Dagur - 26.07.1989, Síða 10

Dagur - 26.07.1989, Síða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 26. júií 1989 } f/ myndasögur dags 7j HERSIR BJARGVÆTTIRNIR rz—; —•—n—á': .. — arðu ... Ekki á réttri Heið? ...'.p rétt, er Ted Browning ekki lengur í Singapore! hans að hafa hann i haldi í einu skipa •sinna... tilfelliö, getur þú treyst því að ég og mínir menn hjálpum þér að. finna hann[ V" legt af yður hr. Wo ... en hvers vegna vilt þú hafa fyrir þvi að hjálpa okkur2, „Höfum staðið í sterkari liðunum44 - segir Erlingur Kristjánsson fyrirliði KA um Fram-leikinn í kvöld Erlingur Kristjánsson fyrirliði KA er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn gegn Fram í kvöld. „Við höfum náð okkur vel á strik gegn sterkari liðunum og ég sé enga ástæðu til þess að það eigi eftir að breytast gegn Frömurum í kvöld,“ segir varnarmaðurinn sterki. Erlingur telur að leikmenn KA hafi ekki náð að byggja sig sál- rænt nægjanlega vel upp gegn veikari liðunum og því hafi svo mörg stig glatast gegn þeim liðum. „Annars er varla hægt að tala um veikari lið því öll félögin virðast geta tapað stigum gegn hvaða liði sem er, hver svo sem staða þeirra í deildinni er,“ bætti Erlingur við. Leikur Fram og KA í kvöld er fyrsti leikur 11. umferðar íslands- mótsins og sá eini sem fram fer í kvöld. Á morgun fimmtudag leika ÍA og Valur á Akranesi, FH og ÍBK í Keflavík og KR og Víkingur að Kaplakrikanum. Á föstudag er síðan stórleikur á Akureyri er Þórsarar mæta Fylkismönnum á Akureyrarvelli. Bæði lið eru í harðri baráttu í Erlingur Kristjánsson er hvergi banginn fyrir leikinn gegn Fram í kvöld. neðri hluta deildarinnar og mega alls ekki við að tapa einu einasta stigi í þeim leik. Það má því búast við hörkuviðureign á Akur- eyrarvelli á föstudagskvöldið. Knattspyrna/2. deild: Heil rnnferð í kvöld - Leiftur-UBK og Tindastóll-Stjarnan Heil umferð verður í 2. deild- inni í knattspyrnu í kvöld. Norðanliðin verða þar í sviðs- Ijósinu og beinist athyglin einkum að leik Leifturs og Breiðabliks á Ólafsfirði og leik Tindastóls og Stjörnunnar á Sauðárkróki. Síðan leika Völsungar mjög mikilvægan leik gegn Selfossi á Selfossi. Tindastóll vann góðan sigur á Völsungum í síðustu umferð en liðið er samt sem áður í neðsta sæti deildarinnar ásamt Einherja frá Vopnafirði. Stjarnan er hins vegar í efsta sæti deildarinnar en tapaði síðasta leik og virðist vera að fatast flugið. Það má því búast við hörkuviðureign á Króknum í kvöld. Það verður ekki síður hart bar- ist á Ólafsfirði í kvöld. Þar koma Blikarnir úr Kópavogi í heim- sókn en síðasta leik liðanna lauk með jafntefli. Bæði lið eru um miðja deild en botninn er ekki langt undan og því mikilvægt fyr- ir félögin að koma sér af hættu- svæðinu. Völsungar leika við Selfoss á Selfossi og verða að vinna til að ná sér eftir slæmt tap á Sauðár- króki um síðustu helgi. ÍBV tekur á móti Víði í Eyjum en bæði lið hafa verið í topp- baráttunni fram að þessu. # „Þú skilur hann aldrei...“ Listamaöur nokkur norðan heiða fór ákaflega mikið í taugarnar á vörubllstjóra einum á Akureyri. Listamað- urinn málaði gjarnan mynd- ir af mótífum sem bíl- stjóranum þóttu ekki beint gáfuleg, eða þannig. Eitt sinn var sá síðarnefndi á málverkasýningu, þar sem gaf að líta verk eftir umræddann listamann, m.a. eina mynd af þvotti sem var að vindþurrkast á snúru. í kaffitíma daginn eftir barst listamaðurinn í tal af ein- hverjum ástæðum, og varð einum starfsmannanna að orði að N.N. væri nú góður málari. Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en bílstjórinn spratt upp, þreif í hálsmálið á þeim sem hafði talað og sagði: „Þú skilur hann aldrei, hann er listamaður!“ Og þar við sat. # Helgarupp- bótin Á þessari steypustöð kom ýmislegt fyrir eins og geng- ur á vinnustöðum. /Etti að vera óhætt að greina frá sumu af því hér þar sem fyrirtæki!i er löngu hætt starfsemi. Eitt sumarið, fyrir áratug eða svo, var ákaflega kalt og rigr ingasamt. Þá þurfti stundum að „sjóða ( brjótinn,“ þ.e. gera við grjót- mulningstæki sem nefndist valsabrjóturinn. I þvi verki fólst að rafsjóða þykkt slit- lag á stálvalsa, og tók verk- ið iðulega nokkra daga, með hléum. Eitt sinn voru tveir menn þarna við vinnu og var þeim orðið kalt. Skrapp þá annar þeirra í hús og fékk iánaða öndvegis Sjen- eversflösku, „því það er svo fjári leiðinlegt að hanga þarna uppfrá á laugardags- kvöldi í kulda og trekk, og hvergi skjól,“ eins og hann komst að orði. # Tilraunin Á sama vinnustað var gerð eftirfarandi „tilraun“: Starfs- maður keypti hálfa svarta- dauðaflösku, stillti henni upp á hillu (kaffistofunni og fylgdist með hversu langur tími liði þar til byrjað væri að drekka úr henni, - en það var hverjum frjálst sem vildi, ókeypis. Þetta gerðist á föstudegi. Flaskan kom á hilluna klukkan eitt en var tóm um fjögurleytið - þegar kaffitímanum lauk. Blak: Hafsteinn í KA - hyggst leika blak næsta vetur Hafstcinn Jakobsson mun að öllum líkindum dusta rykið af blakskónum sínum og leika aftur með KA-liðinu næsta vetur. „Það er freistandi að breyta til og það kitlar að leika blak aftur. Það hjálpar líka mikið til að það er hugur í lið- inu og menn eru staðráðnir í Hafstcinn Jakobsson. því að verja íslandsmeistaratit- ilinn,“ sagði Hafsteinn í sam- tali við Dag. Hafsteinn lék með KA vetur- inn 1986-87 og svo nokkra leiki veturinn 1987-88. Hann er mjög góður blakmaður og ætti að styrkja KA-liðið töluvert. Ef Hafsteinn kemur til Akur- eyrar, en hann er nú búsettur á Ólafsfirði, mun konan hans Birg- itta Guðjónsdóttir einnig að öll- um líkindum leika með kvenna- liði KA. Reyndar er Birgitta þekktari sem frjálsíþróttakona en hún er einnig mjög frambæri- leg blakkona. Fei, hinn kínverski þjálfari KA, er væntanlegur til landsins 1. september og hefur umrótið í Kína ekki breytt þeirri áætlun. Hann skrifaði KA-mönnum fyrir nokkrum dögum og var hinn hressasti. Fei sagðist hafa verið í fríi en vera byrjaður að æfa og kvaðst hlakka mikið til að koma til íslands aftur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.