Dagur - 05.08.1989, Page 6
$ - EMOIAB - E8Qfið»l^jJr25u^piafe^989
Hestamót
Þjálfa og Grana
verður haldið að Einarsstöðum 12. og 13.
ágúst 1989.
Keppt verður í eftirtöldum greinum:
A og B flokkum gæðinga, unglinga- og barnaflokkum.
150 m skeið, 250 m stökk, 300 m stökk, 300 m brokk.
Opin töitkeppni, gæðingaskeið.
Skráning 8. og 9. ágúst kl. 20-23 í símum 41304,
43593 og 43503.
- Munið hestamannabaliið að Ýdölum 12. ágúst. -
ÞJÁLFI.
AKUREYRARB/ÍR
Akureyrarbær auglýsir eftir starfsmanni
að Vinnumiðlunarskrifstofu, er sinni:
-\
Atvinnuleit fyrir fatlaða
og þá aðra, sem hafa slæma samkeppnis-
aðstöðu á vinnumarkaði.
Vinnan felst í mati á startshæfni, ráðgjöf, atvinnu-
leit og stuðningi við fatlaðan starfsmann í vinnu,
samstarfsfólk hans og vinnuveitanda.
Menntun í ráðgjöf, reynsla af málefnum fatlaðra
og staðgóð þekking á vinnumarkaði á Akureyri
koma umsækjanda til tekna.
Upplýsingar veitir starfsmannastjóri Akureyrar-
bæjar í síma 96-21000.
Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýsingum
um menntun og fyrri störf skulu sendar starfs-
mannastjóra fyrir 18. ágúst nk. á sérstökum eyðu-
blöðum, sem látin eru í té á starfsmannadeild,
Bæjarskrifstofum Akureyrarbæjar, Geislagötu 9,
Akureyri.
Félagsmálastjóri.
kvikmyndarýni
Umsjón: Jón Hjaltason
Gömul lumma
Fremstur stendur höfðpaurinn Emilio Estevez. Honum á hægri hönd er
Kiefer Sutherland og Charlie Sheen á þá vinstri. Fyrir aftan þessa þrjá
standa þeir Lou Diamond Phillips, Dermot Mulroney og Casey Siemaszko
og eru þá unglingsskytturnar upptaldar, sex að tölu.
Borgarbió sýnir: Unglingsskytturnar
(Young Guns).
Leikstjóri: Christopher Cuin.
Handritshöfundur: Jolin Fusco.
Helstu leikendur: Emiiio F.stevez, Kiefer
Sutlierland, Eou Oiamond Phillips
og Charlie Sheen.
Twentieth Century Fox 1988.
Unglingsskytturnar er ein af
þessum myndum sem koma ákaf-
lega lítið á óvart. Góði maöur-
inn, sem að þessu sinni er Breti,
býr í sveitinni og stundar verslun
og einhvern landbúnað. Hann
vinnur sér það til ágætis í augum
bíógesta að sanka að sér vega-
lausum unglingspiltum sem í dag
væru settir beinustu leið á heimili
fyrir vandræðagemsa. Iðulega
eru þetta piltar sem yfirvöld
bæjarins eru á höttunum eftir en
þau cru vitaskuld siðspillt niður í
rót. Af því leiðir að drengirnir fá
strax í upphafi myndar þetta
fremur rómantíska en gantal-
kunna yfirbragð mannsins sem
beittur er rangindum. Á bakvið
liggur hin sígilda hugsun kúreka-
mynda að samfélagið samhæfi
menn með siðferðinu en um leið
og einhver fer út af sporinu,
venjulega vondi maðurinn, þá er
hann réttdræpur og raunar
skylduverk að aflífa hann eins og
hvert annað meindýr.
Piltarnir eru allir lagnir í ein-
hverri grein karlmennskuíþrótta,
einn hendir hnífum á við fjöl-
leikamann, annar boxar eins og
Jack Tyson, sá þriðji handleikur
skammbyssuna eins og Morgan
Kane, en allir bera þeir skotvopn
hvunndags eins og ekkert sé sjálf-
sagðara. Illvirkið sem tendrar í
púðrinu og knýr þá til að beita
þessum hæfileikum sínum er
dráp fóstra þeirra. Hann á í við-
skiptadeilum við framagosa
bæjarins sem svífast einskis.
Drengirnir fara á stúfana að leita
hefnda og skálmöld gengur í
garð.
Unglingsskytturnar er dæmi-
gerð eftiröpunarmynd. Hún
gengur að vísu ekki jafn langt í
hetjudýrkuninni og flesar aðrar
kúrekamyndir sem ég hef séð en
að öðru leyti er leikstjórinn
Christopher Cain alveg laus við
að troða nýjar slóðir. Söguþráður
myndarinnar er óskaplega þunn-
ur og Cain fremur þá höfuðsynd
að greina ekki á milli hins ósenni-
lega og hins sem er með öllu
ómögulegt. Öll atburðarás í bíó
verður að lúta hinu mögulega,
hún hlýtur að skírskota til raun-
veruleikans, ef brugðið er útaf
þessari reglu breytist kvikmynd-
in, sem listform, í óskapnað.
Sjáið bara villigöturnar sem
fjöldamargir listmálarar ganga
um þessar mundir og þó eru lík-
lega engir ver staddir en þeir sem
leggja fyrir sig svokallaða nú-
tímatónlist.
Cain gengur illa að ráða við
hugarórana sem verður bersýni-
legast í lokaatriði Unglingsskyttn-
anna og er hann þó að rembast
við að tengja myndina við sögu-
legan sannleika. Heill her
óbreyttra borgara og hermanna
hefur umkringt hús sem sögu-
hetjurnar halda til í. Möguleikar
þeirra til að sleppa eru engir.
Petta veit leikstjórinn en freistar
þess engu að síður að slá ryki í
augu bíófara með því að sýna
hægt ótrúlegustu atriðin. Ög
hríðskotabyssa hermannanna er
aðeins notuð á óvopnaðan lög-
fræðing. Ég vissi það nú raunar
áður að lögfræðingar eru vara-
söm stétt en þetta er nú heldur
mikið af því góða.
Morðið í
Presidio-herstöðmni
Borgarbíó sýnir: Morðið í Presidio-
herstöðinni.
(The Presidio scene of the Crime).
Leikstjóri: Peter Hyams.
Handritshöfundur: Larry Fcrguson.
Helstu leikendur: Sean Connery,
Mark Harmon og'Meg Ryan.
Paramount Picture 1988.
Ég verð að viðurkenna að sumir
leikarar geta farið ákaflega í
taugarnar á mér. Mark Hermon
er einn þeirra. Maðurinn er svo
upptekinn af sjálfum sér að allir
hans leikhæfileikar uppétast hið
innra með honum í baráttu við að
skapa karlmennið. Takið eftir
hvað augun leiftra og hvernig
röddin beinlínis titrar af karl-
mannslund. Því miður er Harm-
on svo óheppinn að mótleikari
hans, Sean Connery, hefur allt
þetta yfirbragð karlmennskunnar
að því er virðist meðfætt.
Harmons bíður ekki annað hlut-
skipti en að verða tilgerðarlegur
við hliðina á Connery.
Með þetta í huga má raunar
segja að Morðið í Presidio-her-
stöðinni hæfi miklu frekar
Hermon en Skotanum. Myndin
er yfirborðskennd og þráðurinn
rakinn með bláþráðum. Hvað er
til dæmis brjóstumkennanlegra
og tilgerðarlegra en tveir aldur-
hnignir menn sitjandi á húsaþaki,
ímyndandi sér að heimurinn hafi
áður fyrr haft þá fyrir snúnings-
möndul og harmandi að hann
geri það ekki enn? Lausn morð-
gátunnar, ef lausn skyldi kalla,
kórónar þó myndverkið í full-
komnum takt við það sem á und-
an er gengið.
Morðið i Presidio-herstöðinni
segir frá drápi á herlögregluþjóni
af veikara kyninu. Borgarpólitíið
Mark Harmon kemur á staðinn
og sér að það er fyrrverandi
vinnufélagi hans, og kannski
unnusta, sem orðið hefur fórnar-
lamb ódæðismannanna. Harmon
var nefnilega einu sinni í hernum
en fékk pokann sinn fyrir
ókurteisi við yfirmann. Connery,
sem leikur foringja í herlögregl-
unni, er einnig mættur á tilræðis-
staðinn en hann var áður yfirmað-
ur Hermons. Það sem eftir lifir
myndar er leikstjórinn að rernb-
ast við að sannfæra bíófara um að
þessir tveir eldi saman grátt
silfur. En líkt og annað í þessari
kvikmynd verður sú viðleitni til-
gerðarleg.
Að sjálfsögðu blandast ást inn
í þetta bíó. Harmon hinn ómót-
stæðilegi verður hrifinn af dóttur
hörkutólsins Connerys, Meg
Ryan, og auðvitað getur kven-
maðurinn ekki staðist töfrandi
blikið í augum borgarlöggunnar.
En þið getið rétt ímyndað ykkur
hvaða áhrif þetta hefur á föður-
inn og samband hans við dóttur-
ina, þar fer allt í háaloft á velgju-
legan hátt (og tilgerðarlegan)
eins og annað sem eikennir þessa
mynd.
Það er furðulegt hvað Peter
Hyams hefur tekist að gera yfir-
borðslega og hreint út sagt gervi-
lega mynd um þó. jafn raunveru-
legá atburði og. Ivtpr.ðið í
Presidio-herstöðinni segir frá.
Jafnvel Rarnbó III var sennilegri
en þetta bíó.