Dagur - 26.07.1989, Page 5

Dagur - 26.07.1989, Page 5
Heimsmót blásarasveita í Hollandi: Akureyrska sveitin kom sá og sigraði - vakti mikla athygli vegna lágs meðalaldurs Miðvikudagur 26. juli 1989 - DAGUR - 5 Arnbjörg Valsdóttir, Þórey Árnadóttir og Gunnar Bcnediktsson ánægö meö árangurinn. Skólahljómsveit skipuð börn- um og unglingum, að meðaltali 15 ára að aldri. Frá litla ís- landi, ekki einu sinni höfuð- borginni, heldur litlum bæ nyrst í landinu. Þetta virðist ekki beinlínis vera uppskriftin að blásarasveit sem vænleg er til afreka á alþjóðlegan mæli- kvarða en engu að síður á þessi lýsing við D-blásarasveit Tón- listarskólans á Akureyri sem í fyrradag kom heim af heims- móti blásarasveita í Hollandi og vann þar til gullverðlauna. Utanförin föstudaginn 14 júlí, gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Vegna þoku í Keflavík gat Flug- leiðaþota frá Luxemburg ekki lent, en hafa skal það sem hendi er næst og því varð hópurinn að „Jú, jú þið heyrðuð rétt.“ Roar Kvam tilkynnir hópnum um úrslit. sætta sig við það að fljúga með amerískri vél. Um leið mátti hann gera sér að góðu að stíga á Meginland Evrópu á Orly flug- velli í París en ekki í Luxemburg eins og upphaflega var ráðgert. Frá París var ætlunin að aka beint til Daun Eifel í Þýskalandi þar sem hópurinn átti að vera fyrstu dagana en hvort sem það var vegna hins skamma fyrirvara eða vegna frægra óliðlegheita Frakka við þá sem ekki eru frönskumælandi, þá neituðu bíl- stjórarnir að aka inn í Þýskaland. Farið var á fyrrnefndan flugvöll í Luxemburg og þaðan ekið til Daun Eifel í tveggja hæða rútu sem átti síðan eftir að aka hópn- um það sem eftir var ferðarinnar. Þegar þessu fyrsta vandamáli ferðarinnar var bjargað hafði hins vegar gleymst að gera ráð fyrir þeim mikla farangri sem sextíu manna hljómsveit hefur með ser. Fyrir vikið mátti Roar Kvam verða eftir í París til að sjá um flutning hljóðfæranna. Þar varð hann hins vegar fyrir mikl- um töfum vegna sprengjuhótunar sem síðan reyndist vera gabb. í Daun Eifel var hópurinn frá laugardegi til föstudags og þar var búið í sumarhúsum. Þessum dögum var varið til ferðalaga og meðal annars var farið í sigl- ingu um Rínarfljótið. Spilað var í borgum og bæjum, m.a. á aðal- torginu í Köln. Föstudaginn 21. júlí var ekið til Hollands og til bæjarins Kerk- rade þar sem heimsmót blásara- sveita hefur farið fram frá árin 1951. Kerkrade er 50 þúsund manna borg en þá daga sem mót- ið stóð er talið aö fólksfjöldinn hafi farið í allt að áttatíu þúsund. I mótinu tóku þátt á þriðja hundrað hljómsveitir frá 28 lönd- um með um ellefu þúsund með- limi. Bærinn var algjörlega lagð- ur undir þetta mikla mót. Akur- eyrska sveitin bjó í gömlu klaustri og var þar í góðri umsjá skáta úr bænum. Sjálf kcppnin í öðrum flokki, þar sem blásarasveitin keppti, fór fram á laugardeginum. Sveitin lék skömmu eftir hádegið og eins og áður hefur komið fram gekk allt að óskum. Þegar svo tilkynnt var um úrslit síðar unt daginr. ætluðu þau sem úti í sal sátu ekki að trúa sínum eigin eyrum þegar þeim heyrðist eitthvað vera talað um fyrstu verðlaun. Þetta reynd- ist þó rétt vera, sveitin fékk nauðsynlegan stigafjölda til að fá gull og vel það. Sveitin vakti sér- staka athygli fyrir margra hluta sakir en þó einkum vegna hins lága aldurs sveitarmeðlima. Þetta var jafnframt eina skólasveitin sem þátt tók í mótinu. Þá var engu líkara en sviðsmyndin í tónleikahöllinni hefði verið gerð með tilliti til hinna hvítu og bláu búninga sveitarinnar. Heimferðin á mánudeginum gekk að óskum. Til Keflavíkur var komið síðdegis og síðan ekið beinustu leið til Akureyrar. Þór- ey Aðalsteinsdóttir einn farar- stjóranna vildi koma sérstöku þakklæti til þeirra fyrirtækja og einstaklinga scm styrkt höfðu ferðina, að ógleymdum Akureyr- arbæ. ET Sveitin bíður þess að geta hitað upp. Síðan tók alvaran við. Myndir: Þórcy og Þórdís. Stressuð fram á síðustu stundu Hægri hönd hvers hljómsveit- arstjórnanda er svokallaður konsertmeistari sveitarinnar. Um leið er sá sem þessu emb- ætti sinnir fulltrúi sveitar- meðlima gagnvart stjórnanda. í D-sveitinni gegnir Þórdís Skúladóttir þessu hlutverki. „Okkur fannst við ef til vill vera að færast of mikið í fang þegar við lögðum í þessa keppni. Stressið var mikið alveg fram að keppninni og hvað mig varðar þá hvarf það ekki fyrr en ég sat á sviðinu í keppninni. Þar var hins vegar ekkert annað hægt að gera en að spila eins vel og maður gat og það tókst," segir Þórdís aðspurð hvernig tilfinning það sé að taka þátt í móti af þessu tagi. Eftir svona árangur liggur beinast við að ætla að sveitin láti sjá sig á næsta heimsmóti. „Það var rætt um það við okkur hvort við myndum ekki koma aftur og eflaust kemur það til greina. Ég tel hins vegar að það væri sniðug- ara að fara eitthvað annað næst til að öðlast meiri reynslu við aðr- ar kringumstæður," sagði hin tvítnga Þórdís Skúladóttir. ET Þórdís Skúladóttir með verðlaunapeninginn og viðurkenningarskjalið sein svcitin hlaut fyrir árangur sinn. Mynd: kl ST\ VHxti&moMg sa?,í-H Blanda Blanda Hreinn Appel: pMrQ I sinusfífi Pure Orange Juice

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.