Dagur - 17.06.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 17.06.1989, Blaðsíða 7
ferðamál i Hjónin Ásmundur Kristjáns- son og Svala Gísladóttir á bænum Stöng í Mývatnssveit hafa um árabil rekið ferða- þjónustu og eru nú meðal 99 aðila sem saman mynda net Ferðaþjónustu bænda á ís- landi. Á Stöng var á árum áður fleirbýli en Svala og Ásmundur búa nú á jörðinni og nýta mikinn húsakost á jörðinni fyrir ferðaþjónust- una. Þau byrjuðu með þessa hliðargrein með hefðbundna búskapnum árið 1982 og hafa síðan verið að byggja þennan rekstur smám saman upp. Nú eru pláss fyrir 33 í gistingu í einu enda hefur ferðaþjónust- an á Stöng verið talsvert notuð af ferðamannahópum. Ásmundur og Svala eru hóf- lega bjarsýn á sumarvertíðina en Ásmundur segir að aðal- annatíminn mætti teygjast meira en hann gerir. ,Erum nokkuð bjurtsýn á sumarið. segja Ásmundur og Svala á Stöng í Mývatnssveit. Ferðaþjónusta bænda: „Fruin sér um ferðaþjónustuna en ég sé um heyskapinn“ - spjallað við Ásmund Kristjánsson á Stöng í Mývatnssveit um Ferðaþjónustu bænda „Jú, fyrstu ferðamennirnir eru komnir og þetta er komið í fullan gang,“ segir Ásmundur og heldur áfram. „Þeir fyrstu komu í maí og reyndar komu tveir hópar útlendra ferðamanna í apríl. Það er verið að reyna fyrir sér með vetrarferðir og þessi tilraun byrj- aði í fyrra en í vetur voru þetta eiginlegri vetrarferðir. Maður veit ekki hvernig þetta kemur út enda var hvorki gott veður né færi þegar þessir hópar komu og það þurfti að breyta öllum áætl- unum. Maður er svo háður veðri og færi að það er erfitt að auglýsa vetrarferðir." Þarf að vera lengra tímabil Ásmundur segir að fyrstu ferða- mannahóparnir hafi verið mættir til leiks í Mývatnssveitinoi áður en ferjan Norræna kom sfna fyrstu ferð til landsins á sumrinu. „En ég hef ekki orðið var við mikið úr Norrænu hér hjá mér ennþá,“ bætir hann við. Ásmundur lætur þokkalega vel af síðasta sumri, hvað ferða- mannaþjónustuna varðar. „Síð- asta sumar var gott í júlí og ágúst og það er eins með þetta sumar. Júlí- og ágústmánuðir ætla að verða annamánuðir en þar með er draumurinn líka búinn þannig að þetta er afskaplega stutt tímabil. Ég sé ekki neina teljandi breytingu á júnímánuði frá því sem verið hefur þrátt fyrir að þessi mánuður sé virkilega skemmtilegur til ferðalaga. Þessi mánuður fer dálítið eftir vetrar- veðráttunni vegna þess að margir bíða þess að komast á hálendið og vegir á hálendinu eru bara ekki tilbúnir og verða það senni- legast ekki fyrr en kemur fram í júlí. Þetta hefur talsverð áhrif,“ segir Ásmundur og bætir við að töluvert af gestunum á Stöng sé fólk sem leggi leið sína yfir há- lendisvegina. „Af gestum okkar eru aðeins 10-15% íslendingar þannig að þetta eru mestmegnis útlending- ar. Gestirnir geta fengið hér keyptan morgunverð og einstaka máltíð sem við auglýsum en yfir- leitt notfærir fólk sér þá eldunar- aðstöðu sem í boði er og eldar sjálft enda byggjast margar hóp- ferðirnar á því að ferðamennirnir spari í mat og eldi sjálfir. Við erum aðallega með hópa í gistingu hér á Stöng en gangandi einstaklingar sjást ekki hér enda erum við það langt frá þjóðvegin- um,“ segir Ásmundur. Fór fyrst að skila vinnulaunum á síðasta ári Ásmundur segir að enginn skuli láta sér til hugar koma að ferða- þjónustan skili hagnaði á stuttum tíma. Nokkur ár taki að auglýsa staðinn upp en síðan geti eigend- urnir farið að reikna sér laun. „Mér fannst það vera fyrst í fyrra sem þetta fór að skila vinnulaun- um. Þetta er smám saman að auglýsast upp og verða betri nýting. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þegar við fórum út í þetta að það liði svona langur tími þangað til að þessi rekstur færi að skila einhverju af sér. Það var ekki miklu kostað til í byrjun en innkoman hefur í gegnum árin verið notuð til að breyta, bæta og byggja upp.“ Ásmundur og Svala hafa ferða- þjónustuna sem hliðargrein með búskapnum. Annatímarnir í búskapnum falla saman við anna- tímana í ferðaþjónustunni þann- ig að júlí og ágústmánuðir eru sannarlega annatímar á Stöng. „Já, frúin sér alfarið um ferða- þjónustuna en ég um búskapinn. Við erum með rúmlega meðalbú og höfum ákvcðna verkaskipt- ingu á hlutunum þannig að cg sé um heyskapinn en hún um ferða- þjónustuna. Og þessu til viðbótar þarf að vera hér viðurveruskylda allan sólarhringinn þannig að þetta er mjög bindandi." Óttast ekki um gróðurinn Ferðamannatímabilið fersenn að ná hámarki. Eftir snjóþungan vetur á Norðurlandi hefur gróður verið seinn til og segist Ásmund- ur telja að gróður verði um hálf- um mánuði seinni en venjulega að koma til. „Það fer auðvitað öllu fram í veðráttu eins og búin er að vera síðustu daga en þrátt fyrir það er gróðurinn seinna á ferðinni.“ „Hér í Mývatnssveit er fylgst vel með ferðamönnum þannig að ég hef ekki ástæðu til að óttast að skemmdir verði á gróðri sökum þess hve viðkvæmur hann er um þessar mundir. Hér er reynt að hlífa gróðri eins og hægt er og landverðir hafa þann starfa með höndum að leiðbeina ferðamönn- um.“ Ekki segir Ásmundur að neinn kippur komi í feröamanna- strauminn þó að veðrið sé með besta móti. Útlendu ferða- mennirnir komi hingað í vel skipulögðum ferðum og þó svo að veður sé með besta móti á ein- um staðnum en verra á öðrum þá breyti ferðamennirnir ekki áætl- un sinni. Um bæinn Stöng viö Mývatn segir í bæklingi Ferðaþjónustu bænda að bærinn sé vel staðsettur til skoðunarferða um Norður- land. Stutt er að Mývatni, Jökuls- árgljúfrum, Dettifossi og Ás- byrgi. Aðstaða er til að taka á móti hestamönnum og boðið er upp á gistingu í sérhúsnæði með morgunverði, eldunaraðstöðu, máltíðir samkvæmt beiðni og barnagæslu. Þetta er sú lýsing sem ferðamenn geta fengið af gistingu Ásmundar og Svölu. „Við erum nokkuð bjartsýn á sumarið þó enn þurfi að fá fleiri ferðamenn í júní og september," segir Ásmundur á Stöng. JÓH Styðjum fyrirtæki á land Bændur Vetk- takar Styðjum fyrirtæki á lan Útvegum allar stærðir og gerðir af hjólbörðum á dráttarvélar, hjólaskóflur og aðrar vinnuvél- ar á ótrúlega lágu verði. Gúmmívinnslan hf. m Rettarhvammi 1 Akureyri Simi 96-26776

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.