Dagur - 17.06.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 17.06.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 17. júní 1989 Laugardagur 17. júní 1989 - DAGUR - 9 Sr. Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki, prófast Skagafjarðarpróf- astsdæmis, þarf vart að kynna. Hann hefur mörg undanfarin ár óneitanlega verið áberandi á meðal kollega sinna, fyrir framlag sitt til menningarlífs í landinu. Hann er kunnur fyrir kveðskap sinn, m.a. sem hagyrðingur Skagfirðinga í spurningaþáttum Ómars Ragnarssonar og síðast en ekki síst, textahöfundur „Euro- vision“ laga Geirmundar Valtýssonar síðustu fjögur ár. Um þess- ar mundir er hann að vinna, ásamt sálmabókarnefnd þjóðkirkj- unnar, að útgáfu á sálmakveri, þannig að Hjálmar hefur komið víða við með sinn kveðskap, enda afkomandi ekki ómerkari manns en sjálfs Bólu-Hjálmars, í sjötta lið. Pá hefur hann unnið að endurbótum á Hóladómkirkju og á sæti í Hólanefnd. Nafnið hans Hjálmars komst í fréttirnar í vetur, þegar hann sótti um stöðu dómkirkjuprests í Reykjavík, en dró umsókn sína til baka. Höfðu margir á orði að Hjálmar hefði fengið þá stöðu, en það mun sjálfsagt aldrei fást skjalfest. Hann ákvað að vera lengur á meðal Skagfirðinga. Sr. Hjálmar tók vel í beiðni blaðamanns um viðtal og það er því prófastur Skagfirðinga sem er í helgarviðtali Dags, á sjálfum þjóðhátíðardeginuin, 17. júní 1989. Viö Hjálmar komum okkur saman um að hittast á skrifstofu hans í Safnaðarheimil- inu. Það gekk upp, eftir aðeins eina frestun á áður ákveðnum tíma. Eins og í öðrum góðum viðtölum, byrjuðum -viö á æsku- og uppvaxtarárum Hjálmars. „Finnst ég vera ágætlega staðsettur“ „Ég er fæddur í Borgarholti í Biskupstung- um 17. apríl 1950 og uppalinn þar, til 10 ára aldurs. Þá fluttum við í Eyjafjörðinn og átt- um heima að Jódísarstöðum í 2 ár. Þaðan fluttum við til Akureyrar og settumst þar að. A Akureyri gekk ég í gagnfræðaskóla og menntaskóla, útskrifaöist af máladeild frá þessa hátíð. Þá spurði einhver settlegur skrifstofumaðurinn í ráðuneytinu, hvers vegna ekki hefði verið hægt að sækja um fjárveitingu nteð eðlilegum hætti. Hann fékk það helst út úr svörunum, að 900 ára afmæli biskupsstóls í Skálholti hefði borið svo brátt að. „Heyrði þá sögu í Húnaþingi, að Eyfírðingar . . . “ Skálholtshátíðin 1956 er ein af björtustu bernskuminningum mínum þótt ég vissi að sjálfsögðu lítið um tilefni hennar. Það kont seinna. Mér cr minnisstæð helgin og hátíða- blærinn bæði á fólkinu og landinu, en þenn- an dag var blíðskaparveður. um við Pálmi í gufubaði niðri í sundlaug. Steindór skólameistari var þar líka og við sögðum honum að við værum að hugleiða guðfræðinám. Hann svaraði: „Farið þið endilega í guðfræði, strákar. Það hafa marg- ir verri menn en þið orðið prestar“. Nú á dögum er mikið talað um námsráðgjöf og mikilvægi hennar. Þessi ábending kennar- ans og meistarans dugði okkur vel, þótt við vitum ekki hvort við megum alls kostar trúa honum.“ „Hafði vissa fyrirvara á guðfræðideildinni“ - Hvað tók við eftir stúdentspróf frá MA vorið ’71? „Ég fór svo í guðfræðideildina um haustið ’71, og stundaði það nám svona með hálfum huga til að byrja með. Ég hafði vissa fyrir- vara á guðfræðideildinni og hafði hreinlega fordóma fyrir því sem þar væri lesið og iðkað. Mér fannst að það hlyti að vera ein- hvers konar heilaþvottur og menn fengju ekki að hugsa sjálfir og væru gerðar upp skoðanir, hugmyndir og kenningar. Þetta hélt ég upphaflega en svo komst ég að allt öðru. Háskólanám byggir á öllu öðru frem- ur en fordómum.“ „Flæktist um landið og sektaði fólk“ - Hvenær laukstu svo guðfræðináminu? „Það var haustið 1976. Ég kynntist konu minni, Signýju Bjarnadóttur, 1972, þar sem hún var við líffræðinám í Háskólanum. Á þeim tíma voru stundum deilur á milli líf- fræðinema og guðfræðinema. Sýndist sitt hverjum um upphaf heims og sköpunar, svo dæmi sé tekið. Þær deilur hafa ekki náð inn í okkar hjónaband. Sannleikurinn er líka sá, að þessar tvær fræðigreinar rekast ekki á prestakalli í október 1980 og var skipaður prófastur Skagafjarðarprófastsdæmis tveim árum síðar.“ - Nú verða liðin 9 ár í haust, frá því þið komuð á Krókinn. Hvernig hefur fjölskyld- unni liðið á Sauðárkróki? „Bara ljómandi vel, hún hefur lfka stækk- að á þessum tíma, fjölgað um einn, og eru þá börnin orðin fjögur, frá fjögurra til sext- án ára að aldri. Okkur finnst öllum að við eig- um heima hér og hvergi annars staðar. Okk- ur fellur vel við þann anda, sem svífur yfir Vötnunum." „Enginn er afskekktari en hann vill vera“ - Hver var aðdragandinn að því að þú sóttir um stöðu dómkirkjuprests í Reykjavík í vor sem leið? „Viðhorfið sem réð því að ég sótti um er að ég hef verið þeirrar skoðunar að prestar ættu ekki að vera mjög lengi á hverjum stað. Bæði þeir og söfnuðirnir liefðu gott af tilfærslum prestanna. Núna er ég ekki viss um þetta atriði. Og ef ég er smeykur um að staðna á 9 árum hér þá væri ég orðinn ansi forpokaður eftir 30 ára prestsþjónustu í Reykjavík. Það er alveg jafn gott og nær- ingarríkt, andlega, að vera prestur á lands- byggð eins og í Reykjavík. Sams konar fólk er á báðum stöðum. Það býr ein þjóð í land- inu og við eigum að kappkosta, að hafa það svo. Enginn er afskekktari en hann vill vera. Ég finn ekki fyrir neinni einangrun hér. Hún gæti alveg eins verið finnanleg í Reykjavík. Upphafið að minni umsókn var hvatning sunnanmanna. Lítil frétt hafði birst um það að ég myndi e.t.v. sækja. Þannig barst mér sú vitneskja fyrst. Mér þótti náttúrlega vænt um að fólk, bæði sem ég þekkti og annað, sem ég hafði aldrei séð vildi stuðla að því að ég kæmi til starfa í söfnuði þeirra. Éftir að ég var ákveðinn í að Fjölskylda Hjálmars samankoniin á heimili hennar að Víðihlíð 8 á Sauðárkróki. Frá vinstri: Kristinn, Reynir, Hjálmar, Ásta Sólveig, Signý og Sigríður. M.A. 1971. Þetta voru skemmtileg ár og mér líkaði ágætlega á Akureyri. Akureyri er rólegur bær og yfirvegaður, og ekki svo stór að maður sjái ekki svona sæmilega yfii mannlífið. Þó ég sé fæddur Sunnlendingur, þá á ég ættir að rekja hér fyrir norðan, raunar í öllum sýslum Norðurlands. Þannig að mér finnst ég vera ágætlega staðsettur.“ „Ætlaði mér í þá daga aö verða bóndi“ - Þannig að þú áttir heima í sveitinni fram til 12 ára aldurs? „Já, ég kunni því vel og ætlaði mér í þá daga að verða bóndi. Nú er ég hræddur um að ég hefði ekki þolinmæði til þess. Ég er ekki kominn í sömu aðstöðu og presturinn, sem hætti prestskap og hóf búskap af því að honum leiddust aðfinnslur safnaðarins og vildi heldur horfast í augu við friðsöm dýrin. Frá bernskuárum man ég vel eftir messu- ferðum. Það voru hátíðisdagar og eftir á hef ég oft hugleitt það hvað var svona sérstakt við messur og kirkjuferðir. Litla kirkjan var stór helgidómur í mínum augum. Enn í dag finnst mér engu minna virði að messa í lítilli sveitakirkju en í Hallgrímskirkju, svo dæmi sé tekið. Á báðum stöðum er það sama að gerast. Við erum í samfélagi Guðs og manna, heyrum Guðs orð, lofum Guð í helgidómnum og sækjum þartgað næringu í trúarlífinu. Kirkjulegu hátíðarnar hafa auð- vitað sitt gildi. Ég man t.d. eftir Skálholts- hátíðinni 1956, þá 6 ára polli. Þar var mikið um dýrðir. Mér þótti tignarlegt að sjá prest- ana koma í skrúðgöngu til kirkju. Löngu seinna heyrði ég svo þá skemmtilegu sögu niðri í kirkjumálaráðuneyti, að sótt hefði verið um aukafjárveitingu til þess að halda Þegar við fluttum norður fannst mér við flytja inn í nýjan heim. Búskaparhættir voru þá breyttir og þróaðri í Eyjafirðinum heldur en í Tungunum. Mér fundust fjöllin há og svolítið ógnandi í fyrstunni miðað við víða fjallahringinn fyrir sunnan. Það var fljótt að breytast. Ég ólst þar upp í góðu samfélagi. Löngu seinna heyrði ég þá sögu í Húna- þingi, að Eyfirðingar væru orðnir svo miklir efnishyggjumenn, að það væri hrein hend- ing að hitta brosandi Éyfirðing. Þetta þóttu mér mikil ótíðindi og sem betur fer hef ég sannreynt að þau eiga ekki við. Ég fylgist alltaf með því af athygli hvernig Akureyrarliðunum gengur í knattspyrn- unni. Ég held með þeim nema þegar þau spila á móti Tindastóli. „Þótti sjálfsagt aö vinna í miklum skorpum“ Á þessum árum var ég oftast í sumarvinnu utanbæjar. Ég tók þátt í síldarævintýrinu og var fyrir austan í síldarvinnu, fyrst á plani og svo í síldarverksmiðju. Mér fannst sér- stök nautn að því að hafá mikið að gera. Seinna fór ég á togara frá Akureyri, gamla Svalbak, og var á sjónum tvö sumur og eitt jólafrí. Þar var vinnuandinn svipaður. Það þótti sjálfsagt að vinna í miklum skorpum, ljúka því sem ljúka þurfti og vera ekki með neitt droll við verkin. Mörgum árum seinna hitti ég skipstjórann aftur. Hann sagði mér brosandi, að ég byggi að því alla ævi að hafa verið á sjónum með honum. Það kann vel að vera. Þegar leið á menntaskólanámið fór að aukast áhugi minn á trúarlegum og kirkjulegum efnum. Við höfðum ágætt sam- félag þá í bekknum, við Pálmi Matthíasson og Pétur Þórarinsson. Einhverju sinni vor- heldur styðja hvor aðra. Sköpunarsögurnar eru ekki ágrip af náttúrufræði og náttúru- fræðin fjallar ekki um tilgang lífsins. Eftir fyrsta veturinn í guðfræðideildinni var ég í vegalögreglunni, flæktist um allt landið og sektaði fólk fyrir að vera ekki með ökuskírteini, leitaði að fullum ökumönnum á útihátíðum og víðar. Næstu sumur á eftir var ég t.d. við fangavörslu í Hegningarhús- inu og svo var ég töluvert á vöktum á Upp- tökuheimilinu í Kópavogi. Þetta var sumar- vinnan og sú reynsla sem ég leitaði eftir og stundaði, var auðvitað í aðra röndina til þess fallin að vera betur undir prestsstarfið búinn. í deildinni var reyndar skylda, að sinna einhverju slíku starfi á námstíman- um.“ „Eigum heima hér og hvergi annars staðar“ - Hvert var þitt fyrsta prestakall? „Það var Bólstaðarhlíðarprestakall í Húnaþingi. Ég þekkti þar dálítið til gegnum sr. Birgi Snæbjörnsson á Akureyri, ferming- arföður minn og ágætan vin. Hann var mér líka innan handar þegar ég var að ákveða með guðfræðinámið. Ég ieitaði til hans með efaspurningar sem ég hafði um ágæti kirkj- unnar. Hann leysti úr þeim af ljúfmennsku og mannkærleika. Síðan hef ég stundum sagt, að hann hafi sent mig í gamla presta- kallið sitt í Húnaþingi. Ég var fjögur ár á Bólstað, frá 1976 til 1980. Fyrsta árið dvöldum við á Húnavöll- um, þar sem við kenndum bæði hjónin. Húnvetningar tóku okkur vel og við erum ekki svo langt undan, að ekki sé hægt að eiga samskipti áfram þangað vestur yfir. Síðan fékk ég veitingu fyrir Sauðárkróks- vera kyrr heima á Sauðárkróki fannst mér hreinlegast að láta sóknarnefnd Dómkirkj- unnar vita um það. Mér fannst byrinn blása þannig að óheppilegt væri að tilkynna það eftir kjörfundinn að ég ætlaði að vera áfram r í Skagafirði. Það hefði ekki verið heiðarlegt af minni hálfu. Allir hafa rétt til að endur- skoða ákvarðanir sínar og það gerði ég. Ég vildi einfaldlega ekki fara, yrði ég valinn úr . hópi umsækjenda. „ Að taka mark á vilja safnaðarins“ Þegar sóknarnefnd Sauðárkróks skoraði á mig að vera kyrr fór ég að hugleiða það fyrir . alvöru, að draga mig til baka. Fjölmargir höfðu haft samband við okkur í sama skyni. Þannig bar allt að sama brunni. Mér fannst að hin lifandi kirkja væri að segja hug sinn. Það er ekkert athugavert við það að taka mark á vilja safnaðarins. Þvert á móti. Sam- starf okkar sem prests og safnaðar hefur gengið vel. Það má ekki þakka mér sérstak- lega heldur er ástæðan sú, að gott samstarf og eining er um safnaðarmálin. Strax í byrj- un var mér vel tekið og ég hef ekki yfír neinu að kvarta. Stundum er sagt að prestsfrúnni sé um að kenna ef prestur hyggst skipta um stað. Það geta ekki verið prestarnir sjálfir, þessir blessaðir öðlingar. í i okkar tilfelli hafði ég frumkvæði að báðum ákvörðunum, að fara og vera. Konan mín sagði nú um daginn að ég væri yfirleitt i nokkrum dögum á undan henni í ákvörðun- - um.“ „Gaman að reyna að fanga augnablikið“ - Ef við víkjum aðeins frá prestsstarfinu í bili, nú ertu nokkuð kunnur af þínum kveðskap. Hefurðu gaman af því að yrkja? „Já, ég hef það nú, oft á tíðum. Fólk vill gjarnan fá fram kímileg viðhorf eða hnyttn- ar athugasemdir í vísuformi, ekki síst á mannfundum. Þá er oft gaman að reyna að fanga augnablikið. Það léttir fundi og alla félagsstarfsemi, hvort sem það er í presta- hópi eða á öðrum fundum. Áhugi fyrir vísnagerð er mikill og það er býsna stór hópur fólks, sem setur saman vísur. Þar er enginn stórkostlegur skáldskapur, hvorki hjá mér eða öðrum, aðeins stundargaman.“ „Eg varð að gjöra svo vel að koma saman vísum“ - Fórstu snemma að nýta þann hæfileika, að geta sett saman vísur? „Ja, hæfileika skal ég lítið um segja. Það er þannig að þetta þjálfast hjá manni. Hann afi minn gerði vísur, afkomandi Bólu- Hjálmars og ágætur hagyrðingur, og taldi það alveg nauðsynlegt að kenna mér að yrkja. Margir urðu reyndar til þess að benda mér á það að ég yrði að gjöra svo vel að geta ort af því ég væri alnafni Bólu-Hjálmars og afkomandi hans.“ - Koma vísurnar upp f hugann svona einn, tveir og þrír? „Stundum alveg um leið og stundum eig- inlega af stráksskap. Það er svo margt spaugilegt í kringum okkur." „Textann skilur enginn þarna úti, en væri hann . . . “ - Nú hafið þið Geirmundur Valtýsson getið ykkur gott orð í Söngvakeppni Sjón- varpsins síðustu fjögur skipti. Hvað finnst þér um þessa keppni? „Ég hef nú aldrei þungar áhyggjur af úr- slitunum, hvernig þau verði. Hitt tel ég lfk- legt að lögin hans Geirmundar séu utanfar- arverð. Það ætti að senda einu sinni lag eftir hann. Ég hef sjálfur trú á því að það lag myndi fara lengra en undangengin íslensk lög. Mér fannst t.d. með „Lífsdansinn" að það lag hefði mátt reyna sig úti. Þetta eru góð lög og þau lifa. Mér hefur fundist þetta skemmtilegt og ótrúlegasta fólk hefur sam- band við mig þegar forkeppnin er framund- an og spyr hvort ég sé búinn að semja textann. Þessi þátttaka auðveldar mér að ná til barnanna í safnaðarstarfinu. Þau standa með okkur Geira. Þetta er skemmtileg af- þreying og á þeim forsendum tek ég þátt í leiknum. Svo er söngvakeppnin saklaust sjónvarpsefni, en það verður ekki sagt um allt efni, sem börnum er boðið á skjánum. Mér líkar vel að vinna að því með Geir- mundi og fyrst þú spyrð þá get ég upplýst, að ég er með einn texta í smíðum núna.“ - Er ekki kominn tími til að þið vinnið þessa keppni? „Ja, það myndi svo sem ekkert gera til að hleypa einu slíku lagi að. Það er búið að prófa margt annað og sumt tvisvar, með fullri virðingu fyrir því. Ég er sannfærður um að lag eftir Geirmund á erindi í keppn- ina, textann skilur hvort eð er enginn þarna úti. Væri textinn þýddur á ensku þá er það rétt sem einhver sagði: „Ég vil að hann heiti þá eitthvað annað en „Rock me baby“. Það verður að vera sæmileg íslenska á íslenskum textum og einhver lágmarkshugsun í þeim.“ „Ánægður með það kirkjusamfélag sem við eigum hér“ - Ef við víkjum aftur að prestsstarfinu. Nú eru prestar alltaf spurðir hvort sóknarbörn þeirra séu trúuð. Við hvað gætir þú miöað með Skagfirðinga, hvort þeir séu trúaöir?. „Því er kannski erfitt að svara í stuttu máli. Það sem er sýnilegt um trú Skagfirð- inga og áþreifanlegt, það eru kirkjurnar og umhirða um þær og kirkjugarðana, það er kirkjusókn og allar þær skýrslur sem prófast- ur hefur undir höndum og gluggar stundum í, það eru hin persónulegu samskipti við fólk. Ég get ekki sagt annað en aö allt þetta beri trúnni gott og fagurt vitni. Hjálpsemi er mikil og í erfiðleikum standa allir saman. Þurfi einhver á hjálp að halda þá er hún fús- lega veitt. Ég þekki messusókn best í mínum kirkjum. Auðvitað vill presturinn að hver einasti maður sæki kirkjuna sína, a.m.k. stöku sinnum. En ég get þó ekki annað sagt en það, að ég er ánægður með kirkjusókn- ina hér í prestakallinu. Mér hefur reynst auðvelt að biðja fólk að sinna safnaðarmál- um. Nú er sjómannadagurinn t.d. nýlega afstaðinn. Sjómenn stofnuðu nýjan kirkju- kór, jafn fjölmennan hinum eiginlega kór. Þeir tóku virkan þátt í sjómannamessunni ásamt fjölskyldum sínum. Þannig mætti margt til taka. Samstarfsfólkið við kirkjuna hefur raunverulegan áhuga á málunum og styður að góðu safnaðarlífi með ráðum og dáð. Mörg verkefni eru framundan, sem við eigum óleyst, t.d. hvað varðar endurbætur á kirkju og safnaðarheimili. Allt fær það sínar lausnir með Guðs hjálp.“ „Viö erum auðug þjód en kunnum ekki að vera rík“ - Þegar þetta viðtal birtist, þá er þjóðhátíð- ardagurinn 17. júní. Hefur sá dagur önnur áhrif á prestinn en hinn almenna borgara? Mynd og texti: Björn Jóhann Björnsson. „Nei, ég tel að við höfunt flest svipaðar tilfinningar til þjóðhátíðardagsins og þess sem hann táknar. Út úr öllu argaþrasinu sem er dags daglega, um stjórnmál og ríkis- stjórn, þá er þjóðhátíð gott tækifæri til þess að hugsa um hvað við eigum sameiginlegt og hversu mikil verðmæti við eigum sem þjóð. Það er mikilvægt að við kunnum að deila kjörum, hvert með öðru, og lifum í friði og sátt í landinu. Við erum auðug þjóð en kunnum ekki að vera rík og þurfum í sameiningu að átta okkur á því. Þjóðin er lítil, svona cins og stór fjölskylda miðað við stóru þjóðirnar. Þessi systkinahópur á ekki sífellt að vera að jagast og metast innbyrðis. Við eigunt að geta skilið kjör og hagi hvers annars. Enginn býr lengur í afskekkt og þarf ekki að vera afskiptur. Orðasambandið „fjarlægir landshlutar" er úrelt á íslandi. Sveitamennska og nesjamennska eru hug- tök, scm eiga ekki frekar við dreifðar byggðir en þéttar. Það á líka að vera hægt að koma sameiginlegum búskaparháttum okkar í lag. Þá er betur hægt að snúa sér að öðrum og mikilvægum þáttum í mannlegri tilveru. í trú og menningu eigunt við verð- mæti, sem mættu nýtast okkur betur." „Það var mikils virði, að sjá þá saman, Jóhannes Pál páfa og Pétur Sigurgeirsson, biskup“ - Það er ekki langt um liðið síðan Jóhannes Páll páfi II var hér á landi. Hvað fannst þér unt kontu páfa hingað til íslands? „Ég fór til Þingvalla til að vera viðstaddur samkirkjulegu athöfnina þar. Ef páfi kemur á 1000 ára fresti, þá var þetta mikið tækifæri og óvíst hvernig stæði á hjá mér næst þegar hann kæmi. En aö gamni slepptu þá var mikils virði að sjá þá saman við helgihald. - sr. Hjálmar Jónsson prestur á Sauðárkróki og prófastur Skagfirðinga, í helgarviðtali biskupinn okkar og páfann, báðir svo ein- lægir og gegnheilir Drottins þjónar. En minnisstæðast verður mér samt sem áður, frá Þingvöllum, þegar kom að því að biðja Faðir vor, undir lok athafnarinnar. Þá heyrðist meira í fólkinu í brekkunni fyrir ofan, þúsundum manna sem fylgdust með álengdar. Ég hafði ekki veitt mannfjöldan- um athygli. Ég var líka búinn að gleyma því að athöfninni var sjónvarpað. Þarna var því ekki fámennur hópur saman kominn heldur stór hluti þjóðarinnar. Þannig er íslenska þjóðkirkjan í hnotskurn. Flestir láta sig kirkjuna varða og fylgjast vel með þótt ekki séu þeir beinir þátttakendur í messunni eða sýnilegir nema stundum. í þessu getur líka verið áminning til okkar prestanna að gleyma ekki að kirkjan er kirkja allrar þjóð- arinnar." „Sáttur við tilveruna og mitt samfélag“ - Hvað viltu segja að lokum, Hjálmar? „Amen.“ Við þetta stutta svar kom smá hik á undirritaðan og sá hann fram á heldur magran endi á góðu viðtali, en sjálfsagt seg- ir þetta eina orð meira en mörg orð. En Hjálmar kímdi við, brosti út í annað eins og hann gerir ósjaldan og bætti aðeins við: „Ég er ákaflega sáttur við tilveruna og mitt sam- félag. Vil vinna því það gott sem ég get. Ég hef revnt að læra af allri reynslu sem ég hef orðið fyrir. Við höfum fundið það, hjónin, alltaf betur og betur síðan við fluttum hingað, að við vorum og erum velkomin. Fólk vill að við störfum hér og séum hluti af hinu skagfirska samfélagi. Það vil ég svo sannarlega vera. Það er mitt amen í dag.“ -bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.