendum ljós-
lifandi. Staðan nú orðin nítján/
átján fyrir Elfu.
Breska poppsveitin Smokie
vafðist ekki fyrir popparanum
Geirmundi og dýralæknirinn stóð
ekki heldur á gati. Trúlega ein-
lægir aðdáendur Smokiel?
Þá var komið að síðustu spurn-
ingunni. „Drægjulegur?,“ spurði
Geirmundur. „Það hlýtur að vera
svona druslulegur eða ræfilslegur
rnaður." „Ég get ímyndað mér að
„drægjulegur" sé sá sem er seinn
til verka,“ sagði Elfa eins og að
drekka vatn. Við gefum henni
rétt fyrir það svar en Geirmundur
fær hálft stig fyrir sitt svar.
Þar með liggja fyrir niðurstöð-
ur þessa einvígis. Élfa dýralæknir
náði 20 stigum og sigraði í einvíg-
inu en Geirmundur hafði 18,5 stig
upp úr krafsinu.
Þetta vill segja að Elfa er kom-
in í fjögurra manna úrslit og hún
dróst þar, í votta viðurvist, á
móti sjálfum bæjarstjóranum í
Ólafsfirði, Bjarna Kr. Gríms-
syni. í hinu undanúrslitaeinvíg-
inu verða því Júlíus Kristjánsson
og Erlingur Sigurðarson. óþh
Elfa Ágústsdóttir
Geirmundur Valtýsson
Rétt svör
1. Hver er forsætisráðherra Danmerkur? (1)
Poul Schluter Poul Schluter
Poul Schluter
2. Nefnið þrjá bankastjóra Seðlabankans. (3)
Jóhannes Nordal Jóhannes Nordal
Geir Hallgrímsson Tómas Árnason
Tómas Árnason
Jóhannes Nordal
Tómas Árnason
Geir Hallgrímsson.
3. Sigurður Grétarsson varð á dögunum svissneskur meistari í knattspyrnu. Hvað heitir liðið sem
hann leikur með? (1)
Veit það ekki Luzern Luzern
4. Hver er yngstur núverandi ráðherra og hvað verður hann gamall á þessu ári? (2)
Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur J. Sigfússon
hann verður 34 ára 36ára fæddur 4. ágúst 1955 og
verður því 34 ára á þessu ári.
5. Nefnið 10 fréttamenn Ríkissjónvarpsins (íþróttafrm. meðtaldir) (10)
Edda Andrésdóttir, Bogi
Ágústsson, Bjarni Fel., Árni
Þórður Jónsson, Helgi E.
Helgason, Jón Valfells, Helgi H.
Jónsson, Ingimar Ingimarsson,
Arnar Björnsson, Bjarni
Vestmann
Unnur Úlfarsdóttir, Jón Valfells
Bjarni Fel., Jón Óskar Sólnes,
Arnar Björnsson, Gísli Sigur-
geirsson, Friðrik Páll Jónsson,
Ingimar Ingimarsson, Ólafur
Sigurðsson, Helgi H. Jónsson
Öil þessi nöfn eru rétt.
6. Christer nokkur Pettersson hefur verið í fréttum að undanförnu. Af hverju? (1)
Hann er ákærður fyrir morðið á Vegna morðsins á Olof Palme Honum er gefið að sök að
Palme hafa myrt Olof Palme
7. í hvaða hreppi er Laugarvatn? (1)
Veitþaðekki Hef ekki hugmynd Laugardalshreppi.
8. Hvað heitir nýkjörinn stjórnarformaður SÍS?
Ólafur Sverrisson Ólafur Sverrisson Ólafur Sverrisson.
9. Um síðustu helgi hélt þekkt bresk hljómsveit tónleika á Hótel íslandi. Hvað heitir hún? (1)
Smokie Smokie Smokie
10. Hver er merking orðsins „drægjulegur“?
Seinn til verka Druslulegur, ræfilslegur Seinlátur, seinn á sér
Stig samtals
20 18.5 22
i
heilsupósturinn
I
Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann
vítamín og steineftii?
Hvað eru
Næringarfræðin er nokkuð
ókönnuð vísindagrein þrátt fyrir
allar þær kannanir sem hafa verið
gerðar og er verið að gera. Það er
ekki einu sinni séð fyrir endann á
því að mannkynið komi til með
að þekkja þessa grein til hlítar
vegna hins ótrúlega margbreyti-
leika sem felst í hinum mörgu líf-
fræðilegu efnaskiptum sem eiga
sér stað á hverjum degi í líkam-
anum. Það er hins vegar ekki þar
með sagt að við séum ekki þegar
búin að afla okkur vitneskju um
eðli og eiginleika hinna ýmsu
þátta í umhverfi okkar. Vítamín
og steinefni er nokkuð sem alltaf
ber á góma þegar næringarfræði
ber á góma og því væri viðeigandi
að gefa örlitla úttekt á eiginleik-
um og eðli vítamína og steinefna.
Það eru 23 efni sem hægt er að
flokka niður sem vítamín og talin
eru mikilvæg fyrir næringu
manna. Öll vítamín eru lífræn
fæðuefni - þau finnast einungis í
lifandi verum. Öll eru þau lífs-
nauðsynleg fyrir eðlilegan vöxt
og heilsu og líkaminn verður að
fá þau í gegnum fæði eða frá
utanaðkomandi þáttum, vegna
þess að hann getur ekki framleitt
þau sjálfur (með örfáum undan-
tekningum sem eru varla eftir-
tektarverð vegna þess hve lítið
magn þarf af þeim).
Vítamín hafa ekki hitaeining-
ar. Þau eru ekki heldur bygging-
arefni líkamans. Þau hjálpa hins
vegar til við að byggja hann upp
með því að aðstoða við hin marg-
víslegu efnaskipti og ensímastarf-
semi sem aftur á móti sjá um
uppbyggingu og viðhald líkam-
ans. Þau eiga þátt í að breyta fitu
og kolvetnum yfir í orku og
hjálpa við uppbyggingu vefja lík-
amans.
Þörf manna fyrir vítamín velt-
ur á nokkuð mörgum þáttum.
Nokkrir mikilvægir þættir eru:
Veðurfar, aldur, kyn, líkams-
stærð, erfðaeiginleikar, heilsufar
og hreyfing. Það er nokkuð
algeng trú að við fáum öll þau
vítamín sem við þurfum í gegn-
um fæðuna. En jjað er ekki ör-
uggt ef hafðir eru í huga þættirnir
hér að ofan sem hafa áhrif á víta-
mínþörfina og sú staðreynd að
það fæði sem við borðum í dag er
oft mikið soðið eða unnið á ýms-
an hátt og eru því næringarminni
en okkur er talin trú um.
Hins vegar bæta ofurskammtar
af vítamínum ekki endilega heils-
una. Umframmagn af vítamín-
um er annað hvort geymt í líkam-
anum eða sent út með þvagi. Og
reyndar geta sum vítamfn sem
eru fituleysanleg, verið hættuleg í
miklu magni. Fituleysanlegu
vítamínin eru yfirleitt mæld í
alþjóðaeiningum (UI) en vatns-
leysanlegu vítamínin eru mæld í
milligrömmum (Mg).
En hvað eru þá steinefni? Það
eru 17 efni sem eru ýmist í lífræn-
um eða ólífrænum samböndum
sem talað ei um sem steinefni.
Samanlagt mynda þau um 5%
þyngdar líkamans. Hlutverk
steinefna í líkamanum eru óend-
anlega mörg - hvatar í líffæra-
starfsemi, beinum, tönnum, hári,
öllum líkamsvefjum, taugavið-
brögð, hjarta og vöðvastarfsemi,
hormóna og vökvajafnvægi,
melting og andleg starfsemi.
Þetta er huti af því sem þau eiga
þátt í og er ekki svo lítið. Óll
verða þau að koma í gegnum
fæðuna því líkaminn getur ekki
framleitt þau.
Einu steinefnin sem dagsþörfin
hefur verið mæld á, eru kalk,
zink, járn, joð, mangan og
fosfór. Hægt er að benda á
hugsanlega dagsþörf á hinum en
það er ekki hægt að gera með
eins mikilli nákvæmni. Mun fleiri
steinefni en þetta eru í líkaman-
um, en það eru meðal annars
klór, kalíum, salt og kopar svo
eitthvað sé nefnt. Þau eru yfir-
leitt mæld í milligrömmum. Til
eru fleiri nauðsynleg steinefni
sem kallast snefilefni sem mæld
eru í míkrógrömmum vegna þess
að einungis mjög lítið finnst af
þeim í líkamanum eins og nafn
þeirra bendir til.
Það er mikilvægt að gera sér
grein fyrir því að skortur á einu
steinefni gerir hin að verulegu
leyti gagnslaus þrátt fyrir að nóg
sé af þeim í líkamanum. Starf-
semi steinefna er mjög innbyrðis
tengd og verða því öll að vera til
staðar til þess að þau virki. Það
er svipað með vítamínin og stein-
efnin að það eru margir þættir
sem hafa áhrif á dagsþörfina og
því er ekki annað hægt að ætla en
að menn verði að vanda fæðuval-
ið eða taka bætiefni ef þörfinni á
að fullnægja.